Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 42

Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIKSKÓLINN er fyrsti skóli barnsins samkvæmt lögum frá árinu 1994 en það er einhvernveginn eins og það vilji oft gleymast. Í umræðunni undanfarið hefur gjarnan heyrst að börn ættu ef til vill að byrja fyrr í skóla en þau gera í dag og er þá oftast átt við að byrja í grunnskóla. Stað- reyndin er sú að börn byrja snemma í skóla á Íslandi, þau byrja í leikskóla. Það sem meira er, leikskólinn á Íslandi er talinn vera góður skóli fyrir börn að 6 ára aldri og almennt er vel að honum búið. En hvað læra börn svo í leikskóla? Þroskamiðað nám Uppeldi og nám í leikskóla er þroskamiðað nám þ.e. lögð er áhersla á að rækta alhliða þroska hvers barns í gegnum frjálst og skipulagt starf. Þroskaþættirnir eru tilgreindir í Aðalnámskrá leikskóla (Mrn. 1999) og eru: Líkams- og hreyfiþroski, tilfinningaþroski, vits- munaþroski, málþroski, félagsþroski og félagsvitund, fagurþroski og sköpunarhæfni, siðgæðisþroski og siðvitund. Fram kemur að lífsleikni og námsgengi barnsins í lífinu bygg- ist á jafnvægi milli þessara þátta og skyldi engan undra. Námsleiðir í Aðalnámskránni er þroskamiðuð nálgun og í takt við það hvernig ung börn uppgötva og tileika sér þekkingu (læra). Í gegnum leik læra börn að spreyta sig, þau upp- götva hvers þau eru megnug og fyrir hvað þau standa. Þau læra að leika ein og að leika saman. Þau læra að vera vinir og að taka tillit til annarra. Þau læra að tjá sig á skapandi hátt og þau læra að hlusta og horfa. Þau læra um eigin rétt og virðingu um leið og þau læra að meta aðra og vera með. Börn sem hafa sterkan félags- og samskiptaþroska og góða tilfinn- ingalega færni þegar í grunnskóla er komið eru betur í stakk búin til að takast á við nám sitt þar. Fyrir nokkru tók ég þátt í um- ræðu sem fól það í sér að börn lærðu hvorki stærðfræði eða neitt í lestri í leikskóla og þess vegna væri námið þar ekki nógu merkilegt. Ég er því ekki sammála og er það hvatinn að þessari litlu grein. Málþroski/lesþroski Í hugum sumra er það að læra að lesa fyrsta nám barnsins og byrjar í 6 ára bekk. En horfum aðeins á und- anfara þess. Til að barn læri að lesa þarf það fyrst að öðlast góðan mál- þroska og hvar hefst hann? Þróun málþroska hefst með því að foreldrar hjala og kjá (í gegnum leik og svip- brigði) við barnið sitt og styrkja þannig smámsaman tilraunir barns- ins til máltöku. Foreldrar eru fyrstu og mikilvægustu kennarar í lífi barnsins. Nám í leikskóla er góð og mikil- væg viðbót m.a. fyrir þróun máls og lesþroska barnsins. Í leikskólanum er lögð áhersla á virka hlustun, á endursögn og tjáningu, á orðaforða og hugtakanám. Börnin hlusta á sög- ur og þau semja sögur og ljóð. Í gegnum söng læra leikskólabörnin bæði vísur, ljóð og þulur og svo mætti lengi telja. Leikir með rím, takt og tóna, að sundurgreina, að tengja saman og para ásamt marg- víslegum leikjum með liti og form búa börnin undir lestrarnám og rit- málið. Flest börn á lokaári í leikskóla skrifa nafnið sitt, nafn pabba og mömmu og afa og ömmu. Undanfari þess til að mynda að barn læri ritmál er að barnið fái að krota og síðan að teikna og fága smám saman færni sína. Allt gerst þetta í gegnum skap- andi starf, þroskamiðaða nálgun og leiki. Aðferðir sem leikskólakennar- inn hefur á valdi sínu í gegnum þekkingu í leikskólafræðum og faglega reynslu. Mark- visst máluppeldi í leik- skóla, þróun máls og lesþroska barnsins ásamt tengslum milli ritmáls og leiks er afar mikilvæg undirstaða fyrir nám í grunnskóla. Stærðfræðileg hugsun Flest börn byrja að læra að telja á fingrum sér eða tám og er það góð byrjun. Á unga aldri er hugsun barna mjög hlutbundin þ.e. þau þurfa að hafa sýnilegt tákn/hlut eins og t.d. fingur eða kubba, manneskjur eða bíla svo dæmi séu tekin. Foreldrar og fullorðnir í umhverfi barna eru flest mjög nösk á þetta .... einn, tveir, þrír puttar ... eða hvað eru margar appelsínur í skálinni?, já tvær! og barnið fær hrós fyrir og klappar saman höndunum af gleði. Alveg eins og með annað nám hefst stærð- fræðileg hugsun heima hjá pabba og mömmu og afa og ömmu. Leikskólinn er síðan mikilvæg við- bót fyrir stærðfræðilega hugsun og formskyn sem aftur er mikilvæg undirstaða formlegra náms síðar meir. Unnið er með talnahugtök, hugtök eins og minni, stærri, fáir, margir, langur, stuttur o.s.fr. Leikföng eru efniviður, náms- og þjálfunargögn leikskólans, má þar nefna Einingarkubbana sem eru stærðfræðilega hannaðir kubbar sem flestir leikskólar státa af m.a. til að leggja inn stærðfræðihugtök með hlutbundnum hætti. Farið er í leiki sem þjálfa skilning á talnagildi og stærðfræðilega hugsun. Börnin telja hve mörg börn eru mætt í dag, hvað vantar þá marga? Þegar lagt er á borð þarf að telja gaffla, skeiðar, diska og glös. Gerð eru súlurit yfir ýmsa þætti í daglegu starfi skólans t.d. hvað eru margir í gulum sokkum í dag? rauðum eða bláum? Hvað komu margir gangandi, hjólandi eða akandi í leikskólann o.s.fr. Þannig sést að margt í skipulagi og starfi leikskóla stuðlar að stærðfræðilegri hugsun sem er einnig undirstaða formlegra náms síðar meir. Dettur einhverjum í hug að það sé tilviljun að þannig er unnið í leikskóla? „Lengi býr að fyrstu gerð“ Leikskólanám fer fram í gegnum skapandi starf og gagnvirk sam- skipti í leikskóla barnsins. Mikilvægt er að börn hafi góðar fyrirmyndir bæði heima og í skólanum. Að þau séu hvött til að vera glöð, forvitin og spurul í öllu því sem þau taka sér fyr- ir hendur. Að stuðla að sjálfsvirðingu þeirra og trú á að þau geti. Að stuðla að sjálfsstjórn og tillitsemi jafnt sem framtakssemi. Afleiðing þess er virkt, menntandi ferli þar sem börn- in gera tilraunir með tilgátur sínar og leggja mat á þær. Uppeldi og menntun í leikskóla er þroskamiða nám fyrir börn að 6 ára aldri og góð undirstaða bæði fyrir líf- ið sjálft og formlegra og fagmiðaðra nám síðar meir. Leikskólinn – fyrsti skólinn Lovísa Hallgrímsdóttir Höfundur hefur starfað í leikskólum frá árinu 1980 og verið leik- skólastjóri síðustu 13 árin. Nám Nám í leikskóla er góð og mikilvæg viðbót, seg- ir Lovísa Hallgríms- dóttir, m.a. fyrir þróun máls og lesþroska barnsins. ÞAÐ stendur upp á okkur hjá Reykjavíkur- listanum að reyna að reikna út kosningalof- orð Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki gerir hann það. Um síðustu páska sáum við 100 loforða- lista sem enginn botn fæst í, nema D-listinn telur stöðu borgarinnar í fjármálum svo sterka að ekki þurfi lán eða skattheimtu til að standa við hann. Það er von að fólk spyrji: Hvernig er hægt að lofa svo miklu og ætla sér að efna án þess að sækja til þess skattfé eða lán? Loforðin þrjú Björn Bjarnason hefur látið sér nægja að verðmerkja þrjú kosninga- loforð sjálfstæðismanna: lækkun hol- ræsaskatts, fasteignagjald og bygg- ingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. 1) Á reiki er hvort fella á holræsa- skattinn niður að hluta eða öllu, og fer eftir hver talar hjá D-lista. Við hjá Reykjavíkurlistanum vitum því ekki hvernig á að reikna þann málflutning til fjár. 2) Skattalækkanirnar sem Reykja- víkurlistinn samþykkti í nýgerðri fjárhagsáætlun fela í sér lækkun holræsagjalds um 1.128 milljónir og lækkun fasteignaskatta. Þessi lækkun er komin og er meiri en minnihlutinn virðist lofa núna. 3) Þriðja kosningaloforðið sem búið er að verðmerkja er að Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar að verja einum milljarði til að byggja hjúkrunar- heimili. Til að ,,eyða biðlistum“. Fyrir liggur að mun meira fé þarf til þess. Lykilatriði er að átta sig á að ríkið þarf lögum samkvæmt að vera tilbúið að standa undir rekstrinum. Í þessu efni er Reykjavíkurlistinn tilbúinn með milljarðs framlag sem dugir til að koma í framkvæmd áætlun sem tekur á vandanum – með öllum þeim sem eiga að koma að. Eftir stendur spurn- ingin hvað hin 97 lof- orðin sem eftir standa af loforðalista Sjálf- stæðisflokksins kosta og hvernig eigi að fjár- magna þau. Tökum þrjú dæmi: Félagslegar íbúðir án lána? Sjálfstæðisflokkur- inn lofar að eyða biðlist- um eftir félagslegu hús- næði. Að reisa 600 nýjar íbúðir kostar 5,6 milljarða króna. Þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn lofar að taka engin lán ætla þeir sér væntanlega að taka allt þetta fé af sköttum Reykvíkinga á næstu kjörtímabili í stað þess að nýta 90% lán Íbúðalánasjóðs einsog Reykja- víkurlistinn hefur talið eðlilegt. Mun- urinn á kostnaði á kjörtímabilinu er 5 milljarðar. Við sem hlustuðum grannt eftir svari oddvita sjálfstæð- ismanna á sjónvarpsfundi í Ráðhús- inu um helgina fengum engan botn í hvað Sjálstæðisflokkurinn vill. Taka lán? Borga út í hönd? Hvernig? Fimm ára börn og skólinn Reykjavíkurlistinn ætlar að bjóða fimm ára börnum hluta leikskóla- dagsins ókeypis. Þetta kostar 600 milljónir á kjörtímabilinu vegna nið- urfellingar leikskólagjalda. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur valið aðra leið, að fimm ára börn hefji grunn- skólagöngu. Ef miðað er við meðal- rekstrarkostnað í grunnskólum kost- ar það 700 milljónir á ári eða 2,8 milljarða á kjörtímabilinu. Að auki verður stofnkostnaður í byggingu skólahúsnæðis 2,5 milljarðar króna vegna nýs árgangs sem þar bætist við. Munurinn á kostnaði á kjörtíma- bilinu er því um 5 milljarðar. Í sjón- varpsþætti þar sem ég rakti þetta dæmi sagði frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins að dæmið væri ekki svona dýrt af því að einungis væri átt við ,,tilraun“. Tilraun? Sem kostar vænt- anlega ekki neitt? Hvers virði er hún? Fólk ætti að íhuga valkost Reykjavíkurlistans, sem býður öllum fimm ára börnum upp á undirbúning fyrir grunnskólann gegnum leik og nám. Bílastæðahús fyrir ekkert? Sjálfstæðisflokkurinn lofar nýjum bílastæðahúsum, án þess að taka lán. Auk þess ætla þeir að draga úr tekjum bílastæðasjóðs. Þarna virðist því vera 2 milljarða króna gat. Við höfum engin svör fengið. Enginn ostur, bara göt? Viðbótarkostnaður við stefnu Sjálfstæðisflokksins á næsta kjör- tímabili er því orðinn óskilgreindur fjöldi milljarða króna eftir því hvern- ig fulltrúar flokksins útskýra mál sitt. Og eru þá aðeins rakin örfá dæmi. Eftir standa svo vitanlega rúmlega 90 loforð Sjálfstæðisflokks- ins sem mörg kosta ekki síður skild- inginn þótt önnur séu ódýr eins og lauf í vindi. Ennþá skuldar minni- hlutinn borgarbúum skýringar á hvernig eigi að fjármagna loforðalist- ann, án þess að taka lán eða grípa til róttæks niðurskurðar. Við fengum 100 loforð um páskana. Ég kallaði þau ost við hverja músarholu. Kemur í ljós núna að þarna er enginn ostur, bara göt? Enginn ostur, bara göt? Stefán Jón Hafstein Reykjavík Við fengum 100 loforð um páskana, segir Stefán Jón Hafstein. Ég kallaði þau ost við hverja músarholu. Höfundur skipar 3. sæti Reykjavíkurlistans. Í sveitarfélaginu Ár- borg hafa doði og úr- ræðaleysi svifið yfir vötnum í íþrótta- og tómstundamálum allt það kjörtímabil sem nú er að renna sitt skeið á enda. Sveitarstjórnina hefur skort framsýni og kjark til að láta hendur standa fram úr ermum. Í aldarfjórðung hefur nánast ekkert verið gert sem til framtíðar horfir og undanfarin fjögur ár varla verið deplað auga. Höfnum svartsýninni Samfylkingin er nýtt afl sem býður fram krafta sína í sveitarstjórn Ár- borgar. Við sem skipum lista Samfylking- arinnar í Árborg til sveitarstjórnar- kosninganna 25. maí næstkomandi höfnum þeim svartsýna og niðurdrep- andi hugsunarhætti sem hefur ríkt í meirihlutastjórn sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna og felst í því að sitja með hendur í skauti og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Framundan eru nýir og spennandi tímar. Við í Samfylkingunni ætlum að horfa fram á veginn. Það þarf að blása kjarki og bjartsýni í samfélag- ið, skapa jákvætt við- horf, svo nýta megi orku íbúanna til góðra verka. Við viljum að hér sé aðstaða til íþrótta- og tómstundaiðkunar eins og best verður á kosið. Ekkert minna er nógu gott. Við viljum að ungt fjölskyldufólk, jafnt sem eldri borgarar, velji Árborg til framtíðarbú- setu vegna þess að hér sé rífandi gangur og framtíðaráætlanir liggi fyrir. Uppbygging Sundhallarinnar Brýn verkefni á þessu sviði eru mý- mörg. Það þarf að ljúka uppbyggingu við Sundhöll Selfoss og skapa þar með eftirsóknarverða aðstöðu fyrir al- menningsíþróttir og ferðaþjónustu. Það þarf að ráðast í framkvæmdir á íþróttavallarsvæðinu til að bæta að- stöðu knattspyrnumanna og létta óhóflegt álag á núverandi æfingaað- stöðu. Það þarf að hanna og undirbúa framkvæmdir við frjálsíþróttavöllinn, sem núna er slysagildra. Það þarf að herða á samningaviðræðum við rík- isvaldið um byggingu íþróttahúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það þarf að tryggja að við nýjan grunnskóla í Suðurbyggð verði byggður salur sem nýtist til íþróttaæfinga að skóladegi loknum. Það þarf að setja aukinn kraft í uppbyggingu íþróttaaðstöðu fyrir hestamenn. Það þarf að hanna og setja á áætlun lagningu gervigrass á gamla malarvöllinn. Það þarf að bæta aðbúnað við íþróttavellina á Stokkseyri og Eyrarbakka. Það þarf að byggja hér upp 18 holu golfvöll. Hleypum að nýju afli Af þessari upptalningu sést að margt þarf að gera, enda er hádegis- lúrinn, sem tekinn var eftir landsmót ungmennafélaganna 1978, orðinn að Þyrnirósarsvefni. Við í Samfylking- unni gerum okkur grein fyrir að ekki verður allt þetta lagað í einni svipan með sjónhverfingum. En við leggjum áherslu á virkt íbúalýðræði og óskum eftir samvinnu við einstaklinga og fé- lagasamtök á þessu sviði við að for- gangsraða verkefnum og skipuleggja uppbygginguna svo að í fyrirsjáan- legri framtíð verði aðstaðan hér orðin til sóma. Það er ljóst að þessar framkvæmd- ir eru dýrar en ekki má gleyma því að þær munu gefa af sér umtalsverðar tekjur, bæði beinar tekjur af afnotum (sundlaug, golfvöllur o.fl.) og óbeinar, vegna fjölgunar ferðamanna sem nýta munu aðstöðuna, og vegna fjölg- unar atvinnutækifæra fyrir heima- menn. Gleymum því ekki heldur að það er dýrt spaug að ala ungdóminn upp við eilífan barlóm og úrtölur. Við í Samfylkingunni ætlum að bretta upp ermar og taka til hendinni með ykkur, íbúunum. Það er sagt að tvisvar verði sá feg- inn er á steininn sest. Nú er meiri- hlutinn í sveitarstjórn Árborgar bú- inn að sitja heilt kjörtímabil með hendur í skauti og orðinn þreyttur í botninum. Hleypum að nýju afli, kraftmiklu fólki sem vill, þorir og get- ur skapað hér fjölskylduvænt og eft- irsóknarvert samfélag í náinni fram- tíð. Brettum upp ermarnar Gylfi Þorkelsson Árborg Við höfnum þeim svart- sýna og niðurdrepandi hugsunarhætti, segir Gylfi Þorkelsson, sem hefur ríkt í meirihluta- stjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Höfundur skipar fjórða sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Árborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.