Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 37

Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 37 Á LANDSFUNDI Samfylkingarinnar í haust var samþykkt að því yrði vísað til al- mennra félaga að taka afstöðu til aðildarum- sóknar að Evrópusam- bandinu. Mikil umræða hefur verið að undanförnu um það hvort það komi til greina að Íslendingar gerist aðilar að banda- laginu. Um það sýnist sitt hverjum sem eðli- legt er. Ýmsir forystu- menn flokksins hafa lát- ið að sér kveða í þessari umræðu að undanförnu. Í máli þeirra hefur komið fram mjög eindreginn áhugi á að málið verði skoðað með jákvæðum hætti og jafnvel að látið verði reyna á umsókn. Ég hef verið spurður hvort það væri þegar ákveðið að flokkurinn ætli að leggja til að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið. En það er ekki svo. Nú stendur yfir kynningarferli á málinu og það er stefnt að því að flokkurinn taki afstöðu með atkvæða- greiðslu sem allt samfylkingarfólk getur tekið þátt í á haustdögum. Ég sat á Alþingi þegar samning- urinn um hið evrópska efnahagssvæði var samþykktur. Ég greiddi atkvæði gegn honum vegna þess mikla valdaafsals sem í honum fólst. Reynslan hefur sannað að við sem héldum því fram að valdaafsalið væri afar mikið höfðum rétt fyrir okkur. Það hefur hins vegar reynst auðveld- ara að lifa við valdaaf- salið en við héldum. Samt eru landsmenn og sérstaklega alþingis- menn öðru hvoru minntir harkalega á að fari Íslendingar ekki að leikreglum Evrópusam- bandsins sé samningur- inn fyrir bí. En með honum göngumst við undir 80% af regluverkinu frá Bruss- el. Samt berst enginn flokkur gegn þessum samningi í dag en aftur á móti vilja ýmsir ganga lengra með aðild- arumsókn. Ég tel það fyllilega um- ræðuvert hvort að í því skrefi að ganga í bandalagið sé fólgið verjan- legt valdaafsal og ætla ekki fyrr en lengra líður á umræðuna um þetta mál í flokknum að kveða upp úr með mína afstöðu til þess. Eitt vil ég þó taka fram. Ég tel að aðild geti alls ekki komið til greina að óbreyttri fisk- veiðistefnu hér á landi. En í henni er er fólgin gífurleg efnahagsleg áhætta gangi Ísland í Evrópusambandið. Þá verður að fallast á það fyrr eða síðar að erlend fyrirtæki geti fjárfest í sjáv- arútvegi hér. Eftir það getur einka- eignarhald veiðiréttarins færst á stuttum tíma til einhverrar af stærstu matvælakeðjunum á sambandssvæð- inu. Arðurinn af nýtingu auðlindar- innar streymir til þess aðila sem hefur eignarhald á veiðiréttinum. Það hefur einkaeignarhaldsfyrirkomulagið, sem hér gildir, sannað svo ekki verður um villst. Það nægir að benda á að fyr- irtæki á Norðurlandi hafa í vetur „út- vegað“ útgerðum netabáta á Suður- nesjum kvóta og keypt af þeim fisk. Fyrir þennan fisk hefðu fengist milli tvö og þrjú hundruð krónur á mark- aði. Útgerðin sem ber allan kostnað af því að veiða þennan fisk hefur hins vegar fengið fimmtíu krónur í sinn hlut. Væri „kvótaeigandinn“, t.d. mat- vælakeðja á meginlandi Evrópu, rynni arðurinn þangað en ekki inn í ís- lenskt efnahagslíf. Þessi vandi verður ekki leystur með „veiðgjaldsleið“ rík- isstjórnarinnar. Það er hins vegar hægt að leysa hann með því að fara þá leið sem Samfylkingin hefur mótað en með henni færist eignarhaldið í raun aftur til þjóðarinnar og jafnræði þeirra sem gera út kemst á að nýju. Þangað til ákvörðun hefur verið tekin um að fara slíka leið mun ég ekki taka mér stöðu með fylgjendum aðildar og mun þá litlu skipta þótt bent verði á skynsamlegar leiðir til að leysa önnur vandamál sem fylgja því að ganga í Evrópusambandið. Jóhann Ársælsson ESB Ég tel að aðild geti alls ekki komið til greina, segir Jóhann Ársæls- son, að óbreyttri fisk- veiðistefnu hér á landi. Höfundur er alþingismaður. Innganga í ESB kemur ekki til greina Í TÍMARITINU ,,Newsweek“ hinn 8. apríl 2002 birtist grein, sem ber nafnið „Hydrogen Economy“ eða útlagt á íslensku „vetnishagkerfi“. Í þessari grein er farið stórum orðum um þá miklu möguleika, sem vetnisvæðing ber í skauti sér í framtíð- inni, eins og stendur á einum stað, „að vetnið sé líklegast til að taka við af olíunni, þegar hún er þurrausin“. Þó að nóg sé til af vetni, eins og segir í grein- inni, þá er það ekki til eitt og sér, nema í litlu magni, heldur verður að nota aðra orku til að vinna það. Vetni er ekki orkugjafi heldur orku- miðill. Þarna rekst allt á sama horn. Nú á að nota Ísland sem tilraunadýr í svokallaðri vetnisvæðingu, og fá þau erlendu fyrirtæki, sem standa að tilrauninni, styrk frá innlendum stjórnvöldum, þ.e. skattfé okkar. Þessu fé hefði mátt verja til að koma upp kerfi strætisvagna, sem ganga fyrir rafmagni án milligöngu vetnis, sem verður mun dýrara. Það þarf engar tilraunir til þess að taka raf- knúna vagna í notkun, þar sem þeir hafa verið í notkun í fjölda ára í mörgum löndum. Það er til hreinnar skammar, að rafknúin farartæki, eins og strætisvagnar, skuli ekki hafa verið teknir í notkun, í staðinn fyrir að hreykja sér, út um allan heim, af einhverj- un órum, sem hugsan- lega gætu komist í gagnið eftir tugi ára. Hvað er svo sérstakt við Ísland, að hægt sé að fullyrða, eins og segir í greininni, „Ef þetta gengur á Íslandi, gengur það í öðrum löndum. Þetta er hinn fullkomni staður að byrja á“? Það stendur á einum stað í grein- inni, að orkukostnaður á Íslandi sé svo hár, að nauðsynlegt sé að finna aðrar leiðir til að afla orku. Þetta er nú náttúrlega vitleysa. Orkukostn- aður myndi hækka verulega og orkunýtnin minnka ef vetni væri notað. Þannig að það er sóun á orku að nota vetni. Ég var að lesa það, að Daimler- Chrysler væri nú að fara frá vetni yfir í metanol „Necar 5“ með allt að 25% nýtni frá „tanki til vélar“ vegna þess, að mjög erfitt er að byggja upp dreifikerfi fyrir vetni. Manni dettur í hug, hverju þeir taki næst upp á. Vetni á Íslandi Gísli Júlíusson Höfundur er rafmagns- verkfræðingur. Vetni Vetni er ekki orkugjafi, segir Gísli Júlíusson, heldur orkumiðill. Smáralind – opið alla virka daga kl. 11:00–19:00 og einnig er opið um helgar. Skrifstofur VÍS í útibúum Landsbankans á Höfn í Hornafirði og í Ólafsvík eru opnar frá kl. 9:15–16:00. Sími 560 5000 í þjónustuveri Vís er opinn frá kl. 8:00–19:00 alla virka daga. Skrifstofur VÍS eru opnar frá kl. 8–16 alla virka daga í sumar. Sumartíminn er kominn M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.