Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 22

Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rekstrarvörur hafa í tilefni 20 ára afmælis síns ákveðið að veita rekstrarvörustyrki til líknar-, félaga- og menningarsamtaka sem sinna þörfum samfélagsverkefnum og leggja alúð við umhverfi sitt. RV veitir í ár þrjá styrki að upphæð samtals 1 milljón króna. Stærsti styrkurinn er að andvirði kr. 500.000 - en hinir tveir að jafnvirði kr. 250.000 hvor. Styrkirnir eru í formi úttekta á rekstrar- og fjáröflunarvörum fyrir viðkomandi félög hjá RV. Þeir sem óska eftir því að koma til greina við styrkveitingu árið 2002 eru beðnir að skila inn umsóknum fyrir 15. maí næstkomandi, annaðhvort bréflega, merkt: „Rekstrarvörustyrkir“ - Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, eða með bréfsendingu í bréfsíma 520 6665 . Einnig er hægt að nota netfangið: styrkir@rv.is Gera þarf grein fyrir félagasamtökunum sem um styrkinn sækja og þeim verkefnum sem njóta eiga góðs af styrkkveitingu. Rekstrarvörur eru sérhæft dreifingarfyrirtæki sem vinnur með fyrirtækjum og stofnunum að því að sinna þörfum þeirra fyrir almennar rekstrar- og hreinlætisvörur, ásamt þjónustu og ráðgjöf á því sviði. Rekstrarvörur leggja sérstaka áherslu á heildarlausn hreinlætis- og öryggismála, svo og hjúkrunarvörur fyrir stofnanir og einstaklinga. Vörunúmer hjá Rekstrarvörum eru 5300 um þessar mundir og hefur fjölgað ár frá ári í 20 ár. Dómnefnd annast val á styrkþegum og skipa hana Kristján Einarsson forstjóri, formaður, Arngrímur Þorgrímsson sölustjóri og Björn Freyr Björnsson vörustjóri. Í ár verður tilkynnt um val á styrkþegum í 20 ára afmæli RV 24. maí næstkomandi. RV 20 ára Rekstrarvörustyrkir RV 2002 Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími 520 6666 Bréfasími 520 6665 • sala@rv.is – vinna með þér UM fjörutíu börn úr Hrunamanna- hreppi sýndu listir sínar á fim- leikasýningu í íþróttahúsinu á Flúð- um á fyrsta degi sumars. Krakkarnir hafa æft fimleika viku- lega síðan í byrjun febrúar eftir að nokkrir foreldrar tóku sig til og fengu Sigríði Bogadóttur frá Sel- fossi til að stjórna æfingum. Krakk- arnir eru mjög duglegir og mikil ánægja er hjá foreldrum með fram- takið. Stefnt er að því að halda áfram starfinu á haustdögum og stofna formlega deild nú í maí. Um áttatíu manns, mömmur, pabbar, afar, ömmur, langafar og lang- ömmur, komu og fylgdust með börnunum sem stóðu sig frábær- lega. Mörgum varð að orði að gam- an yrði að fylgjast með þessu unga og efnilega fimleikafólki í framtíð- inni. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hópur fimleikabarna ásamt leiðbeinanda sínum, Sigríði Bogadóttur. Fimleikasýning á Flúðum Flúðir NEMENDUR og starfsfólk Garð- yrkjuskólans opnuðu dyr skólans fyrir gestum á sumardaginn fyrsta. Opið hús er orðinn árlegur viðburður skólans og leggja margir leið sína austur fyrir fjall til að upplifa fyrstu sumarstemmninguna. Yfirskrift sýningarinnar í ár var heilsa – hreysti – hollusta. Fjölmörg fróðleg erindi voru flutt í fræðslu- horninu, m.a. fjallaði skólameistari skólans, Sveinn Aðalsteinsson, um tómatana og karlmennskuna, Gunn- þór Guðfinnsson um lífræna ræktun matjurta, Guðríður Helgadóttir um ræktun kryddjurta, sem hún nefndi Krydduð tilvera. Ólafur Melsted fræddi um vatn í görðum, Baldur Gunnlaugsson nefndi sitt erindi Heimajarðgerð er heilsubót og Sig- ríður Eysteinsdóttir svaraði spurn- ingunni af hverju ávexti og græn- meti? Kolbrún Þóra Oddsdóttir, garð- yrkjustjóri Hveragerðisbæjar, sagði frá verkefni sem hún ásamt Ólafi Steinssyni og Brynhildi Jónsdóttur er að vinna um langlíf tré í bæjar- félaginu. Kolbrún sýndi myndir af gömlum trjám og sýndi loftmynd sem þau hafa merkt tré inn á, flokk- að þau og skoðað uppruna þeirra. Auk fyrirlestra var kynningarbás Hveragerðisbæjar, þar sem kynnt voru verkefni sem verið er að vinna að í umhverfismálum. Upplýsinga- miðstöð Suðurlands kynnti Hvera- gerði og Ölfus sem áningarstað ferðamanna. Þá bauð Heilsustofnun NLFÍ gestum að smakka á heilsu- súpu, lífrænt ræktuðum gúrkum og gerlausu brauði. Það var notalegt að koma í Garðyrkjuskólann og kynn- ast því sem þar er að gerast og anda að sér vor- og sumarstemmningunni sem þar ríkir þessa dagana. Sumarið hefst í Hvera- gerði Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Blómaskreyting nemenda garð- yrkjuskólans, þar sem tómatar eru í aðalhlutverki. ÁÐUR en hretið skall á norð- analands fóru margir í Þingeyj- arsýslum að sinna vorverkum enda lítil snjór og ýmislegt hægt að gera. Guðný Jónsdóttir Buch á Ein- arsstöðum í Reykjahverfi lét ekki sitt eftir liggja og vitjaði um taðið sem hún hlóð í hrauk til þerris. Mik- ið tað er notað á haustin hjá Guð- nýju en hún reykir m.a kjötlæri, magála, sperla og rúllupylsur. Þá hefur hún aðeins fengist við að reykja osta sem mörgum þykir herramannsmatur en kofareykt matvæli þykja gefa einkar gott bragð. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Guðný við gömlu fjárhúsin á Ein- arsstöðum með taðflögur í hönd- unum og ánægð með veðráttuna. Gott að þurrka taðflögurnar í vorblíðunni Laxamýri ÞAÐ er löng vegalengd frá Þingeyj- arsýslu til Stykkishólms og því mikið á sig lagt fyrir fjörutíu manna karla- kór að koma í heimsókn. En kórinn hélt tónleika í Stykkishólmskirkju laugardaginn 27. apríl. Efnisskráin var fjölbreytt og var lögð áhersla á tónsmíðar eða texta eftir Þingey- inga. Þar var m.a. tónverk eftir ungan Aðaldæling, Örlyg Benediktsson, sem stundar nám við tónsmíðar í Pétursborg í Rússlandi. Karlakórinn Hreimur er öflugur karlakór og ræður greinilega metn- aður ferðinni. Tónleikagestir voru ánægðir með söng karlakórsins. Þetta er í annað skipti sem Hreim- ur heldur tónleika í Stykkishólmi, en þeir voru hér fyrir fimm árum. Kórinn er að ljúka vetrarstarfi sínu með tónleikahaldi þar sem áheyrendum er boðið upp á að hlusta á árangur vetrarins. Stjórnandi kórsins er Robert Faulkner, tónlistarkennari við Hafralækjarskóla, og undirleikari er kona hans, Juliet Faulkner. Hreimur söng í Hólminum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Karlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsýslu á tónleikum í Stykkishólms- kirkju ásamt hljóðfæraleikurunum Aðalsteini Ísfjörð, Erlingi Berg- vinssyni, Þórarni Illugasyni og Juliet Faulkner. Stykkishólmur SÚ hefð hefur skapast í Ólafsvík að Kiwanisklúburinn Korri býður öll- um nemendum í fyrstu bekkjum í grunnskóla Snæfellsbæjar til fundar á sumardaginn fyrsta. Tilefnið er að afhenda nemendum reiðhjólahjálm að gjöf og jafnframt fræða þá um helstu hættur sem þeim geta mætt í umferðinni. Er þetta 9. árið sem Korramenn afhenda nemendum þessa gjöf og hafa fyrirtæki í Snæ- fellsbæ stutt þetta verkefni Kiw- anis-manna. Konur í slysavarna- félaginu Sumargjöf gáfu börnunum gott í gogginn. Að þessu sinni þáðu 23 nemendur hjálm í sumargjöf. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Árlegur hjálmadagur Ólafsvík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.