Morgunblaðið - 01.05.2002, Page 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 53
leið var oft slegið í „Elli-Brún“. Mátt-
um við þá hafa okkur öll við til að
halda í við hann.
Tónlistin var Sigga í blóð borin og
átti hann heiðurinn af stofnun karla-
kórsins „Söngbræðra“ hér í héraðinu.
Hann var organisti í nokkrum
kirkjum, m.a. hér í Stóra-Ási. Messu-
undirbúningur einkenndist af glettni
Sigga og jákvæðni.
Hans verður sárt saknað héðan úr
litlu kirkjunni okkar.
Elsku Erla, Inga, Ragnar, Gummi
Jón og fjölskyldur, Guð gefi ykkur
styrk til að takast á við sorgina.
Kolbeinn og Lára.
Þeir vissu það, og vita máttir þú,
þó væri ég smár í hópi sveina þinna,
að lotning mín, mín tryggð við þig, mín trú,
mitt traust á þér, var meira en allra hinna.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Mín fyrsta minning um Sigurð
Guðmundsson á Kirkjubóli eða Sigga
á Bóli eins og ég kallaði hann var þeg-
ar ég kom með pabba mínum að
Kirkjubóli og þá var verið að koma
með fullan heyvagn af Gerðinu upp í
fjárhúshlöðu og þar var því mokað í
blásarann, þá var ég bara smá polli.
Samband okkar átti eftir að verða
mikið og gott. Ég varð vinnumaður
hjá honum og Erlu í fjögur sumur.
Þau voru einhver þau ánægjulegustu
sem ég hef átt og minnist ég þeirra
með bros á vör og yl í hjarta.
Þegar ég og fjölskyldan komum
uppeftir til að fara í sumarbústaðinn
var alltaf stoppað á Kirkjubóli og þar
var alltaf boðið uppá kaffi, ískaldan
mjólkursopa og líflegar umræður um
landsins gagn og nauðsynjar. Það var
aldrei komið að tómum kofanum hjá
þeim hjónum og var Siggi yfirleitt í
góðu skapi og spurði sem venja var
frétta úr kaupstaðnum. Það verður
undarleg tilfinning að koma í sveitina
og enginn Siggi á Bóli að spyrja frétta
en minning um góðan vin lifir með
mér um ókomna framtíð.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Sigurður Þorkell.
Við sem unnum með Sigga uppi á
Arnavatnsheiði við girðingarvinnu
höfum margs að minnast. Einhver
okkar fóru með honum í áraraðir, það
var svo gaman að vera með honum.
Siggi var mikið náttúrubarn. Það
var hans líf og yndi að vera á fjöllum.
Hann var sérdeilis flinkur að reikna
náttúruna út. Hann var t.d. búinn að
reikna út skaflinn í Giljahnjúkunum.
Ef skaflinn var að hverfa þá var girð-
ingin í skriðunni að verða snjófrí.
Þó að stíft væri unnið og menn og
hestar oft á tíðum örþreyttir þá var
Siggi þannig gerður að alltaf stutt í
grínið og glensið. Hann hafði þetta
einstaka lag á að gera hlutina
skemmtilega með fyndum orðatil-
tækjum og tilbrigðum.
Einhverju sinni komum við seint að
kvöldi upp í skálann við Fljótadrög og
þar sem hesthúsin voru full af snjó
hófumst við handa við að girða upp
hólfið umhverfis hesthúsið. Meðan við
vorum að þessu læddist að okkur sá
grunur að við værum ekki ein á svæð-
inu. Þegar ganga átti til náða fór Siggi
fyrir hópnum og barði að dyrum á
skálanum. Út kom syfjaður Þjóðverji
sem ekki skildi orð í íslensku og vissi
ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar
hann sá grútskítuga og þreytta girð-
ingarverktakana. Siggi rauf þögnina
á sinni alkunnu íslensk-dönsku og
sagði: „Hæ, ég heiti Siggi og jeg og
mine venner vil sove her.“ Það var
náttúrlega ekkert með það að inn fór-
um við og máttum gera okkur það að
góðu að sofa tveir og tveir saman í
hverri koju.
Það einkenndi Sigga alla tíð hvað
hann var duglegur og ósérhlífinn í
vinnu. Hann var mjög nákvæmur og
heiðarlegur og oft gerðum við grín að
honum þegar hann dró upp stílabók-
ina góðu á kvöldin og skráði unnar
vinnustundir upp á mínútu.
Siggi átti nöfn yfir ýmislegt, dýr,
menn og náttúruna. Eftir margar
ferðir með Sigga sitja alls kyns ör-
nefni eftir sem fæst finnast á prenti.
Gaman er að rifja upp nokkur þeirra
eins og Kippur, Sigurðargnæfa,
Torfalækur, Kirkjubólsöræfin og
svona mætti lengi telja. Verkfærun-
um voru líka gefin nöfn eins og Fjöl-
tólatöngin (gula töngin), Hóras (vasa-
hnífurinn), Súra Berta (stóri
naglbíturinn) og Barnið (litli naglbít-
urinn). Einhver okkar fengu einnig
nöfn en þau verða ekki nefnd hér.
Aldrei mátti sleppa því að fá sér
kaffisopa áður en haldið var til vinnu.
Siggi sagðist verða skapvondur ef
hann fengi ekki ketilkaffið sitt. Sjálf
uppáhellingin var framkvæmd af
Sigga með alveg sérstakari viðhöfn.
Hann byrjaði á því að setja vatn í ket-
ilinn úr pottastellinu góða frá Erlu
sinni, hellti Braga kaffinu út í og suð-
an látin koma upp, þá var slett köldu
vatni út í, suðan látin koma upp aftur,
slett aftur smávegis köldu vatni úti,
hrært til og blásið yfir í kross, þá fyrst
var drykkurinn tilbúinn.
Siggi var alltaf vel nestaður af Erlu
sinni. Harðsoðin egg, heil hangikjöts-
rúlla, heimabakaðar skonsur og
brauð, íslenskt smjör og neftóbaks-
dunkur ásamt fleiru fór með í
töskuna. Hóras var ávallt notaður til
að smyrja beint ofan á brauðið, þá var
skorin væn sneið af hangikjöti og lögð
ofan á og þá fyrst var skorin sneið af
brauðinu. Þetta var kostuleg athöfn.
Þrátt fyrir ríkulegt nesti tilheyrði
alltaf að veiða silung og borða hann
með kartöflunum sem Siggi reiddi
með upp á heiðar.
Eitt af því sem Siggi kenndi okkur
var að þurrka blauta ullarsokka. Við
áttum að gjöra svo vel að klæða okkur
í þá og þurra ullarsokka utanyfir áður
en við skriðum ofan í pokana og það
brást ekki að morguninn eftir voru
sokkarnir þurrir.
Siggi var mikill dýravinur og hélt
mikið upp á hestana sína. Ingu jarpur
var í miklu uppáhaldi og nú í seinni tíð
brúnu merarnar, Elli Brúnn og ekki
síst brjálaði Gráni sem þrátt fyrir erf-
itt skap var alltaf tekinn með.
Oft við harðan hófadans
hlaut ég sár og fleiður.
Höfuðkostur hestamanns
er harður rass og breiður.
(Sigurður Guðmundsson.)
Sigga þótti alveg einstaklega gott
að taka í nefið. Var það yfirleitt gert
með mikilli viðhöfn og þar til gerðum
hljóðum og snýtum sem vakti ávallt
mikla kátínu viðstaddra. Tóbaks-
klútaþvottarnir fóru síðan fram á sól-
ríkum degi, og tókum við öll þátt í því
þar sem við vorum öll samfélagslega
sinnuð. En það var einmitt eitt að því
sem Siggi lagði mikið upp úr, sam-
félagslega sinnaðir voru þeir sem
nenntu hjálpa til.
Að loknum heiðarferðum lagði
Siggi mikla áherslu á að fara hreinn
og snyrtilegur til byggða. Siggi tók
alltaf með sér rakvélina og var hún
tekin upp síðasta daginn. Síðan fór
hann í spari reiðbuxurnar frá Marks
og Spencer sem geymdar voru í sér
innsigluðum poka.
Alltaf tókum við lagið og var þá oft-
ar en ekki sungið „Efst á Arnarvatns-
hæðum oft hef ég fáki beitt, þar er allt
þakið í vötnum og þar heitir Réttar-
vatn eitt …“
Siggi á Bóli var merkismaður, af
honum lærðum við margt og hans er
sárt saknað.
Elsku Erla, Inga, Raggi, Gummi
Jó og fjölskyldur, ykkar missir er
mikill.
Við sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd gaddavírsfélaganna.
Hrafnhildur, Þórður
og Hannes.
Það var mikil gæfa fyrir mig er ég
var ráðinn sem kaupamaður í sum-
arvinnu á Kirkjubóli, þar sem ég
kynntist Sigurði og Erlu ásamt fjöl-
skyldu. Mér er minnisstætt hversu
auðvelt mér þótti að vinna með Sigga
og á ég margar góðar minningar þar
sem við vorum ýmist að vinna við hey-
skap fram á nótt eða í girðingarvinnu
á fjalli. Hvort sem vinnan gekk vel
eða illa sýndi Siggi okkur aðstoðar-
mönnunum jafnan traust og ávallt var
stutt í kímni og kveðskap hjá honum.
Fjölskylda mín og vinir hafa haft á
orði við mig hversu gott þeim þótti að
koma í heimsókn að Kirkjubóli og
hversu vel Siggi og Erla tóku á móti
gestum. Eftir þau þau þrjú sumur
sem ég vann á Kirkjubóli hef ég sótt í
að heimsækja þau Sigga og Erlu sem
oftast.
Vertu sæll, Siggi minn, ég mun
sakna þess að spjalla við þig um bú-
skapinn og dýrin. Ég þakka fyrir góð-
an tíma sem ég átti með þér og votta
Erlu og fjölskyldunni samúð mína.
Kristinn Harðarson.
Vorið 1980 bar fundum okkar Sig-
urðar fyrst saman í Reykholti.
Lengstaf þann tíma sem hús föður
hans var til reiðu rithöfundum höfð-
um við mikið saman að sælda og einn-
ig eftir það. Sjálfum fannst mér ég
hafa átt heima frá fæðingu á Kirkju-
bóli, hafa þekkt hann og hans fólk frá
upphafi, þótt ég hafi í raun varla hitt
nokkurn mann af hans ætt fyrir þenn-
an tíma.
Sigurður var af þess konar aðli ís-
lenskrar þjóðmenningar sem varð-
veitti best allt sem gerir þjóðina að
þjóð. Ófáar stundir áttum við saman
við eldhúsborðið á Kirkjubóli, í fjós-
inu þar sem hann var við mjaltir en ég
stóð á tröð. Mjaltirnar öftruðu honum
ekki frá bókmenntaumræðu. Kýrnar
og köttur undir tvítugt hlýddu á.
Það voru góðir tímar, þegar við
fjölskyldan bjuggum í húsi Guðmund-
ar föður hans, umkringd bæjarhúsum
og peningshúsum staðarins, á öllum
árstímum og lentum í öllum veðrum.
Við vorum jafnt umkringd af um-
hyggju fjöskyldunnar á Kirkjubóli og
af bæjarhúsunum. Við fórum með
honum nokkrar ferðir á vit borg-
firskrar náttúru, þar sem var miðlað
óspart af borgfirskum fróðleik einnig.
Síðasta slík ferð var farin fyrir aðeins
ári og þá óspart farið með kveðskap,
sem og endranær.
Ég veit ekki hvaða tíma hann tók til
bóklestrar á milli gegninga að vetri.
Annan tíma hefur vart verið upp á að
hlaupa. Allt um það var hann nánast
alls staðar heima í íslenskum bók-
menntum og með hugann bundinn við
bókmenntir annarra Norðurlanda
einnig. Það var eins og allt sem talist
gæti til gildis íslenskri þjóð kæmist
fyrir í höfði hans. Ég get vart hugsað
mér betri arfbera hefðarinnar sem
hafði orðið til í ætt hans. Afl huga og
handar sameinaðist í honum.
Stuðningur sem hann veitti af
öruggum smekk við tilurð skáldverka
var ómetanlegur. Gagnrýni var veitt
af uppbyggilegri mildi. Umfram allt
veitti hann siðferðilegan stuðning og
örvun til handa manni sem gaf sig að
skáldskap af litlum tíma. Það gaf
hann af sér allt fram til hinstu stund-
ar.
Eftir sit ég fátækari af þeim mönn-
um sem veita mér stuðning, og með
áhyggjur hans einnig af þeim hættum
sem steðja að íslenskri þjóð, máli,
bókmenntum, þjóðerni og náttúru
landsins. Meiri áhyggjur þegar hann
er farinn. Af hverju þurfa þeir að fara
svo fljótt sem maður má svo illa við að
missa?
Við vorum hvor öðrum óvanda-
bundnir. Þá má geta sér til hver miss-
ir hann er þeim sem stóðu honum
nær. Við Guðfinna og börnin sendum
Erlu, börnum þeirra og afkomendum
innilegustu kveðjur saknaðar og sam-
úðar.
Egill Egilsson.
Nú þegar góður granni er genginn
á vit feðra vorra langar mig að minn-
ast hans nokkrum orðum.
Það sem fyrst kemur í hugann er
glaðværðin og gamansemin sem
fylgdu honum hvarvetna, hvort sem
var á gleði- eða alvörustundum.
Greiðvikni við granna sína og góð-
vild voru engin takmörk sett.
Hann var búinn þeim kostum sem
einn mann mega mest prýða.
Snemma kom í ljós áhugi hans á
tónlist, sem í fyrstu beindist að því að
skemmta öðrum með harmonikunni á
dansleikjum hingað og þangað um
héraðið. En þegar aldurinn og alvar-
an færðist yfir tók hann að æfa og
stjórna söng. Fyrst með körlunum í
nágrenninu, sem síðar varð að karla-
kórnum „Söngbræðrum“ sem hann
æfði og stjórnaði í allmörg ár.
Ekki má láta hjá líða að minnast á
organistastörf og kórstjórn við
nokkrar kirkjur í uppsveitum Borg-
arfjarðar. Ekki fer hjá því að þessi
störf tóku mikinn tíma og undravert
hversu miklu hann kom í verk.
Þessi störf rækti hann öll af trú-
mennsku og vandvirkni, en hann var
ekki alveg einn því eiginkona hans,
hún Erla, stóð dyggilega við bakið á
honum, hvort sem hann var í fjalla-
ferðum, kóræfingum eða í bústörfun-
um heima.
Aðstandendum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Jónsson.
Okkur langar að minnast í örfáum
orðum nágranna okkar, Sigurðar
Guðmundssonar frá Kirkjubóli.
Sigurður bjó á Kirkjubóli alla tíð,
tók við búi af foreldrum sínum og
stofnaði þar fjölskyldu.
Siggi var harðduglegur, ósérhlífinn
og var alltaf að, enda bjó hann all-
stóru blönduðu búi með Erlu konu
sinni á Kirkjubóli um árabil. En þau
höfðu dregið saman seglin á því sviði
fyrir skömmu.
Í gegnum tíðina hefur alltaf verið
sérstakt samband og samvinna á milli
bæjanna. Við fundum vel fyrir því
þegar við hófum okkar búskap því
það var gott að leita til Sigga. Hann
var ákaflega hjálplegur nágrönnum
sínum og var alltaf kominn um leið og
aðstoð vantaði.
Hann var glettinn, orðheppinn og
ákaflega skemmtilegur maður sem
ávallt kom auga á spaugilegu hliðarn-
ar á hlutunum. Unga fólkið laðaðist
iðulega að Sigga og sótti í að fara með
honum til fjalla í girðingarvinnu á
sumrin þar sem Siggi var í essinu
sínu.
Tónlistaráhugi hans var mikill og
var hann drifkrafturinn á því sviði hér
í sveit, ásamt því að vera organisti við
nokkrar sóknir og kórstjóri að auki.
Alltaf var hann tilbúinn að spila undir
söng á skemmtunum ýmiss konar
hérna í sveitinni.
Siggi skilur eftir sig stórt skarð hér
í sveit og verður sárt saknað af öllum.
Elsku Erla, Inga, Raggi, Gummi
Jó og fjölskyldur, Guð styrki ykkur
öll.
Sigurður og Arndís,
Bjarnastöðum.
Fráfall Sigurðar á Kirkjubóli vekur
margar þekkilegar minningar af
bernskuslóð. Við Guðmundur Jón
sonur hans urðum leikfélagar ungir
að árum og samfundir urðu tíðir
beggja vegna Kinnagils. Þau Kirkju-
bólshjón, Siggi og Erla, höfðu þægi-
lega nærveru og kynslóðabilið brúað-
ist næsta auðveldlega í návist þeirra.
Hugmyndaflug okkar félaganna var
oftar en ekki auðgað af draugasögum
Sigurðar og gáski hans og glettni var
nokkuð sem féll í góðan jarðveg hjá
ungum drengjum. Hann kunni líka
vel að njóta þeirra stunda er gáfust
frá bústangi, útreiðar voru stundaðar
og spilverk og söngur ómaði um bæ-
inn. Gleðiríkir eru þessir bernskudag-
ar í minningunni og ætíð síðan hafa
samfundir okkar Sigga verið mér til
gleði, þótt strjálir hafi verið í seinni
tíð. Það rennur hraðar úr stunda-
glasinu en maður hyggur og gjarnan
of seint skynjað að lífsgæði felast líka
í rækt við vini sína.
Erlu, börnum hans og öðrum að-
standendum votta ég samúð og bið
þeim blessunar á saknaðarstund.
Guðmundur Guðlaugsson.
Það voru forréttindi
að eiga ömmu eins og
Imbu.
Amma hafði alltaf
tíma fyrir okkur barna-
börnin sín. Hún fór með ljóð og sagði
okkur sögur, enda kunni hún ógrynni
af þeim. Hún kenndi okkur að föndra
jólasveina úr eldhúsrúllum og blóm úr
servíettum. Ef amma vissi að það
væri von á einhverju okkar bakaði
hún uppáhaldskökurnar okkar og við
hátíðleg tækifæri var alltaf hellt upp á
heitt súkkulaði. Það var alltaf nota-
legt að fá að gista í litla herberginu á
Háó, leggjast í ný- og stífstraujuð
rúmfötin og sofa í bleika náttkjólnum
hennar mömmu.
Imba var yndislegasta amma sem
hægt er að hugsa sér. Ég á eftir að
sakna þess að koma á Háó, sitja í ró-
legheitunum með ömmu, drekka kaffi
og spjalla, og láta hana svo lauma að
mér mola í kveðjuskyni.
Guð geymi þig, elsku amma.
Herdís.
Hinn 20. apríl sl. hélt Kvenfélaga-
samband Gullbringu- og Kjósarsýslu
INGIBJÖRG
ERLENDSDÓTTIR
✝ Ingibjörg Er-lendsdóttir
fæddist í Tíðagerði á
Vatnsleysuströnd 9.
nóvember 1915. Hún
lést á heimili sínu í
Reykjavík 21. apríl
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
30. apríl.
(KSGK) árlegan aðal-
fund sinn, að þessu sinni
í boði Kvenfélags Lága-
fellssóknar í Mos-
fellsbæ. Það er orðin
gömul hefð að á aðal-
fund eru sérstaklega
boðnir heiðursfélagar
sambandsins, forystu-
konur í Kvenfélagasam-
bandi Íslands og fyrr-
verandi formenn sem
dveljast daglangt á
fundinum með fulltrú-
um aðildarfélaganna ell-
efu. Ingibjörg Erlends-
dóttir, heiðursfélagi
KSGK, hefur sótt alla aðalfundi sam-
bandsins í rúm þrjátíu ár. Að þessu
sinni mætti Ingibjörg ekki, daginn
eftir var hún látin.
Ingibjörg var fædd og uppalin á
Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd og var
hún fulltrúi kvenfélags þess svæðis í
stjórn sambandsins um langt árabil
þótt hún byggi í Reykjavík. Hún var
kennari að mennt og starfi, skarp-
greind og athugul. Ingibjörg var
virðuleg í fasi, var orðvör og ábyggi-
leg og ávann sér þannig virðingu allra
þeirra kvenna sem störfuðu með
henni. Sem ritari stjórnar sambands-
ins og orlofsnefndar hafði hún þann
sið að skrifa fundargerðir jafnóðum
og lesa upp í lok hvers fundar. Æv-
inlega var þar óaðfinnanlega að verki
staðið, rétt farið með og skrifað villu-
laust með fallegri rithönd.
Lengst verður hennar þó minnst
vegna starfa hennar að orlofsmálum
húsmæðra. Hún var ein af þeim dug-
legu og hæfu konum sem stóðu að or-
lofi húsmæðra með sérstökum mynd-
arbrag. Orlofið var haldið árlega frá
1961 á ýmsum stöðum í leiguhúsnæði
en lög um orlof húsmæðra tóku gildi
árið áður og var kvenfélagasambönd-
um falið að annast framkvæmd
þeirra. Árið 1967 var stofnaður orlofs-
heimilasjóður KSGK og með ómæld-
um dugnaði tókst konunum að safna
saman myndarlegum upphæðum í
sjóðinn. Ári seinna festi sambandið
kaup á húsnæði á ríkisjörðinni Gufu-
dal í Ölfusi. Í Gufudal var rekið á
sumrin mikið myndarbú af konunum í
orlofsnefndinni þar sem tekið var á
móti húsmæðrum í sýslunni til orlofs-
dvalar og gátu þær komið með börnin
sín með sér, því orlofsnefndin bjó svo
um hnútana að barnagæsla var á
staðnum. Starfsemin í Gufudal spann-
aði yfir 14 ár en vegna skorts á fé til
viðhalds húsanna og til allrar starf-
seminnar var henni hætt og húsin
leigð út. Fyrir sjö árum voru húsin
seld og andvirði þeirra gefið í formi
vandaðra lækningatækja til Sjúkra-
húss Reykjavíkur, St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði og Sjúkrahúss Keflavík-
ur. Ingibjörg lagði til ómælda vinnu
við undirbúning og framkvæmd
rekstursins í Gufudal í samfélagi með
konunum sem störfuðu með henni í
orlofsnefnd og myndaðist með þeim
góð vinátta og gagnkvæm virðing
sem haldist hefur alla tíð síðan.
Ingibjörg var einn af traustustu
stólpum KSGK fyrr og síðar. Hún
rækti öll sín störf af stakri vandvirkni,
fylgdist ávallt vel með og var síung í
afstöðu sinni til manna og málefna. Að
leiðarlokum eru henni þökkuð öll
hennar góðu störf í þágu KSGK. Að-
standendum vottum við innilegustu
samúð.
Fyrir hönd KSGK,
Ása St. Atladóttir, formaður.