Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hann var góður vinur okkar hann Valur Vals eins og við kölluðum hann. Ekki bara vinur okkar, hann var vinur allra og Vinur með stóru vaffi. Hann var friðarins maður, vildi engum illt og var umhugað um vel- ferð allra og sérstaklega þeirra sem minna máttu sín. Ríkur í anda með gott lundarfar og gott hjartalag. Hann var ekki maður margra orða en við viljum minnast hans með eft- irfarandi bæn: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft af rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Með kveðju. Sævar og Sigurbjörn. VALUR GUÐ- MUNDUR VALSSON ✝ Valur Guðmundur Valssonfæddist í Reykjavík 24. desem- ber 1959. Hann lést 14. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 21. mars. Edda, vinkona mín, er látin. Við Edda kynnt- umst í Vestmannaeyjum árið 1962 og alla tíð síðan hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar. Þegar við hjónin fluttumst til Vestmannaeyja 1961 með Ástu dóttur okkar, kynntust við strax yndislegu fólki, sem okkur þykir ætíð vænt um, sumir eru látnir nú, aðrir ofar moldu, sem betur fer. Ég mun ávallt sakna Eddu, vin- EDDA GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR ✝ Edda GuðrúnSveinsdóttir fæddist í Arnar- drangi í Vestmanna- eyjum 26. mars 1935. Hún lést á heimili sínu 20. apríl síðast- liðinn. Útför Eddu Guð- rúnar fór fram frá Digraneskirkju 26. apríl sl. konu minnar. Nú get ég ekki hringt eða komið í kaffisopa, þar sem alltaf var tekið höfðinglega á móti mér í fallegu íbúðinni henn- ar. Edda var glæsileg kona, mikil húsmóðir, ákaflega þrifin. Hún valdi alltaf klæðnað af mikilli kostgæfni. Einn af góðu kost- um hennar var hve traust og orðvör hún var, alltaf var hægt að treysta henni. Síðustu ár Eddu urðu henni því miður mjög erfið, heilsunni hrakaði og hún kvaldist mikið, en nú er hún laus við þjáningar og komin til þess er öllu ræður Ég er viss um að þar verður tekið vel á móti henni. Guð blessi minningu Eddu og geymi börnin og barnabörnin. Ágústa. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Benna tengda- föður mínum, veiði- félaga og vini fyrir nærri tuttugu ár- um þegar ég hóf búskap með dóttur hans henni Hönnu Þóru. Þau hjón Benedikt og Regína tóku mér opn- um örmum og hafa verið mér sem foreldrar æ síðan. Benni var um margt einstakur maður, bónljúfari mann er ekki hægt að hugsa sér, hann vildi allt fyrir alla gera. Létt lund og frásagn- argleði þar sem eftirhermur og leiftrandi kímni voru allsráðandi var hans aðalsmerki, það sagði enginn sögur eins og Benni. Veiðimaður var hann af ástríðu og voru Fljótaá og Blanda honum ofarlega í huga. Strax upp úr áramótum var farið að skipu- leggja næstu ferðir í Blöndu með veiðifélögum sem þangað fóru á hverju sumri og höfðu gert í mörg ár. Í mars eða apríl var farið að spá hvenær yrði dregið um daga í Fljótaá en í þann útdrátt var Benna boðið á hverju ári af stjórn stang- veiðifélagsins. Það stóra skarð sem Benni skilur eftir sig í hópi veiði- félaga verður aldrei fyllt, en minn- ingin um góðan dreng mun lifa og ef- laust verða sagðar margar sögur af uppátækjum hans í komandi veiði- ferðum. Þeir sem trúa vita að nú veiðir kappinn á hinum eilífu veiði- lendum þar sem fiskur er á hverjum öngli og áhyggjur og argaþras hversdagsins er víðs fjarri. Annað helsta áhugamál Benna var brids, það spilaði hann hvar og hvenær sem færi gafst. Þær voru ófáar ferð- irnar sem farnar voru inn í Fljót að spila ýmist í Neskoti eða Vestarihól BENEDIKT SIGURJÓNSSON ✝ Benedikt Sigur-jónsson fæddist á Steinavöllum í Fljót- um hinn 17. septem- ber 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnun- inni í Siglufirði hinn 15. apríl síðastliðinn og var hann jarð- sunginn frá Siglu- fjarðarkirkju 27. apríl. og var þar oft glatt á hjalla. Hin síðari ár spilaði hann með góðu fólki í Bridsfélagi Siglufjarðar og var ný- kominn heim úr fræk- inni för til Belgíu og hafði hann frá mörgu að segja úr þeirri ferð eins og nærri má geta. Benni hafði ótrúlegt minni þegar kom að skák eða brids og fannst mér að hann gæti rakið spil fyrir spil mörg ár aftur í tím- ann. Það er ómetanlegt þegar maður á lífsleiðinni kynnist og er samferða manni sem gaf jafnmik- ið af sér og Benni. Ég vil með þessum orðum minn- ast og heiðra minningu þessa mann- kostamanns og færa honum þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir ógleymanlegar ánægjustundir á liðnum árum. Guð blessi minningu Benedikts Sigurjónssonar. Ingvar Kr. Hreinsson. Mér varð á að hugleiða nýverið, hver sveitunga minna hefði verið eða væri mesti Fljótamaðurinn. Niður- staða úr þeirri hugleiðingu er ekki komin, önnur en sú, að í þeim flokki værum við Benni örugglega. Hugurinn hverfur um stund að næstfremsta byggðu bóli í Flókadal í Fljótum, Steinavöllum, þar sem bjuggu foreldrar Benna, Sigurjón og Ingibjörg. Þótt þau byggju í af- skekktri sveit og á afskektum bæ, að margra mati, voru þau bæði mjög fé- lagslynd og að mínu áliti heimsborg- arar. Sigurjón sótti oft vinnu til Reykjavíkur og heimkominn kenndi hann ungum mönnum kúnstirnar úr höfuðborginni, meðal annars brids og sagði svo um eitthvert skringilegt uppátækið: „Svona gera þeir í Reykjavík.“ Og Ingibjörg var eld- hugi að hverju sem hún gekk. Hún fylgdist vel með, sótti fundi og mannamót við öll möguleg tækifæri og lét sig ekki muna um að koma fót- gangandi alla þessa löngu leið, oft öslandi yfir mýrarsund og vatnsföll, hafði þá stytt sig sem kallað er, það er bundið pilsið og peysufatasvunt- una upp svo ekki óhreinkaðist; hafði með sér hreina sokka og skó til þess að bregða sér í og fá svo far síðasta spölinn á fundinn eftir að bílar komu í sveitina. Já, sumir kalla bæði sveit- ina og bæina þar í dölunum af- skekkta. Afskekkta frá hverju? Ekki fannst mér það og á meðan fólk vill- ist ekki frá sjálfu sér er ekki yfir neinu að kvarta. Mér finnst, að við gætum komið við á hverjum bænum á fætur öðrum á þessum árum og fundið þar blóm- legt mannlíf. Drepum aðeins niður fæti á næsta bæ, Austarahóli, þang- að sem Benni sótti konuefnið sitt. Þar hittum við fyrir hjónin Jósefínu og Frímann, sem skiluðu sveitinni hátt á annan tug myndarlegra barna, öll góðum gáfum gædd, með- al annars fagurri söngrödd og list til að líkja eftir raddblæ annars fólks af snilld, en græskulaust. Þetta fólk er nú að vísu dreift um víðan völl og víða sér afkomendanna stað. Í þessu andrúmi ólst Benni upp og mótaðist af því eins og flestir. Hann unni alla tíð sveitinni. Ekki leið á löngu er við hittust, að hugurinn næmi ekki staðar við litla á, þar sem spóinn vellur daginn langan og sil- ungur kastar sporði í lygnum vatns- fletinum. Hann var náttúruunnandi af lífi og sál. Nú er síðasta ferðin frá Siglufirði hafin. Hvert? Hvert annað en í Fljótin. Ég kveð Benna á sama hátt og áð- ur: Sjáumst. Við Ragna sendum Regínu og af- komendum þeirra samúðarkveðjur. Björn Hermannsson. 0   $    '  8*87 (-C     ! ! )9D :"+ $ " .  )     )6#     .  5 ! +2,, % ( % A!!  -A ( % A!)# "( % A!)# 4#) !( % A!)# - /.*.%!!  *% ( %  ( % A!)# %!:!" 26 . 0   !  $  01/41 (8    ,$%E :"+ $ " . )    3 . ).   5 ! +,(, % + !)# -  )4 #!! . 7 #)  '  F33 1 : % :"+2# ) :G :"+  /!"H! %         !       2 !   "  #   !$% $  %$)  !)#  -4! !!     !!  /I2  !!     !)# %;#   !)# 0# .0# !!  3! % # :+# !)# %)  % +6!":). "  - 8 17- J--  7  *+   ) /!"H! %        2 !        # )    ++ !   +*,, 8  . !    *%. !!  *" %:%%!! %  ! ) ). & '   $  *0K 3 *0         *+6%!!  %  !)#  * - !  $ ) !*% *+  )#   *+  !      %  ! ) ). 0         -78( -/0 1   )9 #9    :     2 ! -A  )# 26 % %) 26 . ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.