Morgunblaðið - 01.05.2002, Side 58
58 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Flúðir
Flúðaskóli og leikskólinn Undraland,
Hrunamannahreppi, auglýsa eftir kennur-
um og leikskólakennurum næsta skólaár.
Hrunamannahreppur er ört vaxandi sveitarfé-
lag í uppsveitum Árnessýslu. Hér búa um 700
íbúar, þar af um 300 í þorpinu á Flúðum, sem
er gróinn og veðursæll staður um 100 km frá
Reykjavík. Hér er öflugt félagslíf, öll nauðsyn-
leg þjónusta innan seilingar og mikil gróska
á öllum sviðum mannlífsins.
Í Flúðaskóla eru 170 nemendur í 1.—10. bekk.
Skólinn er einsetinn og með enga samkennslu
árganga. Skólabílar aka daglega með nemend-
ur til og frá skóla og hér fá allir heitan hádegis-
verð í skólamötuneyti. Kennarar hafa mjög
góða vinnuaðstöðu á nýrri kennarastofu, nýtt
tölvukerfi var tekið í notkun í vetur og kennara-
hópurinn er fyrsta flokks. Öflugt faglegt starf
fer hér fram í samræmi við kjörorð skólans:
VIRÐING — VITNESKJA
Meðal kennslugreina eru: Textílmennt, almenn
bekkjarkennsla, upplýsingatækni, raungreinar
og stærðfræði á unglingastigi. Einnig valgreinar
á unglingastigi í handmennta- og tæknigreinum.
Leikskólinn Undraland leggur áherslu á gæði
í samskiptum, skapandi starf í anda Reggio
Emilia stefnunnar og mikla hreyfingu. Þema-
hringur og heilsubók barnins eru höfð að leið-
arljósi.
Leikskólinn er í hraðri þróun frá því að vera
einnar deildar leikskóli með um 60 börn, í stór-
an þriggja deilda leikskóla og ljóst að framund-
an er mikil og skemmtileg vinna.
Umsóknarfrestur er til 6. maí 2002.
Umsækjendur hafi samband við skólastjóra,
Valgarð L. Jónsson, símar 486 6435/486 1514,
leikskólastjóra, Hönnu M. Harðardóttur, símar
486 6543/486 6603 eða formann skólanefndar,
Þorleif Jóhannesson, sími 486 6714.
Hríseyjarhreppur
Kennara vantar!
Kennara vantar við Grunnskólann í Hrísey
næsta skólaár. Skólinn er einsetinn í nýlegu
skólahúsnæði (byggt 1986). Aðstaða er góð
og skólinn er vel búinn tækjum, s.s. nýlegum
tölvum. Nemendur verða 40 á næsta skólaári
í 1. til 10. bekk. Kennsla byggir á samkennslu
árganga.
Við bjóðum góð kjör og frábæra aðstöðu í sér-
stæðu umhverfi
● Fáir nemendur í bekk.
● Agavandamál engin, gott samstarf við for-
eldra.
● Tölvur í öllum kennslustofum.
● Húsnæðisfríðindi.
● Flutningsstyrkur.
● Góður leikskóli, heilsugæsla og sundlaug.
● Stutt til Akureyrar (30 mín. akstur).
● Góðar samgöngur, ný ferja (8—10 ferðir á
dag).
● Ódýr hitaveita.
● Frábær náttúra; að búa í Hrísey er lífsstíll.
Undir sama þaki er leikskóli í samvinnu og fag-
legu samstarfi við grunnskólann, sem skapar
samfellu milli skólastiga. Skóla-, ráðgjafar- og
félagsþjónusta er í samstarfi við Dalvíkurbyggð
og Ólafsfjarðarbæ. Skólamálafulltrúi svæðisins,
Óskar Þór Sigurbjörnsson, oskarth@ismennt.is,
veitir upplýsingar um stöðurnar í símum
466 2736, 893 6257 og hs. 466 2357. Einnig veitir
Rut Indriðadóttir, hrisey@centrum.is, skólastjóri
grunnskólans, upplýsingar í síma 466 1763.
Umsóknarfrestur er til 10. maí nk.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi við
Suðurlandsbraut
Til leigu nokkur góð skrifstofuherbergi með
aðgangi að kaffistofu. Upplýsingar gefur Þór
í síma 553 8640 og 899 3760.
Vinnustofur — stúdíó —
Múlahverfi
Gott húsnæði er til leigu, ca 150 fermetrar. Hátt
til lofts, vítt til veggja. Góðar tölvulagnir og
stokkar. Hægt að aka inn, ef vill. Góð aðkeyrsla,
malbikað plan. Hentar vel fyrir snyrtilegan
iðnað, t.d. prentiðnað, ljósmyndastofur, teikni-
stofur eða stúdíó. Laust nú þegar.
Frekari upplýsingar veitir Sigmundur Hannes-
son hrl., sími 595 4545 eða 892 4455.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Héraðsfundur
Reykjavíkurprófastsdæmis vestra
verður haldinn í Safnaðarheimili Dómkirkjunn-
ar miðvikudaginn 15. maí kl. 18.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Prófastur.
Hótel- og umhverfismál
Norræna Umhverfismerkið gengst fyrir
málstofu og kynningarfundi um hótel- og
umhverfismál fimmtudaginn 2. maí
kl.13.30-16.30 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá:
13.30 Setning og fundarstjórn: Magnús
Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverf-
isráðuneytisins.
13.31 Ávarp: Siv Friðleifsdóttir, umhverfis-
ráðherra.
13.45 Er stunduð umhverfisvæn hótelþjónusta
á Íslandi? Hróðmar Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Eldhesta hf., og Ingibjörg
Ólafsdóttir, hótelstjóri á Radisson SAS
Hótel Íslandi. Jouko Parviainen, um-
hverfisráðgjafi, fjallar um
„Environmental performance“.
14.15 Norræna Umhverfismerkið. Sigrún Guð-
mundsdóttir, starfsmaður Umhverfis-
merkjaráðs Íslands, kynnir Norræna Um-
hverfismerkið almennt. Marie Fahlin,
verkefnisstjóri hjá Umhverfismerkisskrif-
stofu Svíþjóðar, kynnir nýjar endur-
skoðaðar viðmiðunarreglur fyrir hótel.
14.45 Kaffihlé.
15.10 Reynsla af umhverfismerkingu hótela.
Jan-Peter Bergkvist, umhverfisstjóri
Hilton International/Scandic AB, og Claes
Västerteg meðeigandi sænsks sveita-
hótels, segja frá.
15.45 Pallborðsumræður og fyrirspurnir verða
í höndum fundarstjóra og fyrirlesara.
16.30 Fundi slitið.
Erindi verða flutt á ensku en aðgangur er
ókeypis.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Gerðahreppur
Framboðsfrestur til sveitarstjórnakosninga í
Gerðahreppi rennur út kl. 12 á hádegi laugar-
daginn 4. maí nk.
Þann dag milli kl. 11 og 12 veitir kjörstjórn við-
töku framboðslistum á skrifstofu Gerðahrepps.
Kjörstjórnin í Gerðahreppi,
Matthildur Ingvarsdóttir,
Brynja Kristjánsdóttir,
Guðrún Eyvindsdóttir.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Hafnarfjörður
Matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynn-
ist hér með, að þeim ber að greiða leiguna
í síðasta lagi 8. maí nk., eftir það má búast við
að garðarnir verði leigðir öðrum.
TILKYNNINGAR
Glæsileg drossía
Glæsilegur Ford, árgerð 1930, 4ra dyra, til sölu
af sérstökum ástæðum.
Upplýsingar í síma 898 8577.
BÍLAR