Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 35 Félagsmálaráðherra, borg-arstjóri og fulltrúar 11annarra aðila, þar meðtalið allra helstu banka- stofnana landsins, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, þjóðkirkj- unnar, Landssambands lífeyris- sjóða, BSRB, ASÍ og Neyt- endasamtakanna, undirrituðu í gær nýjan samstarfssamning vegna Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Jafnframt var lögð fram ársskýrsla stofnunarinnar fyrir 2001 en þar kemur fram að frá því hún hóf starfsemi sína árið 1996 hafa 3372 umsóknir um ráð- gjöf verið afgreiddar, þar af 667 á árinu 2001. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði af þessu tilefni að tölu- verðar breytingar hefðu orðið á eðli mála sem kæmu inn á borð til Ráðgjafarstofu og að á fyrstu starfsárunum hefðu þau oft á tíðum tengst skuldbindingum þriðja aðila. Í kjölfar ábendinga frá Ráðgjaf- arstofu hefðu stjórnvöld, lánastofn- anir og Neytendasamtökin gert með sér samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Árið 2001 hefði verið gerð breyting á lögum um húsnæðismál sem juku úrræði Íbúðalánasjóðs til að leysa vandræði fólks sem átt hefur í greiðsluerfiðleikum. Þá benti fé- lagsmálaráðherra á að búið væri að afnema skattskyldu húsaleigubóta. Í ársskýrslu Ráðgjafarstofu er meðalumsækjandanum 2001 lýst og er stuðst þar við meðaltalsupp- lýsingar yfir einstaklinga sem þangað hafa leitað á árinu. Með- altalsumsækjandinn er sagður rúmlega 38 ára, með 177 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mán- uði, hann skuldar rúmlega 7,8 milljónir og þar af eru 1,6 milljónir í vanskilum. Séu tölurnar bornar saman við meðalumsækjandann ár- ið 2000 kemur fram að ráðstöfunar- tekjur hans hafa aukist um 20 þús- und. Skuldir hans þá voru rúmar 6,8 milljónir, þar af 1,4 milljónir í vanskilum. Í skýrslunni er ráðstöfunar- tekjum umsækjenda skipt eftir aldri og fjölskylduaðstöðu og kem- ur meðal annars fram að einhleyp kona er tekjuhærri í öllum aldurs- flokkum. Einnig eru einstæðar mæður betur settar en einstæðir feður. Páll sagði að sér kæmi á óvart hversu háar ráðstöfunartekjur um- sækjenda væru en að góð reynsla af Ráðgjafarstofu sýndi jafnframt að einboðið væri að endurnýja samning um rekstur hennar. Hann sagði að gerð hefði verið könnun fyrir nokkrum árum á því hvernig Ráðgjafarstofan hefði gagnast mönnum. Í ljós hefði komið að 64% þeirra sem notið höfðu aðstoðar töldu sig hafa náð tökum á fjár- málum sínum. Páll sagði einnig athyglisvert að aldur þeirra sem sækja um aðstoð hefði farið lækkandi. Árið 2000 var hann 37 ár en hæstur var með- altalsaldurinn fyrsta starfsárið eða 41 ár. Þá hefur fjölskyldustærð einnig farið minnkandi. Samningur um Ráðgjafarstofu endurnýjaður Meðaltalsskuldir umsækjenda 7,8 milljónir króna .++ .+++   *  /  , ! 0  1  2  3 0   4  5 0 6 1 7  61  5  1   //'+++ )/'+++ (,'+++ (,'+++ 8('+++ (+'+++ '+++ */'+++ /+'+++ ,)'+++ ,)'+++ /*'+++ ,'.+'+++ )',*)'+++ )'++)'+++ ('()+'+++ ('.8 '+++ (' '+++ ',8('+++ '(('+++ ' ,'+++ '+ 8'+++ '+, '+++ ').8'+++ )'+ '+++ ('8)*'+++ 8'*.'+++ 8'**,'+++ 8'+( '+++ 8'*'+++ 0.'/8)'+++ 0.'/('+++ 0.'8* '+++ 0',)/'+++ 0.'.) '+++ 0.'/'+++  &1!  6     1  , .++ Morgunblaðið/Golli Félagsmálaráðherra, borgarstjóri og fulltrúar 11 stofnana og samtaka undirrituðu samninginn. endu ráð- g verður nir verða ns ar breyt- ólabíói og vegna erið sér- ráðherra- viðamikl- verða upp a. Þar sem fullbúnir fur verið flytja til fa til við- yrir í Há- inu, auk em setja eirssonar, ríkisráðu- ningur og umfangs- þar sem i dagskrá ipuleggja g frá flug- velli og á milli staða meðan á fund- unum stendur, en þeir munu dvelja á hótelum víðs vegar um borgina. Utanríkisráðuneytið leggur hverri sendinefnd til tvo bíla, annars vegar fólksbifreið fyrir utanríkisráðherra frá hverju landi en að auki átta manna fólksflutningabíla fyrir aðra sendinefndarmenn, sem ráðuneytið tekur á leigu af Hreyfli-Bæjarleið- um. Hefur tekist að útvega alls um 110 bifreiðar vegna þessa. Bifreiðar & landbúnaðarvélar leggja til glæsibifreiðar fyrir ráðherrana af BMW-gerð og var meirihluti þeirra fluttur sérstaklega til landsins í þessu skyni. Tvö hús flutt frá Keflavík- urvelli að fundarstað Síðastliðna nótt var flutt hús í eigu Íslenskra aðalverktaka, sem notað hefur verið sem mötuneyti, frá Keflavíkurflugvelli að Tækni- garði HÍ við Háskólabíó. Eru þessir flutningar að ósk Bandaríkjamanna en húsið verður notað sem aðstaða fyrir bandaríska fjölmiðlamenn á ráðherrafundinum. Skv. upplýsing- um sem fengust hjá ÍA stóð til að húsið yrði flutt í fjórum hlutum á stórum flutningavögnum í lögreglu- fylgd eftir Reykjanesbrautinni og í gegnum borgina. Síðar í vikunni verður annað hús í eigu ÍA flutt frá Keflavíkurflugvelli að íþróttahúsi Hagaskóla vegna öryggisvörslu á meðan ráðherrafundirnir standa yf- ir. Tekist hefur að leysa öll mál sem upp hafa komið Skipaður var starfshópur vegna undirbúnings utanríkisráðherra- fundarins fyrir tæpu ári til að ann- ast undirbúninginn. Hefur Bene- dikt Ásgeirsson leitt vinnu starfshópsins. Hann segir að und- irbúningurinn hafi gengið vel. „Það hafa komið upp mörg mál en það hefur reynst unnt að leysa þau öll. Margt er þó ekki hægt að gera fyrr en á allra síðustu stundu,“ segir hann. „Það er samsvarandi hópur hjá Atlantshafsbandalaginu sem sér um undirbúning af þess hálfu. Þetta er allt í töluvert föstum skorðum og höfum við unnið náið með þeim hópi, sem hefur komið hingað tvisvar sinnum til þess að fara yfir undirbúninginn og aðstöð- una,“ bætir hann við. nda þess koma saman til fundar í Reykjavík til 110 bif- túlkaklefa                               !    $   &          &    $'     &    #   %                # #    % (       '# %    )     &(  ' %*  +,-  ' ' omfr@mbl.is FUNDIST hefur örvera íhafinu við Kolbeinseyj-arhrygg sem talið er aðsé minnsta lífvera heims. Örveran, sem er af svo- nefndum fornbakteríustofni og nefnd hefur verið Nanoarchaeum equitans, er einungis um 400 milljónustu úr millimetra í þver- mál og má geta þess að um tvær milljónir slíkra örvera rúmast á svæði sem er jafn stórt punkt- inum aftan við þessa setningu. Hópur rannsóknarmanna við háskólann í Regensburg í Þýska- landi, undir stjórn Karl Stetters prófessors, uppgötvaði örveruna en sýnið sem um ræðir var tekið á tæplega 200 metra dýpi við Kol- beinsey í leiðangri sem farinn var þangað árið 1988. Stetter, sem unnið hefur að rannsóknum á hitakærum örverum um árabil, meðal annars hér á landi, greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Guðmundur Óli Hreggviðsson, rannsóknarstjóri hjá Prokaria, sem einnig hefur unnið að rann- sóknum á hitakærum örverum, segir þetta merkilegan fund sem einkum muni gagnast vísinda- mönnum við skilgreiningu á lág- markslífveru, til að mynda hver sé lágmarksfjöldi gena og ensíma sem þurfi að vera til staðar til að lífvera geti starfað.„Á hinn bóg- inn er þetta þróunarfræðilega áhugavert. Menn eru stöðugt að reyna að grafast fyrir um hver sé fyrsta lífveran, hvernig hún hafi litið út og hvað hún hafi gert og hvort hún hafi náð sér í orku með ljóstillífun, gerjun og svo fram- vegis,“ segir Guðmundur Óli Hreggviðsson. Fundist hafa smærri bakteríur, svokallaðar nanóbakteríur, sem mælst hafa niður í 50 milljónustu úr millimetra í þvermál. Guð- mundur segir að vísindamenn hafi hins vegar greint á um hvort sú baktería geti talist til lífveru sökum smæðar sinnar. Niðurstöður örverurannsókna við Kolbeinsey birtar Minnsta lífvera heims fannst við Ísland sríkjanna búist við amstarfs- landanna. Í þeim hópi eru m.a. Bill Graham, ut- anríkisráð- herra Kan- ada, George Papandreou, utanríkisráð- herra Grikk- lands, Jozias van Aartsen, utanríkisráð- herra Hol- lands, Ant- ónio Martins da Cruz, ut- anríkisráð- herra Portú- gal, Per Stig Möller, utanríkisráðherra Dan- merkur og Janos Martonyi, utan- ríkisráðherra Ungverjalands, en þetta eru allt aðildarlönd Atlants- hafsbandalagsins. Einnig er von á ráðherrum og sendinefndum til fundarins frá fjarlægari samstarfslöndum, s.s. Arta Dade, utanríkisráðherra Albaníu, Tonino Picula, utanrík- isráðherra Króatíu, Irakli Menag- arishvili, utanríkisráðherra Georgíu, Mircea Geoana, utanrík- isráðherra Rúmeníu, Yerlan Idr- isov, utanríkisráðherra Kazak- hstan, Antanas Valionis, utan- ríkisráðherra Litháen og Anatoly Zlenko, utanríkisráðherra Úkr- aínu. Reikna má með að utanríkis- ráðherrar Norðurlanda sem standa utan Atlantshafsbanda- lagsins komi til fundarins, þ.e. Erkki Tuomioja, utanríkisráð- herra Finnlands og Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. ar væntanlegir a Silvio Berlusconi, forsætis- og utanrík- isráðherra Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.