Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 52
MINNINGAR
52 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ég kynntist Sigga
þegar ég flutti á Kol-
staði í Hvítársíðu haust-
ið 1983 með dóttur mína
sem þá var á fjórða ári.
Seinna hóf ég svo sam-
búð með syni hans
Ragga og eigum við fjögur börn sem
sakna afa síns sárt.
65 ár er ekki hár aldur og sorglegt
er að loksins þegar Siggi var farinn að
sinna áhugamálunum sínum eins og
músík og fleiru þá skyldi hann falla
svona skyndilega frá. En það sem
stendur upp úr hjá mér í minningunni
um Sigga er hversu skemmtilegur
hann gat oft verið, hann hafði mjög
skemmtilegan húmor sem gat oft vak-
ið hlátur hjá þeim sem nálægt voru og
kveð ég Sigga nú með þökk fyrir sam-
fylgdina og votta mína innilegustu
samúð þeim sem sárast eiga.
Katrín.
Afi okkar Siggi eða „afi draugur“
eins og við kölluðum hann er dáinn.
Ekki datt okkur í hug að hann
myndi deyja svona fljótt.
Afi var mikill grínisti og alltaf í
góðu skapi. Síðasta haust fór hann
með okkur upp í fjall að tína ber og
hafði nánast jafn mikið þol og við. Afi
sá um viðhald á girðingum uppi á fjalli
(Heiði) og það var í uppáhaldi hjá
honum að fara á hestum upp á Heiði í
girðingarvinnu og dvelja þar nokkrar
nætur með vinum sínum úr sveitinni.
Afi tók í nefið og oft þegar við vor-
um yngri tókum við tóbaksdósina og
földum hana og varð hann stundum
reiður þegar við vildum ekki segja
hvar við settum hana.
Hann gekk alltaf með tóbaksklút í
vasanum sem hann snýtti sér oft
kröftuglega í.
Þegar við báðum afa að vekja okk-
ur snemma á morgnana svo við gæt-
um farið með honum í fjósið kleip
hann í tærnar á okkur, ef við vökn-
uðum ekki við það sagði hann að við
ættum að fara fyrr að sofa í kvöld svo
hann gæti vakið okkur daginn eftir.
Okkur finnst leiðinlegt að hann
skyldi aldrei komast til Ungverja-
lands til þess að sjá hvort konurnar
þar prjónuðu í sama hring og þær ís-
lensku en hann ætlaði einmitt að
kanna það núna í maí.
Hann var Borgfirðingur í húð og
hár og var alls ekki KR-ingur og var
því á móti því að við værum KR-ingar
og fann út úr skammstöfuninni KR
(Kjötrassafélagið) og kallaði hann
okkur því kjötrassa, en það var bara
eitt af hans gríni.
Við söknum hans og þökkum fyrir
allar skemmtilegu stundirnar með
honum.
Við vonum að honum líði vel í
himnaríki og fái þar nóg af fiskroði og
skyri með berjum sem honum fannst
svo gott að borða.
Guð blessi hann.
Kveðja.
Heiðdís Rán og Ragna Þórunn.
Elsku Siggi afi, leiðinlegt að þú sért
farinn strax til guðs en vonandi
kemstu á hestbak á Grána og kannski
geturðu tekið í nefið líka.
Við kveðjum þig með söknuði.
Elín Signý og Adam Breki.
Skyndilegt fráfall Sigurðar á
Kirkjubóli minnir mann enn á að öll-
um er okkur markaður tími á þeirri
vegferð sem lífið er. Engu að síður er
ótímabært fráfall hans sárt áfall fyrir
vini hans og vandamenn. Við sam-
ferðamenn hans höfðum ekki ástæðu
til að ætla annað en að við mættum í
mörg ár enn njóta samfélagsins við
hann. Njóta þess að heyra hann lífga
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
✝ Sigurður Guð-mundsson var
fæddur á Kirkjubóli
20. apríl 1937. Hann
lést á heimili sínu 17.
apríl síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Reykholtskirkju
27. apríl.
tilveruna með gáska
sínum og gleði. Fylgjast
með honum verja meiri
tíma í hugðarefni sín,
ekki síst við orgelleik og
aðra tónlistariðkan. Sjá
hann njóta efri áranna.
Hann hafði svo sannar-
lega til þess unnið. Hér
hefur enn sannast hið
fornkveðna, að enginn
má sköpum renna.
Það hefði ekki verið
Sigurði að skapi að vera
með hugarvíl yfir orðn-
um hlut. Hann var ekki
þeirrar gerðar. Hann
hefði bitið á jaxlinn og bölvað í hljóði.
Það skal því hér með gert, þó að sá
sem þessar línur ritar finni nú óneit-
anlega fyrir miklum tómleika í hjart-
anu.
Við sem urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga Sigurð að vini minn-
umst hans fyrst og fremst sem mikils
gleðigjafa. Honum var einkar lagið að
sjá spaugilegu hliðina á tilverunni,
auðgaði hversdagslega hluti með
skondnum frásögnum sínum. Átti af-
ar auðvelt með að kitla hláturtaugar
viðstaddra með kostulegum lýsingum
á mönnum og málefnum. Það eru
margar og eftirminnilegar stundir,
ekki síst við eldhúsborðið á Kirkju-
bóli, þar sem Sigurður gegndi hlut-
verki sögumannsins í kómedíu hvers-
dagsins. Það voru líka margir sem
nutu. Sigurður var vinmargur.
Mann fram af manni hafa forfeður
okkar beggja deilt kjörum með því
fólki sem erjaði landið í sveitinni sem
Hvítá skiptir eftir endilöngu. Kjör
eins voru kjör allra. Á síðari hluta ný-
liðinnar aldar var það enn svo. En
með breyttu sniði. Þar var Sigurður
fremstur meðal jafningja. Boðinn og
búinn að rétta hverjum þeim hjálp-
arhönd sem á þurfti að halda. Hold-
gervingur þeirrar samhjálpar sem
löngum hefur einkennt íslenskt
sveitasamfélag. Þar hefur fjölskylda
mín notið oft og vel. Milli bæjanna er
trygg vinátta.
Svo tengdumst við einnig nánari
böndum. Saman áttum við í honum
Þorkeli okkar, sem nú saknar vinar í
stað. Afi var honum sérstaklega kær.
Það hafa orðið kaflaskil. Þætti
sögumannsins er lokið. Hljómar org-
elsins eru þagnaðir. Hugurinn er hjá
henni Erlu og fjölskyldunni allri. Autt
sæti Sigurðar mun vekja söknuð í
huga þeirra sem til þekktu, en minn-
ingin sem eftir lifir er um mann sem
auðgaði tilveruna. Slíkra manna er
ljúft að minnast. Bestu þakkir fyrir
árin öll.
Andrés Magnússon.
Hann afi okkar er dáinn. Okkur
langar að minnast hans með nokkrum
orðum. Þegar Keli var lítill, var hann
einu sinni sem oftar að Kirkjubóli.
Þegar hann vaknaði sá hann að það
vantaði hundinn, Kobba. Þá spurði
hann afa hvar hundurinn væri. Afi
svaraði að Kobbi hefði skroppið í
heimsókn til himnaríkis. Keli spurði
þá hvenær hann kæmi aftur. „Ég hef
heyrt að það sé svo óskaplega gott að
vera þar, að ég efast um að hann komi
aftur“, svaraði afi. Nú er afi kominn
til himnaríkis og við vitum að honum
líður vel þar.
Okkar í milli var afi alltaf kallaður
„afi draugur“, enda nefndi hann sjálf-
an sig það, og alltaf þótti honum
skemmtilegt þegar við kölluðum hann
það. Einnig þegar hann hringdi í okk-
ur sagði hann að afi draugur væri í
símanum. Alltaf var létt yfir honum,
þótt við vissum að hann væri þreyttur
eða heilsan var kannski ekki upp á
það besta. Aldrei viðurkenndi hann
það, enda ákaflega þrjóskur. Alltaf
leiðbeindi hann okkur á léttari nót-
unum þar á meðal við Hagalín, hvern-
ig ætti að ná sér í kvenmann. Bara að
vera eins og hann, þá steinlægju þær.
Oft þegar hann kvaddi Gumma sagði
afi að hann ætti að passa sig á stelp-
unum því þær væru hættulegar á
ýmsum sviðum.
Við viljum kveðja þig með tveim
síðustu erindunum úr kvæðinu
„Stekkjamói“ eftir langafa okkar
Guðmund Böðvarsson:
Gamall er stekkur, orðinn utan við,
en aldrei svo nálægt heyrði ég rísl og klið
þess sands er hrynur hratt um tímans glas,
og hér bar pabbi seinast ljá í gras.
Sem til að minnast alls er áður var
einn er ég staddur hér við rústirnar,
og geng að verki enn með orf og ljá.
Og annar sláttumaður stendur hjá.
Elsku afi, við þökkum þér allt og
allt, þín dótturbörn,
Þorkell, Kristján Hagalín, Helga
Ingibjörg og Guðmundur.
Nú er hann „afi Draugur“ kominn
til himnaríkis og efa ég það að hann
komi aftur til okkar, því heyrt hef ég,
að það sé svo ægilega gott að vera
þar. En afi mun alltaf vera í hjarta
okkar allra, þar til kallið kemur og við
förum til himnaríkis og hittum þar afa
aftur á góðum nótum, á orgeli himna-
ríkis.
Síðustu dagar hafa verið skrýtnir,
sérstaklega miðvikudagurinn 17. apr-
íl. Ég var á rölti, neðan af Langsandi,
þar sem ég og félagar mínir höfðum
verið á fótboltaæfingu. Þegar ég geng
inn í vallarhúsið, sé ég mömmu og
pabba þar inni. Kallið hafði komið. Afi
á Kirkjubóli var dáinn.
Ég vil fara með fyrsta og síðasta
erindið í kvæðinu „ Fylgd “.
Komdu, litli ljúfur,
labbi, pabba stúfur,
látum draumsins dúfur
dvelja inni um sinn,
– heiður er himinninn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu kalli minn.
Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir.
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
sýnir hjarta sitt.
Mundu, mömmu ljúfur,
mundu, pabba stúfur,
að þetta er landið þitt.
Elsku afi minn, ég vil þakka þér
fyrir allar góðu samverustundir okk-
ar í lífinu.
Þinn
Guðmundur Böðvar.
Elsku afi minn, ég sakna þín svo
mikið.
Mér fannst svo gaman að fá öll
skemmtilegu bréfin frá þér. Ég hef
svo gaman af að lesa hvernig allt var í
gamla daga þegar þú varst strákur.
Ég man hvað mér fannst gaman
þegar þú og amma komuð í heimsókn
til Noregs. Ég var svo glaður þegar
þú komst á hjólinu hennar mömmu
upp í skóla til að fylgja mér heim, vin-
ir mínir voru svo hissa þegar þú byrj-
aðir að tala við þá á norsku. Skemmti-
legast fannst mér þegar við hjóluðum
saman frá húsinu okkar og alla leið
niður á Dómkirkjuoddann í Hamar og
svo út fyrir Furubergið, þetta var
langur og skemmtilegur hjólatúr sem
ég mun aldrei gleyma.
Ég man líka þegar ég, mamma og
pabbi gistum hjá ykkur ömmu á
Kirkjubóli og við tveir fengum okkur
hafragraut saman á morgnana, síðan
fórum við niður í fjós, ég var alltaf hálf
hræddur við bolann í horninu, en þú
sagðir mér að vera óhræddur því
hann væri meinlaus, svo fórum við að
gefa kúnum og bolanum, ég fékk far á
heyvagninum fram jötuna, það var
gaman. Um kvöldið vorum ég og bol-
inn orðnir bestu vinir.
Ég er svo feginn að ég á öll bréfin
frá þér og allar góðu minningarnar.
Allt þetta mun hjálpa mér að muna
alltaf eftir þér.
Elsku afi, ég veit að þér líður vel
núna og guð mun ávallt geyma
þig.
Þinn vinur
Sigmar Atli.
Það var einn sumardag að mig
minnir 1972 að ég fór með föður mín-
um í heimsókn að Kirkjubóli í Hvít-
ársíðu til að heimsækja þá feðga Guð-
mund og Sigurð. En feður okkar
Sigurðar voru miklir mátar. Ég var
enn í námi þegar þetta var og ég
gleymi ekki hvað mér fannst mikið til
þessarar heimsóknar koma. Allan lið-
langan daginn sátu þeir karlar og
skeggræddu um bókmenntir og land-
búnaðarpólitík. Mér fannst sem ung-
um manni úr Reykjavík svo merkilegt
að slík bókmenntarhefð þrifist svo vel
í fámenninu, en skynjaði þá í raun alls
ekki nema brot af þeirri menningu
sem þarna var ræktuð. Í þessu um-
hverfi ólst Sigurður upp og bar alla tíð
keim af þeirri arfleifð sem hann var
sprottinn úr.
Við Sigurður kynntumst síðar á
sameiginlegum starfsvettvangi og
einnig í gegnum tónlistina, en Sigurð-
ur stofnaði Karlakórinn Söngbræður
og var stjórnandi hans um 15 ára
skeið. Þar vann hann brautryðjanda
starf í karlakórstarfi Borgarfjarðar-
héraðs, en fyrr á síðustu öld starfaði í
héraðinu karlakór sem nefndur var
Bræðurnir, en nafnið Söngbræður er
skírskotun til þeirra. Sigurður var
alltaf boðinn og búinn að sinna þessu
áhugamáli af lífi og sál. Hann var
mjög sérstakur maður, nokkurs kon-
ar náttúrubarn. Hann var músíkalsk-
ur og hafði yndi af tónlist, og mun
hafa lært í fyrstu á orgel heima á
Kirkjubóli, en var mikið sjálfmennt-
aður í tónlistinni, enda áhuginn
ódrepandi. Eftir að hann gerðist org-
anisti og kórstjóri sótti hann iðulega
námskeið söngmálastjóra í Skálholti
á sumrin og auk þess lærði hann til
orgelleiks á efri árum hjá Fríðu Lár-
usdóttur á Akranesi. En smekkur
hans og skoðanir voru ekki allra.
Þannig átti hann til að koma með tón-
dæmi sem við félagarnir, margir
hverjir óreyndir og lítt menntaðir í
tónlist, gátum í fyrstu engan veginn
skilið eða metið, en eftir að hafa
kynnst verkunum fórum við að njóta
þeirra. Sigurður hafði mikinn áhuga á
bókmenntum og ljóðlist enda var hon-
um það í blóð borið. Hann var líka
skemmtilega pólitískur og lá ekki
endilega á skoðunum sínum.
Sigurður var harðduglegur bóndi
og oft hlýtur það að hafa verið erfitt á
kvöldin örþreyttur eftir erfiðisvinnu
dagsins að bregða sér í hlutverk tón-
listarmanns, hvort sem um var að
ræða orgelleik eða kórstjórn. Sigurð-
ur var skapmaður, en hann var samt
langoftast hlýr og glettinn. Kunni
ógrynni af sögum og vísum sem hann
deildi okkur samferðamönnum sín-
um. Það leiddist engum í návist hans.
Við Söngbræður mátum hann mikils
alla tíð, en áttum því miður ekki sam-
leið hin síðari ár. Hann var góður fé-
lagi sem bar með sér glettni og kímni
á okkar söngfundi. Við minnumst
hans með söknuði. Erlu eiginkonu
hans, börnum og öðrum ættingjum
sendum við okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Fyrir hönd Söngbræðra.
Gunnar Örn Guðmundsson.
Rétt áður en gróðursins drottinn
kemur um langvegu í Hvítársíðuna,
er vinur og granni, Sigurður bóndi á
Kirkjubóli, sleginn til jarðar á ör-
skotsstund í dagsins önn, við að sinna
búsmala sínum.
Sem góður sonur þú sinntir því kalli
og svar þitt var iðja þín.
Og búverkin heima við hús og á fjalli
þig heimtuðu allan til sín.
(G.B.)
Því kalli sinnti hann með sóma og
ótrúlegum dugnaði.
Þriðji ættliður Kirkjubólsbænda er
genginn hjá.
Á hverjum tíma voru þeir og fjöl-
skyldur þeirra svo sjálfsagðir þátt-
takendur í lífi og starfi okkar, að segja
má að gleði eða sorg annars, hafi
einnig verið hugarheimur hins.
Gatan milli bæjanna var og er alltaf
greið, hvort sem hana gengu fætur
barna, fullorðinna, eða fætur hesta og
nú á síðari árum er skutlast á vél-
fákum.
Margvísleg voru erindin, eða erind-
isleysurnar.
Stundum var rölt með kú í taumi,
eða bilað búsáhald, eða farið til að fá
innsýn í menningar- og tónlistarheim
Kirkjubólsfólksins, sem var svo ótrú-
lega stór og fjölbreyttur.
Ekki var síður leitað svara og hug-
hreystingar fyrir angur og vandamál
líðandi stundar. Það var alltaf eins og
Kirkjubólsfólkinu þætti heldur betra
en verra að gera okkur greiða, sem
var oftar en ekki vangoldinn af okkar
hálfu.
Vandamálin hurfu oft út í buskann
með glöðum hlátri og græskulausri
glettni, sem fylgt hefur Kirkjubóls-
bændum alla tíð.
Fyrrum voru til dægrabrigða farn-
ar hópferðir á hestbaki við ýmis til-
efni.
Þessar ferðir eru ógleymanlegar
og var þá stundum þrasað um ágæti
knapa og hesta og entist það þras
þeim er harðastir voru, alla ævi.
Siggi kom oft ríðandi og kvartaði
kjarnyrtur yfir hestasteinsleysinu,
sem átti að bæta úr á hverju ári. Hann
átti góða höfðings hesta sem áttu skil-
ið höfðinglegan hestastein.
Húmið hljómar.
Hjartans strengir taka undir,
óma, óma
undir fáks míns hófum sléttar grundir,
og í fang mér fellur
faxins mjúki dúnn,
líður eins og léttur vindur Litli Brúnn.
(G.B.)
Þó að líf og búseta breyttist, var
gatan greið milli vina og áttum við
góðar stundir með Kirkjubólsfólki
bæði heima og heiman.
Þegar við komum í sveitina aftur,
var það ekki síst Siggi sem tók á móti
okkur með sinni gömlu glettni og
strákslegu athugasemdum.
Sjálfsagt var og eðlilegt að hann
hefði sitt sæti í kotinu okkar litla og
oftar en ekki glumdi sígild tónlist út
yfir kjarrið og ljóð voru lesin ánni til
dýrðar.
Oft var skeggrættt yfir kaffikrús
eða tappatári um allt milli himins og
jarðar; frá lóukvaki til voldugustu
tóna Bachs, frá fyrsta hjali barna okk-
ar til kiljanskrar orðgnóttar, frá
heimagerðum kersknisvísum til feg-
urstu ljóða.
Þessara stunda munum við sakna
sárt.
Við leiðarlok verður svo margt
ósagt, sem verðugt hefði verið að láta
í ljós augliti til auglitis og þakka fyrir.
Ekki síst fyrir strákinn okkar sem fór
til ykkar að vori og nennti ekki heim
aftur að hausti. Þakkar hann ykkur
innilega fyrir sig.
Kirkjubólsfólkinu öllu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hjartans þökk fyrir samfylgdina.
Því hóf ég einnig söng minn til að segja
sveit þinni hjartans kveðju úr sólarátt,
lífinu öllu langa bjarta sátt,
líka frá þér, sem neyddist til að deyja.
Vorljóð þitt skalt þú, vinur fá að heyra,
voryrkjuljóð þitt kveð ég þér við eyra.
Og lífið eins og áður gang sinn gengur.
Kom, gróðurdís, og yfir vötnin svíf.
Kveð vökusönginn varma bjarta líf,
kveð vorsins drápu. Hann var góður
drengur,
og bundinn fast við sína heimahaga
í hjarta sínu alla sína daga.
(G.B.)
Páll Jónsson og fjölskylda.
Það er nöturlegt að horfa á eftir
góðum nágranna og vini hverfa á
braut með svo snögglegum hætti,
þegar bestu ár hans hefðu getað verið
framundan.
Við sem vorum svo lánsöm að fá að
kynnast Sigurði á Kirkjubóli minn-
umst hans fyrst og fremst sem hress
og skemmtilegs manns sem alltaf gat
séð spaugilegu hliðarnar á öllum mál-
um. Hann var dugnaðarforkur sem
gekk að öllum verkum hiklaust og af
mikilli ósérhlífni. Alltaf var hann boð-
inn og búinn til að hjálpa nágrönn-
unum ef einhvers þurfti með.
Á Kirkjubóli ráku þau Sigurður og
Erla konan hans myndarlegt bú,
þrátt fyrir að jörðin væri landlítil og
erfið til búskapar. Siggi lét sig þá ekki
muna um að heyja á nokkrum jörðum
til að hafa nóg ofaní skepnurnar. Eftir
að hann fékk fyrstu aðvörun um að
hjartað væri veilt hættu þau hjónin
mjólkurframleiðslu og fækkuðu
skepnunum. Alltaf hafði Siggi þó svo-
lítið af hestum inni, enda hafði hann
mjög gaman af þeim.
Í mörg ár sá Siggi um viðhald á af-
réttargirðingunni á Arnarvatnsheiði.
Við vorum svo heppin að fá að fara
með honum í nokkrar slíkar ferðir. Þá
var Siggi í essinu sínu og oft var slegið
á létta strengi, en jafnframt var mikið
kapp í honum að klára ætlunarverkið.
Sigga fannst gaman að spretta úr
spori eftir vel unnin störf og á heim-