Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 29

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 29 KRINGLUNNI • sími 568 4900 LAUGAVEGI 32 • sími 552 3636 Vorvörurnar Mikið úrval komnar Les allar tegundir greiðslukorta sem notuð eru á Íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Tekur einnig Diners og VN kort.NÝTT Helgarleiga / Langtímaleiga SÝNINGUNNI Laxness og leik- listin, sem sett var upp í Iðnó, lauk með sérstakri athöfn 1. maí sl. Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran- söngkona og Valgerður Andrés- dóttir píanóleikari fluttu sönglög eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Hall- dór Laxness, Tinna Gunnlaugs- dóttir flutti einleikinn Ugla og ástin og Þorsteinn Gunnarsson leiklas at- riði úr Dúfnaveislunni ásamt Val- gerði Dan og Jóni Júlíussyni. Ólafur J. Engilbertsson, formaður Sam- taka um leikminjasafn, flutti ávarp og sagði m.a.: „Margir listamenn hafa lagt á sig mikla vinnu við að gera þessa dagskrá eftirminnilega og þeir hafa í raun sýnt okkur að leikminjasafn getur verið lifandi vettvangur menningarviðburða ásamt því að sýna leiklistarsögu- legar minjar í sinni fjölbreytileg- ustu mynd. Möguleikarnir í út- færslu leikminjasýninga eru nánast óþrjótandi og leikminjasafn er gjarnan sá staður þar sem list- greinar mætast. Leiklistarsagan á vel heima í þessu húsi og þegar okk- ur í Samtökum um leikminjasafn bauðst að hafa sýninguna hér í Iðnó þótti okkur strax sem hér ætti hún heima, því segja má að íslensk leik- list hafi slitið hér barnsskónum.“ Dagskránni lauk með því að Björn Bjarnason alþingismaður og fv. menntamálaráðherra opnaði nýja vefsíðu í þættinum Merk- isdagar íslenskrar leiklistarsögu á heimasíðu samtakanna, www.leik- minjasafn.is. Stafrænt leikminjasafn Nýja vefsíðan er helguð ald- arafmæli Halldórs Laxness en þar fær sýningin Laxness og leiklistin eins konar framhaldslíf frá vefnum, því þar eru ekki aðeins yfirlits- myndir af sýningunni heldur einnig öll texta- og myndaspjöldin sem voru önnur meginuppistaða henn- ar. Þá er sérstakur kafli með mynd- um og lýsingum af helstu gripum sem voru á sýningunni, en þeir voru nánast allir fengnir að láni frá leik- listarstofnunum eða einstaklingum. Þannig er síðan stigið enn eitt skref í þá átt að byggja upp stafrænt leik- minjasafn á vefnum. Dr. Jón Viðar Jónsson, ritari starfsstjórnar Samtaka um leik- minjasafn og verkefnisstjóri sýn- ingarinnar, kvaðst mjög ánægður með þær góðu viðtökur sem sýn- ingin fékk og dagskráin, sem fram fór í Iðnó þær þrjár vikur sem sýn- ingin var uppi. „Það var líka nokkuð um að skólabörn skoðuðu hana og var sér- lega gaman að sjá áhuga þeirra, en góð leikminjasöfn leggja mikið upp úr því að höfða til barna, kynna fyr- ir þeim töfraheim leikhússins, sýna þeim vinnubrögðin að tjaldabaki. Slík þjónusta á að sjálfsögðu að verða einn þátturinn í okkar safni, þegar það kemst á legg, og á reynd- ar ekki síst heima í húsi eins og Iðnó þar sem sagan bókstaflega andar út úr hverjum vegg og hverju gólfborði,“ segir Jón Viðar. Maraþonleiklestrar tókust vel „Af þeim viðburðum sem við stóð- um fyrir þessar þrjár vikur ber tvo einna hæst: glæsilega tónleika og upplestrardagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 20. maí sl., þar sem fram komu nokkrir af okkar þekktustu söngvurum og upplesurum ásamt Karlakórnum Stefni og sönghópi undir stjórn Jón- asar Þóris, og svo maraþonleiklest- urinn á afmælisdaginn sjálfan sem tókst gríðarlega vel þótt ég segi sjálfur frá. Við höfðum vissulega nokkrar áhyggjur af því að aðsókn yrði ekki nógu góð, þar sem margt var í boði þennan dag á öðrum stöðum, en þær reyndust ástæðulausar, það var nánast fullt hús allan tímann og jafnvel dæmi um fólk sem sat allan tímann og hlustaði á öll leikritin. Það var Rúnar Guðbrandsson leik- stjóri sem hafði af þessu veg og vanda, valdi í hlutverk og hélt utan um skipulagið, en án hans framlags hefði þetta aldrei gengið upp. Það var mjög gleðilegt að finna hversu allir leikararnir, sem beðnir voru að taka þátt í þessu, tóku vel í að vera með, það var auðfundið að menn litu á þetta sem kærkomið tækifæri handa leikhúsfólki af öll- um kynslóðum til að hylla okkar mikla skáld. Að þessu leyti var þetta einstakur viðburður sem ólík- legt er að verði endurtekinn í bráð.“ Jón Viðar segist ekki vita þess dæmi að fortíð leikhússins í Iðnó og saga hafi fyrr verið sýnd á jafn ljós- an og lifandi hátt. „Vigdís Finn- bogadóttir, fv. forseti Íslands, sem er verndari samtaka okkar, segir mér að í hennar leikhússtjóratíð hafi aldrei mátt vera neitt á göng- um eða öðrum vistarverum hússins sem minnti menn á að þarna væri rekið leikhús, það voru aðrir sem þá réðu veggskrautinu þar á bæ. Við skulum vona að þessi sýning marki upphaf að breyttu hugarfari þar að lútandi. Menn halda stundum að leik- minjasöfn séu bara dauðir söfn- unarstaðir með rykföllnum bún- ingum, gulnuðum ljósmyndum, sviðslíkönum o.þ.h., en því fer víðs fjarri að svo sé. Með sýningunni og öllu sem boðið var upp á í kringum hana vildum við í stjórn Samtaka um leikminjasafn sýna fram á það, og eftir atvikum held ég að það hafi bara tekist nokkuð vel,“ segir Jón Viðar Jónsson að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og Valgerður Andrésdóttir fluttu söng- lög eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Upphaf nýrrar hugsunar um Iðnó SESSELJA Kristjánsdóttir er einn þeirra ungu söngvara sem fast- ráðnir hafa verið til starfa við Ís- lensku óperuna. Því hljóta talsverðar vonir vera bundnar við frammistöðu söngkonunnar. Söngur Sesselju á tónleikunum í Salnum gefur sannar- lega fyrirheit um að hér sé á ferðinni efni í afbragðsgóða söngkonu. Það sem fyrst vekur eftirtekt er einstak- lega falleg rödd söngkonunnar; flauelsmjúkur raddblær og mikið músíkalitet. Eitt og annað í söng- tækni er kannski ekki fullunnið ennþá, til dæmis er röddin talsvert hljómminni á dýpsta raddsviði en þeim efri, og brjósttónninn of hrjúfur samanborið við mýktina á miðsviði raddarinnar. Þetta atriði hverfur með meiri skólun, æfingu og reynslu. Antikaríur og sönglög eftir Pergol- esi, Caldara, Alessandro Scarlatti, Cesti og Donizetti voru sérstaklega fallega sungin. Arían sem allir þekkja, og allir söng- nemar glíma einhvern tíma við, Se tu m’ami var yndisleg í meðför- um Sesselju, og lag Scarlattis, Se Florindo è fedele, var fjörugt og vel mótað í túlkun og leik. Yndislega ástar- ljóðið Intorno all’idol mio eftir Cesti var sömuleiðis stórglæsi- lega flutt. Á þessum hluta tónleikanna voru það þó lög Donizettis sem sýndu best hvert efni Sesselja er. Þar var glímt við drama- tík, lýrík og kómík og þar sýndi Sesselja að hún hefur mikið að gefa í túlkun. Aríur Mozarts og Rossinis voru það sem síst hreif á tónleikunum; Cherubino heldur þunglamalegur og kólóratúr Ísabellu ekki nógu skýr; vantaði meiri stuðn- ing. Sönglög Pauline Viardot, sem sjaldan heyrast hér á landi, voru feiknavel sungin og þjóðlög Ravels gáfu færi á fjölbreyttri túlkun þar sem Sesselja laðaði fallega fram ein- kenni hvers um sig með góðri tilfinn- ingu fyrir stíl. Lokaaríurnar tvær, önnur úr Werther eftir Massenet og hitt aría Dalílu úr Sam- son og Dalílu eftir Saint- Saëns, voru báðar ágæt- lega sungnar, en vantaði kannski ögn meira drif og stefnu til að stæðu jafnfætis söng Sesselju t.d. í lögum Donizettis, Viardots og Ravels. Jónas Ingimundarson studdi vel við söngkon- una með leik sínum, en var þó stundum nokkuð þungstígur, sérstaklega í aríum Mozars og Saint- Saëns. Þótt efnisskrá tón- leikanna væri lokið var það allrabesta eftir. Sesselja söng aukalag, án undirleiks, þjóðlag frá Bretlandseyjum, og var ekki betur hægt að sjá en að hún til- einkaði það fyrrum kennara sínum, Rut L. Magnússon, sem sat í salnum. Flutningur Sesselju á þessu yndis- lega lagi var hreint út sagt stórkost- legur og gleymist sjálfsagt seint. Með slíka hæfileika á þessi unga söngkona fullt erindi á íslenskt óperusvið, en ekki síður á tónleikasvið, þar sem hún gæti vafalítið haslað sér völl sem af- bragðs ljóðasöngkona. Falleg rödd TÓNLIST Salurinn Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Jónas Ingimundarson píanóleikari fluttu ítalskar antikaríur, sönglög eftir Pauline Viardot og Ravel og aríur eftir Mozart, Rossini, Massenet og Saint-Saëns. Miðvikudag kl. 20.00. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir Sesselja Kristjánsdóttir VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.