Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 45 DAGUR B. Eggertsson skrifar makalausa grein í Morgunblaðið á miðvikudaginn sem ber heitið „Ruglið um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborg- ar“. Degi, sem lýsti því yfir að hann hafi ekki komið heim frá Svíþjóð til að ræða fjármál borgarinnar, virðist nú att fram á ritvöllinn til að verja fjár- málaóreiðu nýju félaganna sinna. Sakleysingjanum er vorkunn að hafa ekki skoðað málin betur áður en hann lét etja sér út á foraðið. Dagur hneykslast á því að blandað sé saman borgarsjóði og fjárhag stofnana borgarinnar. Vonandi bygg- ist sú hneykslan á vanþekkingu en ekki því að hann sé farinn að spila með í blekkingarleik félaganna sinna. Ef Dagur hefði lesið sveitarstjórnar- lögin og kynnt sér skylduverkefni sveitarfélaga þá vissi hann að skoða verður saman fjárhag borgarsjóðs og stofnana og fyrirtækja borgarinnar sem er falið að uppfylla þær skyldur sem lagðar eru á sveitarfélög með lögum. Skylduverkefni sveitarfélaga Í sveitarstjórnarlögum er sveitar- félögum gert skylt að semja sam- stæðureikning og það er hann sem skiptir máli. Reykjavíkurborg hefur einkaleyfi á sölu raforku og vatns, en er jafnframt skylt að annast þá þjón- ustu. Sama gildir um félagslegar íbúðir. Að halda því fram að það hafi einhverja þýðingu að fela skuldir borgarsjóðs í félögum sem stofnuð eru í kringum þessa skyldubundnu þjónustu er blekkingarleikur. Að setja 3 milljarða yfir í Félagsbústaði og þykjast „bæta“ þar með stöðu borgarinnar er blekking. Að skuld- setja Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um 20 milljarða, setja þar af 17 millj- arða í borgarsjóð og 1,7 milljarða í Línu.Net og þykjast vera að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar er blekk- ing. Degi hlýtur að hafa brugðið í brún að kvöldi þess dags sem grein hans birtist, því þá var upplýst um 530 milljóna tap OR sem áður hefði þótt óhugsandi. Mun Dagur halda því fram aftur að skuldir OR verði greiddar upp á fimm árum eftir þess- ar fréttir? OR var byggð upp af sjálfstæðis- mönnum og ráðist í Nesjavallavirkjun af þeim, gegn mótmælum þáverandi minnihluta. OR á ekki í samkeppn- isrekstri í kjarnastarfsemi sinni og rekstur hennar á að vera með öllu áhættulaus og traustur. En eftir að R-listinn náði völdum í borginni breyttist þetta öfluga fyrirtæki í leik- völl manna sem þráðu að verða stór- karlar í viðskiptum. Þar fóru fremstir í flokki Alfreð Þorsteinsson og Helgi Hjörvar, en borgarstjóri setti kíkinn fyrir blinda augað því í fjármálaæf- ingum þeirra félaga fylgdi að staða borgarsjóðs var löguð með 17 millj- arða millifærslu. OR í klóm ævintýramanna Sjálfstæðismenn skiluðu OR árið 1994 með 44 milljarða eigið fé á nú- verandi verðlagi og óverulegum skuldum, en í miðju góðærinu hefur R-listinn blóðmjólkað hana þannig að eigið fé er nú komið niður í 34 millj- arða og skuldir stefna í 21 milljarð í lok árs. Þegar þannig er haldið á mál- um er ljóst að ef ekki er tekið í taum- ana mun R-listinn á næstu árum sóa því sem eftir er. Kemur þar til fjár- austur í Línu.net og dæmalaus óráðsía sem holdgervist í nýrri risa- byggingu OR sem þegar er farin langt framúr kostnaðaráætlunum. Datt Alfreð og Helga Hjörvar aldrei í hug að lækka orkuverð í staðinn? Réttar tölur sem máli skipta Að meðaltali hafa skuldir borgar- innar aukist um 9 milljónir á dag í stjórnartíð R-listans. Um þessar mundir eru það 11 milljónir á dag, því fjármagnskostnaður hefur bæst ofan á skuldirnar. Dagur B. endurtekur þá röngu fullyrðingu að eignirnar séu að aukast þrefalt hraðar. En þar gleymir hann að gera ráð fyrir afskriftum og gerir ráð fyrir því að geta greitt skuldirnar með því að selja skóla og holræsi. Og hann fer frjálslega með bókhaldshugtök eins og eignaaukn- ingu og fjárfestingu, enda hafin yfir hversdagslega umræðu. R-listafólki finnst miklu skemmtilegra að tala um alþjóðlegan borgarbrag, menningar- upplifun og einteinunga svo vitnað sé til nokkurra innihaldslausra klysja úr stefnu þeirra. Skuldir Reykjavíkurborgar hafa í valdatíð R listans vaxið úr 3,9 upp í 32–33 milljarða í árslok. OR hefur varið 8,4 milljörðum í uppbyggingu Nesjavallavirkjunar og framtíðar- tekjuöflunar, en 17 milljarðar fóru til að fegra stöðu borgarsjóðs. Lína.net hefur kostað 1,7 milljarða og hún, skuldaklafinn og önnur ævintýra- mennska munu sliga OR ef haldið verður áfram á sömu braut. Sjálf- stæðismenn virkjuðu á Nesjavöllum án þess að skuldsetja fyrirtækið. Það hefði R-listinn auðveldlega getað gert ef hann hefði gætt aðhalds og ráð- deildar í góðærinu, en hefur þess í stað safnað skuldum sem Reykvík- ingar þurfa að greiða í framtíðinni í formi hærri skatta. Fjárhagsstaða Að fela skuldir borg- arsjóðs í félögum, segir Sigurður Kári Krist- jánsson, sem stofnuð eru í kringum skyldubundna þjónustu er hreinn blekkingarleikur. Höfundur er lögfræðingur. Sigurður Kári Kristjánsson Ruglið í Degi B. Eggertssyni FÖSTUDAGINN 19.apríl síðastliðinn vísaðimeirihluti Íþrótta- og tómstundaráðs frá til- lögu um að ganga til viðræðna við Knatt- spyrnufélagið Víking um stuðning vegna stúku sem nú rís í Foss- vogi. Valdís Óskars- dóttir, formaður ÍTR, var með reiðilestur í Morgunblaðinu á laug- ardag yfir „þess[um] fyrrverandi formanni Víkings“ sem hafði beint þeim tilmælum til borgarstjóra að grípa í taumana. Svo öllu sé haldið til haga þá er undirritaður „þessi fyrrverandi“. Að efnisatriðum því rétt er að rifja upp söguna. Árið 1988 var undirritað samkomulag milli Víkings og Reykja- víkurborgar um að félagið afsalaði sér svæði sínu við Hólmgarð og flytti starfsemi í Fossvog. Borgin fékk dýr- mætar lóðir til ráðstöfunar við Hólm- garð. Borgin skuldbatt sig til þess að leggja tvo knattspyrnuvelli til viðbót- ar þeim sem voru í Fossvogi og leitaði leiða til þess að stækka svæðið. Ljóst var að Víkingur þurfti og þarf stærra svæði. Undir forystu Jóhanns Óla Guðmundssonar, þáverandi formanns Víkings, var hafin uppbygging í Foss- vogi. Ég tók við af Jóhanni Óla 1989 og það kom í hlut minnar stjórnar að fylgja fram markaðri stefnu. Árið 1990 var gert samkomulag um að reisa íþróttahús og klára félagsheim- ili. Víkin var tekin í notkun 1991. Í samræmi við samninginn frá 1988 leitaði Reykjavíkurborg eftir samn- ingum við Kópavog um land. Árið 1993 samþykkti bæjarráð Kópavogs að láta land af hendi. Víkingur óskaði árið 1989 eftir að fá gróðrarstöðina Mörk undir félagssvæði sitt, en Mörkin var með leigusamning til 2004. Mörkin hafði náð skika af íþróttasvæðinu áður en því var úthlut- að til Víkings. Viðræður fóru fram milli aðila en ekki náðist samkomulag vegna hins háa verðmiða sem upp var settur. Með þessu hafði borgin þó markað stefnu um að Víkingur skyldi fá Mörkina. Árið 1993 var tekinn í notkun völlur sem yrði framtíðarleik- vangur með stúku. Um áramótin 1993/4 fól þáverandi borgarstjóri for- manni skipulagsnefndar að gera drög að samningi við Víking. Í þeim við- ræðum var stúka sambærileg við þá sem borgin hafði styrkt KR til að reisa. Ekki hvarflaði að nokkrum manni þá að Víkingur fengi ekki það sem KR fékk, um 50 milljóna króna styrk ef ég man rétt. Skömmu síðar urðu borgarstjóraskipti og ekki náðist að loka málinu fyrir kosningar 1994. Eftir þessa miklu framkvæmdir í byrjun síðasta áratugar hægð- ist mjög á uppbyggingu í Fossvogi eftir 1994. Þó náðist sá merki áfangi sumarið 2001 að svæðið stækkaði í samræmi við samkomulagið frá 1988 og grasvellir voru lagð- ir. Borgin hafði látið Víkingi í té land í skipt- um fyrir dýrmætt bygg- ingarlandið við Hólm- garð. Víkingur hefur undanfarin misseri leitað eftir stuðningi borgarinnar við stúkuna, sem byrjað var á á síðast- liðnu ári með tilstyrk áhugasamra Víkinga. Glæsileg bygging, ekki ósvipuð KR-stúkunni. Fyrir áramót voru veittar 10 milljónir til þess að koma upp því sem formaður ÍTR kall- ar „lágmarksaðstöðu“. Hún hefur ekki viljað styðja áform aðalstjórnar Víkings um sambærilega stúku og KR fékk fyrir rúmum áratug. Það eru kaldar kveðjur. Og það olli miklum vonbrigðum þegar borgaryfirvöld framlengdu í fyrra leigusamning við Mörkina til 2016, þvert á óskir Vík- ings. Þar sem einsýnt virðist að Stein- unn Valdís muni sitja við sinn keip stílaði ég grein í síðustu viku til borg- arstjórans, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að grípa í taumana og stöðva u-beygju formanns ÍTR. Það skal ítrekað hér. Víkingar vonast eftir úrlausn. Þangað til verð ég eins og karlinn Kató forðum, nema mín setning verð- ur: Auk þess legg ég til að borgin styðji stúku Víkings með sama hætti og KR fyrir áratug. Jafnræði í Reykjavík. Á að mismuna KR og Víkingi? Hallur Hallsson Höfundur er fyrrverandi formaður Víkings. Reykjavík Ég legg til að borgin styðji stúku Víkings, segir Hallur Hallsson, með sama hætti og KR fyrir áratug. Jafnræði í Reykjavík. NÚ STANDA fyrir dyrum kosningar til kirkjuþings Hinnar evangelísku lútersku þjóðkirkju. Fróðlegt er að huga að því hversu lýðræðisleg sú kosning er. Vert er líka að spyrja sig hvort kirkja, sem vill standa vörð um mann- gildi einstaklingsins, tryggi jafnræði og jafnrétti þegna sinna. Kirkja allra landsmanna Með vissri einföld- um má segja að stjórn þjóðkirkjunnar sé tvískipt, það er á landsvísu og heima í héraði. Á heimavelli, í hverri sókn, eru stjórnhættir mjög lýðræðislegir. Á aðalsafnaðarfundum er kosið í sóknarnefndir og kosið um hin stærri mál. Þar hafa allir þeir, sem mæta, kosningarrétt og kjörgengi. Möguleiki þjóðkirkjufólks til að hafa áhrif á það, sem fram fer í sinni sókn- arkirkju, er því tryggður með venju- legu gamalgrónu fundalýðræði. Athygl- isvert er að hafa í huga að hlutfall kvenna og karla í sóknarnefndum er við- unandi miðað við for- sendur jafnréttisáætl- unar kirkjunnar. Þegar kemur að landsstjórn kirkjunn- ar þá er allt annað upp á teningnum. Í kosningum til sveitar- stjórna og Alþingis mega allir kjósa, hið sama á við um kjör til sóknarnefnda. En þegar kemur að kosningum til kirkju- þings þá bregður allt í einu svo við að vel innan við eitt prósent þjóð- kirkjufólks 16 ára og eldri fær að kjósa. Prestar þjóðkirkjunnar eru minna en einn þúsundasti hluti kirkjunnar, engu að síður kjósa þeir úr sínum hópi tæpan helming kirkjuþingsfulltrúa, það er 9 af 21. Aðalmenn í sóknarnefndum kjósa hina. Sumir jafnari en aðrir Hugsið ykkur, djáknar sem eru menntaðir við sömu guðfræðideild- ina og prestarnir, og eru meira að segja vígðir til sinna starfa innan kirkjunnar, bera stólu á ská yfir herðarnar til marks um að þeir gangi erinda Krists hér í heimi; þeir fá ekki að kjósa til kirkju- þings! Hið sama á við um guðfræð- inga, lögfræðinga, organista og fleiri starfsmenn kirkjunnar. Aug- ljóslega er ekki um jafnræði milli starfsmanna kirkjunnar að ræða þegar kemur að kosningum til kirkjuþings. Yfirskrift jafnréttisáætlunar kirkjunnar er sú að Guð fari ekki í manngreinarálit. En þegar kemur að kirkjuþingskosningum er gerð- ur gríðarlegur mannamunur. Orð Páls postula um að „hér sé hvorki Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona heldur séum við öll eitt í Kristi“ hafa und- arlega holan hljóm þegar litið er yfir kirkjuþing. Þar sitja engir djáknar eða organistar þó svo að kirkjuþing fjalli um málefni þess- ara starfsmanna sem annarra og setji þeim starfsreglur. Af 21 kirkjuþingsfulltrúa á síðasta þingi var einungis ein kona. Þrír voru yngra en 50 ára. Enginn var 40 ára eða yngri. Hin lúterska hefð Í engri lúterskri kirkjudeild í ná- grannalöndum okkar þekkist það að prestum sé með lögum tryggt að þeir séu tæpur helmingur kirkjuþingsfulltrúa. Iðulega eru þeir um og innan við þriðjungur þingmanna. Samsetning síðasta kirkjuþings er líka algjörlega á skjön við þær vinnureglur, sem Lúterska heimssambandið hefur sett sér þegar kemur að skipan nefnda og þinga, en þar miða menn við að kynjahlutfall sé sem jafnast og aldrei færri en 40% af öðru hvoru kyninu. Ennfremur hafa menn miðað við að 20% væru ungt fólk. Og er það rökstutt með að á kirkjuþingum sé verið að móta stefnu kirkjunnar til framtíðar og þess vegna sé nauðsynlegt að rödd unga fólksins heyrist. Það kostar sex þúsund krónur á ári að vera í þjóðkirkjunni. Þetta er það gjald, sem allir skráðir með- limir kirkjunnar greiða til hennar í formi sóknargjalda. Er það ekki undarlegt að greiða sitt félagsgjald og inna sínar skyldur af hendi við kirkjuna en fá svo ekki að kjósa og hafa áhrif á stefnumótun hennar? Gerum íslensku kirkjuna að kirkju þjóðarinnar og stuðlum að því að konur og ungt fólk verði kosið á kirkjuþing. Þá er von um breytingar í frjálsræðisátt og að jafnrétti karla og kvenna verði tryggt á öllum sviðum. Kirkjan og lýðræðið Magnús Erlingsson Kirkjuþing Gerum íslensku kirkjuna, segir Magnús Erlingsson, að kirkju þjóðarinnar. Höfundur er sóknar- prestur á Ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.