Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 32

Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hlýtur að vera skylda þeirra, sem kjörnir eru til þess að standa vörð um velferð lands og þjóðar, að þeir segi þjóðinni afdráttar- laust sannleikann um, hverju Íslendingar verði að fórna með aðild að Evrópusambandinu ESB. Undirgefni í svo- kölluðum Evrópumál- um virðist vera sálu- hjálparatriði hjá sumum framámönnum bæði Framsóknar- flokks og Samfylkingar, sem munu telja ólifandi hér á frjálsu og full- valda Íslandi, og því sé það lífsnauð- syn að sameinast hinu verðandi stór- ríki í Evrópu, gerast þar áhrifa- og valdalaust peð. Fórnir og augljósa galla aðildar nefna þessir menn ekki, en tala mikið um einangrun, rétt eins og að Íslend- ingar myndu krókna einir og yfir- gefnir á hjara veraldar, gerðust þeir ekki herskyldir og undirgefnir þátt- takendur í refskákum gömlu ný- lenduveldanna í Evrópu. Bandalög ólíkra kynstofna og þjóðríkja eru þekkt úr sögunni. Til þeirra var jafn- an stofnað með vopnavaldi og – eða viðskiptaþvingunum og var hjörðinni þá oftast haldið saman með hervaldi. Venjulega leystust þessi bandalög upp í eldglæringum, eyðileggingu og mannfórnum. Sagan er sífellt að end- urtaka sig og ber hinn „friðsæli“ mannheimur nútímans þess glöggan vott. Þjóðin leynd staðreyndum Það er í raun óþolandi, að margir talsmenn og að því er virðist fulltrúar ESB á Íslandi, skuli komast upp með það í áraraðir í opinberri umræðu, að leyna þjóðina augljósum staðreynd- um um galla og fórnir ESB-aðildar, ekki síst þar sem verulegur hluti áróðursins er borinn á borð af fólki, sem starfar á vegum hins opinbera, jafnvel á sjálfu alþingi, þar sem mynd af forsetanum Jóni Sigurðssyni, merkisbera sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar, hangir yfir höfðum þess. Með aðild að ESB yrði ekki hjá því komist að undirgangast sameiginlega landbúnaðar-og sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, þ.e. að opna efnahagslögsöguna fyrir ESB-ríkin öll, allt upp að 12 mílum og afhenda ESB stjórn fiskveiða og ákvörðun um veiðiheimildir, svo ekki sé talað um samningsréttinn um sjávarútvegsmál við önnur ríki. Hætt er við, að þótt einhver aðlögunartími yrði settur á svið, myndi það reynast skammgóður vermir, ekki síst eftir að tugir sund- urleitra og gjörólíkra fyrrverandi þjóðríkja, fara að bítast þar um brauð og völd. Þá myndu Íslendingar glata rétti sínum til þess að gera sjálfstæða viðskipta- og tollasamninga við önnur ríki, t.d. löndin í vesturheimi, raunar við öll ríki utan ESB. Þær saminga- gerðir myndu skriffinnarnir í Brussel gera fyrir Íslands hönd. Enn má nefna, að kostnaðurinn eða gjaldið, sem Íslendingum bæri að greiða með aðild að ESB, næmi meira en einum tug milljarða króna á ári, sem gæti reynst þungur baggi að bera. Lýðræðinu ýtt til hliðar Mikið hafa svokallaðir Evrópusinn- ar talað um lýðræðið í Evrópusam- bandinu, en sjaldan gert grein fyrir í hverju það er fólgið. Hið svokallaða Evrópuþing er í raun valdalaus ráð- gjafasamkunda. Valdið er fyrst og fremst hjá framkvæmdastjórn og ráðherraráði, sem fara með æðsta vald, t.d. löggjafarvald, útgáfu tilskip- ana- og reglugerða, að ógleymdum samningum við ríki utan ESB, m.a. um sjávarútvegs- og viðskiptamál, svo eitthvað sé nefnt. Ráðherraráðið skipar framkvæmdastjórnina fjórða hvert ár og svo dómara í Evrópudómstólinn sjötta hvert ár. Undir þessa ólýðræðislegu embættismannastjórn, sem skipuð er einum „kommissar“ hvers að- ildarríkis, ekki lýðræð- islega kjörnum af kjós- endum ríkjanna, verða svo hundruð milljóna íbúa ESB ríkjanna að beygja sig. Af þeim 15 ríkjum, sem nú eru aðilar að ESB, skiptast atkvæðin í ráðherraráðinu ekki jafnt, þ.e. væri svo, væru atkvæðin 15, en eru 87. Af þessu 87 atkvæðum hafa stærstu ríkin 10 hvert, en þau fá- mennustu t.d. Luxemburg aðeins 2 og Danmörk 3, svo dæmi séu nefnd. Álp- uðust Íslendingar í ESB, væri vel sloppið með 1 atkvæði og væru þá áhrifin eftir því. Það er því furðulegt að hér skuli finnast fólk, sem vill að Ísland hverfi inn í þetta ólýðræðis- lega bákn, líkt og sardínan í gin há- karlsins. Er sjálfstæðisbaráttan gleymd? Með aðild að Evrópusambandinu myndu núlifandi Íslendingar gera að engu baráttu forfeðra okkar, fórn þeirra og sigra í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, mannanna, sem í fátækt og umkomuleysi fyrri alda máttu þola erlenda óstjórn og kúgun í sex og hálfa öld. Þrátt fyrir óblíð náttúruöfl, hafísa og jarðelda, að ógleymdum sjúkdómum, sem herjuðu bæði á fólk og fénað, hélt þjóðin þó alla tíð uppi fána frelsis og sjálfstæðisins og lét ekki staðar numið fyrr en fullur sigur var staðfestur á Þingvöllum við Öx- ará, sumarið 1944. Nú vilja fyrrnefndir samborgarar okkar fórna fengnum sigri og sjálf- stæði. Óhjákvæmilega hvarflar að mörgum þessa dagana, að „sumir“ áhrifamenn í íslenskum stjórnmálum eygi von um „persónulegan“ frama á erlendri grund, eftir að þjóðin væri horfin inn í stórríkið. Flestir munu hafa talið að sú manngerð fyrirfyndist ekki á Íslandi. Nóg um vítin að varast Á nýliðnu ári minntust Íslendingar Þjóðfundarins 1851 og einhuga sam- stöðu þings og þjóðar gegn þeim áformum Dana, að gera Ísland að „amti“ í ríki sínu. Þjóðkunn eru orð forsetans og þingheims alls, „Vér mótmælum all- ir“, og að baki þeim stóð þjóðin heils- hugar. Vert er að íhuga nú, eftir rúm- lega hálfrar aldar lýðveldi, hve margir þingmenn myndu nú segja þessi sömu orð, kæmi til atkvæða- greiðslu á alþingi um innlimun Ís- lands í Evrópusambandið. Nöfn þeirra, sem greiddu því afsali atkvæði sitt, myndu verða kunn í framtíðar- sögu þjóðarinnar og skráð engu óskýrara letri en þeirra, sem þekkt eru að endemum frá 1262, 1662 og jafnvel 1851. Hverjir vilja tylla sér á þennan aumkunarverða bekk sögunnar, verð- ur tíminn að leiða í ljós, en vonandi enginn ærlegur Íslendingur. Er sáluhjálpar- atriði að fórna sjálfstæðinu? Jóhannes R. Snorrason Höfundur er fyrrv. yfirflugstjóri. ESB Það er furðulegt, segir Jóhannes R. Snorrason, að hér skuli finnast fólk, sem vill að Ísland hverfi inn í þetta ólýðræðis- lega bákn. MARGT hefur verið skrifað um kristni og trúleysi síðustu vikurn- ar í Morgunblaðinu. At- hyglisverð finnst mér grein Hope Knútsson í blaðinu 26. apríl síðast- liðinn. Hún fjallar um hve það sé jákvætt að vera trúlaus. Greinin er tilraun til að lýsa við- horfi manneskju á lífið sem vill lifa án Guðs. Ánægjulegt finnst mér að sjá að það er svo margt í lífi hennar sem á við um kristinn ein- stakling. Kristni trúar- arfurinn er svo djúpt greyptur í vest- ræna menningu að við tökum stundum ekki eftir gildum hans. Kristnir einstaklingar eins og trú- lausir eru margir jákvæðir, lifa í gleði, eru fríþenkjarar og þar er líka nóg af efasemdarmönnum. Þar er misjafn sauður í mörgu fé af því manneskjurnar eru svo ólíkar en samt svo undra líkar hver annarri, hverrar trúar, þjóðar eða trúleysis sem við erum. Það er hlutskipti allra trúaðra að efast og leita merkingar. Efinn er óaðskiljanlegur fylgifiskur trúar í þroska. Trúin er traust til ákveðins veruleika. Í Hebrea-bréfinu 11.1 er trúin skilgreind: „Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.“ Tilvist Guðs verður hvorki sönnuð né afsönnuð, þar kem- ur trú til. Trúin hefur margar hliðar, ein þeirra efinn er hollur því hann er sprottinn upp af gagnrýninni hugsun og hún er nauðsynleg hverri full- þroska manneskju. Fátt hollara hef- ur borið fyrir trú mína en að fara í gegnum síu guðfræðideildar Háskóla Íslands með blöndu af heimspeki. Þar er trúin skoðuð með vísindalegum vinnubrögðum. Það gat verið til óþæginda en það hreinsaði burt ýmsar bábiljur. Þar var glíma trúarþroskans háð með gagnrýni og efa. Eftir stóð trú á Krist á bjargi byggð og aldrei dýr- mætari eða haldbetri en þá. Efasemdarmenn Jesús sagði um Jó- hannes skírara að eng- inn væri meiri maður af konu fæddur. Þegar Jó- hannes var kominn í fangelsi efaðist hann um Jesú. Hann lét spyrjast fyrir um hvort Jesús væri sonur Guðs. Þarna er trú sem efast, trú í kreppu en kreppa er ákjósan- legur farvegur fyrir þroska. Jesús sendi Jóhannesi skilaboðin að hann ætti að hugsa til verkanna þar sem blindir fá sýn og fátækum er fluttur boðskapur sem vekur fögnuð, Matt.11. Frægasti efasemdarmaður Biblíunnar er Tómas, lærisveinn Jesú. Hann trúði ekki að Jesús væri upprisinn fyrr en han gæti séð það sjálfur og þreifað á því. Þegar hann fékk þreifað á sárum Krists varð hon- um ljóst að hér væri Drottinn, Jóh.20. Ég er það skyld Tómasi að ég tryði ekki á Krist nema af því ég hef fengið að þreifa á blessun Guðs margoft í lífi mínu með græðslu, hjálp, endurnýj- un hugarfars og krafta. Mismunandi heimsmynd Trúaður einstaklingur skilur til- veruna út frá ákveðnu sjónarhorni, hann ber ákveðið grundvallartraust til hlutanna. Sjónarhornið sem við skiljum og túlkum tilveruna með köll- um við heimsmynd. Heimsmynd hins kristna er að Guð faðirinn sé höfund- ur sköpunarinnar, að Jesús Kristur, sonur Guðs, sé frelsari mannanna og að Guð heilagur andi sé huggari og trúvaki kristninnar. Hinn trúlausi hefur líka ákveðna heimsmynd. Það er á ákveðinn hátt trúarleg afstaða. Hann ber það traust til tilverunnar að þar sé enginn Guð. Það sem mér finnst m.a. merkilegt í grein Hope er að trúlausir stofna samtök til þess að þjappa sér saman utan um sína heimsmynd. Trúlausir hafa þá trú að enginn Guð sé til. Trúlausir hafa þörf til að standa saman utanum ákveðna lífssýn. Trúlausir á Íslandi hafa stofn- að samtökin Siðmennt til að efla sjálfa sig í sinni trú. Samtökin hafa tekið upp borgaralega fermingu þar sem fræðsla þeirra snýst að hluta til um heppilegan siðferðisgrunn og góð gildi. Það er gott að hafa þann valkost í trúfrjálsu landi. Það sem kemur mér á óvart er að félagsskapur sem kenn- ir sig við trúleysi skuli vilja nota fræðslu og athöfn að hluta til sam- bærilegri fermingarfræðslu lúth- ersku kirkjunnar. Það kemur mér líka á óvart að félagsskapur sem vill standa fyrir eitthvað annað en trú skuli nota nafnið ferming yfir sína manndómsvígslu. En íslensk mál- venja um orðið fermingu er að það sé staðfesting á skírnarsáttmálanum. Ávinningur trúarinnar Þetta segir mér kannski meira um þörf manneskjunnar til að skilgreina Kristni og trúleysi Bára Friðriksdóttir Trú Ég ber virðingu fyrir því fólki sem skilgreinir sig trúlaust, segir Bára Frið- riksdóttir. Ég er ósam- mála því þar sem trú mín á Krist auðgar líf mitt. UMRÆÐAN hefur snúist um hvort veita eigi ríkisábyrgð til einkafyrirtækja, en of lítið er fjallað um þá gríðarlega áhættu sem alþingismenn ætla að taka. Þingmenn eru með til umfjöllunar að banna lánastofnunum að heimta ábyrgðar- menn á lán sem al- menningur þarf að taka. Hvernig er unnt að botna í þessum mönnum? Frumkvæði Sjálf- stæðisflokksins vekur furðu. Hafa menn gleymt Línu-neti, helsta fúa- feni R-listans í Reykjavík? Þegar málefni ÍE ber á góma tala menn um árangur og uppbyggingu þekkingariðnaðar. Fyrirtækið geng- ur vel, segja menn, og það á mikla peninga í sjóði. Nýlega var þjóðinni boðið að skoða ný og glæsileg húsa- kynni. Viðhorf gagnvart ÍE líkjast trúarbrögðum og menn vakna ekki einu sinni til umhugsunar þegar mesti rekstrarhalli Íslandssögunnar er kynntur á þriggja mánaða fresti. En hver er velgengnin? Fyrirtækið er rekið með stjarnfræðilegu tapi. Hver er raunverulega sú áhætta sem okkur skattgreiðendum er gert að taka? Hafa þingmenn kynnt sér stöðu þessa fyrirtækis? Við vitum að tæp- lega sex hundruð manns starfa hjá fé- laginu þar af yfir 80 með doktors- eða meistaragráður. Þetta fólk er hæfi- leikaríkt, vinnur við merkilega hluti og greiðir skatta. Um það er ekki deilt. En af hverju þarf félagið nú að stofna lyfjaþróunardeild, verkefni sem oftast er í höndum risafyrir- tækja? Var ekki upphaflega hug- myndin að selja lyfjafyrirtækjum rannsóknarniðurstöður sem Íslenskur heil- brigðisgagnagrunnur átti að leiða í ljós? Við skoðun reikninga ÍE sést að tekjur aukast um 110% frá lokum mars 2001 til loka des- ember 2001, eða frá 5 milljónum dollara í rúmar 10 milljónir doll- ara per ársfjórðung. Þessi aukning hefur verið tíunduð feitletrað á síðum Morgunblaðs- ins, en smáa letrið er notað til að sýna rekstr- artapið, sem hingað til hefur verið hærra en veltan. Efnahagsreikningur sýnir að úti- standandi skuldir hafa aukist úr 6,7 milljónum dollara frá lokum mars 2001 í 26 milljónir dollara í lok desem- ber 2001. Á þessu tímabili eru tekjur þess sagðar vera svipuð tala eða um 26 milljónir dollara. Í ársskýrslu ÍE kemur fram að félagið skráir tekjur með ákveðnum hætti en bendir á að það fái þær ekki greiddar fyrr en ákveðnum áföngum er náð. Þýðir þetta að félagið hefur í sinni hendi hver hin svokallaða „tekjuaukning“ er á milli ársfjórðunga? Hvað gerist ef tilgreindur áfangi næst ekki? Fást þá þessar tekjur greiddar? Skýringar eru óljósar. Í venjuleg- um félögum eru tekjur skráðar þegar tiltölulega stutt er í að þær greiðist, en hjá ÍE eru tekjur skráðar þrátt fyrir að langt sé í að þær greiðist og jafnvel að ákveðin skilyrði þurfi að vera til staðar til þess að félagið eigi rétt á greiðslu. Félagið hefur tapað 47,8 milljónum dollara á síðustu 4 ársfjórðungum. Í árslok 2001 voru sjóðir þess um 167 milljónir dollara og eigið fé 175 millj- ónum dollara. Ef þessi hallarekstur heldur áfram óbreyttur verður félag- ið komið í þrot eftir tæp 4 ár eða í árs- lok 2005, nema hlutafé þess verði auk- ið. Í ársskýrslu sem birt var 27. mars sl. telur félagið upp mörg atriði sem geta haft neikvæð árhrif á rekstur. Lestur þeirrar greinargerðar er ekki uppörvandi. Eitt af því sem félagið segir fullum fetum er að takist ekki að semja við fleiri íslenskar heilbrigð- istofnanir um söfnun upplýsinga, muni ÍE ekki geta byggt og rekið Ís- lenska heilsugagnagrunninn. Þýðir þetta að við núverandi stöðu þeirra mála sé enginn rekstrargrundvöllur fyrir félagið? Lántökur félagsins eru athyglis- verðar. Þær aukast og kjörin versna. Vaxtaálag á liborlán er komið í 6% og á verðtryggð lán í íslenskum krónum eru vextir orðnir 12%. Flestir í ís- lensku atvinnulífi myndu kalla þetta þung kjör. Þetta er í Mars 2002. Af hverju þarf að taka þessi lán? Er ávöxtun eigin sjóða betri en þetta? Upplýsingar í ársskýrslu ÍE um ávöxtun eigin sjóða eru rýrar. Hvað ætlar Alþingi að gera ef Ís- lenska erfðagreiningu þrýtur örendið eftir 2 til 4 ár? Ætla menn að setja fé- lagið á fjárlög, eða lána því til þess að vernda ríkisábyrgðina í lyfjaþróunar- deildinni? Hvað ef menn telja að stutt sé í árangur, bara si sona 3 til 6 ár? Þarf þá ekki að redda málunum og leggja fram meiri ábyrgðir? Ætla menn að leggja niður vinnustað þar sem rúmlega 800 manns munu þá starfa? Ríkisábyrgð fyrir Ís- lenska erfðagreiningu Hlynur J. Arndal Ábyrgð Af hverju, spyr Hlynur J. Arndal, þarf ÍE að taka þessi lán?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.