Morgunblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 56
MINNINGAR
56 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Hjörtur.
Eftir að ég fékk
hringingu frá pabba
um að þú værir farinn
streymdu fram í hug-
ann gamlar og góðar
minningar um okkur saman í
Fellaskóla. Þú varst yndislegur
strákur og ég er mjög þakklát fyr-
HJÖRTUR SNÆR
FRIÐRIKSSON
✝ Hjörtur SnærFriðriksson
fæddist í Keflavík 18.
júní 1989. Hann lést
á heimili sínu mið-
vikudaginn 18. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 26.
apríl.
ir að hafa fengið að
kynnast þér og hafa
fengið að vera vinur
þinn í þennan allt of
stuttan tíma. Samt get
ég ekki sætt mig við
að þú sért farinn. En
er það ekki svoleiðis
að þeir deyja ungir
sem guðirnir elska?
Elsku Hjörtur, ég
man að þú varst ný-
farinn á spítalann og
talaðir alltaf við okkur
í bekknum þínum í
gegnum tölvuna. Við
lærðum stundum sam-
an í gegnum tölvuna og töluðum
um allt milli himins og jarðar. Síð-
an fór ég í sveitinna og þá rofnaði
sambandið, en ég á samt eftir að
sakna þess að senda þér póstkort
reglulega eins og við krakkarnir í
bekknum þínum vorum vön að
gera.
En elsku vinur, vonandi líður þér
miklu betur núna og ert á miklu
betri stað en við hin.
Hjörtur minn, minning mín um
þig verður alltaf að þú varst ynd-
islegur drengur og duglegur. Þú
sýndir öllum hugrekki þitt í gegn-
um þennan hræðilega sjúkdóm og
við erum stolt af þér fyrir það.
Ég votta öllum aðstandendum
Hjartar mína dýpstu samúð og
Guð megi hjálpa ykkur í sorg ykk-
ar.
Ævin hún er undarleg
elska, syrgja, þreyja
leita gulls um langan veg
lifa til að deyja.
(Óskar Karlsson.)
Guð geymi þig.
Þín bekkjarsystir
Hugrún Heiða.
Nú skilur leiðir.
Það er með blendum tilfinning-
um sem við starfsfólk Fellaskóla
kveðjum Hjört. Þar togast á sorgin
við að missa hann, léttirinn yfir að
þjáningum hans sé lokið og þakk-
lætið fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum með honum. Við
minnumst stundanna í skólanum,
matreiðslutímanna með vinahópn-
um, samskipta hans við vini hans.
Hann sótti sér athvarf í skólanum
þegar hann þurfti á að halda, fyrst
hjá mjólkursölunni og seinna í
kjallaranum. Þar kom fram mikill
áhugi hjá honum á öllu sem viðkom
tækni. Það eru margir litlir strákar
í skólanum sem trúa því að Hjört-
ur sé Íslandsmeistari í mannvirkja-
gerð með legókubbum eftir að hafa
séð byggingarnar hans. Eitt þeirra
eigum við og geymum. Þegar Þór-
hallur og Þurí vinir hans koma í
kjallarann tökum við það fram og
við rifjum upp góðu stundirnar
sem við áttum með honum.
En hann áttir sér líka aðra og
þroskaðri hlið. Þar má nefna áhug-
ann á fornminjunum, Egyptalandi
og stjörnufræðinni. Trúlega hafa
hann og Fríða frænka verið búin
að ferðast víða og sjá margt saman
þegar þau flökkuðu um heima
breiðbandsins.
Við vorum nokkur úr skólanum
hans sem voru svo heppin að fá að
heimsækja hann síðustu vikurnar.
Í þeim heimsóknum var oft mikið
spjallað og hlegið, rætt um málefni
liðinnar stundar, sagðar sögur úr
skólanum og ótal margt fleira. Þær
stundir eru og munu vera um
ókomna framtíð okkur öllum dýr-
mætar. Þar kynntumst við enn bet-
ur mannkostum Hjartar, æðruleysi
hans og seiglu.
En hann stóð ekki einn í veik-
indum sínum. Mamma hans og
Fríða hafa staðið fast við bakið á
honum ásamt fjölskyldunni hans
allri og það er ekki erfitt að sjá
hvaðan hann hafði seigluna sem
hann sýndi í baráttunni. Gagn-
kvæm virðing og væntumþykja
einkenndi öll þeirra samskipti.
Um leið og við þökkum þeim fyr-
ir samverustundirnar er okkur efst
í huga hvað glaðlyndi þeirra og
gestrisni auðveldaði okkur öllum
að gera þessar stundir notalegar
og eftirminnilegar.
Í dag er sorgin þung, en vissan
um að nú sé þjáningum hans lokið,
mun styrkja okkur í að horfa þakk-
látum augum til minninganna um
hæglátan og kurteisan dreng sem
þó lumaði á skemmtilegri kímni-
gáfu og stríðni.
Við vottum móður hans, systur
og fjölskyldunni allri samúð okkar.
Erna Björk, Guðrún Hauks,
Guðbjörg, Guðrún Fanney,
Jónína og Þóra.
Hetjulegri baráttu er lokið. Nú
er hann Hjörtur farinn til betri
heima, laus við þjáningar þessa
heims. Söknuður og sorg gagntek-
ur hugann.
Hjörtur Snær var nemandi minn
í nokkur ár. Hann var ljúfur og
góður drengur, stærstur í sínum
bekk, gáfaður og efnilegur nem-
andi.
Hann var haldinn eðlislægri for-
vitni, sem stundum gat komið hon-
um í vandræði.
Mér er minnisstætt dag einn í 3.
bekk klukkan langt gengin tvö, að
bankað var á dyrnar. Fyrir utan
stóð Hjörtur og vinur hans. Ég
setti upp svip og kom mér í kenn-
arastellingar. Hjörtur var ekkert
að biðjast afsökunar á að hafa
komið of seint, heldur rétti fram
lúkuna og opnaði lófann: „Sjáðu,
það vantar annan vænginn.“ Hun-
angsflugan, sem hann var með,
varð frelsinu fegin og flaug inn í
stofuna og þyrlaðist þar um allt
með tilheyrandi suði. Þegar loksins
tókst að handsama hana varð mér
litið á kauða. Sakleysið uppmálað,
með sitt einlæga stríðnisbros sem
var svo fullt af gáska. Svipur sem
einkenndi hann svo mjög. Ekki
varð neitt úr umvöndunum, heldur
var flugan skoðuð í bak og fyrir í
víðsjánni, öllum til óblandinnar
ánægju.
Eftir að Hjörtur veiktist þurfti
hann stundum að vera í einangrun
eftir stranga lyfjameðferð og var
því mjög oft fjarverandi frá skól-
anum. Á meðan fékk hann fjar-
kennslu í gegnum gagnvirka tölvu.
Við gátum þá spjallað við hann,
teiknað og skrifast á. Oft setti ég
myndavélina út í glugga í frímín-
útum því Hjört langaði til að sjá
það sem var að gerast á skólalóð-
inni, ekki síst fótboltann, sem hann
dáði svo mjög.
Ógleymanlegt er þegar Hjörtur
var lestrarstjóri í gegnum tölvuna,
en lestrarstjórar þurftu að und-
irbúa sig betur en aðrir og stjórna
lestrinum þann daginn, leiðrétta,
hlusta á framsetningu, gera at-
hugasemdir o.þ.h. Við settum skjá-
inn á borðið hans Hjartar og
beindum tökuvélinni að bekknum.
Síðan stjórnaði Hjörtur lestrinum,
hvort sem hann var á spítala í Sví-
þjóð eða Reykjavík.
Hafi Foreldrafélag langveikra
barna og Fræðsluskrifstofa
Reykjavíkur þökk fyrir þennan
tölvufjarbúnað, sem skiptir sköp-
um við slíkar aðstæður.
Hjörtur var alla tíð fylginn sér
og staðfastur og komst það sem
hann ætlaði sér. Hann var mikill
sælkeri og dag nokkurn í 5. bekk
var sælgætisgerð á dagskrá. Hjört-
ur vissi af þessu og hafði hlakkað
til í margar vikur. Hann hafði farið
í lungnaaðgerð nokkrum dögum
fyrr, svo ekki var reiknað með að
hann gæti mætt. Varla var tíminn
byrjaður, þegar bankað var og inn
kom Hjörtur. Hann ætlaði sko ekki
að missa af þessu. Eftir sælgæt-
isgerðina var hann svo þreyttur að
hann settist hjá mér meðan hinir
voru að ganga frá. Hann leit á mig
með stríðnisbros á vör og sagði:
„Bjarni, þú ruglaðist á matskeiðum
og bollum þegar við mældum
súkkulaðið.“ Ég svaraði: „Þess
vegna er þetta svona gott á bragð-
ið.“ Við litum hvor á annan og
skellihlógum.
Ég kveð vin minn og nemanda
með söknuði en jafnframt með
innilegu þakklæti fyrir samfylgd-
ina og það sem hann kenndi mér á
okkar stuttu leið. Fjölskyldu hans
votta ég mína hjartans samúð.
Megi góður Guð styrkja þau og
blessa. Minning um góðan dreng
lifir.
Margs er að minnast.
Man ég þig glaðan
dreng í dagsins önnum,
skilnings skarpan
og skyldurækinn
í námi og ljúfum leikjum.
Mun ég þess ávallt
minnast hve varstu
heill í öllum háttum,
lyndisþýður,
ljúfur í máli
með – broshýrt blik í augum.
(Jón Þórðarson frá Borgarholti.)
Þinn kennari
Bjarni Harðarson.
Ég vonaðist til þess
að ég þyrfti ekki að
standa við loforðið
sem ég gaf fyrir
mörgum árum. En nú verður það
ekki umflúið því að mín ástkæra
vinkona er látin. Við Adda unnum
ARNBJÖRG
SÆBJÖRNSDÓTTIR
✝ Arnbjörg Sæ-björnsdóttir
fæddist í Nýjabæ í
Bakkafirði í N-Múla-
sýslu 10. júní 1929.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
20. febrúar síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Keflavíkurkirkju 27.
febrúar síðastliðinn.
mikið saman hér á ár-
um áður í fiskvinnu,
oft vorum við bara tvö
við vinnu og þá rædd-
um við um heima og
geima. Einhverju
sinni vorum við að
ræða um dauðann sem
Adda mín hafði fengið
að kynnast heldur
betur. Við ræddum
um minningargreinar
og hvernig þær væru
skrifaðar og hvað allir
væru hafnir upp til
skýja og það var þá
sem við Adda gerðum
samkomulag um að skrifa minning-
argrein um það okkar sem færi á
undan og draga ekkert undan um
kosti og gallana þá helst. Eftir að
ég fékk þessa harmafregn að Adda
mín hefði látið í minni pokann fyrir
þeim sjúkdómi sem hún hafði bar-
ist hetjulega við hef ég hugsað
mikið um hvernig ég ætti að
standa við orð mín, því að ekki
hvarflar að mér að svíkja þessa
ástkæru vinkonu mína.
Það er alveg sama hvernig ég
hugsa og hugsa, ég get ekki með
nokkru móti staðið við orð mín. Ég
bara finn ekkert í minningunni
sem hallað getur á þessa fyrir-
myndarmanneskju sem hún Adda
var, svo hlý, blíð, umhyggjusöm og
í alla staði mögnuð. Hún vildi alltaf
allt fyrir alla gera og ekki var
manni í kot vísað þegar maður
kom í kaffi til hennar, alltaf hlaðið
af kleinum og nammi fyrir krakk-
ana.
Ég kveð þennan gullmola með
vinsemd og söknuði. Það skarð
sem nú er rofið í hjarta mitt verð-
ur seint að gróa. Ég og fjölskylda
mín sendum öllum aðstandum inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi guð
fylgja ykkur í sorg ykkar því miss-
ir ykkar er mikill. Ég vil kveðja
þig, elsku Adda mín, með kærri
þökk fyrir að fá að kynnast þér.
Við sjáumst seinna og þá fáum við
okkur malt og rúnt um bæinn og
skoðum gardínur saman.
Karl Einar Óskarsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari
upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd – eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
&'
)
)
)#=+&
7 $ .'>
011 4"9
0
6
-)
!
+ $#%%
7
0
-
1
,-,
6
-)
3 %
% ' '.' !"
5!' !" ) &' %
#* !" .'" 2' %
% *
8)
)
&8#7
7 41 4'9 42
2 4'9
2824.99?/"@.%
*
+
!
-
6*6 ) -
7! 9 ,
4' * !" 5 '0 %
.' %'0 *
&'
+#7#-A
9
90 4" 9:
'01.21
( /)0
*
+% 7 " % !"
2 " !" 9 ! ( 1 %
) 0!2 " !" = %
#2 " % " ) B< !"
" !" (' %
" " % 2 & !"
% *
: '
(#, 5&)
5C#- A
% ;:
&1 '0
0
;6
!
+ $++%
0 <0
" !2 ($9 !"
5 2($9 !"
#") ($9 % ) 0% .! !"
($9 ($9 % 7 !"
#"!2 2#" ' !" %
% *