Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 36
UMRÆÐAN
36 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÝÐKJÖRNIR
fulltrúar á Alþingi
glíma nú við að taka
afstöðu til stjórnar-
frumvarps um að
heimila ríkissjóði að
veita bandaríska félag-
inu deCode Genetics
Inc. ríkisábyrgð að
fjárhæð USD
200.000.000. Í frum-
varpinu er gert ráð
fyrir að fjármálaráð-
herra veiti ábyrgðina
að uppfylltum þeim
skilyrðum sem hann
metur gild. Frumvarp
þetta er um margt
einstakt. Hér verður
aðeins vikið að einni hlið máls
þessa sem ekki hefur enn verið
rædd. Viðfangsefnið er hvort heim-
ilt sé að íslenskum stjórnlögum að
setja sérstök lög sem eingöngu er
ætlað að taka afstöðu til réttinda
eða skyldna eins nafngreinds lög-
aðila.
Er frumvarp til laga um gagna-
grunn á heilbrigðissviði var til með-
ferðar á Alþingi kom þar fram að
með fyrirhuguðum lögum væri ætl-
unin að veita Íslenskri erfðagrein-
ingu ehf., dótturfyrirtæki deCode,
rekstrarleyfi samkvæmt lögunum,
enda voru fyrstu drög að frumvarp-
inu samin af deCode eða dótturfyr-
irtæki þess. Hvorki móðurfélagsins
né dótturfyrirtækisins var getið í
texta frumvarpsins eða laganna
sjálfra. Þó er ekki fráleitt að ætla
að dómstólar muni telja, ef á reyn-
ir, að gagnagrunnslögin teljist ekki
almenn lög, heldur lög um rétt-
arstöðu eins nafngreinds lögaðila. Í
frumvarpinu um ríkisábyrgðina er
ekki leitast við að dylja að með fyr-
irhuguðum lögum er ætlunin að
veita tilteknu erlendu fyrirtæki
hagsmuni fram yfir önnur fyrir-
tæki, innlend eða erlend.
Hér rís sú spurning hvort það sé
hlutverk löggjafarvaldsins að taka
ákvarðanir um afgreiðslu einstakra
mála eða einungis að setja almenn
lög, sem framkvæmdavaldinu er
ætlað að hrinda í framkvæmd. Ein
af undirstöðum íslenskrar stjórn-
skipunar er réttarríkishugmyndin
eða reglur réttarríkisins, sem birt-
ast m.a. í 2. gr. stjórnarskrárinnar
um þrískiptingu valdsins, þ.e. að
hverjum hinna þriggja valdþátta er
ætlað tiltekið hlutverk. Hlutverk
Alþingis er að setja almenn lög,
sem stjórnvöld framfylgja innan
ramma löggjafarinnar. Lagafrum-
varpið um ríkisábyrgð-
ina stefnir ekki að al-
mennum lögum,
heldur er því ætlað að
fara framhjá almenn-
um lögum um ríkis-
ábyrgðir. Með þess
háttar löggjöf er geng-
ið gegn fyrirmælum 2.
gr. stjórnarskrárinnar
um skiptingu valdsins
milli handhafa löggjaf-
arvalds og fram-
kvæmdavalds. Þar
sem frumvarpið er
einungis sniðið að
hagsmunum deCode
og dótturfélags þess
er fyrirfram útilokað
að aðrir geti fengið samskonar rík-
isábyrgð á grundvelli laganna, enda
þótt þeir uppfylli sömu skilyrði og
deCode. Setja verður sérstök lög
hverju sinni á Alþingi um hvert ein-
stakt tilvik. Með því hefur Alþingi
látið af því löggjafarhlutverki sínu
að setja almenn lög, sem fram-
kvæmdavaldinu er ætlað að fram-
fylgja, og þess í stað tekið í sínar
hendur hluta af framkvæmdavald-
inu. Alþingi gerist afgreiðslustofn-
un fyrir einstök fyrirtæki og veitir
þeim ábyrgðir, lán eða aðra fyr-
irgreiðslu. Ekki hafa allir aðgang
að Alþingi enda geta einstakir lög-
aðilar ekki lagt mál fyrir þingið og
því ber engin skylda til að fjalla um
einstök erindi borgaranna. Auk
þess að brjóta gegn fyrirmælum
stjórnarskrárinnar um þrígreiningu
valdþáttanna og sniðganga reglur
réttarríkisins, þá eru ókostir þess
að Alþingi gerist afgreiðslustofnun
afar áhættusöm viðhaldi og fram-
gangi lýðræðis í landinu.
Það er almennt viðurkennt í
stjórnskipunarrétti að í ákvæðum 2.
gr. stjórnarskrárinnar felist vissar
takmarkanir á valdi löggjafans til
að taka ákvarðanir um réttindi og
skyldur einstakra lögaðila. Á skoð-
un þessi sér m.a stoð í réttarörygg-
issjónarmiðum, sem búa að baki
ákvæðum stjórnarskrár um þrí-
greiningu valdsins. Ef lögin eru
ekki almenn heldur taka afstöðu til
skyldna eða réttinda einstaks nafn-
greinds lögaðila, þá hefur það ýmis
konar réttaráhrif. Ef tiltekinn,
nafngreindur lögaðili er sviptur
réttindum eða á hann lagðar sér-
stakar skyldur með lögum, en aðrir
í sambærilegri aðstöðu ekki sviptir
sömu réttindum eða ekki lagðar á
þá sérstakar skyldur, þá getur lög-
aðilinn ekki borið réttindasvipt-
inguna eða hinar sérstöku skyldur
sem á hann eru lagðar undir dóm-
stóla, þar sem hann getur ekki
krafist dóms um ógildingu á neinni
stjórnvaldsákvörðun. Með sértæk-
um lögum er hann sviptur vernd
dómstóla. Séu tilteknum lögaðila
hinsvegar veitt sérstök réttindi
með sértækri löggjöf um hann ein-
an geta aðrir sem líkt er ástatt um
ekki óskað þess við stjórnvöld, að
þeir njóti réttar til jafns við þann
sem lögin fjalla um. Stjórnvöld hafa
engin lög við að styðjast til að veita
umsækjendum úrlausn mála þeirra.
Þeir geta ekki borið synjun stjórn-
valdsins undir dómstóla og á þann
veg fengið úrlausn mála sinna þar
sem ekki er við nein almenn lög að
styðjast. Einnig þeir hafa glatað
vernd dómstóla, sem þeim er áskil-
in í stjórnarskránni.
Af framangreindu leiðir að Al-
þingi á þann leik einan eftir að
semja ný almenn lög um ríkis-
ábyrgðir t.d. á sviði hátækniiðnaðar
og taka þar afstöðu til þeirra al-
mennu skilyrða sem umsækjendur
um ábyrgir verða að uppfylla. Önn-
ur leið væri sú að breyta núgildandi
lögum um ríkisábyrgðir. Jafnframt
verður að fela stjórnvaldi sem býr
yfir eða hefur aðgang að nægri sér-
þekkingu á sviði fjárfestinga í há-
tæknifyrirtækjum að afgreiða hvert
mál á hlutlægan hátt eða styrkja
ríkisábyrgðarsjóð. Þegar er fram
komið að hinir lýðkjörnu fulltrúar
fá ekki neinar upplýsingar sem
máli skipta til að geta tekið upp-
lýsta og ígrundaða afstöðu til rík-
isábyrgðarinnar fyrir deCode.
Landsmenn sem kusu þá til að
setja landinu almenn lög munu ekki
sætta sig við að þeir fari út fyrir
það umboð sem þeim var veitt í
kosningum með því að taka að
ástunda afgreiðslustörf, sem eiga
heima hjá stjórnvöldum og eru þar
afgreidd samkvæmt stjórnsýslulög-
um, sem ætlað er að tryggja rétt-
aröryggi borgaranna, þar á meðal
jafnan rétt þeirra.
Þrígreining ríkis-
valdsins og réttarríkið
Ragnar
Aðalsteinsson
Ríkisábyrgð
Alþingi, segir Ragnar
Aðalsteinsson, gerist af-
greiðslustofnun fyrir
einstök fyrirtæki.
Höfundur er lögmaður.
ÞEGAR Auðlinda-
nefnd skilaði skýrslu
sinni setti hún fram
þá megintillögu til
ríkisstjórnarinnar að
náttúruauðlindir sem
ekki eru háðar einka-
eignarétti yrðu lýstar
þjóðareign með sér-
stöku ákvæði í stjórn-
arskránni. Stjórnar-
skrárákvæðið sem
auðlindanefnd lagði til
hefur oft komið til
umræðu á Alþingi
sem og hugsanleg
áhrif þess á laga-
ramma stjórnar fisk-
veiða.
Í fyrirspurnatíma fyrir skömmu
innti ég Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra eftir því hvort ríkis-
stjórnin hygðist fara að þessari til-
lögu Auðlindanefndar.
Forsætisráðherra svaraði á þá
lund að rík samstaða
hefði verið um það í
nefndinni að setja slík
ákvæði í stjórnarskrá.
Að það hefði ætíð ver-
ið hugsun ríkisstjórn-
arinnar að leggja sín-
ar tillögur sem
byggðar yrðu á tillög-
um Auðlindanefndar-
innar fram á haust-
þingi fyrir kosningar
og að þeim yrði unnið
í sumar. Þetta væri í
samræmi við eðli
stjórnskipunarlaga-
breytinga, að þegar
þær hefðu verið sam-
þykktar yrði þing rof-
ið innan tiltölulega skamms tíma.
Forsætisráðherrann taldi afar
sennilegt að ríkisstjórnin myndi
byggja á eða a.m.k. hafa ríkulega
hliðsjón af þeirri niðurstöðu sem
náðist í auðlindanefndinni þar sem
ætla mætti að nefndin, þar með
talið trúnaðarmenn ríkisstjórnar-
innar í nefndinni, hefði komist að
þessari sameiginlegu niðurstöðu
sem segja mætti að hefði verið
grundvöllur að annarri niðurstöðu
nefndarinnar. Ætla mætti að þeir
teldu að ef innihald þessara mik-
ilvægu stjórnskipunartillagna
mundi ekki koma hefði grundvell-
inum verið kippt undan því sam-
komulagi sem náðist.
Þessu svari ber að fagna. Jafn-
vel þótt fram hafi komið að rík-
isstjórnin muni ekki endilega í
einu og öllu yfirfæra textann frá
Auðlindanefnd í stjórnarskrártil-
löguna var því jafnframt lýst að
bæði forsætis- og utanríkisráð-
herra hefðu verið kynntar tillög-
urnar á sínum tíma, nauðaþekktu
þær og hlytu að byggja á þeim að
verulegu leyti.
Áfram ósætti um
stjórn fiskveiða
Af Samfylkingarinnar hálfu er
það grundvallaratriði að auðlindir
landsins verði lýstar þjóðareign.
Það er orðið afar brýnt að Alþingi
móti auðlindastefnu þannig að fyr-
ir liggi hvernig skuli fara með
heimildir til nýtingar auðlinda. Um
auðlindir gilda ólíkar reglur.
Ástæða er til að rifja upp nýlegan
úrskurð óbyggðanefndar um að
ríkið eigi öll vatnsréttindi sem
Landsvirkjun hefur nýtt en engin
stefna er til um hvernig fara skuli
með almenn vatnsréttindi, hvað þá
hvort greiða skuli fyrir afnot af
þeirri auðlind. Eiríkur Tómasson
lagaprófessor lýsti því yfir í Morg-
unblaðinu fyrr í mánuðinum að
hann teldi að Landsvirkjun bæri
að greiða ríkinu auðlindagjald fyr-
ir vatnsréttindi. Nefna má land-
grunnið. Hvað ef hér finnst olía?
Hver fær að nýta og með hvaða
hætti verður slíkri auðlind úthlut-
að? Og enn á ný er verið að breyta
lögum um stjórn fiskveiða á þá
lund að vart falla lögin að því
stjórnarskrárákvæði sem Auð-
lindanefndin leggur til. Í þriðja
sinn á vetrinum er verið að úthluta
viðbótaraflaheimildum til sérval-
inna staða og útgerða til að vinna
gegn afleiðingum af kerfi sem
samt er verið að festa í sessi. Boð-
uð þjóðarsátt hefur þannig orðið
að málamyndagjörningi í stað þess
að leysa ágreininginn sjálfan. Um
stjórn fiskveiða verður ekki sátt
fyrr en þjóðin – eigandinn – fær að
njóta afraksturs af þessari helstu
auðlind sinni.
Þjóðareign auðlindanna
verður fest í stjórnarskrá
Rannveig
Guðmundsdóttir
Auðlindastefna
Af Samfylkingarinnar
hálfu er það grundvall-
aratriði, segir Rannveig
Guðmundsdóttir, að
auðlindir landsins verði
lýstar þjóðareign.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Í UMRÆÐUNNI
um ríkisábyrgð til
handa deCODE-ÍE
hefur hinn „mikla ár-
angur“ á sviði erfða-
rannsókna og „for-
skot“ fyrirtækisins
borið á góma. Þetta
er nefnt sem ein
grunnforsendan fyrir
velgengni á sviði
væntanlegrar
lyfjaþróunar. Þjóðinni
hefur verið talin trú
um að fyrirtækið hafi
„fundið“ fjöldann all-
an af genum (erfða-
vísum). Þetta hefur
verið gert með mikl-
um lúðrablæstri og hafa fjölmiðlar
hvergi dregið af sér í herferðinni.
Sannleikurinn er hins vegar sá að
ÍE hefur ekkert meingen einangr-
að svo vitað sé.
Ótímabærar
yfirlýsingar
Að einangra gen er venjulega
notað yfir það þegar gen hefur
verið staðsett nákvæmlega, það
klónað og raðgreint. Í kjölfarið
fylgja svo rannsóknir á starfsemi
þess. Fyrirtækið segist hafa fundið
eða staðsett fjöldann allan af gen-
um og einangrað a.m.k. þrjú.
Í mars árið 2000 lýsti fyrirtækið
því yfir að það hefði staðsett gen
sem tengdist heilablóðfalli. Ári síð-
ar (maí 2001) var sagt frá því að
tekist hefði að einangra þetta gen.
Enn ári síðar (mars 2002) birtist
grein í vísindatímaritinu American
Journal of Human Genetics um
rannsókn ÍE á þessu geni. Þá
kemur í ljós að ekkert gen hefur
verið einangrað, heldur sé búið að
afmarka svæði á litningi sem teng-
ist sjúkdómnum. Rannsóknin á
erfðum heilablóðfalls er eitt þeirra
verkefna sem virðast hvað lengst
komin hjá fyrirtækinu og ein af
fáum sem birst hafa í vísindatíma-
riti. Ef fyrirtækinu endist aldur til
verður vonandi einangrað eitt eða
fleiri gen á áðurnefndu litninga-
svæði.
Orðaleikur eða blekking
Flestar yfirlýsingar fyrirtækis-
ins hljóma á þann veg að fundist
hafi gen eða staðsett hafi verið
gen. Það sem þarna virðist á ferð-
inni er að fundist hefur útslag
(lod-score) á einhverjum litningi,
m.ö.o. fundist hefur svæði á litn-
ingi sem tengist hugs-
anlega einhverjum
sjúkdómi. Þá er eftir
gríðarmikil vinna við
að finna genin sem
eru á svæðinu, klóna
þau og raðgreina og
kanna starfsemi
þeirra til að ganga úr
skugga um að raun-
verulegt stökkbreytt
meingen sé til staðar.
Þetta hefur ÍE enn
ekki tekist.
Orðalag það sem
notað er í yfirlýsing-
um fyrirtækisins er
bæði loðið og tvírætt.
Væri ekki heiðarlegra
að segjast hafa fundið svæði á litn-
ingi sem tengist sjúkdómi þegar
það á við í stað þess að að segjast
hafa fundið gen? Líklega hljómar
útgáfa ÍE-manna betur og nýtist
betur í áróðrinum.
Að segjast hafa fundið gen þeg-
ar það er í raun alls ekki fundið
orkar vægast sagt tvímælis. Ekki
er heldur ólíklegt að ÍE hafi ein-
hverja aðra skilgreiningu á hug-
takinu að einangra gen þegar það
hentar.
Vísindasiðferði
Að leggja mat á árangur fyr-
irtækisins út frá yfirlýsingum þess
um stórkostlega áfangasigra á vís-
indasviðinu og eigið ágæti er ekki
rétt nálgun. Grein í vísindatímariti
er það eina sem staðfest getur ár-
angur á þessu sviði og skýrt hvað
fundist hefur í raun. Það er a.m.k.
nokkuð ljóst að erfðarannsóknir
ÍE ganga mun hægar en fyrirtæk-
ið lætur í veðri vaka. Rýrar árang-
urstengdar greiðslur frá Hoffman
la Roche styðja því miður þennan
grun. Með ekkert einasta meingen
upp á vasann á svo að leggja af
stað í óvissuferð í lyfjaþróun.
Hvar eru
genin?
Árni
Alfreðsson
Höfundur er líffræðingur.
ÍE
Sannleikurinn er hins
vegar sá, segir Árni
Alfreðsson, að ÍE hefur
ekkert meingen ein-
angrað svo vitað sé.