Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Leikstjóri R-listans og handritshöfundur Perlusölunnar er með ýmsar hugmyndir um bitlinga til að freista kaupenda, svo sem að lóð undir hótel fylgi og fleira í þeim dúr. Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd á sunnudagskvöld um klukk- an 20 eftir að eldur kviknaði í poppkornsvél í Smárabíói. Mikinn reyk lagði inn í bíósali og Vetr- argarðinn í enda hússins. Slökkvi- lið höfuðborgarsvæðisins kom strax á vettvang og var húsið rýmt samkvæmt viðbúnaðaráætlun. Engan sakaði sem í bíóinu var en að sögn varðstjórans mátti ekki miklu muna þar sem reykurinn var mikill og hætta á að fólk sem þar var inni fengi reykeitrun. Um eitt þúsund gestir voru staddir í Smáralind þegar byggingin var rýmd. Eldurinn náði inn í loftræsti- stokk ofan við poppvélina og logaði þar í feiti. Tókst að slökkva eldinn með handslökkvitækjum Talið er hugsanlegt að galli í vélinni hafi orðið þess valdandi að eldurinn kviknaði. Bíógestir, sem urðu frá að hverfa, geta fengið endurgreitt gegn framvísun að- göngumiða. Engin veruleg hætta á ferðum Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, sagði við Morgunblaðið, að vel hafi gengið að rýma bygginguna. Eng- in veruleg hætta hafi verið á ferð- um og skemmdir óverulegar þegar eldur kom upp í lokuðu rými, en byggingin var engu að síður rýmd á fimm mínútum. „Húsinu var lok- að um áttaleytið og bíógestum, sem biðu fyrir utan, var tilkynnt um 15 mínútum síðar að persónu- legir munir, sem skildir voru eftir í bíósölum, yrðu varðveittir. Þeir örfáu sem skilið höfðu eftir muni sína í sölum kvikmyndahússins komu klukkan 22 og náðu í þá.“ Pálmi sagði að viðvörunarkerfi hússins, sem væri mikið og flókið, væri í þróun og ekki komið í end- anlegt horf. „Það var byggt á sjálf- virkni sem hefur reynst okkur erf- ið því næmi kerfisins við minnstu truflunum og bilunum er mikil. Niðurstaðan var sú að spila saman handvirkt og sjálfvirkt kerfi, en á það ber að líta að vakt er í húsinu allan sólarhringinn. 110–120 myndavélar, nemar og tölvuboðar eru í húsinu sem fylgst er með frá stjórnstöð þess. Þá er mannleg vöktun í húsinu á vegum örygg- isvarða og annarra. Ennfremur er sólarhringsvakt í Borgartúni sem er í beintengingu við slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Pálmi og benti á að stórt kerfi eins og í Smáralind væri að bregðast við áreiti mörgum sinnum í viku. Þúsund manns yfirgaf Smáralind vegna elds í poppkornsvél Morgunblaðið/Júlíus Eldurinn í poppvélinni var slökktur með handslökkvitækjum og voru skemmdir af hans völdum óverulegar en nokkuð vatnstjón. Stefnt var að því að opna Smárabíó aftur í gær. Litlu mátti muna að fólk fengi reykeitrun Brian Tracy væntanlegur til landsins Greinir kjarn- ann frá hisminu HINAR sívinsæluBrian Tracy-nám-stefnur halda sínu striki hér á landi og nú er enn von á manninum sjálf- um hingað til lands. Árni Sigurðsson og fyrirtæki hans halda úti Brian Tracy-námstefnunum. – Hvenær verður næsta Brian Tracy-námstefna? „Hún verður haldin í Háskólabíói helgina 2.–3. nóvember nk. Þetta verð- ur fjórða heimsókn Brians til Íslands. Nú verður hann með glænýtt efni, Success Mastery 2: Achieving Personal and Corporate Excellence þar sem hann hefur aðlagað efni að íslenskum aðstæð- um. Námstefnan er frá- bær fyrir þá sem aldrei hafa séð Brian og jafnframt tilvalin upp- rifjun, frískun og framhald fyrir þá sem hafa þegar séð hann á sviði.“ – Segðu okkur aðeins nánar frá manninum. „Brian Tracy er einn fremsti, færasti og frægasti fyrirlesari heims á sviði stjórnunar, árang- urs, sölu og persónuþróunar. Hann er forstjóri Brian Tracy International í San Diego í Bandaríkjunum. Hann ferðast um það bil 180 daga á ári til að halda námstefnur og fyrirlestra um allan heim auk þess að vera stjórnunarráðgjafi margra stór- fyrirtækja. Brian er höfundur fjölda bóka sem selst hafa í millj- ónatali. Þeirra þekktust er bókin Maximum Achievement sem hef- ur verið þýdd á 20 tungumál þ.á m. á íslensku undir titlinum Hámarksárangur.“ – Hvað hafa þessi námskeið staðið lengi og hvað hafa margir Íslendingar sótt þau? „Námskeið Brians hafa verið kennd á Íslandi í rúm 15 ár. Þeirra þekktast er Phoenix-nám- skeiðið svokallaða sem hundruð Íslendinga hafa sótt. Það er nám- skeið á íslensku, kennt af íslensk- um leiðbeinanda í bland við fyr- irlestra Brians sjálfs af mynd- böndum. Brian kom sjálfur fyrst til Íslands árið 2000. Þriðja og síðasta heimsókn hans var í febr- úar sem leið þar sem 750 manns hlýddu á hann í Háskólabíói. Rúmlega 3.000 Íslendingar, eða 1% þjóðarinnar, hafa séð Brian í eigin persónu. Þess utan hefur hann verið með innanhúss nám- skeið fyrir þekkt fyrirtæki og sinnt ráðgjafarverkefnum.“ – Hvað eru menn að sækja á Brian Tracy-námskeið? „Þátttakendur eru fyrst og fremst að sækja hagnýt ráð og hnitmiðaðar aðferðir sem þeir geta strax farið að beita til að auka árangur sinn í starfi og einkalífi. Brian hefur sérstakt lag á að greina kjarnan frá hisminu og færa fólki nákvæmlega það sem það þarfnast til að ná árangri strax. Hann leggur of- urþunga á að benda fólki á þrautreyndar hagnýtar leiðir sem byggðar eru á traust- um grunni algildra lög- mála.“ – Hvernig er árangur nám- skeiðanna mælanlegur? „Margir sjá árangurinn undir eins, sumir innan sólarhrings. Lykilatriði í því sem Brian kennir er markmiðasetning sem þarf að vera skrifleg og mælanleg. Að- eins 3% fólks hafa skrifað niður markmið sín. Sagt er að hin 97% vinni hjá þeim. Bara við það eitt að vera með skrifleg markmið þá margfaldar fólk líkurnar á að þau náist. Markmið sem geymd eru í kollinum kallast dagdraumar, skrifleg markmið eru áskorun og hvatning til aðgerða sem leiða til árangurs.“ – Koma sumir aftur og aftur? „Sívaxandi hópur fólks áttar sig á því að símenntun er arðbær- asta fjárfesting sem fyrirfinnst. Kannanir sýna að hver króna sem varið er í símenntun skilar öðrum 30 í kassann. Það dýrmætasta sem við eigum er þekking okkar ásamt hæfileikanum til að beita henni. Við nýtum ekki nema brot af hæfileikum okkar og geta okk- ar til að gera betur er nánast tak- markalaus. Það eina sem heldur aftur af okkur eru múrarnir sem við reisum sjálf í kringum okkur. Sölustjóri hjá virtu fyrirtæki í Reykjavík sem sá Brian í fyrstu heimsókn hans, jók söluna um 50% og hækkaði jafnframt í laun- um um 30% þar sem hluti launa hans var árangurstengdur. Hann sá Brian aftur ári síðar og fann þá nýjar lausnir sem leiddu til 40% söluaukningar næstu tólf mánuð- ina þar á eftir og hélt áfram að hækka í launum eða um rúm 20% í viðbót það árið.“ – Hverjir eiga erindi á Brian Tracy-námskeið? „Allir í atvinnulífinu hvort heldur sem þeir eru stjórnendur eða starfsmenn. Það sem Brian kennir tengist bæði verkefnum í vinnu og einkalífi. Hann vitnar í kannanir sem sýna að 85% af hamingju okkar í lífinu séu tilkomin vegna persónulegra sam- banda okkar. Margir halda að fórna verði fjölskyldulífi til að ná starfsframa en það eru reginmis- tök. Þau verkfæri sem Brian fær- ir áheyrendum sínum hjálpa þeim að ná jafnvægi í lífinu. Þátttak- endur ná þannig að leysa úr læð- ingi þá krafta sem leiða til þeirrar veraldlegu velgengni sem þeir sækjast eftir og rækta um leið samband sitt við maka og börn.“ Árni Sigurðsson  Árni Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 17. mars 1967. Stúd- ent frá FB 1987, verkefnastjóri hjá Stjórnunarfélagi Íslands 1988–90. Nam þá alþjóðasam- skipti, viðskipti og stjórnun hjá American University of Paris auk námsdvalar í Bandaríkjun- um, Bretlandi, Þýskalandi, Ísrael og Japan. Var markaðsstjóri „Ís- lands – sækjum það heim“ 1994 og framkvæmdastjóri eigin fyrirtækja frá 1995, en þau eru Vegsauki þekkingarklúbbur, Brian Tracy International á Ís- landi og Stjórnunarfélag Íslands. Símenntun arðbærasta fjárfestingin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.