Morgunblaðið - 01.05.2002, Síða 60
HESTAR
60 MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Úrslit
MR-mót Fáks haldið
í Reiðhöllinni í Víðidal
Tölt/börn
1. Vigdís Matthíasdóttir, Fáki, Gyðja frá
Syðra-Fjalli, 6,02
2. Valdimar Bergstað, Fáki, Sólon, 5,83
3. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, Hjörtur
frá Hjarðarhaga, 5,73
4. Teitur Árnason, Fáki, Roði
frá Finnastöðum, 5,39
5. Ásmundur E. Snorrason,
Fáki, Hrefna, 5,17
Unglingar
1. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði, Snót
frá Akureyri, 5,93
2. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, Díana
frá Enni, 5,63
3. Auður S. Ólafsdóttir, Mána, Sóllilja
frá Feti, 5,60
4. Eyvindur H. Gunnarsson, Fáki, Frami
frá Auðsholtshjáleigu, 5,53
5. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi, Kjarni
frá Flögu, 5,38
Ungmenni
1. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, Stika
frá Kirkjubæ, 5,73
2. Hera Hannesdóttir, Andvara, Galdur, 5,48
3. Signý Á. Guðmundsdóttir, Fáki, Skrugga
frá Sólvöllum, 5,33
4. Harpa Kristinsdóttir, Fáki, Fiðla, 4,69
Fjórgangur/börn
1. Sara Sigurbjörnsdóttir, Fáki, Hjörtur
frá Hjarðarhaga, 6,27
2. Valdimar Bergstað, Fáki, Haukur
frá Akurgerði, 6,03
3. Vigdís Matthíasdóttir, Fáki,
Gyðja frá Syðra-Fjalli, 5,72
4. Teitur Árnason, Fáki,
Roði frá Finnastöðum, 5,51
5. Ásmundur E. Snorrason, Hrafn, 5,42
6. Rúna Helgadóttir, Reykur, 4,86
Unglingar
1. Elín H. Sigurðardóttir, Geysi,
Kjarni frá Flögu, 5,64
2. Auður S. Ólafsdóttir, Mána,
Sóllilja frá Feti, 5,57
3. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla,
Díana frá Enni, 5,56
4. Eyvindur H. Gunnarsson, Fáki,
Frami frá Auðsholtshjáleigu, 5,41
5. Unnur G. Ásgeirsdóttir,
Fáki, Rúdolf frá Ási, 5,38
Ungmenni
1. Elva B. Margeirsdóttir, Mána,
Stika frá Kirkjubæ, 5,80
2. Hrefna M. Ómarsdóttir, Fáki, 5,71
3. Hera Hannesdóttir, Galdur, 5,45
4. Harpa Kristinsdóttir, Fiðla
frá Sælukoti, 4,63
Fimmgangur/ungmenni
1. Halldóra S. Guðlaugsdóttir, Herði,
Hlátur, 5,39
2. Þóra Matthíasdóttir, Fáki,
Gosi frá Auðsholtshjáleigu, 5,01
3. Sóley Margeirsdóttir, Prúður, 4,92
4. Elva B. Margeirsdóttir, Mána, Erpur, 4,23
Pollar/tvígangur
1. Edda H. Hinriksdóttir, Fáki,
Glóblesi frá Kýrholti, 5,64
2. Sigurbjörn Sigurbjörnsson, Fáki,
Davíð frá Oddhóli, 5,58
3. Ragnar Tómasson, Fáki,
Óðinn frá Gufunesi, 5,46
4. Ragnar B. Sveinsson, Fáki,
Tralli frá Kjartansstöðum, 5,30
5. Arnór Hauksson, Fáki, Númi, 5,11
Tölt
1. Ragnar Tómasson, Fáki,
Fönix frá Tjarnalandi, 5,80
2. Sigurbjörn Sigurbjörnsson, Fáki,
Davíð frá Oddhóli, 5,42
3. Agnes H. Árnadóttir,
Öðlingur frá Stóra-Hofi, 5,34
4. Edda H. Hinriksdóttir, Fáki,
MIKIÐ verður um dýrðir hjáhestamönnum sunnan-lands um helgina þar sem
boðið verður upp á tvær reiðhall-
arsýningar. Á föstudag og laugar-
dag verður stórsýning hestamanna
í Reiðhöllinni í Víðidal sem er liður
í 80 ára afmæli hestamannafélags-
ins Fáks. Í Ölfushöllinni á Ingólfs-
hvoli verður ein sýning á laugar-
dagskvöldið sem Hrossaræktar-
samtök Suðurlands standa að.
Tilurð tveggja sýninga sama kvöld-
ið má rekja til ósættis þessara aðila
en fram til þessa hafa þessir aðilar
staðið saman að sýningum þessa
helgi. Í tilefni afmælis Fáks vildu
Fáksmenn standa einir að sýningu
þetta árið en Sunnlendingar brugð-
ust við með sýningu í Ölfushöllinni.
Í fréttatilkynningu frá sýningar-
stjóra Fákssýningarinnar Huldu
Gústafsdóttur segir að boðið verði
upp á stórglæsilega sýningu þar
sem ýmissa grasa kennir. 140
hross og 100 knapar muni koma
þar fram og megi þar nefna rækt-
unarbússýningar af Suðurlandi, úr
Skagafirði og frá ræktunarbúum
Fáksmanna. Þá verður Félag
tamningmanna með fagsýningu og
getið er tveggja atriða sem kall-
aðar eru töltslaufur Ragga Pet. og
er þá vísast átt við Ragnar Pet-
ersen en hitt atriðið kallast „Láttu
Hólminn heilla þig“. Þar koma
fram nokkrir kunnir hestamenn
sem eiga rætur að rekja til Stykk-
ishólms og munu fara léttan um
hinn víða völl reiðhallarinnar. Af
stóðhestakosti sýningarinnar má
nefna Suðra frá Holtsmúla, Hegra
frá Glæsibæ, Prins frá Úlfljóts-
vatni og Töfra frá Selfossi. Lands-
mótssigurvegararnir og hálfbræð-
urnir Omur frá Dallandi og
Markús frá Langholtsparti munu
spóka sig um salinn og Íslands-
meistararnir í tölti árið 2000,
Hringur frá Húsey og Sveinn
Ragnarsson, koma fram eftir árs
frí frá sviðsljósinu. Benedikt Erl-
ingsson leikari mun sýna hesta-
mennskuna frá sínu sjónarhorni
sem gæti orðið fróðlegt að sjá.
Áætlað er að sýningin muni taka
einn og hálfan tíma að viðlögðu 20
mínútna hléi þar sem verða boðnir
upp á vegum landsliðsnefndar fola-
tollar hjá þekktum stóðhestum og
rennur ágóðinn af því til landsliðs í
hestaíþróttum. Eins og áður sagði
verður boðið upp á tvær sýningar,
á föstudagssýninguna kostar krón-
ur 2.000 en laugardagssýninguna
krónur 2.500.
Sýningin í Ölfushöllinni verður
ekki með hefðbundnu sniði að sögn
Steindórs Guðmundssonar sýning-
arstjóra. Sagði hann að ekki yrði
um neina „generalprufu“ að ræða
heldur yrðu það góð hross fyrst og
fremst sem bæru uppi sýninguna.
„Megintilgangur sýningarinnar er
að sýna þverskurð af ræktunar-
starfinu á Suðurlandi. Ég held það
sé nægjanlegt svigrúm fyrir tvær
sýningar á laugardagskvöldinu.
Venjan hefur verið sú að uppselt er
á laugardagssýninguna í Reiðhöll-
inni í Víðidal og seljum einvörð-
ungu að selja 500 miða. Þetta er
spurning um hvort hægt sé að laða
að 1.500 áhugmenn um góða hesta.
Þá þykir mér ekkert ólíklegt að til-
koma sýningarinnar í Ölfushöllinni
verði til þess að örva aðsókn á
föstudagssýninguna hjá Fáki því
þeir sem vilja sjá báðar sýning-
arnar fari á föstudag í Víðidalinn
og laugardaginn í Ölfushöllina,“
sagði Steindór.
Af væntanlegum atriðum sagði
hann að hápunkturinn yrði niðja-
sýning Ternu frá Kirkjubæ og þar
kæmi fram í fyrsta skipti síðan á
landsmótinu í Reykjavík sonur
hennar Töfri frá Kjartansstöðum.
Eina æfða atriði sýningarinnar
verður munsturreið unglinga úr
Geysi í Rangárvallasýslu sem
hefðu komið fram á Æskan og
hesturinn frá því vetur. Þá væru af
þeirri sýningu tvö önnur atriði þar
sem Daníel Ingi Smárason sýndi
samspil manns hunds og hest og
Kristinn Hákonarson leggði hest
til hvílu. Þá kæmu þarna valinkunn
gæðings- og kynbótahross af Suð-
urlandi. Rjóminn af því besta úr
Gunnarsholti fyrr um daginn kæmi
þarna fram og þar á meðal af-
kvæmasýning ungra stóðhesta sem
ekki hefðu enn hlotið opinberan
dóm samkvæmt kynbótamati fyrir
afkvæmi.
Aðgangseyrir í Ölfushöllina
verður krónur 1.500 og frítt fyrir
börn 12 ára og yngri að sögn Stein-
dórs.
Reiðhallarsýningar í Víðidal og Ingólfshvoli um helgina
Landsmótssigurvegarar
mæta á Víðidalssýninguna
Sigurvegarar í B-flokki á landsmótinu í Reykjavík, Markús frá Langholts-
parti og Sigurbjörn Bárðarson, munu gleðja gesti Fáks á laugardag ásamt
sigurvegurum í A-flokki, Ormi frá Dallandi og Atla Guðmundssyni.
Morgunblaðið/Vakri
Boðið verður upp á munsturreið á báðum reiðhallarsýningum þar sem ungir knapar verða í aðalhlutverki.
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI