Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 28
ERLENT 28 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ A B C D E F G H I J K L M N O P R S T U V W X Y Z Þ Æ Ö Hvað á húsið að heita? Verðlaunasamkeppni Nýja íþrótta- og sýningarhúsið í Kópavogsdal verður opnað með formlegum hætti 17. maí nk. Af því tilefni efnir Kópavogsbær til samkeppni um nafn á þessa veglegu byggingu sem mun gegna fjölþættu hlutverki í menningarlífi bæjarins um ókomna framtíð. Tillögum að nafni ber að skila undir dulnefni. Umslag merkt dulnefninu skal fylgja með en í því þurfa að vera upplýsingar um nafn, heimili og símanúmer höfundar. Þriggja manna dómnefnd mun velja nafn úr innsendum tillögum. Komi fleiri en ein tillaga um sama nafn verður dregið um vinningshafa. Vegleg verðlaun: Helgarferð fyrir tvo til Parísar Skilafrestur er til 10. maí nk. og skal senda tillögurnar til: Fræðslu- og menningarsviðs Kópavogs Björns Þorsteinssonar Fannborg 2, 200 Kópavogi BANDARÍSKIR hermenn komu í gær til fyrrverandi Sovétlýðveld- isins Georgíu, þar sem þeir munu þjálfa innlenda hermenn í við- brögðum við hryðjuverkastarf- semi. Er þetta skref í aðgerðum Bandaríkjamanna gegn hryðju- verkastarfsemi hvarvetna í heim- inum. Viðbrögð rússneskra stjórn- valda voru hófsamleg, en þar í landi eru þjóðernissinnar æfareiðir vegna þessara aðgerða Banda- ríkjamanna. Átján bandarískir hermenn komu til Tblisi, höfuðborgar Georgíu, skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt, en alls eru 150 banda- rískir hermenn væntanlegir þang- að, að sögn embættismanna í Georgíu. Þjálfun her- og embættis- manna verður skipulögð á næstu dögum, en mun að líkindum hefj- ast eftir um það bil mánuð. Munu æfingarnar verða af svip- uðum toga og sú þjálfun sem bandarískir hermenn hafa veitt liðsmönnum stjórnarhersins á Fil- ippseyjum. Talið að bardagamenn hafi tengsl við al-Qaeda Bandarískir embættismenn ótt- ast að múslímskir bardagamenn sem halda til í Pankisi-gljúfri í Georgíu, sem liggur að Tsjetsjníju, kunni að hafa tengsl við hryðju- verkasamtökin al-Qaeda, sem Osama bin Laden stjórnar. Pankisi er afskekkt og þröngt, og þar býr fólk sem flúið hefur bardagana í Tsjetsjníju, og rússneskir og georgískir embættismenn segja að bardagamenn hafi blandað sér í hóp flóttafólksins. Bandaríkjamenn munu ennfrem- ur veita her Georgíu skotvopn, skotfæri, fjarskiptabúnað, lækn- ingatæki, eldsneyti og bygginga- tæki. Georgía fór fram á aðstoð Bandaríkjamanna í baráttunni við uppreisnarmenn, og vakti það hörð viðbrögð margra rússneskra emb- ættismanna, sem eru andvígir því að Bandaríkjamenn sendi mann- skap til fyrrverandi Sovétlýðvelda. Pútín sallarólegur En Vladimír Pútín Rússlands- forseti brást hins vegar hinn ró- legasti við aðgerðum Bandaríkja- manna, og sagði sendifulltrúi rússneska hersins í Georgíu í gær, að rússneska stjórnin væri „hvorki efins né afbrýðisöm“ vegna komu bandarísku hersveitanna til Georgíu. Banda- ríkjamenn þjálfa í Georgíu Tblisi. AP, AFP. TALIÐ er öruggt að íbúar Pakist- ans hafi lagt blessun sína yfir það í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að Pervez Musharraf, forseti landsins, gegndi embættinu í fimm ár til viðbótar. Stjórnarandstaðan í landinu gagnrýndi hins vegar at- kvæðagreiðsluna og sagði hana ganga algerlega á sveig við ákvæði stjórnarskrár landsins. Musharraf kom til valda í Pak- istan árið 1999 þegar herinn í land- inu setti þáverandi forsætisráð- herra af. Er litið svo á að Mush- arraf hafi með þjóðaratkvæða- greiðslunni í gær viljað fá sam- þykki landa sinna fyrir því að hann gegni embætti forseta landsins í fimm ár til viðbótar. Framundan eru þingkosningar í landinu og er talið að Musharraf hafi ekki viljað ganga til þeirra kosninga án þess að hafa fengið formlegt umboð al- mennings í Pakistan. „Mér líður vel og ég er bjart- sýnn,“ sagði Musharraf við frétta- menn er hann greiddi sjálfur at- kvæði í gær. Bhutto heitir því að snúa aftur Flestir sem rætt var við á kjör- stað sögðust vilja að Musharraf gegndi forsetaembættinu áfram. Stjórnarandstæðingar höfðu hins vegar hvatt stuðningsmenn sína til að hunsa atkvæðagreiðsluna og sögðu þeir í gær að kjörsókn hefði verið afar lítil, jafnvel aðeins um 6%. Fóru þeir fram á að Musharraf segði af sér og að bráðabirgða- stjórn borgaralegra afla færi með völd í landinu fram að þingkosning- unum í október. Þá hét Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráð- herra, því að hún myndi snúa aftur til Pakistans og verða í framboði í kosningunum í október, jafnvel þó að það myndi þýða að hún yrði handtekin og henni kastað í fang- elsi. Bhutto hefur verið í útlegð frá árinu 1998 en það ár var hún sak- felld fyrir spillingu. Talsmenn stjórnvalda höfnuðu algerlega staðhæfingum stjórnar- andstæðinga og sögðu þær tölur, sem þeir hefðu á lofti um kjörsókn, „hlægilegar“. Sögðu þeir að meira en 30% almennings hefði tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, sem var það mark sem Musharraf hafði sett sér. Stjórnarandstaðan gagnrýnir Musharraf Islamabad. AFP. ABU Mohammad, sem starfar sem verkamaður í Amman í Jórdaníu, tekur sér stutt hlé frá vinnu í gær en í dag mun hann eins og svo margir fleiri fagna frídegi verkalýðsins. Mohammad er áttatíu ára gamall og hefur undanfarin þrjátíu og átta ár unnið við viðgerðir á eldhús- áhöldum. Mohammad hefur tæplega þrjú hundruð krónur í laun á dag. Reuters Verklúinn á frídegi verkalýðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.