Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 32
LISTIR
32 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ telst til tíðinda þegar nýr dansflokkur
ungra íslenskra listdansara lítur dagsins ljós.
Dansleikhúsið, þróunarverkefni Jazzballett-
skóla Báru frumsýndi þrjú dansverk á alþjóð-
legum degi dansins 29. apríl síðastliðinn.
Dansleikhúsið samanstendur að þessu sinni
af 16 dönsurum og þrem danshöfundum og er
því ætlað að vera vettvangur fyrir upprenn-
andi atvinnudansara.
Dansleikhúsið ríður á vaðið með verk eftir
Irmu Gunnarsdóttur, djassballettkennara og
keppniskonu í þolfimi. Verkið hefst á rólegu
nótunum að morgni, það lifnar við, æsist upp
en lýkur yfirvegað í húmi nætur. Fylgst er
með dönsurunum á sviðinu þar sem þeir
hreyfa sig hver í sínu horni á ólíkan máta.
Þeir eltast við að uppfylla óræðar kröfur
sjálfra sín og umhverfisins.
Verkið fór vel af stað. Dansararnir, ungir að
árum voru öruggir með sig og einbeittir.
Hreyfifærni þeirra, það er dýpt hreyfinga og
snerpa er mislangt á veg komin, engu að síður
voru þeir tilbúnir að takast á við dansverkið
sem var innan geturamma þeirra. Eitthvað
var tæknin að stríða við tónlistina á frumsýn-
ingunni og fór svo að dansinn endaði í miðju
kafi með hléi. Að því loknu var lokakafli
verksins endurfluttur í sinni réttu mynd. Auð-
vitað hefði verið ákjósanlegast að sjá verkið í
heild sinni, það var engu að síður aðdáun-
arvert að sjá þessa ungu dansara halda ró
sinni sama á hverju gekk. Í verkinu voru at-
hyglisverðir en ólíkir kaflar sem hefðu mátt
hafa sterkari tengingu sín á milli. Það hefði
gert þetta annars ágæta dansverk heildstæð-
ara.
Jóhann Freyr Björgvinsson er dansunnend-
um mörgum kunnur. Hann er fyrrverandi
dansari í Íslenska dansflokknum og hefur
nokkra reynslu sem danshöfundur. Dansverk
hans 8villt hefst á því að inn á sviðið koma níu
kvendansarar klæddir brúðarkjólum í ýmsum
litum og af ólíkum gerðum. Útlínur þeirra
teiknast út í lýsingunni frá kastara uppsviðs.
Þær tylla sér á uppraðaða stóla sem skipa
stóran sess í verkinu. Hreyfingarnar eru hæg-
ar, hraðar og allt þar í milli. Dansararnir búa
til kyrrstæðumyndir sitjandi á stólunum, rúlla
sér á bakinu í fínum kjólunum og tekst þannig
að mynda sérstæða stemningu.
Þetta dansverk var þétt og hugmyndir vel
útfærðar. Ólíkt útlit dansaranna hvað varðar
hæð og sköpulag var styrkur fyrir verkið. Það
gerði það áferðarfallegt og sannara en hefðu
dansararnir verið með sama sniðinu. Vel tókst
til með opnun verksins, eins var því farið með
lokun þess en endirinn var hnyttinn og vel til
fundinn. Dansverkið er eftirminnilegt, það
hefur listrænt gildi þar sem hugmyndavinnan
bak við það er frjó og framsækin.
Síðasta verk á dagskrá var eftir Katrínu
Ingvadóttur dansara í Íslenska dansflokknum
og kennara hjá Jazzballettskóla Báru. Verkið
er dansað af fimm kvendönsurum og á að sýna
brot úr sögu þeirra. Dansararnir eru hvít-
klæddir, í buxum og bol. Í rauðri lýsingu
framkvæma þeir djassballett og nútímadans-
hreyfingar í bland. Verkið var ágætlega dans-
að en vantaði fyllingu. Það er byggt upp á
dansrútínum sem innihalda einfalda dansgerð.
Dansrútínum sem eiga heima í kennslu-
stund. Lítið fór fyrir sögu einstaklinganna og
uppbrot voru engin. Þetta gerði verkið flatt og
tómlegt.
Dansinn var engu að síður fallegur einn og
sér. Ágæt frammistaða dansaranna var það
sem stóð upp úr.
Sé á heildina litið stóðu reynslulitlir dans-
ararnir sig með sóma í sýningunni. Akadem-
íski skólabragurinn er á undanhaldi og sér-
staða hvers dansara byrjaður að mótast. Með
öðrum orðum dansarinn er farinn að eigna sér
hreyfingarnar og nýta sér eigin sérstöðu.
Framsæknir og hugmyndaríkir danshöfundar
eiga heima með danshóp sem þessum. Höf-
undar sem eru reiðubúnir að taka listræna
áhættu og tefla djarft. Ef vel er haldið á spöð-
unum og ef hlúð er að þeim upprennandi
dönsurum sem landið elur þá stefnir í að fjöl-
breyttur hópur listdansara verði kominn á
legg og það innan fárra ára.
Það er þrekvirki að koma sýningu sem
þessari á laggirnar. Aðstandendur eiga hrós
og þakkir skilið fyrir það.
Lilja Ívarsdóttir
LISTDANS
Dansleikhúsið í Borgar-
leikhúsinu
Dulúð. Höfundur: Irma Gunnarsdóttir. Tónlist: Amón
Tóbin. Búningar: Irma Gunnarsdóttir. Dansarar: Ás-
dís Ingvadóttir, Ásgeir Magnússon, Ásta Bærings,
Hannes Þór Egilsson, Hildur Eiríksdóttir, Jóhanna
Maggý Hauksdóttir, Jóna Þorsteinsdóttir, Inga Mar-
en Rúnarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir.
8villt. Höfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson. Tónlist:
Mogwai og Sigurrós. Búningar: Jóhann Freyr Björg-
vinsson. Dansarar: Aðalheiður Hansdóttir, Edda Þöll
Kentish, Jóhanna Maggý Hauksdóttir, Jóna Þor-
steinsdóttir, Kristín B. Eiríksdóttir, Kristín Waage,
Sigríður Soffía Níelsdóttir, Tinna Magnúsdóttir, Ylfa
Thordarson.
Brot. Höfundur: Katrín Ingvadóttir. Tónlist: Skárren
ekkert, Air. Búningar: Katrín Ingvadóttir. Dansarar:
Ásdís Ingvadóttir, Ásta Bærings, Inga Maren Rún-
arsdóttir, Sigyn Blöndal, Ylfa Thordarson.
ÞRJÚ DANSVERK
Dugnaður og
elja dansflokks
FLÆÐI nefnir Kristín Þorkels-
dóttir sýningu sína á fjölda vatnslita-
mynda í aðalsölum Hafnarborgar,
móttöku ásamt ytri og innri kaffi-
stofu og telst réttnefni. Um að ræða
snögg skynhrif af landinu eins og
listakonan upplifir það á hinum
ýmsu árstíðum, og yfirfærir á papp-
írinn með flæði og hryni hinna ýmsu
tilfallandi lita. Bein hughrif frá nátt-
úrusköpunum allt um kring hvar
sem Kristín er stödd í það og það
sinnið, en listakonan ferðast vítt og
breitt um landið til að fá blæbrigði
þess í æð. Fullvinnur myndir sínar á
staðnum, en rissar síður upp við-
fangsefnin úti í náttúrunni til frekari
útfærslu heima á vinnustofunni eins
og margur landslagsmálarinn gerði
fyrrum og gerir enn. Þó ekki laust
við að Kristín stílfæri myndir sínar, í
raun og sann eru þetta öllu meira
milliliðalaus hrif og náttúrulifanir en
sannverðugar athuganir á útlínum
landslagsins. Þó kemur eitt og annað
kunnuglega fyrir sjónir á myndflet-
inum í samræmi við staðhættina sem
nafngiftir myndanna vísa til, og ein-
staka myndir hafa yfir sér mótaðan
svip þess sem var í sjónmáli. Að
meginhluta eru þetta létt og svífandi
tilbrigði með form, línu og lit, augna-
blikshrif sem hafa yfir sér austrænt
svipmót um gagnsæi og yndisþokka.
Þetta er afar skemmtilegur leikur
fyrir gerendurna, líkastur því að
fanga í háf litrík fiðrildi er flögra um
himinloftið, gengur þá á ýmsu og
snögg viðbrögð á óstöðugu andartaki
ráða árangrinum.
Þrátt fyrir allt, ljóðræna kennd og
næma skynjun náttúruskoðarans, er
það áþreifanleg festa sem helst ræð-
ur úrslitum í þessum pataldri Krist-
ínar við stundarhrifin og málarag-
ræjurnar milli handanna. Slíkar
myndir þó í minnihluta eins og lista-
konan veigri sér við dýpri átökum
við form landsins, reiði sig á hin
fyrstu og fersku skynhrif. Nefni hér
til áréttingar myndir eins og Haust-
glóð á Þingvöllum (3), Frá, Lakagíg-
um, mjúkt og hrjúft (9), Esja, Kistu-
fell (15), Veturinn býður vorinu í
Tangó (29) og aðrar í líkum dúr. Þær
segja mér að Kristín eigi að vera
óhrædd við hlutvakin fyrirbæri í um-
hverfinu og að þau liggi oftar en ekki
betur fyrir henni en sértæk hrif
frammi fyrir náttúrusköpunum. Rétt
að nefna hér einnig sérstaklega
myndina, Jötnar bregða á leik, Snæ-
fellsjökull (31), sem ber í sér óvenju-
leg og spennandi efnistök og er sér á
báti á sýningunni. Nokkrar stórar
aflangar rósamyndir á bogamynd-
uðu útbroti salarins stinga einnig í
stúf þó á annan hátt sé, falla ein-
hvern veginn ekki að heildinni, raska
henni og valda að auk heilabrotum,
njóta sín naumast í þessari mynd á
staðnum.
Hárrétt sem Kristín segir sjálf;
„að vatnsliturinn sé blíður, blæ-
brigðaríkur og gjöfull en vandmeð-
farinn og þurfi tíma til að kynnast
honum á hans forsendum, hann þoli
hvorki hjakk né óþolinmæði“. Hér er
ómældur lærdómur að rýna í vinnu-
ferli August Macke, Paul Klee og
Emil Noldes, myndir þeirra prýðir
allt þetta, framar öllu ferskleiki og
þolinmæði. Jafnaðarlega mögulegt
að skynja einhver hlutvakin hrif þótt
myndverkin geti öðrum þræði verið
sértækur heimur handan alls sem er.
Kristín Þorkelsdóttir var lengi vel
einn dugmesti grafískur hönnuður á
landinu, og átti glæsilegan feril að
baki er hún sneri sér mikið til að
frjálsri listsköpun. Hönnunarverk
hennar fáguð og svipmikil báru yfir
sér víðtæka þekkingu á miðlunum
handa á milli og ótvírætt kennimark
höfundarins. Þetta hefur að vissu
marki fylgt henni yfir í frjálsa list-
sköpun, þótt augljóslega njóti hún
frjálsræðisins og óbundinna við-
fangsefna út í fingurgóma. Þá er
hún, ásamt Torfa Jónssyni, trúlega
eini grafíski hönnuðurinn sem nokk-
urn veginn til fulls hefur getað losað
sig við bundna staðlaða tækni og
vanavinnubrögð auglýsingafagsins.
Notast ekki við hin ýmsu hjálpar-
gögn í athöfnum sínum til að auð-
velda sporin upp hæðina, það eitt og
sér er mikið afrek og ber uppruna-
legum hæfileikum vitni. Á móti kem-
ur að hún nýtur þekkingar sinnar í
uppsetningu, skipulagi og markaðs-
setningu, sem er svo mikill þrösk-
uldur á vegi margra skapandi lista-
manna á landi hér. Í stuttu máli er
framúrskarandi vel að sýningunni
staðið, myndskreytt sýningarskrá
sem og ferliskrá liggja frammi sem
bera báðar hinum þjálfaða grafíska
hönnuði vitni.
Létt og
svífandi
Frá Lakagígum, mjúkt og hrjúft, 2000.
MYNDLIST
Hafnarborg
Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðju-
daga. Til 6. maí. Aðgangur 300 krónur í
allt húsið. Sýningarskrá er ókeypis.
VATNSLITAMYNDIR
KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR
Bragi Ásgeirsson
SVIÐSETNING er skipan sem
líkir eftir raunveruleikanum. Svið-
setning Söru Maríu er einföld og
augljós. Um er að ræða samsetningu
sem minnir á biðstofu hjá lækni.
Stóll stendur framan við opið undir
stiganum og innan við hann lítið
pálmatré í potti. Á veggnum við hlið-
ina er merki sem bannar farsíma-
notkun. Við opið inn í rýmið eru tvær
körfur fyrir bláar notaðar og ónot-
aðar skóhlífar, svo sá sem sest í stól-
inn beri ekki með sér óhreinindi inn í
klefann.
Þetta er ekki stórvirki, en lunkið,
ekki síst vegna skóhlífanna. Það er
varla að nokkur geti með góðu móti
sest inn í klefann, hvað þá að viðkom-
andi þurfi að setja á sig skóhlífar.
Það breytir þó engu um skipan hlut-
anna, sem óneitanlega draga fram
andrúmsloftið á dæmigerðri heilsu-
gæslustöð. Sara María hefur af kost-
gæfni valið nákvæmar eftirlíkingar
þess sem fyrir augu ber þegar við
neyðumst til að reka inn trýnið á
slíkar biðstofur.
Stólinn er meira að segja úr þeim
dæmigerða ljósa viði með tilheyr-
andi áklæði sem prýðir flest hægindi
á björtum og nútímalegum heilsu-
gæslustofum. Með sviðsetningu
sinni sver Sara María sig í ætt við þá
hermilistamenn sem mest hafa feng-
ist við að búa til hversdagslegt um-
hverfi til að draga athygli okkar að
næsta nágrenni, hvort sem það er
gert með gamansemi, stríðni, eða
einfaldlega til að skerpa athyglisgáfu
okkar og forða okkur frá blindu
gagnvart venjulegu umhverfi.
Fáðu þér
sæti
MYNDLIST
Gallerí i8, Klapparstíg
Til 5. maí. Opið þriðjudaga til laugardaga
frá kl. 13–17.
BLÖNDUÐ TÆKNI
SARA MARÍA SKÚLADÓTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Frá sýningu Söru Maríu, undir
stiganum í Galleríi i8.
Halldór Björn Runólfsson
ÆVINTÝRIN úr safni Grimms-
bræðra eru vinsælt viðfangsefni á
leiksviðum höfuðborgarsvæðisins
þessa dagana. Í Hafnarfirði, Mos-
fellsbæ og Kópavogi er verið að
endurvekja þessar sögur á ótrúlega
fjölbreyttan hátt.
Sauðkindin hefur hér unnið sína
eigin leikgerð á Öskubusku, að því
er virðist í náinni samvinnu leik-
hóps og leikstjóra sem einnig er
höfundur handrits.
Hvað þarf til að að öðlast ham-
ingjuna? Þetta er stór spurning en
vonda stjúpan og dætur hennar
hafa þegar svarað henni: Prinsinn.
Og spurningunni hvað þarf til að
öðlast prinsinn er líka auðsvarað:
Fegurð.
Í nútímanum er fegurð smíðis-
gripur, eitthvað sem hægt er að
kaupa á sig.
Ef brjóstin eru of lítil má fylla
þau silikoni – ef skórinn er of
þröngur, því ekki að skera af sér
nokkrar tær. Hver er munurinn?
spyrja Agnar Jón og Sauðkindur
hans en auðvitað svara þau ekki, en
senda áhorfendur út með spurn-
inguna.
Það hefur svo sannarlega ekki
skort hugmyndaflugið þegar verið
var að sjóða saman þessa sýningu,
og greinilegt að fólki er mikið niðri
fyrir.
Brjálaðar hugdettur blasa alstað-
ar við: í umgjörðinni, búningunum,
leikstílnum og framvindunni. Þetta
er styrkur sýningarinnar en einnig
veikleiki. Óreiðan er á tíðum svo
mikil að góðar hugmyndir og
augnablik, sem mögulega hefðu
orðið sterk, hverfa í brjálæðinu. Og
innan um góðu hugmyndirnar eru
aðrar verri sem taka þó sömu at-
hygli og hinar, sem dæmi má nefna
hljóðmyndina og slides-myndirnar
sem varpað var á bakvegginn og
höfðu í besta falli bláþráðótta teng-
ingu við efnið. Staðsetningar og
textameðferð hefur að því er virðist
varla komist á dagskrá við upp-
færsluna.
Margir leikenda sýna vissulega
góða takta, hinar illu mæðgur njóta
sín í fólsku sinni í meðförum þeirra
Línu Rutar Beck, Guðlaugar Bjark-
ar Eiríksdóttur og Andreu Aspar
Karlsdóttur. Anný Rós Ævarsdóttir
var hæfilega umkomulaus Ösku-
buska og Ólöf Jakobsdóttir er ein
sú trylltasta álfkona sem ég hef
séð, mýsnar voru bæði sætar og
skemmtilegar.
Þrátt fyrir alla fyrrgreinda van-
kanta er Öskubuska og Brutelli-
beyglurnar forvitnileg sýning. Inn-
an um óreiðuna má greina ákaflega
frumleg efnistök, unggæðislega
leikorku og falleg augnablik.
Með því að stýra þessum öflum
meira hefði Agnar náð að miðla
sínu máli betur til áhorfenda, sem
er jú tilgangurinn, eða hvað?
Hinn nýi ævintýraheimur
LEIKLIST
Sauðkindin, leikfélag Mennta-
skólans í Kópavogi
Leikstjórn og handrit: Agnar Jón Egils-
son. Leikendur: Andrea Ösp Karlsdóttir,
Anna Margrét Sigurðardóttir, Anný Rós
Ævarsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Guð-
laug Björk Eiríksdóttir, Hans Aðalsteinn
Gunnarsson, Jóhann V. Gíslason, Jórunn
Edda Helgadóttir, Karl Snorrason, María
Rut Beck, Ólöf Jakobsdóttir, Rebecca
Hennermark, Sóley Ómarsdóttir, Unnur
Einarsdóttir Blandon, Þorlákur Þór Guð-
mundsson og Þórdís Þorvarðardóttir. Fé-
lagsheimili Kópavogs 17. apríl 2002.
ÖSKUBUSKA OG BRUTELLI-BEYGLURNAR
Þorgeir Tryggvason