Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 11

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 11 MORGUNBLAÐINU hefur boðist eftirfarandi yfirlýsing frá Geir H. Haarde fjármálaráðherra: „Vegna fréttar um húsaleigu- bætur og ummæla félagsmálaráð- herra um það efni, sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins og vefútgáfunni, óska ég eftir að taka fram eftirfarandi: Félagsmálaráðherra hefur ekki borið skoðanir Björns Bjarnasonar á rýmkun réttar til húsaleigubóta undir mig, eins og fram kemur í umræddri frétt. Hann getur því ekki fullyrt að ég sé þeim ósam- mála. Félagsmálaráðherra hefur í sam- tali við mig staðfest að hér sé um misskilning að ræða. Að því er efni málsins varðar vil ég taka fram að fjármálaráðuneyt- ið hefur ekki beitt sér sérstaklega fyrir því að auka útgjöld til húsa- leigubóta. Í því efni hefur að sjálf- sögðu verið reynt að gæta aðhalds eins og gagnvart öðrum útgjöldum. Reglur um úthlutun bótanna eru heldur ekki viðfangsefni fjármála- ráðuneytisins nema óbeint, heldur sú heildarfjárhæð sem til mála- flokksins fer. Ég tel sjálfur eðlileg- ast að húsaleigubætur flytjist al- farið til sveitarfélaganna. Þá gætu einstök sveitarfélög ráðið því sjálf hvað þau ganga langt í þessu efni, innan lögboðins heildarramma.“ Geir H. Haarde fjármálaráðherra Húsaleigubætur flytjist al- farið til sveitarfélaganna VINSTRI hægri snú er nafn á nýju framboði til borgarstjórnarkosn- inganna í Reykjavík 25. maí. Í frétt frá samtökunum segir að flokkur- inn sé ungur og óreyndur en hann stefni að því að ná hreinum meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Meðal atriða í stefnuskrá Vinstri hægri snú er að Reykjavík verði paradís andlegrar vellíðunar og fái nafnið Eden norðursins fremur en Sódóma norðursins. „VHS vill byggja upp einstaklinga þannig að þeir hafi með sér gott vegarnesti út í lífið með öflugu skólakerfi og forvörnum. Látum ekki græðgi hins kapítalíska þjóðfélags bitna á uppeldi barna okkar,“ segir m.a. í stefnuskránni. Hér fer á eftir framboðslisti Vinstri hægri snú: 1. Snorri Ásmundsson, formaður og borgarstjóraefni. 2. Hjörtur Gísli Jónsson stöðvar- stjóri. 3. Friðrik Freyr Flosason gull- smiður. 4. Magnús Sigurðarson menning- arráðunautur. 5. Björgvin Guðni Hallgrímsson lásasmiður. 6. Ásgeir Þórarinn Ingvarsson, formaður Félags samkyn- hneigðra stúdenta. 7. Ragnar Kjartansson rokktón- listarmaður. 8. Ásmundur Ásmundsson, stjórn- arformaður Nýlistasafnsins. 9. Sigurður Árni Jósefsson bretta- ofurhugi. 10. Ásgeir Jón Ásgeirsson geim- farahönnuður. 11. Guðmundur Jónas Haraldsson leikari/leikstjóri. 12. Gustavo Marcelo Blanco nemi. 13. Ingirafn Steinarsson hús- vörður. 14. Páll Úlfar Júlíusson vefhönnuð- ur. 15. Torfi G. Yngvason brettamað- ur. 16. Haraldur Davíðsson hársnyrtir. 17. Björn Ófeigsson kvikmynda- gerðarmaður. 18. Geir Borgar Geirson fram- kvæmdastjóri. Vilja gera Reykjavík að Eden norðursins Í YFIRLÝSINGU Húmanistaflokks- ins vegna borgarstjórnarkosning- anna síðar í mánuðinum segir m.a. að flokkurinn vilji að almenningur taki beinan þátt í að móta fjárhagsáætlun borgarinnar, að íbúum verði tryggð ókeypis heilsugæsla og að umhverf- ismál snúist bæði um manneskjur og umhverfi. Stefnuskrá flokksins var kynnt á blaðamannafundi á laugardag og segir í yfirlýsingu frambjóðenda að markmið þeirra með þátttöku í kosningunum sé að leitast við að gera góða borg betri. „Við viljum skapa samfélag fjölbreytileika þar sem fólk af ólíkum uppruna, ólíkri menningu, með ólíkt framlag býr saman við jöfn tækifæri og sömu réttindi.“ Markmiðum sínum hyggst Húm- anistaflokkurinn ná með því að al- menningur taki beinan þátt í að móta fjárhagsáætlun borgarinnar. Gildi það jafnt hvað varðar rekstur ein- stakra þjónustuliða og fjárfestingar á vegum borgarinnar. Leggur flokkur- inn til að hafnar verði tilraunir með beint lýðræði. Þá vill flokkurinn tryggja öllum íbúum ókeypis heilsugæslu án mis- mununar. „Fjármunir sem varið er til heilsugæslu renni ekki til einkafyr- irtækja, ekki til að greiða vexti eða annan bankakostnað. Borgaryfirvöld taki ábyrgð á heilbrigðismálum að því marki sem landsstjórnin bregst skyldum sínum hvað þetta varðar,“ segir í yfirlýsingu flokksins. Húmanistaflokkurinn vill bæta umhverfi Reykvíkinga með því að „breyta þeim lífsstíl og þeim mann- legu samskiptum sem nú tíðkast, sem einkennast af neysluhyggju og sam- keppni“. Varðandi skólamál vill Húm- anistaflokkurinn að borgin tryggi öll- um ókeypis menntun á öllum skólastigum. Einnig í leikskólum og á háskólastigi. „Engu fé skal veitt til þeirra menntastofnana sem krefja nemendur um skólagjöld. Borgin veiti þeim útlendingum sem búsettir eru hér ókeypis íslenskukennslu og fræðslu um íslenskt samfélag.“ Almenningur taki þátt í mótun fjárhagsáætlunar Morgunblaðið/Golli INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur í nógu að snúast þessa dagana enda ekki nema tæpar þrjár vik- ur í kosningar. Hér má sjá hvar hún ber út kosningabækling R-listans í hús í Hlíðunum í Reykjavík í gær. Ber út kosningabæklinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.