Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 6

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Ítalíuferð í öðru veldi FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 „Ferð okkar, LISTATÖFRAR ÍTALÍU með Heimsklúbbi Ingólfs í fyrra, breytti öllu gildismati okkar um ferðalög. Konan valdi ferðina vegna áhuga á listum, sem höfðuðu ekkert sérstaklega til mín í upphafi, en nú veit ég betur. Á mörgum ferðum hefur ekk- ert ferðalag komið mér meir á óvart, við bókstaflega drukkum í okkur hvert andartak í hrifningarvímu. Svona ferð á erindi við alla, en margir gera sér ekki fyrirfram grein fyrir, hvaða forrétt- indi hún býður.” Helgi Guðmundsson og Ingveldur Jónsdóttir. Þú sérð varla aðra eins listfjársjóði og fegurð annars staðar Við Gardavatn SANNKÖLLUÐ LISTAVEISLA: VERONA, MILANO, PARMA, PISA, FLÓRENS, SIENA, BOLOGNA, PADUA, FENEYJAR, TRIESTE, VERONA. Lúxusvagn á fegurstu leiðum, 4-5* hótel m. morg- unv., fegurstu söfn og byggingar - fararstjórn Ingólfs. Ferð með ævarandi gildi Síðustu sætin VERJANDI Ásbjarnar Levís Grét- arssonar sem hefur játað að hafa myrt mann í íbúð sinni, krafðist þess að Ásbjörn yrði sýknaður af ákæru um manndráp enda væri hann ósak- hæfur sökum geðveiki. Vísaði hann í álit geðlæknis sem hefði komist að þeirri niðurstöðu að Ásbjörn væri og hefði lengi verið algerlega ósakhæf- ur vegna alvarlegra geðraskana og ranghugmynda. Taldi geðlæknirinn að fangelsisrefsing myndi ekki bera nokkurn árangur. Ásbjörn Leví varð manni að bana í kjallaraíbúð sinni við Bakkasel í Reykjavík aðfaranótt 27. október sl. Fyrir dómi í gær lýsti Ásbjörn því að hann hefði hitt manninn á bar en þeir hefðu síðan ákveðið að fara heim til Ásbjarnar til að reykja saman hass og skoða bækur. Þegar heim var komið hefði maðurinn sýnt honum kynferðislega tilburði, faðmað hann og síðan strokið honum um neðan- verðan kviðinn. Ásbjörn sagðist hafa brugðist harkalega við, hrint mann- inum á gólfið og síðan náð í stóran eldhúshníf. Hann hefði síðan stungið manninn í bak og brjóstkassa og loks skorið hann á háls. Við krufningu fundust 8 stungusár, hið dýpsta 14 sentimetrar, og 9 skurðsár voru á hálsi. Ásbjörn sagðist hafa gert sér grein fyrir því að maðurinn myndi ekki lifa þetta af og því ákveðið „að stytta dauðateygjurnar“. Hann náði því í hafnaboltakylfu og barði mann- inn sem reyndi að verjast. Um 10 áverkar eftir högg fundust á höfði hans. Þegar Ásbjörn sá að maðurinn andaði enn, náði hann í plastpoka og lagði fyrir vit mannsins. Fannst hann vera annar maður Aðspurður um ástæður sagði Ás- björn að sér hefði fundist maðurinn vera annar maður sem hefði misnot- að sig í æsku. Um leið og maðurinn hefði snert sig hefði hann viljað drepa hann og lýsti Ásbjörn því þannig að það hefði verið „eins og djöfullinn væri í mér“. Að þessu loknu dró Ásbjörn líkið út úr íbúð sinni og yfir í garð í ná- grenninu. Blóð lak úr líkinu og var blóðslóðin frá íbúðinni og yfir í garð- inn rúmlega 80 metra löng. Þegar lögregla handtók Ásbjörn stuttu síð- ar var hann byrjaður að þrífa blóðið af gólfinu, hnífnum og kylfunni. Verjandi Ásbjarnar, Björn L. Bergs- son hrl. sagði að verk Ásbjarnar hefðu stjórnast af geðveiki hans og ranghugmyndum. Fórnarlamb hans, sem hefði misskilið heimboð Ás- bjarnar, hefði ekkert gert til að stuðla að árás, hann hefði í mesta lagi getað búist við styggðaryrðum frá Ásbirni. Þess í stað hefði Ásbjörn ráðist á hann af miklum ofsa og ráðið honum bana. Kynferðisbrot sem Ás- björn hefði orðið fyrir hefði aukið veikindin, hann hefði í raun talið sig vera að ráðast að brotamanninum. Ragnheiður Harðardóttir, sak- sóknari, sagði að atlagan hefði verið langdregin og hrottfengin. Árásin hefði tekið dágóða stund og Ásbjörn hefði fyrst beitt hníf en síðan náð í hafnaboltakylfun inn í annað her- bergi. Loks hefði hann sett plast- poka fyrir vit mannsins og síðan reynt að kyrkja hann. Eftir það hefði Ásbjörn flutt líkið á brott og verið byrjaður að þrífa íbúðina þegar lög- regla handtók hann. „Eru þetta að- gerðir manns sem er með öllu ófær um að stjórna gerðum sínum?“ spurði Ragnheiður og sagði að því yrði dómurinn að svara. Verjandi sakbornings segir hann vera ósakhæfan Hrottafengin og langvinn atlaga Fundust eftir villur í þoku FIMM starfsmenn sveitarfélagsins Húnaþings vestra villtust í þoku á Holtavörðuheiði seint á laugardags- kvöld og fengu aðstoð björgunar- sveita á leið sinni til byggða. Mennirnir voru að flytja gamla sæluhúsið á Holtavörðuheiði niður í nágrenni Hrútatungu þar sem það á að verða gangnamannakofi. Um mið- nætti þegar mennirnir voru á leið til byggða lentu þeir í svartaþoku og villtust. Þeir kölluðu eftir aðstoð og fóru 18 björgunarsveitamenn frá Hvammstanga og Laugarbakka á 2 jeppum og 5 vélsleðum af stað og fundu mennina milli kl 2 og 3 aðfara- nótt sunnudags. Ekkert amaði að þeim. Í leitinni tóku þátt liðsmenn Björgunarsveitar Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, Káraborg frá Hvammstanga og Flugbjörgunar- sveitar Vestur-Húnavatnssýslu. Starfsmenn sveitarfélagsins voru á jeppa, dráttarvél, ýtu og gröfu og er til skoðunar hjá lögreglunni á Hólma- vík hvort þeir hafi unnið landspjöll með akstri sínum. Lögreglan skoðar málið í samráði við landeigendur sem eru a.m.k. tveir á umræddu svæði. Engin kæra hefur verið lögð fram. FORSVARSMENN framboðslista Bæjarmálafélagsins Hnjúka á Blönduósi hafa lagt fram stjórn- sýslukæru til félagsmálaráðu- neytisins vegna þess að yfirkjör- stjórn Blönduósbæjar og Engi- hlíðarhrepps hefur ákveðið að taka listann ekki gildan í komandi sveitarstjórnarkosningum. Að sögn Gunnars Sig. Sigurðssonar, formanns yfirkjörstjórnar, var framboðslistinn ekki tekinn gildur sökum þess að hann barst eftir að auglýstur frestur til að skila fram- boðslistum til yfirkjörstjórnar rann út en það var kl. 12 á hádegi, laugardaginn 4. maí. Forsvarsmenn Hnjúka eru ósáttir við þessa niðurstöðu og benda m.a. á að listanum hafi verið skilað til yfirkjörstjórnar aðeins ellefu mínútum eftir auglýstan framboðsfrest. „Öllum mátti vera ljóst að við ætluðum að bjóða fram,“ segir Björgvin Þór Þór- hallsson, sem skipar þriðja sæti framboðslistans. „Kjósendur eiga rétt á að velja sér þá forystumenn til stjórnunar sem þeir kjósa. Smá- vægilegur galli á framlagningu framboðslista á ekki að koma í veg fyrir að þessi lýðræðislegi réttur sé virtur,“ segir ennfremur í yf- irlýsingu frá Bæjarmálafélaginu Hnjúkum. Úrskurðar ráðuneytisins er að vænta í dag Björgvin Þór segir að vænta megi úrskurðar frá félagsmála- ráðuneytinu í hádegi í dag. Verði úrskurðurinn ekki framboðslistan- um í hag hyggjast forsvarsmenn hans fara dómstólaleiðina og óska þar eftir flýtimeðferð. Bæjarmálafélagið Hnjúkar var stofnað fyrir um það bil fjórum ár- um og í síðustu bæjarstjórnar- kosningum fékk það tvo menn kjörna af sjö fulltrúum í bæjar- stjórn. Aðrir listar sem bjóða fram í Blönduósbæ að þessu sinni eru D-listi sjálfstæðismanna og H-listi vinstrimanna og óháðra. Spurður að því hvers vegna framboðslistanum hafi verið skilað eftir auglýstan framboðsfrest segir Björgvin Þór: „Þetta var bara gleymska. Við vorum að opna kosningaskrifstofuna okkar kl. 11 á laugardaginn og höfðum auglýst það nokkru áður. Í millitíðinni auglýsti yfirkjörstjórnin að hún myndi taka á móti framboðum þann daginn milli kl. 11 og 12.“ Björgvin Þór segir að fulltrúar framboðslistans hafi verið að kynna málefnin á laugardaginn þegar þeir svö vöknuðu upp við það að framboðsfresturinn var runninn út. „Okkur tóks þó að af- henda listann til kjörstjórnarinnar ellefu mínútum yfir tólf.“ Yfirkjör- stjórn fundaði hins vegar á sunnu- daginn og ákvað að hún myndi ekki taka listann gildan, eins og fyrr sagði, sökum þess að hann hefði borist kjörstjórninni eftir auglýstan framboðsfrest. Björgvin Þór segir að þeir sem standi að framboðslistanum Hnjúkum telji að tíminn til að skila inn framboðum hafi verið of naumur. Auk þess hafi öllum átt að vera ljóst að Hnjúkar hyggðust bjóða fram enda hafi félagið verið til í fjögur ár. Björgvin Þór segir ennfremur að tilgangur reglna um skilafrest hljóti að snúast um það að lýðræðinu sé framfylgt en þeg- ar menn láti ellefu mínútur skipta sköpum þá séu umræddar reglur farna að virka í hina áttina. Þá bendir hann á að verði framboð Hnjúka ekki samþykkt muni þeir flokkar einir sem mynda meiri- hluta í bæjarstjórn bjóða fram lista, þ.e. D-listinn og H-listinn. Forsvarsmenn Hnjúka komu ellefu mínútum of seint með framboðslistann Ósáttir við að listinn skuli ekki tekinn gildur Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gunnar Sig. Sigurðsson, formaður yfirkjörstjórnar, les upp úrskurð stjórnarinnar á sunnudagskvöld. Við hlið hans situr Ragnar Ingi Tómasson og þá Haukur Ásgeirsson. Hann greiddi atkvæði gegn úrskurðinum. FRAMBOÐSFRESTUR var fram- lengdur til hádegis í gær í ellefu sveit- arfélögum þar sem aðeins hafði borist einn framboðslisti fyrir lok almenns frests á laugardag. Annar listi kom fram í fjórum sveitarfélögum fyrir há- degi í gær en ekkert framboð í hinum sjö þannig að þar verður sjálfkjörið í kosningunum 25. maí næstkomandi. Á vef félagsmálaráðuneytisins kemur fram að sjálfkjörið verði í Aðaldæla- hreppi, Borgarfjarðarsveit, Breið- dalshreppi, Höfðahreppi, Hörgár- byggð, Raufarhafnarhreppi og Tjör- neshreppi. Einnig kemur fram að kosning verður óbundin í 39 sveitar- félögum þar sem engir framboðslistar komu fram. Verða allir kjósendur því í kjöri í þeim sveitarfélögum. Sjálfkjörið í sjö sveitar- félögum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.