Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 55 Mig langar til að kveðja kæra mágkonu mína og nágranna- konuna í meira en hálfa öld, kjarna- konuna Brynhildi Eysteinsdóttur og þakka fyrir þau kynni. En til þess verð ég aðeins að rifja upp aðdrag- andann að þeim kynnum. Ég og Karl bróðir minn (sem lést fyrir rúmum sex árum.) bjuggum fé- lagsbúi með Vigdísi móður okkar, sem var ekkja. Búið var ekki stórt, en nokkuð notadrjúgt, því nokkur hlunnindi fylgdu jörðinni, svo sem reki, selveiði og silungsveiði. Krepp- an var í algleymingi og hvorki pen- inga né vinnu að hafa. Það kom sér því vel að fá allt að sex lambsverð fyrir selskinn, sem þá voru tísku- vara. Heyskapurinn var mestur á engj- um, sem hægt var að slá með hesta- sláttuvél en varð að handraka og snúa með hrífum. Til þess þurfti kvenfólk. Þær voru nefndar kaupa- konur. Þær fóru landshornanna á milli, komu t.d. frá Ísafirði, Akranesi og víðar. Stelpur af Suðurlandi fóru norður í land og stelpur að norðan komu suður. Þetta voru yfirleitt lífs- glaðar stelpur sem fluttu með sér nýja og oft ferska siði og fóru oft ekki til baka aftur, heldur tengdust fjölskyldunni. Þannig krækti undir- ritaður í sína konu, Helgu, bónda- dóttur norðan úr Húnaþingi og kom úr átta systkina hópi. Þetta reyndist yfirleitt holl blóðblöndun fyrir þjóð- ina, í stað þess að upp kæmu ættir á afmörkuðum svæðum, sem ef til vill stæðu svo í illdeilum við aðra ætt- flokka, sem er þekkt fyrirbæri úti í heimi. Eins og áður sagði hafði heimilið verulegar tekjur í allsleys- inu af hlunnindum. En nú höfðu viss- ir menn uppgötvað það að útrýma bæri öllum sel úr Ölfusá og fylla hana af laxi, því selur æti svo mikið af honum að til auðnar horfði. Skyldi allur fiskur veiddur á einum stað, stunduð stangaveiði og arðinum svo útdeilt til veiðiréttareigenda. Engar fengum við nú bætur fyrir að missa þessa tekjulind, enda vorum við bræður ungir og óreyndir og höfðum við engan Björn á Löngumýri í vörn fyrir okkur. En arðurinn lét standa á sér og framtíðin ekki björt. En þá kom blessað stríðið og breytti öllu. Allt í einu var næg vinna. Bændur og bændasynir hlupu frá búum sínum (svo þurrð varð á sumum búvörum) og fóru að vinna fyrir herinn. Jafnvel gamlir karlar gerðust smiðir. Við bræður sáum þarna möguleika. Og úr varð að Karl sæi um búið og ég hélt af stað með hamar, sög og múr- skeið og gerðist nú iðnaðarmaður á þreföldu verkamannakaupi, 13 tíma á dag, þó ekki væri unnið að nafninu til nema átta til níu tíma. Fyrst á Kaldaðarnesflugvelli en eftir áramót á Reykjavíkurflugvelli. En nú vand- aðist málið. Ég þurfti nefnilega að koma fötunum mínum í þvott. Helga kunni ráð við því. Hún vissi að Bryn- hildur systir hennar stjórnaði þvottahúsi í Reykjavík og sendi mig til hennar. Hún var þarna í óða önn að afgreiða viðskiptavini sem aðal- lega voru hermenn. Það vakti at- hygli mína að hún virtist geta talað við þá snurðulaust á þeirra eigin máli. Ég sá að þeir gerðu hosur sínar grænar fyrir þessari bráðfallegu konu, en án endurgjalds. Ég hafði lítið kynnst þessari mágkonu minni, en nú tókust með okkur góð kynni, sem staðið hafa í rúma hálfa öld. Nú fór að verða erfiðara að fá kaupakonu því margar stelpur voru farnar að þvo skítug föt af hermönn- BRYNHILDUR EYSTEINSDÓTTIR ✝ Brynhildur Ey-steinsdóttir fæddist í Meðalheimi á Ásum í Húnavatns- sýslu 4. febrúar 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 13. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Þor- lákskirkju í Þorláks- höfn 27. apríl. um og fleirum. Þar var gróska í þeim iðnaði. Nú kom að því að okk- ur bráðvantaði kaupa- konu. Benti þá Helga okkur á að Brynhildur systir sín væri á lausu um þessar mundir og annáluð fyrir dugnað. Var hún snarlega ráðin og kom í sláttubyrjun. Maður sá fljótlega að Helga hafði ekkert of- sagt af dugnaði hennar og lífsþrótti. Það fór ekki fram hjá neinum er leið á sumarið, hvert stefndi hjá Karli bróður mínum og kaupakonunni. Og um haustið mun það hafa verið fastmælum bundið að þau myndu rugla saman reytum sín- um. En nú vandaðist málið. Auðséð var að ekki var pláss fyrir tvær ung- ar fjölskyldur í einu litlu húsi. Það varð því úr að undirritaður kom sér upp litlu húsi nokkrum metrum frá gamla húsinu. Sótti ég um nýbýla- styrk og fékk dálitla fjárhæð. Nú kom sér vel að hafa kynnst múrverki og smíðum hjá setuliðinu. Ég kom sem sé upp húsi með hjálp Karls bróður og annarra góðra manna, byggt úr holsteini, sem við bræður steyptum, rekaviði, kassafjölum og innréttingu úr hermannaskála. Svo nú gátum við hjónin flutt í nýju höll- ina vorið eftir. Það er skemmst frá að segja að þau Karl og Brynhildur giftu sig 24. maí 1946. Nú voru heimilin orðin tvö á Hrauni og að sjálfsögðu mikill sam- gangur á milli. Við bræður bjuggum félagsbúi og konur okkar systur. Það var oft gott að líta inn til mágkonu og þiggja kaffisopa og kannske stund- um að fá tár út í það. Nú hófst nýtt tímabil, tímabil barneigna hjá fjöl- skyldunum, þegar því lauk voru komin sex börn á hvoru heimili, öll hraust og heilbrigð, það var því stundum nokkuð hávaðasamt þegar 12 heimilisbörn og oft nokkur utan- aðkomandi börn voru saman komin. Og víst er það að mörg af þeim börn- um og unglingum sem mágkona mín tók að sér yfir sumartímann bundust henni vináttuböndum meðan ævin entist. Brynhildur átti fleiri áhugamál en barneignir. Hún hafði gaman af ljóðalestri, kunni mikið af kvæðum. Svo var hennar mesta áhugamál hestamennskan. Hún átti því oftast góða reiðhesta. Skipti þá ekki máli hvort hesturinn væri fulltaminn, bara að viljinn væri nægur, það var því oft fjör þegar farið var á engjar eða komið heim að kvöldi. Alltaf var gammurinn látinn geisa. Eða þá að farnir voru lengri reiðtúrar þegar vel stóð á á sumrin. Enda minnir mig að hún hafi kunnað allt kvæðið „Fáka“ utanað. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð svo vítt sem er séð. Sléttan hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við boga og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Já, mágkona mín vildi lifa lífinu hratt. Hefði sennilega fallið vel að vera flugfreyja. Eins og áður sagði missti hún manninn fyrir nokkrum árum. Síðan hefur hún verið meira og minna á sjúkrahúsum. Við kveðjum hana að lokinni veru á meðal okkar. En minningin um hana mun lifa hjá kynslóðunum. Ólafur á Hrauni. Fréttin sem mér barst inn á heim- ili mitt í Chicago að hún amma mín og nafna á Hrauni í Ölfusi væri dáin. Það fyrsta sem kom upp í huga minn var að hún væri nú frjáls og flogin á braut til að hitta Kalla sinn. Bryn- hildur amma mín var einn sá sterk- asti karakter sem ég hef kynnst, hún var skapstór og viljasterk en að sama skapi sanngjörn og heiðarleg. Hún var ætíð fljót að standa upp fyr- ir þeim sem minna máttu sín og tók annarra þarfir ætíð fram fyrir sínar eigin. Amma var mikil kvenréttinda- kona og sat í kvenfélaginu til fleiri ára. Hestamennska var hennar aðal áhugamál og yndi, það fékk ég í blóð- inu frá henni. Ég var ætíð hvött af henni að stunda þá íþrótt sem ég og gerði þangað til að ég flutti til Bandaríkj- anna. Án nokkurns efa hef ég verið svo lánsöm að erfa nokkra af hennar að- alkostum. Ég mun ætíð vera stolt af að bera nafn hennar. Elsku amma mín, ég bið þér góðr- ar ferðar og bið að frelsari vor Jesús Kristur blessi þig og varðveiti þig í Paradís. Vertu honum falin. Þín sonardóttir Brynhildur Gunnarsdóttir. Það er erfitt að kveðja hana Binnu frænku mínu sem var mér eins og amma, alltaf góð við mig og hress. Þegar maður hugsar þá koma minn- ingarnar fram í hugann hver af ann- arri. Ég var á fjórða ári þegar ég flutti í sveitina á Hrauni þar sem ég bý nú. Þetta var mikil heppni að fara á Hraun því ég kynntist Binnu miklu betur, því á leið til Helgu ömmu þá fór ég stundum í heimsókn til Binnu í leiðinni. Eins og eitt skipti þá sagði ég að ég væri að fara til ömmu en þegar mamma hringdi þangað þá var ég hvergi sjáanlegur og hafði ekki komið. Fór hún þá að leita og hafði ég þá laumað mér upp tröpp- urnar hjá Binnu og farið í heimsókn. Ég var mikið hreykinn því þetta var langt fyrir lítinn snáða að fara aleinn þessa leið í fyrsta skiptið. Ég ákvað því að deila þessari sigurstund með Binnu því ég vissi að þar mundi ég fá súkkulaði og kandís. Þetta gerði ég reglulega að heimsækja hana og urðum við góðir vinir. Ég og Jobbi frændi minn héldum alltaf einu sinni á ári sumarhátíð, þetta var mikil hátíð í okkar augum en þetta var í raun og veru bara fiskikassi með ýmsu á. Þar vorum við með skúffuköku og djús sem við sníktum frá ömmu og ýmislegt ann- að góðgæti sem fannst í skápunum á Hrauni. Oft hjálpaði Brynja okkur með hátíðina og skemmtum við okk- ur mjög vel. Á hátíðina komu Binna, amma og fleiri, og skemmtu sér með okkur. Eitt skipti þá var ákveðið að fara í kapphlaup, keppendurnir voru ég, Jobbi frændi og Binna. Hvað haldið þið, hún vann okkur ungu peyjana þó gömul væri, enda var líka alltaf sagt að hún væri létt á sér. En tímarnir líða og hlutirnir breytast. Eftir að Binna fór á Blesastaði þá var langt að fara og fækkaði heim- sóknum mínum. En síðan fór Binna á Selfoss, þá heimsótti ég hana oft, því hún var í herbergi við hliðina á Hólmfríði ömmu minni. Veit ég að Binna er örugglega á góðum stað núna og jafnvel á góðum gæðingi með Kalla sér við hlið. Og mun hún alltaf eiga sess í hjarta mínu. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Hannesson, Hrauni. Mig langar að minnast móður- systur minnar Binnu eins og við köll- uðum hana alltaf. Hún lést laugar- dagskvöldið 13. apríl sl. 84 ára gömul, og hafði hún verið með alsheimer-sjúkdóminn og var sárt að sjá jafn atorkumikla konu sem Binna var, þurfa að enda æviskeiðið á þennan hátt. Það var mjög mikill samgangur á milli bæjanna á Hrauni enda voru faðir minn og Kalli (sem einnig er látinn) bræður og mamma og Binna systur og aðeins voru um 20 metrar á milli bæjanna. Ég hljóp oft á milli húsa berfætt hvernig sem viðraði, bæði til að setjast á bekkinn í eld- húsinu og spjalla við Binnu og Kalla og ég tala nú ekki um ef eitthvað var betra í gogginn „úti í bæ“ eins og við sögðum alltaf. Binna var greind kona og skapmikil. Hún hafði einnig ákveðnar skoðanir á málunum og var mikil kvenréttindakona. Hún var skörungur til verka, bæði úti og inni, þó inniverk hafi ekki verið hennar uppáhald en það heyrði maður oft hjá Binnu. Hennar ánægjulegustu stundir voru á hestbaki. Hún kenndi mér hvernig ég ætti að sitja og stjórna hesti og fórum við oft saman í reið- túra. Það var ekki sjaldan að maður heyrði þetta: „Þú átt að gera þetta svona, stelpa,“ sýnt með tilþrifum. Þegar eitthvað bjátaði á eða mér hafði sinnast við einhvern á heim- ilinu hljóp maður „út í bæ“, kannski hágrátandi og var þá Binna til staðar og róaði mann niður og spjallaði um alla heima og geima. Oft sagði hún frá því þegar hún var að vinna í þvottahúsinu í Reykjavík á stríðsár- unum og frá ævintýrum sínum frá þeim árum. Það er margs að minnast, elsku Binna, og takk fyrir allt. Ég mun geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Megir þú hvíla í friði. Gunnar, Vigdís, Hrafnkell, Ingi, Þorlákur, Inga Þóra og fjölskyldur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ásdís Ólafsdóttir. Látin er merkiskonan Brynhildur Eysteinsdóttir húsfreyja á Hrauni I í Ölfusi eftir erfið veikindi. Ég vil minnast hennar með nokkrum orð- um. Fyrst sá ég Brynhildi haustið 1938 við setningu héraðsskólans á Laugarvatni, þar sem hún lauk tveggja vetra námi. Þangað komu margar fallegar stúlkur og var Brynhildur ein af þeim. Seinna lágu leiðir okkar saman þegar hún kom sem kaupakona að Hrauni í Ölfusi og síðar sem húsmóðir í áratugi. Þar bjó þá ungur og efnilegur bóndi Karl Þorláksson ásamt móður sinni Vig- dísi. En skemmst er frá því að segja að með þeim tókust ástir, ungu glæsikonunni úr Húnaþingi og stór- bóndanum á Hrauni sem bjó þar rausnarbúi á þeirri ágætu hlunninda jörð. Vigdís tengdamóðir hennar bjó áfram á Hrauni og var það gott sam- býli sem báðar nutu góðs af. Þeim hjónum búnaðist vel, enda bæði harðdugleg og hagsýn. Þau eignuðust saman fimm börn, en áður hafði Brynhildur eignast son. Þau bera foreldrunum fagurt vitni í dugnaði og myndarskap. Þegar börnin uxu úr grasi fór hún að taka þátt í félagsmálum í kvenfélaginu Bergþóru. Kvenfélagið hélt uppi margs konar menningarstarfsemi fræðslufundum, skemmtiferðum og þorrablótum þar sem oft var glatt á hjalla og tók hún þar virkan þátt. Brynhildur var mikil kvenrétt- indakona og var þar á undan sinni samtíð, hvað skoðanir um kvenfrelsi snerti. Hún fór ekki alltaf troðnar slóðir og var óhrædd við að láta skoðanir sínar í ljós. Hún var réttsýn og vildi bæta stöðu kvenna til jafns við karla. Á Hrauni var mannmargt heimili auk þess sem þar var mjög gest- kvæmt. Þá sýndi húsfreyjan hún- vetnskan höfðingsskap sem orð fór af. Margir dvöldu lengri og skemmri tíma í skjóli þeirra hjóna, enda átti lítilmagninn ávallt skjól hjá Bryn- hildi. Húsfreyjur í sveitinni voru með saumaklúbb og var sannarlega skemmtun af því á dimmum vetr- arkvöldum. Við bændur nutum þeirra stunda sem saumaklúbbar voru haldnir á heimilum okkar, því þeim fylgdi ávallt gleði og léttleiki og voru þær Hraunssystur engir eftir- bátar þar. Í gegnum árin þróaðist góð vinátta milli Bakka og Hrauns og margar eftirminnilegar samveru- stundir áttum við hjónin með Hraunsfólkinu. Ég kveð Brynhildi með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Ég og dætur mínar sendum börn- um hennar og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning mætrar konu. Engilbert Hannesson. Amma okkar á Hrauni er látin. Eftir standa minningarnar. Amma er í eldhúsinu heima á Hrauni með rautt hár og í kínaskóm. Hún var kjarnakona sem bakaði skúffuköku með heimsins þykkasta súkku- laðikremi, gerði morgunleikfimina með útvarpinu, kenndi okkur að vinda tuskur í einu handtaki og þurrka hnífapörin og diskana án þess að káfa á þeim. Hún sat grönn á litla bekknum við ofninn í eldhúsinu og borðaði af undirskál á milli þess sem hún sveiflaði ofvöxnum pottun- um með kjötsúpunni fyrir mann- margt heimilið. Svo hnyklaði hún bara vöðvana fyrir okkur krakkana og sagði okkur frá því þegar hún var ung og sigraði alla vinnumennina í kapphlaupum. Í minningunni átti amma það til að bölva og ragna yfir „eintómum körlum og skít út um allt“ en alltaf var stutt í hennar ljúf- ustu hlið þar sem ástin á ljóðum Ein- ars Ben. og hestunum hennar kom berlega í ljós. Nú hefur amma fengið hvíldina og friðinn. Okkur langar til að kveðja kæra ömmu okkar með línum úr kvæði Einars Benediktssonar Fák- ar: Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir af brjóstinu dægursins ok. Jörðin, hún hlakkar af hófadyn. Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok. Lognmóðan verður að fallandi fljóti; allt flýr að baki í hrapandi róti. Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok, sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti. – Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. Karl, Magnea Þóra, Elín og Arnar Ingi. &'         & 6)#&&    9  ('  :; (.' '    , -,         .   /0  -! 0   1 0  !  +    $++%   0   1 ,          $$    $#%% 2)     *    *   0    -       2     0        $34$4$4   5.3 5544 .'  9 ! !"   5  < &! < !"   &! < % %  $ . * Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.