Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.05.2002, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 33 sig og umheiminn, þörf manneskj- unnar fyrir merkingarbær kerfi þar sem við miðum að því að gera mann- lífið betra, því það sýnist mér vera sameiginleg stefna flestra trúar- bragða og þess félagsskaps sem kennir sig við trúleysi en er samt með sömu viðleitni og trúarkerfin. Ef að þetta er ekki húmor í tilverunni þá veit ég ekki hvað er húmor. Ég ber virðingu fyrir því fólki sem skilgreinir sig trúlaust. Ég er ósam- mála því þar sem trú mín á Krist auðgar líf mitt svo margfaldlega í daglegu lífi. Ávinningur minn er svo mikill hér og nú í hversdagsamstrinu, áhersluþunginn er ekki á líf eftir dauðann þó að það sé endanleg von mín. Blessunin er svo margföld hér og nú að geta lagt málefni mín stór og smá fram fyrir vininn sem tekur öll- um vinum fram. En ég tek ofan fyrir þeim sem ekki trúa því, þeir hafa sama rétt og ég til að skilgreina sig. Þeir hafa sama val og ég, geta valið um það að trúa og reyna mátt Guðs eða valið um það að trúa ekki á Guð. Mér lét vel að finna fordómaleysið í grein Hope en það kom mér mest á óvart að hún skuli vera í einhvers konar vörn fyrir trúleysi sitt. Hún þarf að koma heiminum í skilning um að trúlausir séu ekki „siðlaust, fá- frótt, neikvætt og vont fólk sem lifir gleðisnauðu og þýðingarlitlu lífi“. Aldrei hefur mér dottið neitt af þessu í hug um þau sem titla sig trúlaus. Ég veit hins vegar að þau fara ýmis góðs á mis sem ég fæ að njóta í ríkum mæli af því ég opna lendur mínar fyrir yf- irskilvitlegum krafti guðdómsins. Ég hef ekki fundið betri leið til að rækta það góða í mér en að fylgja boði Krists eftir fremsta megni. Maðurinn hefur frjálsan vilja. Þannig lagði Guð lífið upp að maðurinn hefði frelsi og ábyrgð. Frelsi til hugsana og athafna en um leið væri hann ábyrgur fyrir öllu sínu. Við höfum frelsi til að trúa og frelsi til að trúa ekki á Krist. Í því felst elska Guðs til mannsins. Höfundur er prestur í Vestmannaeyjum. Þegar gengið er í ábyrgð fyrir aðra þarf að hafa í huga að ábyrgðarmenn geta þurft að borga. Í þessu tilviki eru óþægilega miklar líkur á að það ger- ist. Fyrir árlega vexti af tuttugu millj- örðum mætti ráða 230 starfsmenn og greiða þeim 400 þús. krónur á mán- uði, án þess að snerta höfuðstólinn. Endanleg fjárhæð verður ennþá hærri ef ÍE kemst í þrot og ríkið ætl- ar að koma sem frelsandi engill. Fífldirfska alþingismanna í þessu máli er óskiljanleg. Slík dirfska hent- ar illa við fjármálalegar ákvarðana- tökur. Ef þeir eru öruggir um ágæti þess að heimila ríkisábyrgð legg ég til að þeir sýni ábyrgð gagnvart al- mannafé í verki með því að setja inn í frumvarpið ákvæði þess efnis að hver sá þingmaður sem samþykkir frum- varpið ábyrgist að greiða persónu- lega til ríkisins fjárhæð sem nemur fimmfaldri þeirri tölu sem fellur á hverja fjölskyldu í landinu, komi til kasta ríkissjóðs. Slíkt ákvæði tryggir vandaða málsmeðferð. Alþingismenn geta gert góða hluti með því að skapa gott rekstarum- hverfi hér á landi með skynsamlegum sköttum og frelsi í viðskiptum. Þá mun fjölbreytt atvinnulíf byggjast upp. Ég legg til að þeir haldi sig við slík markmið en láti spilavíti eiga sig. Þau eru vettvangur áhættufjárfesta og sterkra bakhjarla. Íslenskur al- menningur er hvorugt. Íslenskri erfðagreiningu óska ég góðs gengis án ríkisábyrgða. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. alltaf á þriðjudögum HEIMILI/FASTEIGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.