Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 51
Elsku Siggi afi. Takk
fyrir að ég fékk að
kynnast þér, þú varst
rosalega skemmtilegur, góður, stríð-
inn og æðislegur afi. Mér þótti mjög
vænt um þig og ég sakna þín mjög
sárt. Þegar mamma kom til mín og
settist á rúmið mitt og sagði mér að
þú værir farinn þá hugsaði ég um það
þegar þú varst að stríða okkur, en
það fannst okkur krökkunum mjög
gaman og þá söng ég alltaf til að
stríða þér:
Siggi litli afi minn,
situr út í götu.
Er að mjólka ána sín,
í ofurlitla fötu.
Svo hlógum við og mér fannst
þetta svo sniðugt.
Þegar einhver deyr þá á maður að
hugsa um eitthvað skemmtilegt sem
maður gerði með honum, en auðvitað
verður maður mjög sorgmæddur. Ég
sem hélt þú yrðir svo langlífur, þú
barðist líka svo mikið í veikindunum,
og ég var alltaf svo glöð þegar
mamma sagði að þú værir að hress-
ast, en maður fer einhvern tímann til
Guðs en það er bara spurning hve-
nær. Ég sakna þín svo en ég verð
bara að muna góðu og skemmtilegu
stundirnar sem við áttum saman,
eins og þegar ég var með þér í búð-
inni sem þú áttir. Þar fengum við
krakkarnir oft að leika okkur í búð-
arleik með búðarkassanum og kaupa
snúð í bakaríinu við hliðina á búðinni,
mér fannst alltaf svo skemmtilegt að
heimsækja þig í búðina. Minningarn-
ar verða að duga þó þær geri það
ekki. En það er eitt sem mig langar
að þakka þér fyrir, takk kærlega fyr-
ir að koma í ferminguna mína þótt þú
hafir verið svona veikur, það gladdi
mig mikið að þú gast komið, takk afi.
Nú ertu kominn til himna og von-
andi er betra þar, þar ert þú ekki
veikur. En ég og örugglega allir aðr-
ir eiga eftir að sakna þín sárt, sér-
staklega amma, ég sakna þín mjög
mikið, og hvernig ætli ömmu líði þá?
Ég ætla að biðja þig um eitt, viltu
alltaf vera hjá ömmu og passa hana
og okkur líka, en sérstaklega hana
ömmu.
Hér er lítil bæn til þín:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
Minning þín mun alltaf verða í
hjarta mínu.
Þitt barnabarn
Guðrún Sif.
Okkur systurnar langar að kveðja
þig með nokkrum orðum, elsku Siggi
afi. Við eigum ótal minningar um þig
sem við gleymum aldrei.
Við kölluðum þig stundum stríðn-
isafa því þú hafðir svo gaman af því
að stríða okkur krökkunum, en alltaf
á svo blíðan og góðan hátt að okkur
fannst það ómissandi skemmtun.
Meira að segja þegar þú varst orðinn
mjög veikur datt þér alltaf eitthvað
skemmtilegt í hug til að hressa okk-
ur. Þér leið alltaf svo ljómandi vel
þegar við spurðum hvernig þú hefðir
það. Barst þig alltaf vel svo við hefð-
um ekki áhyggjur. Þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur og hafðir tíma til
að spjalla og leika. Það var ótrúlega
gaman að fara með þér og ömmu
Gógó í sumarbústaðinn eða fá að
gista hjá ykkur í Grindó.
Elsku Siggi afi, takk fyrir allt sem
þú gafst okkur. Við biðjum Guð að
SIGURÐUR
SVEINBJÖRNSSON
✝ Sigurður B.Sveinbjörnsson
fæddist á Ljótsstöð-
um á Höfðaströnd í
Skagafirði 28. ágúst
1935. Hann andaðist
á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 18. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Grindavíkurkirkju
26. apríl.
blessa þig og varðveita.
Við biðjum líka Guð að
styrkja ömmu Gógó og
okkur öll.
Maren, Unnur
Ósk og Birta.
Elsku Siggi afi. Takk
fyrir að vera þessi góði
afi sem þú varst. Þú
varst stríðinn afi og oft
sátum við og horfðum á
sjónvarpið og þá byrj-
aðir þú að kitla okkur
og við fórum að skelli-
hlæja og amma sagði
okkur að hafa lægra en þú hlustaðir
yfirleitt ekki á hana nema ef hún var í
símanum. Þú varst alltaf svo góður
við okkur og við hlógum að næstum
öllu sem þú sagðir.
Það sem mér finnst skrítnast er að
ég fæ aldrei að sjá þig aftur fyrr en
ég dey. Ég man líka eftir því þegar
þú varst að vinna og við krakkarnir
fórum í búðarleik með gamla góða
búðarkassann. Síðan þegar við vor-
um orðin svöng fórum við í bakaríið
við hliðina á búðinni þinni og keypt-
um súkkulaðisnúð og svala. En eitt
veit ég vel og það er að þú ert alltaf
hjá okkur en ég verð að biðja þig um
að einn greiða, hann er að vera alltaf
hjá ömmu og hjálpa henni að komast
í gegnum sorgina. Ég ætla að enda
þetta með bæn sem mér finnst svo
falleg.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Kveðja.
Bjarkey Heiðarsdóttir.
Elsku afi, það er skrítið til þess að
hugsa að næst þegar við komum til
Grindavíkur verður þú ekki á staðn-
um, tilbúinn með eitthvað fyndið og
skemmtilegt að segja. Það virtist
ekki skipta neinu máli hvað var í
gangi hjá manni þér tókst alltaf að
koma manni í gott skap.
Þegar við gistum hjá ykkur og þú
og amma þurftuð að fara að vinna,
var alltaf hægt að treysta á að hægt
var að kíkja til þín upp í búð og fá að
snúast í kringum þig þar. Svo
komstu heim í hádeginu og gerðir
mjólkurgrautinn sem maður fékk
hvergi annars staðar.
Svo eftir að þú veiktist var alltaf
jafnstutt í glottið og hláturinn og áð-
ur, þannig að maður fann ekki mik-
inn mun á þér fyrr en þú varst orðinn
mjög veikur. Það var gott að við
bræðurnir komum til þín á sjúkra-
húsið og hittum þig svo hressan að-
eins nokkrum dögum áður en þú
fórst frá okkur. Það er þá komið að
kveðjustundinni og við vitum að þú
ert að horfa á okkur og passa okkur.
Davíð Bjarni og Arnór
Heiðarssynir.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Megir þú ganga á iðgrænum
grundum Skagafjarðar með skag-
firskan söng í eyrum.
Þessi fátæklegu orð koma mér í
hug er ég reyni að setja á blað minn-
ingabrot um þennan yndislega mann
sem ég tel til minna albestu vina.
Vinátta sem staðið hefur frá því að
örlögin leiddu mig til Grindavíkur
fyrir 26 árum. Sigurður tók mig að
sér er við hjónin fluttum til Grinda-
víkur árið 1976. Kynni okkar hófust
kannski m.a. vegna þess að konan
mín fékk vinnu hjá honum og ég hóf
afskipti af kaupfélagsdeildinni í
Grindavík. Þá kenndi ég börnum
hans Bjarneyju, Þóreyju og Svein-
birni. Okkur Sigurði varð vel til vina
og hann kenndi mér að meta m.a.
kórsöng og þá sérstaklega skagfirsk-
an. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að mega gegna störfum fyrir og
leggja lið með Lionshreyfingunni.
Einnig þar var hann örlagavaldur
þegar hann kynnti mig fyrir Lions-
hugsjóninni og leiddi mig mín fyrstu
spor innan hennar. Hann var þá að
taka við sem svæðisstjóri á Suður-
nesjum. Það var því sjálfgert að ég
leitaði til hans þegar ég tók við emb-
ættum innan hreyfingarinnar. Hann
var ritari minn og ráðgjafi í þeim
stjórnum og réð mér ævinlega heilt.
Hans ráð voru alltaf heillaráð. Marga
glaða stund áttum við saman á lands-
þingum hreyfingarinnar. Mannkost-
ir hans og manngæska mótuðu allt
starfið og margar gamanstundir átt-
um við saman í klúbbnum okkar.
Sérstaklega er mér minnisstætt þeg-
ar hann veitti mér hina konunglegu
lionsorðu kúasmala. Hann bjó þessa
orðu til úr lyklakippu frá Mjólkur-
samlagi Borgfirðinga með mynd af
belju á og litlu lionsmerki eftir sum-
arferð okkar í Skagafjörð fyrir
nokkrum árum. Þar átti ég þátt í að
sanna hvernig skagfirskar beljur
stæðu upp. Hvort þær stæðu fyrst
upp á framfæturna eða afturfæt-
urna. Um það hafði verið rifist á leið-
inni. Sigurður var Lionsmaður af
hjarta og sál og í meira en 30 ár vann
hann til 100% mætingamerkis. Ég
flyt honum hjartans þakkir frá
Lionshreyfingunni fyrir áratuga
starf. Hans verður minnst á alþjóða-
þingi Lionshreyfingarinnar í Osaka í
Japan í sumar með öðrum leiðtogum
hreyfingarinnar sem látist hafa í ár.
Samvinnuhreyfingin er önnur
hreyfing sem á honum stóra skuld að
gjalda. Áratugum saman var hann
andlit Samvinnuhreyfingarinnar og
Kaupfélags Suðurnesja í Grindavík.
Siggi í Kaupfélaginu eins og hann
var alltaf kallaður. Það var ekki alltaf
auðvelt eða vinsælt verk. Kaupfélög-
in áttu oft erfitt uppdráttar í sam-
keppni við einstaklingsframtakið.
Það kom og fór en alltaf varð Kaup-
félagið eftir til að þjóna Grindvíking-
um. Sem formaður Grindavíkur-
deildar Kaupfélags Suðurnesja færi
ég honum alúðarþakkir fyrir langt og
gæfuríkt starf í þágu Grindvíkinga
og samvinnuhugsjónarinnar sem
okkur þótti báðum svo vænt um.
Þessi litlu minningabrot lýsa
kannski því samstarfi og þeirri vin-
áttu sem ríkti milli okkar alla tíð. Ég
gat ætíð leitað ráða hjá honum og lið-
sinnis ef mér lá lítið við. Hann var
góður hlustandi með mikla og fjöl-
breytta lífsreynslu. Ég fékk ævin-
lega hollráð á þeim bænum. Ef mér
var mikið niðri fyrir setti hann
Karlakórinn Heimi á, gaf smákon-
íakslögg og sagði: „Hlustaðu á þetta,
Jón. Þetta eru raddir, þessi söngur.“
Svo voru málin rædd og niðurstaða
fengin.
Siggi minn, ég sakna sárt vinar í
stað. Ég á ekki marga alvöru vini en
þú varst einn þeirra. Ég hef þá
bjargföstu trú að dauðinn sé ekki
endir heldur upphaf að nýju ævin-
týri. Þín er þörf annars staðar og
sem sannur Lionsmaður leggur þú
lið þar sem þín er þörf. Guð blessi þig
og minningu þína.
Gógó, börn og aðrir aðstandendur.
Ykkur votta ég mína dýpstu samúð
og bið um styrk ykkur til handa.
Jón Gröndal.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Svona hljóðaði fyrsta kvöldbænin
sem við fórum alltaf með, þú og ég,
afi, manstu? Þú kenndir mér svo
margar svona litlar bænir sem við
vorum duglegir að fara með þegar ég
svo ósjaldan gisti hjá þér og Gógó
ömmu, en núna fer ég með þær einn
á kvöldin er ég og mamma sofnum og
bið góðan Guð að passa upp á þig og
passa að þér líði vel.
Ég er ennþá að reyna að átta mig á
því að þú sért farinn, við áttum eftir
að gera svo óskaplega margt fleira
saman.
Mamma er alltaf að segja að ég
eigi að reyna að muna eftir hvað við
gerðum saman en ég held að ég sé of
ungur til að skilja þetta allt saman,
samt gat ég þó hugsað um góðu tím-
ana í Lyngheimum og þegar við rök-
uðum okkur saman í fyrsta skipti,
allar stundirnar í heita pottinum hjá
þér, fjöruferðirnar, og núna síðast er
þú hjálpaðir mér að læra að lesa.
Hvers vegna við fengum ekki
meiri tíma saman veit enginn en
áfram mun ég ylja mér við okkar
góðu stundir og muna hversu mikil
hetja þú varst og ert ennþá í mínum
augum.
Takk fyrir allt og allt, elsku afi,
minn. Elsku pabbi, Þórey, Bjarney,
Sóley og ennfremur elsku amma,
Guð verndi okkur og styrki.
Þinn sonarsonur,
Sigurður Pétur.
Kveðja frá Lionsklúbbi
Grindavíkur
Einn ötulasti félagi okkar í Lions-
klúbbi Grindavíkur, Sigurður Svein-
björnsson, er látinn.
Klúbburinn sér á eftir góðum fé-
laga sem var mikilvirkur hvort sem
var í starfi eða leik.
Alltaf var hægt að sækja góð ráð
til hans þegar mikið lá við, því hann
var búinn að vera Lionsfélagi til
langs tíma og hafði góða þekkingu á
öllu Lionsstarfi. Hann var búinn að
gegna flestum ef ekki öllum embætt-
isstörfum innan klúbbsins og var
svæðisstjóri á Reykjanessvæðinu
eitt ár.
Það var gott að leita til hans þegar
vantaði léttmeti á fundum til að
hressa upp á fundargesti og þau voru
ófá skiptin sem hann varð við því án
þess að vera undirbúinn, og leysti
hann það alltaf með sóma þar sem
kímnigáfa hans nýttist vel til að létta
lund annarra.
Klúbbfélagar munu ávallt minnast
hans í þökk fyrir mikið starf og góð-
an félagsanda, þar sem hann var ætíð
fremstur í flokki. Við sendum konu
hans og ættingjum innilegustu sam-
úðarkveðjur.
F.h. Lionsklúbbs Grindavíkur,
Jóhannes Karlsson ritari.
Látinn er góður vinur og félagi.
Við kynntumst þeim Sigga og Gógó
fljótlega eftir að við fluttum til
Grindavíkur fyrir 25 árum og hefur
sá vinskapur haldist síðan.
Þær eru margar skemmtiferðirn-
ar sem við fórum með þeim hjónum,
bæði innanlands og erlendis, og var
Siggi hrókur alls fagnaðar og alltaf
sá hann skemmtilegu hliðarnar á öllu
sem gerðist.
Við áttum líka margar góðar og
notalegar stundir heima hjá þeim á
Leynisbrautinni. Það var að Sigga
áeggjan sem við bræður gengum í
Lionsklúbbinn og áttum við jafnan
hauk í horni þar sem hann var, því
hann var mikill Lionsmaður.
Nú hefur illvígur sjúkdómur lagt
hann að velli en við minnumst hans
eins og hann var, alltaf með glettnar
sögur og gamanyrði á vörum.
Við þökkum honum öll skemmti-
legu árin sem við þekktumst og send-
um Gógó, börnum þeirra, tengda-
börnum og afabörnum innilegar
samúðarkveðjur.
Sigrún og Ingólfur,
Sigrún og Jóhannes.
Látinn er góður
vinur, samstarfsmað-
ur og félagi eftir
hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm.
Ingibergur Gestur Helgason hóf
störf hjá Magnúsi og Steingrími
ehf. vorið 1996.
Strax kom í ljós að Ingibergur
var vandvirkur, duglegur og
traustur samstarfsmaður.
Hann mætti ávallt einn fyrstur
manna til vinnu sinnar á morgnana
og lagði mikinn metnað í það að
skila því vel sem hann tók sér fyrir
hendur og var hann einstakt
snyrtimenni. Ingi, eins og við sam-
starfsmennirnir kölluðum hann,
hafði ákveðnar og fastmótaðar
skoðanir á flestum sviðum þjóðlífs-
ins. Þótt hann væri alltaf maður
mikilla sátta gat á tíðum gustað
hressilega í kring um hann.
Ingibergur var einstaklega
þægilegur og góður ferðafélagi. Á
starfsmannaferðum okkar erlendis
naut Ingi sín vel og hafði gaman af
að skoða arkitektúr á gömlum og
nýjum byggingum, ásamt mynd-
list. Oft gengum við saman um
kirkjur og skoðuðum stórkostlegt
INGIBERGUR
GESTUR HELGASON
✝ Ingibergur Gest-ur Helgason
fæddist á Patreks-
firði 9. apríl 1939.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi, Hring-
braut, 9. apríl sl.
Útför Ingibergs
var gerð frá Foss-
vogskirkju fimmtu-
daginn 18. apríl.
handverk og skreyt-
ingar.
Ingi var trúaður
maður og þegar hann
sá fyrir endalok sín í
þessu jarðneska lífi
var hann þess fullviss
að eitthvað annað og
meira tæki við.
Þrátt fyrir mikil
veikindi stundaði Ingi
vinnu sína af elju og
einstökum hetjuskap
þar til innlögn á
sjúkrahús varð ekki
umflúin.
Síðustu vikurnar
dvaldi hann á Landspítalanum við
Hringbraut og dásamaði hann
starfsfólkið þar fyrir alúð þess og
umhyggju.
Fjölskylda hans, börn hans og
bróðir voru honum ómetanlegur
styrkur þennan erfiða tíma. Þau
voru honum ætíð innan handar,
dvöldu hjá honum til skiptis alla
sjúkrahúsleguna og við vitum að
honum þótti vænt um að hafa þau
öll nálægt sér.
Elsku Helgi, Sylvía, Arna og
Alda. Ykkur og öðrum ættingjum
vottum við okkar innilegustu sam-
úð. Munið að hinir dánu eru ekki
horfnir að fullu. Þeir eru aðeins
komnir á undan.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Ingibergs G.
Helgasonar.
Magnús, Æja, Kristín Heiða,
Steingrímur og Þóra.
MORGUNBLAÐIÐ tekur minningargreinar til birtingar endurgjalds-
laust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1,
Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er
enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, - eða 2.200 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting minningargreina