Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 42
UMRÆÐAN
42 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNDANFARIN ár
hefur ÍTR haft for-
ystu um að auka sam-
starf þeirra sem vinna
að félags- og tóm-
stundastarfi í hverf-
um borgarinnar.
Starfsáætlun fyrir
2002 ber yfirskriftina
„Samstarf innan
hverfa – lykill að
betra lífi“.
Segja má að veiga-
mesta breytingin á
starfsemi ÍTR sem
kynnt er í þeirri
starfsáætlun sé áætl-
un um aukið samstarf
hinna fjölmörgu
starfsstaða ÍTR í hverfum borg-
arinnar auk þess sem auka á sam-
starf við aðra aðila sem vinna að
æskulýðsmálum.
Æskulýðsmál og
félagsmiðstöðvar
Í æskulýðsmálunum má segja að
alltaf sé verið að þróa og breyta
starfseminni í takt við breyttar
áherslur samtímans. Nú er sam-
þætting víða lykilhugtak og hefur í
þeim anda verið skipulagt að fé-
lags- og tómstundastarf í grunn-
skólum færist til félagsmiðstöðva
ÍTR í hverfum borgarinnar og fel-
ur sú breyting í sér samræmingu
og samþættingu á starfi fyrir börn
og unglinga innan hverfa borgar-
innar. Taka má dæmi af gamla
Tónabæ sem fluttist í ný húsa-
kynni í Safamýri 28 í gamla Fram-
heimilið.
Með þessum flutningi er vonast
til að ná upp öflugu starfi í sam-
vinnu við grunnskóla í þessum
borgarhluta, foreldrafélög, lög-
reglu, stofnanir og einstaklinga
sem láta sig málefni barna og ung-
linga varða. Þannig verður starf-
semin í Tónabæ skipulögð út í
skólana í hverfinu en
umsýsla og skipulagn-
ing verður áfram í
Tónabæ, svo og
stærri uppákomur.
Sama leið hefur verið
farin í Grafarvogi þar
sem starfið er skipu-
lagt frá Gufunesbæ.
Fjölbreytt
starfsemi
Þeir unglingar sem
sækja mest félagsmið-
stöðvar og félagsstarf
inni í skólunum eru
ekki endilega sami
hópur og stundar æf-
ingar hjá íþróttafélög-
unum í borginni. Því verður að
tryggja að allir sitji við sama borð
og hafi jafnan aðgang að upp-
byggilegu starfi í frítímanum,
hvort sem unglingar vilja sparka
bolta eða vera í klúbbastarfi í fé-
lagsmiðstöðvum.
Þetta hefur ÍTR haft að leið-
arljósi. Að auki styrkir ÍTR og
Reykjavíkurborg annað æskulýðs-
starf s.s. skátastarf og starf kristi-
legra samtaka. Það er jafnframt
mikilvægt að gera faglegar kröfur
til þess tómstundastarfs sem
krakkar og unglingar fást við utan
skóla og heimilis. ÍTR hefur þess
vegna lagt áherslu á að hafa fært
starfsfólk sem menntað er til að
vinna með börnum og unglingum
og við reynum að bjóða tóm-
stundatilboð sem höfða til sem
flestra.
Unglinga-
lýðræði
Haustið 2001 tóku ungmennaráð
til starfa í öllum hverfum. Mark-
mið þeirra er að skapa vettvang og
leiðir til þess að gera þeim sem
eru yngri en 18 ára kleift að koma
skoðunum sínum á framfæri. Þetta
er liður í þeirri viðleitni ÍTR að
standa fyrir umræðu meðal ung-
menna um þeirra nánasta um-
hverfi. 14. mars síðastliðinn var
svo haldinn fundur í borgarstjórn
Reykjavíkur þar sem átta fulltrúar
ungmennaráðanna ræddu sín
hjartans mál við sjö borgarfulltrúa
Reykjavíkur. Ýmislegt kom þar
fram og mörgum málum var vísað
til frekari vinnslu í fagnefndum
borgarinnar. Auðvitað var það
ekki þannig að við kjörnir fulltrúar
værum sammála unglingunum í
öllum málum en þarna gafst þeim
tækifæri til að ræða málin og færa
rök fyrir sínum sjónarmiðum.
Þetta er angi af þeirri lýðræð-
isþróun sem ég vil gjarnan sjá
þróast frekar á næstu árum og það
er mikilvægt fyrir ungt fólk að fá
þjálfun í lýðræðislegum vinnu-
brögðum með þessum hætti.
Tækifæri
framtíðarinnar
Það er mikilvægt að ÍTR haldi
áfram að auka samstarf aðila sem
vinna að barna- og unglingastarfi
og hafi frumkvæði að nýjungum á
þessu sviði. Gott og innihaldsríkt
starf með börnum og unglingum
skilar sér til framtíðar.
Unnið er frábært starf í fé-
lagsmiðstöðvum borgarinnar, starf
sem skiptir máli fyrir börnin okk-
ar og unglingana. Höldum áfram á
sömu braut og tryggjum áfram-
haldandi stuðning og skilning á
innihaldsríku starfi fyrir ungt fólk
í Reykjavík.
Fjárfest í æsku-
lýðsmálum
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Reykjavík
Gott og innihaldsríkt
starf með börnum og
unglingum, segir
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, skilar
sér til framtíðar.
Höfundur er borgarfulltrúi og
skipar 4. sæti Reykjavíkurlistans.
H
ún vakti athygli
mína fyrirsögnin í
Heimilisblaði
Fréttablaðsins í
gær, en þar segir:
Margar konur hafa heimilishjálp!
(upphrópunin er mín). Það er
nefnilega það. Konurnar sjá með
öðrum orðum um heimilisstörfin
og ef þær sjá sér ekki fært að inna
þau störf af hendi fá ÞÆR sér
heimilishjálp. Ekki karlarnir held-
ur þær; konurnar. Ég ætla ekki að
gera lítið úr umræddri frétt, sem
fjallaði um vorhreingerningar, eða
viðkomandi viðmælanda en verð að
segja að mér þykir fréttin og ekki
síst fyrirsögnin nokkuð athygl-
isverð. Hún er merkileg að mínu
mati í ljósi
þess að ég hef
lengi staðið í
þeirri trú að
við ættum ekki
langt í land
með að ná full-
komnu jafnrétti kynjanna; en með
fullkomnu jafnrétti á ég m.a. við að
konur og karlar skipti nokkurn
veginn jafnt á milli sín ábyrgð á
heimilinu og þeim störfum sem
heimilinu fylgja, þar á meðal þrif-
unum. Samkvæmt þeirri trú minni
ættum við kannski frekar að rek-
ast á fyrirsagnir á borð við: Æ
fleiri hjón fá sér heimilishjálp! En
þetta hefur kannski bara verið
misskilningur hjá mér, kannski
staðfestir umrædd fyrirsögn í
Fréttablaðinu einfaldlega það
hversu langt við eigum enn í land;
á mörgum heimilum sjá konurnar
hreinlega um heimilisstörfin og
karlarnir eru stikkfrí. Punktur og
basta. Og komi húsmóðirin því
ekki inn í planið hjá sér að þrífa
eru skilaboðin þau að það sé allt í
lagi að fá sér heimilishjálp. Margar
konur grípi til þess „örþrifaráðs“
og fyrir það þarf engin (kona) að
skammast sín! Já, kannski ég ætti
bara að hætta að túlka títtnefnda
fyrirsögn fram og til baka í ljósi
jafnréttisumræðunnar og grípa
hana þess í stað fegins hendi og
segja: „Sko, það er allt í lagi að fá
sér heimilishjálp!“ Og redda mér
slíkri hjálp þegar í stað.
En tölum áfram um konur og
hreingerningar. Í sama blaði rakst
ég nefnilega á auglýsingu frá
Bræðrunum Ormsson þar sem
verið var að auglýsa nýjustu gerð-
ina af þvottavélum. Ég efast ekki
um að þetta séu hinar bestu
þvottavélar en hver ætli hafi staðið
brosandi við hliðina á einni slíkri í
umræddri auglýsingu? Jú, engin
önnur en íslenska fjallkonan. Bros-
andi og sæl; ánægð með að sjá nú
fram á að geta keypt sér þá bestu
heimilishjálp sem völ er á: nefni-
lega þvottavél. Margar konur (ekki
karlar) fá sér semsagt þvottavél til
að auðvelda sér heimilsstörfin, nei
fyrirgefið, nú skjöplast mér, það
eru ekki bara „margar konur“
heldur fjallkonan sjálf – sé tekið
mark á umræddri auglýsingu –
fyrirmynd íslenskra kvenna, sem
fær sér heimilishjálp af því tagi
sem hér um ræðir. Og sjálfsagt
ætti mér að létta stórum yfir því að
nú hef ég alls enga afsökun fyrir
því lengur að láta staflana af
óhreina tauinu hlaðast upp heima
hjá mér. Lausnin er fundin; ný full-
komin þvottavél er komin á mark-
aðinn – fyrir okkur, þ.e. konurnar!
Því karlarnir koma varla nálægt
þvottinum ef ég skil umrædda aug-
lýsingu rétt. Að minnsta kosti hef
ég ekki séð íslenska fjósakarlinn á
vappi í nágrenni nýju þvottavél-
arinnar frá Bræðrunum Ormsson.
En kannski hann sé á leiðinni!
En áfram um hreingerningar.
Nú er nefnilega sá tími ársins sem
mönnum verður tíðrætt um svo-
kallaðar vorhreingerningar. Ég
verð hins vegar að viðurkenna að
mér leiðist ekkert eins mikið og
slíkar umræður. Kannski vegna
þess að ég hef tilhneigingu til að
hafa það sem ég vil kalla skipu-
lagða óreiðu á hlutunum heima hjá
mér þótt sumir myndu sennilega
frekar vilja kalla það drasl. En
sennilega líka vegna þess að í
þeirri umræðu felst, eins og ég
upplifi hana að minnsta kosti, kraf-
an um hina fullkomnu húsmóður;
fullkomnu húsmóður í þeim skiln-
ingi að allt eigi að vera spikk og
span; hvergi rykkorn að sjá; allt í
röð og reglu. Ég hef alltjent hvorki
séð né heyrt íslenska fjölmiðla
spyrja einungis karlana að því
hvort þeir ætli sér að gera svokall-
aða vorhreingerningu heima hjá
sér. Konur virðast hins vegar alltof
oft, að mínu mati, þurfa að verjast
spurningum sem þessum. Og
sennilega ráðast margar þessara
kvenna í slíkar hreingerningar nú
til dags eingöngu vegna þess að
mæður þeirra og ömmur gerðu
slíkt hið sama – sem voru vel á
minnst flestar heimavinnandi – en
hugsanlega einnig vegna kröf-
unnar sem býr að baki; kröfunnar
um hina fullkomnu húsmóður, hina
sönnu íslensku fjallkonu, sem ekki
má hafa drasl heima hjá sér (skilj-
ist sem: heima hjá sér og karlin-
um) þrátt fyrir að vinna fullan
vinnudag og meira en það. Ég held
nefnilega að það gleymist stundum
í umræðunni að konur eru ekki
lengur „bara“ heimavinnandi. Þær
eru LÍKA komnar út á vinnumark-
aðinn. Má í því sambandi vitna til
erindis sem Valgerður Magn-
úsdóttir, starfsmaður Fjöl-
skylduráðs, flutti á ráðstefnu um
launamun kynjanna í mars sl. en
þar kom m.a. fram að atvinnuþátt-
taka íslenskra kvenna á aldrinum
16 til 74 ára væri 85,7% en ís-
lenskra karla á sama aldursbili
94,6%. Að sögn Valgerðar jókst at-
vinnuþátttaka kvenna meira en
karla á síðasta áratug – ekki síst
atvinnuþátttaka mæðra. Konur
eru með öðrum orðum ekki að
verða neinir eftirbátar karlanna
þegar kemur að þátttöku úti á
vinnumarkaðnum. Samt er eins og
umræðan gangi út á það að konur
hafi ekkert annað að gera en að
taka til. Og krafan um fallegt og
hreint heimili verði ekkert minni
þótt konur sæki í síauknum mæli
út á vinnumarkaðinn. Ég veit alltj-
ent að ég get ekki staðið undir
þessum kröfum. Annaðhvort verð-
ur bara að vera ó́reiða heima hjá
mér, sem er allt í lagi, eða …
kannski ég láti bara undan þrýst-
ingnum og fái mér heimilishjálp.
Kannski ég
fái mér bara
heimilishjálp!
„… Ég hef nefnilega tilhneigingu
til að hafa það sem ég vil kalla
skipulagða óreiðu á hlutunum heima
hjá mér þótt sumir myndu sennilega
frekar vilja kalla það drasl.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is
NÚ UNDANFARIÐ
eftir sigur Le Pen í
fyrri umferðinni í for-
setakosningunum í
Frakklandi hefur farið
eins og eldur í sinu
einskonar múgsefjun,
þar sem menn keppast
við að lýsa yfir and-
styggð sinni á þessum
manni. Þetta hefur
leitt hugann að því,
hvað eru öfgar? Eru
aðeins öfgar til hægri?
Svo er auðvitað ekki.
Hins vegar verða menn
að vera samkvæmir
sjálfum sér og tala
einnig um öfgar til
vinstri, en svo er ekki raunin.
Spurningin er, af hverju? Er megin
þorri fréttamanna vinstrimenn og
ef til vill öfgamenn til vinstri? Eða
grípa fréttamiðlar á lofti eitthvað,
sem er einfalt, svo sem eitt orð,
öfgar, og lepja það síðan upp eftir
hver öðrum í sífellu? Það er mín
skoðun, að fyrst og fremst sé um
fljótræði að ræða, þegar svona
fréttaflutningur á sér stað um einn
aðila. Það er hins vegar bráð-
skemmtilegt, að sjá vinstrimenn í
Frakklandi, hvern um annan þver-
an með tár í augum, skora á kjós-
endur að kjósa Chirac í síðari um-
ferðinni, þar sem búast má við að
hann fá 70-75% atkvæða. Skoðum
nú umhugsunarefni
mitt í framhaldi af
þessum fréttum um
Le Pen, sem er staða
VG hér á Íslandi.
Það er athyglisvert,
að VG er sammála Le
Pen, að vera ekki aðili
að Evrópusamband-
inu og eru báðir á
móti því. Þá eru þeir
sammála um að vera
utan Schengen-sam-
komulagins og að
meira öryggi og lög-
gæslu þurfi fyrir al-
menning. Þegar
landsfundur VG var í
vetur voru tekin viðtöl
við marga flokksfélaga VG á Skjá
einum, sem ég hlustaði gaumgæfi-
lega á. Á sama tíma var töluverð
umfjöllum í Þýskalandi um ný-nas-
ista. Það vakti athygli mína, að það
var vart hægt að greina mun á mál-
flutningi þessara tveggja aðila í ut-
anríkismálum. Þeir voru báðir á
móti NATO, á móti hnattvæðingu,
á móti Evrópubandalaginu, auk
áberandi Bandaríkahaturs og gyð-
ingafæðar. Ekki ætla ég að hafa
þessa talningu lengri, en hún segir
sitt. Í RÚV var fyrir stuttu viðtal
við kennara við HÍ. Hann útlistaði í
þessu viðtali, hverjir væru hægri
öfgamenn í Evrópu og hvað þeir
stæðu fyrir. Ef útlistun háskóla-
kennarans er rétt er vart hægt að
álykta annað um VG, að þeir séu
öfgaflokkur. Spurningin er bara,
eru þeir hægriflokkur? Ég ætla þó
ekki að kveða upp úr með þetta, til
þess eru aðrir mun betur að sér en
ég í að kveða upp dóma yfir stjórn-
málastefnum.
Fyrir skömmu kvað forseti lýð-
veldisins, Ólafur Rangar Grímsson,
sér hljóðs um Evrópubandalagið,
þar sem hann lýsti yfir sömu ár-
herslum og Le Pen. Það var svo
átakanlegt að verða vitni að för
hans til Rússlands, þar sem hann
var leiddur í allan sannleikann um
Gúlagið í fyrrum Sovétríkjunum.
Honum varð um og ó og játaði
dómgreindarleysi sitt um árabil,
hvað þessi mál varðar. Ég man þá
tíð, að þessi mál voru afgreidd af
aðdáendum kommúnista, svokölluð-
um vinstrimönnum, sem Morgun-
blaðslygi. Það er mikilvægt, að all-
ar stefnur, bæði til vinstri og
hægri, séu mældar með sömu mæli-
stiku. Stjórnmálafræðingar í HÍ og
utan hans verða að temja sér rétt-
sýni og hlutleysi, það gildir einnig
um forseta Íslands. Öfgar Le Pen í
Evrópumálum eru væntaleg líka
taldar öfgar hér á landi eða hvað?
Hreggviður
Jónsson
Stjórnmál
Það er mikilvægt, segir
Hreggviður Jónsson,
að allar stefnur, bæði
til vinstri og hægri,
séu mældar með sömu
mælistiku. Höfundur er fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru Vinstri
grænir öfga-
flokkur?