Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 30

Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 30
ERLENT 30 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐABANKINN hefur lengi þótt hörundsár, til að mynda þegar blaðamaður nokkur gagnrýndi yf- irmenn bankans fyrir að sóa pen- ingum hans í óhóf og munað og al- mannatengsladeild bankans svar- aði með því að hafa uppi á fyrr- verandi eiginkonu blaðamannsins í Afríku sem sagði að hann væri sjálfur enginn dýrlingur. Seinna reyndi bankinn að stöðva fram- leiðslu spils, sem líkist Matador, þegar framleiðendurnir gerðust svo djarfir að nefna það eftir Al- þjóðabankanum. Menn geta því rétt ímyndað sér tannagnístranina þegar yfirmenn bankans komu til Monterray í Mexíkó í marsmánuði til að sitja ráðstefnu með 50 þjóðarleiðtogum og meira en 300 fjármálaráðherr- um og öðrum embættismönnum. Þegar James D. Wolfensohn, bankastjóri Alþjóðabankans, og föruneyti hans voru að hvetja iðn- ríkin til að tvöfalda framlögin til þróunaraðstoðar var birt ný bók þar sem því er haldið fram að að- stoð bankans við þróunarlöndin síð- ustu hálfu öldina hafi að miklu leyti farið í súginn. Höfundur bókarinnar, hagfræð- ingurinn William Easterly, segir að Alþjóðabankinn, sem er með 10.000 starfsmenn í meira en 100 löndum, hafi ekki aðeins sóað mörgum millj- örðum dala, heldur sé hann engu nær um hvernig eigi að ná því meg- inmarkmiði hans að hjálpa þróun- arlöndunum að brjótast úr fátækt- inni. „Við höfum lært í eitt skipti fyrir öll að það er ekki til nein töfralausn og við þurfum að losa okkur við þann hroka sem við höfum haft,“ segir Easterly, 43 ára hagfræðing- ur hjá Alþjóðabankanum, en hann er nú í leyfi frá störfum. „Það að gera fátæku ríkin auðug hefur reynst miklu erfiðara en við töld- um.“ „Gagnslaus skriffinnskustofnun“ Vinstrimenn hafa gagnrýnt Al- þjóðabankann á síðustu árum fyrir að ganga erinda stórfyrirtækja, umhverfisverndarsinnar hafa álas- að honum fyrir að styrkja stór- framkvæmdir sem hafa valdið nátt- úruspjöllum og hægrimenn hafa sakað hann um fjársóun og hroka. Bankinn hefur yfirleitt hafnað slíkri gagnrýni sem barnalegu nöldri. Gagnrýni Easterlys er athyglis- verð í ljósi þess að Alþjóðabankinn stóð sjálfur fyrir skrifum hagfræð- ingsins. Easterly skrifaði stóran hluta bókarinnar þegar hann var á launum hjá bankanum og hagfræð- ingar bankans fengu kaflana til yf- irlestrar áður en bókin var gefin út. Ekki bætir úr að Alþjóðabankinn sætti harkalegri gagnrýni í skýrslu sem gefin var út á vegum Banda- ríkjaþings 1999 og margir hag- fræðingar bankans hafa sagt skilið við hann vegna óánægju með starf- semi hans. „Alþjóðabankinn er gagnslaus skriffinnskustofnun, með alltof marga starfsmenn,“ skrifaði Allan H. Meltzer, formaður nefndar, sem Bandaríkjaþing skipaði til að meta árangurinn af starfsemi bankans og fleiri alþjóðlegra stofnana á sviði þróunaraðstoðar. „Bankinn hefur sjálfur viðurkennt að helm- ingur verkefna hans hefur ekki borið árangur og útkoman er jafn- vel enn verri í fátækustu löndun- um. Stjórnendur bankans þurfa að láta af almannatengslaþvaðrinu og hefjast handa við að bæta starfsemi hans til að geta dregið úr fátækt- inni.“ Easterly tekur undir þetta. „Það sem vekur mesta athygli þegar síð- ustu áratugir eru skoðaðir er þessi eilífa hringrás þar sem við héldum öll að til væri einhver einn þáttur sem myndi leiða til varanlegs hag- vaxtar í fátæku lönd- unum. Einu sinni fólst lausnin í fjölskyldu- áætlunum og getnað- arvörnum. Um tíma fólst hún í umbótum í menntamálum, svo var áhersla lögð á heil- brigðismálin, eða fjár- festingar fyrirtækja eða „aðlögunarlán“. Og ekkert af þessu hafði nein varanleg áhrif á hagvöxtinn,“ sagði Easterly. „Þegar þeir sem gagnrýna bank- ann hafa bent á þetta hefur hann viðurkennt að honum hafi orðið á mistök en að hann skilji þetta núna. „Við erum að breyta stefnunni og hér eftir verður þetta öðruvísi,“ segir bankinn. En í raun verða eng- ar grundvallarbreytingar á aðferð- um hans. Dæmin um efnahagslega velgengni þróunarlanda, þ.e. þau lönd sem hafa náð varanlegum hag- vexti, eru sárafá. Og hvað nokkur þeirra varðar er alls ekki ljóst að aðstoð bankans hafi skipt miklu máli eða hafi yfirleitt haft nokkur áhrif.“ Nicholas Stern, aðalhagfræðing- ur Alþjóðabankans, vísar gagnrýni Easterlys á bug og segir hann van- meta þann árangur sem Alþjóða- bankinn hafi náð í þriðja heiminum og þær breytingar sem gerðar hafi verið á starfsemi hans. Skýrslur bankans sanni að starfsemin hafi borið árangur, meðal annars skýrsla fyrrverandi yfirmanns Easterlys, hagfræðingsins Davids Dollars, sem þykir bera nafn með rentu. Enginn dreginn til ábyrgðar Stern segir að Alþjóðabankinn viðurkenni nú að aðstoð hans komi að litlu gagni ef stjórnarfarinu í fá- tæku löndunum er ábótavant. Lönd með ríkisstjórnir, sem eru of spillt- ar eða veikar til að tryggja öryggi almennings, fái ekki lengur lán frá bankanum vegna þess að pening- arnir myndu hvort eð er ekki ber- ast til þeirra sem eiga að fá þá. Stern var spurður hvort stjórn- arfarið væri ekki einmitt einna verst í fátækustu ríkjunum, þeim sem þyrftu mest á að- stoð að halda, löndum á borð við Rúanda, Kongó og Sierra Leone. „Jú, það er rétt, en þetta snýst allt um að breyta að- stæðunum,“ svaraði Stern. „Og aðstoð get- ur verið mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni sem liður í langtíma- tengslum við ríkis- stjórnirnar með það að markmiði að breyta aðstæðunum.“ Þetta er einmitt sú aðferð sem Easterly mælir með. Hann er hins vegar ekki jafnbjartsýnn og Stern á að hún nægi. Easterly segir að Al- þjóðabankinn hafi lengst af metið frammistöðu sína að mestu leyti út frá fjölda þeirra lána sem hann veitir en ekki árangri þeirra þeirra verkefna sem lánin gera möguleg. „Ef ríkisstjórnin í viðkomandi landi stelur peningunum eða eyðir þeim í óarðbær gæluverkefni áttar bankinn sig oft ekki á því, ef hann gerir það á annað borð, fyrr en starfsmaðurinn sem veitti lánið er farinn eitthvert annað. Hann hefur fengið stöðuhækkun eða verið færður eitthvert annað í embættis- mannakerfinu og er aldrei dreginn til ábyrgðar. Þannig að þegar upp er staðið ber enginn ábyrgð á neinu.“ Hefur færst of mikið í fang Alþjóðabankinn var stofnaður árið 1944 með það að markmiði að fjármagna verkefni sem eiga að stuðla að efnahagslegum framför- um í löndum sem hafa dregist aftur úr. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar voru peningarnir yf- irleitt notaðir í ýmsar stórfram- kvæmdir, svo sem risastórar stífl- ur, áveitukerfi og raforkuver. Á síðustu árum hefur bankinn látið til sín taka á æ fleiri sviðum og veitt lán fyrir skólum, sjúkrahúsum, getnaðarvarnaverkefnum, rann- sóknum á alnæmi og fleiri verk- efnum. Bankinn hefur þannig farið inn á verksvið annarra alþjóðlegra stofnana, svo sem Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, og Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO. Jessica Einhorn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðabank- ans, segir að bankinn hafi færst of mikið í fang og sett sér markmið sem ógjörningur sé að ná. Easterly er sömu skoðunar og vill að bankinn skilgreini hlutverk sitt betur. Hann hefur þó enn trú á Alþjóðabankanum og vill að aðstoð- in við þróunarlöndin verði aukin. Þrjú ríki með hagvöxt í meira en 15 ár Easterly segir að aðeins þrjú ríki, Singapúr, Suður-Kórea og Taívan, hafi búið við hagvöxt í meira en 15 ár samfleytt. Fyrir ár- ið 1997 var talið að efnahagur Mal- asíu, Taílands og Indónesíu væri álíka traustur en Indónesía heltist úr lestinni í efnahagskreppunni í Asíu og Easterly segir að óvissa ríki um framvinduna í Taílandi og Malasíu. Mikill hagvöxtur hefur einnig verið í Chile, Kína og á Indlandi frá því um miðjan níunda áratuginn þrátt fyrir nokkra afturkippi og Easterly segir að þessi lönd komist ef til vill í hóp þeirra ríkja sem telj- ast á grænni grein. „Þess ber þó að geta að Argentína var talin hólpin þar til í fyrra,“ bætir hann við. Farið að draga úr fátæktinni Talsmaður Alþjóðabankans, Lawrence MacDonald, kveðst hafa áhyggjur af því að umræðan um að ekki hafi tekist að tryggja varan- legan hagvöxt í þróunarlöndunum yfirskyggi ýmsar vísbendingar um þróunaraðstoðin hafi þrátt fyrir allt verið til góðs. Hann segir að lífs- líkur íbúa þróunarlandanna hafi aukist um 20 ár síðustu fjóra ára- tugina og ólæsi hafi minnkað um nær helming. Þeim sem dragi fram lífið á andvirði 100 króna á dag sé farið að fækka þrátt fyrir mikla fólksfjölgun í þróunarlöndunum. „Þetta eru ekki merkingarlausar tölur,“ segir MacDonald. „Þær sýna raunverulegar breytingar á lífi fólks út um allan heim. Og þetta fólk hefur notið góðs af erlendri að- stoð.“ Innherji segir Alþjóða- bankann hafa brugðist The Washington Post. AP Indversk stúlka erfiðar meðan bróðir hennar fær sér blund á býli í Bhopal á Indlandi. Talið er að 60 milljónir indverskra barna gangi ekki í skóla vegna fátæktar. ’ Segir aðstoðbankans síðustu 50 árin hafa að miklu leyti farið í súginn ‘ William Easterly LÖGREGLA á Spáni hefur handtekið ellefu manns í tengslum við rannsókn á fjár- mögnun vopnaða arms aðskiln- aðarsamtaka Baska, ETA, að því er spænska innanríkisráðu- neytið greindi frá í gær. Beinist rannsóknin að samtökum sem – að því er ETA sjálf segja – hafa upp sem svarar einum milljarði króna árlega. Stjórnmálaarmur ETA, Batasunaflokkurinn, við- urkenndi að átta meðlimir hefðu verið handteknir. Mariano Rajoy, innanríkisráðherra Spánar, sagði að handtökurnar væru „alvarlegt áfall fyrir þær stofnanir sem fjármagna ETA“. Batasuna hlaut 10% atkvæða í síðustu kosningum í Baskalandi, en fyrir um hálfum mánuði sam- þykkti spænska stjórnin drög að lagafrumvarpi um að starfsemi Batasuna verði bönnuð vegna tengsla flokksins við ETA. Basajev sagður fallinn HINN alræmdi stríðsherra í Tsjetsjníju, Shamil Basajev, er fallinn, að því er Anatólíj Kvasjnín, starfsmannastjóri Rússlandsforseta, greindi frá í gær. Fréttastofan Itar-Tass hafði þetta eftir honum, en jafn- framt kom fram að lík Basajevs væri ekki fundið. Rússneska leyniþjónustan, FSB (arftaki KGB), greindi frá því í síðustu viku að annar stríðsherra í Tsjetsjníju, Khattab, hefði verið ráðinn af dögum. Tsjetsjneskir skæruliðar staðfestu á mánudag að Khattab væri fallinn. Masood fái friðarverð- laun HÓPUR Frakka vinnur nú að því að Ahmad Shah Masood, fyrrverandi stríðsherra í Afgan- istan, verði veitt friðarverðlaun Nóbels. Masood var myrtur í fyrra. Samkvæmt reglum frið- arverðlaunanefndar Nóbels er ekki heimilt að veita mönnum verðlaunin að þeim látnum. Dag Hammarskjold, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er eini maðurinn sem fengið hefur verðlaunin með þeim hætti, 1961. Reglum um úthlutun var breytt 1974. Mas- ood öðlaðist frægð fyrir and- spyrnu sína gegn innrás Rússa í Afganistan 1979–89, og var einnig sagður hafa átt þátt í að koma í veg fyrir að Talibana- hreyfingin næði Afganistan al- gerlega á sitt vald síðar meir. Skemmdir á bænahúsi LEIÐTOGAR gyðinga í Bret- landi fordæmdu í gær atlögu er gerð var að bænahúsi gyðinga í Finsbury Park í norðurhluta London um helgina. Skemmd- arvargar máluðu hakakross- merki á veggi, brutu rúður og eyðilögðu helgirit. Lögregla tel- ur kynþáttahatur liggja að baki skemmdarverkunum, en ekki er vitað hverjir skemmdarvarg- arnir voru. Telja sumir breskir gyðingar að herskáir múslímir hafi verið að verki, en aðrir segja sökudólgana vera breska þjóðernissinna. 11 hand- teknir á Spáni STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.