Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 07.05.2002, Qupperneq 53
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 53 frá MAPEI Flotmúr Sími 525 3000 • www.husa.is 3 gerðir, 23-25 kg pokar 1.990 kr. pokinn GLÖGGIR menn sem margir voru staddir á sýningu Hrossarækt- arsamtaka Suðurlands í Ölfushöll- inni telja að skammt sé þess að bíða að hestaunnendur fái að sjá tíu veifað fyrir tölt í kynbótadómi ef stóðhesturinn frægi Töfri frá Kjartansstöðum mætir í dóm í vor. Þóttu tilþrif hans í höllinni jaðra við fullkomleikann sjálfan þegar hann Jóhann R. Skúlason sýndi hann í niðjasýningu móður hans Ternu frá Kirkjubæ. Töfri hafði reyndar gefið tón- inn á landsmótinu í Reykjavík ár- ið 2000 þegar hann kom fram fjögurra vetra og hlaut þá 9,0 fyrir tölt og þar af 9,5 fyrir hægt tölt. Nú hefur hann heldur bætt við og þykir hafa nánast botnlaust rými ásamt frábærlega mjúkri niðurhægingu. Hestamenn virðast því geta látið sig hlakka til þegar Töfri mætir til leiks á nýjan leik í vor. Stefnt verður með hann í dóm og væntanlega á landsmót í framhaldinu. Mikil ásókn hefur verið meðal hryssueigenda í að halda undir Töfra og sagði einn eigenda hestsins Þorvaldur Sveinsson að ljóst væri að færri kæmust að en vilja. Yrði því að velja úr hópi umsækjenda og yrði kappkostað að velja gæðingshryssur undir klárinn en ekki yrði farið eftir kynbótamati Bændasamtakanna, það eitt væri víst. Sagði hann jafnframt að ekki væri búið að ákveða hvaða verð yrði sett á tollinn í ár en í fyrra kostaði 120 þúsund krónur undir klárinn. Ljóst væri að verðið myndi eitt- hvað hækka. Það vakna því spurningar hvort í vændum sé nýtt Orraævintýri en þar kostar dropinn 350 þúsund krónur sem kunnugt er. Töfri hefur verið bendlaður við ófrjósemi en í fyrra tókst að láta hann fylja á fimmta tug hryssna. Tían hjá Töfra í sjónmáli ÞAÐ hefur ekki farið framhjá nein- um að Hestamannafélagið Fákur stendur á áttræðu um þessar mund- ir. Meðal þess sem gert var til hátíð- arbrigða er vegleg reiðhallarsýning sem félagið stóð að eitt og sér um helgina. Þótti sýningin takast með miklum ágætum að flestu leyti öðru en því að hún varð klukkustund lengri en til stóð. Fór nú reyndar svo með þá þrjá stórviðburði á sviði hestamennsku um helgina, alstaðar dróst dagskrá á langinn og er það margsannað mál að hestamenn kunna sér ekki hóf í lengd dagskrár. En margt gladdi augað hjá Fáki og bar þar ef til vill hæst sýningu Olil Amble á Suðra frá Holtsmúla sem virðist óðum að ná tökum á hinu mikla brokki sem hann býr yfir. Ormur frá Dallandi gladdi einnig mjög með góðum töktum í ræktunar- hópssýningu Gunnars Dungal og Þórdísar Sigurðardóttur frá Dal- landi. Sérstaklega þóttu skeiðtilþrif- in góð á laugardagskvöldið. Hinsveg- ar kom bróðir hans Markús frá Langholtsparti ekki fram eins og boðað hafði verið. Þá voru helstu töffarar og skvísur Fáks með æsilegt atriði í lok sýn- ingar og má fullyrða að það sé ein glæfralegasta munsturreið sem sést hefur í Reiðhöllinni í Víðidal. Fleira mætti til nefna af góðri sýningu en þetta látið gott heita. Ágætis afmælisveisla Fáks Allt er þetta að koma hjá Suðra frá Holtsmúla og Olil Amble og má nú von bráðar fara að eigna þeim Íslandsmeistaratitilinn í fjórgangi í sumar. Morgunblaðið/Vakri Hróður frá Refsstöðum hefur verið einn af „heitu“ hestunum frá síðasta landsmóti og ekki brást hann vonum manna í Reiðhöllinni hjá Mette Mannseth. ÍÞRÓTTIR ÞEIR hafa löngum verið stórhuga Andvaramenn í Garðabæ því auk þess að hafa náð samningum við bæjarfélagið um byggingu reið- skemmu þá hyggjast þeir standa fyrir áhugaverðri mótaröð í skeiði í sumar þar sem keppt verður á fimm mótum alls. Keppt verður í 150 og 250 metra skeiði og 100 metra flugskeiði. Fyrsta mótið verður fimmtudaginn 9. maí, annað mótið 9. júní, þriðja mótið 22. júní, fjórða mótið 10. ágúst og lokapunkturinn verður svo hið margfræga Meistaramót Andvara á Andvaravöllum í byrjun september. Vegleg peningaverð- laun verða í boði fyrir þrjú efstu sætin í hverri grein. Fyrsta sæti gefur 40 þúsund krónur, annað sæti 20 þúsund og þriðja sætið 10 þúsund. Í lokin verður stigahæsta par hverrar greinar verðlaunað sér- staklega og eru þar í boði 100 þús- und krónur. Skráning á hvert mót er krónur 2.500 en hægt er að skrá á öll mótin og lækkar gjaldið þá í krónur 2.000. Þá segir í fréttatil- kynningu að allt verðlaunafé renni til verðlauna. Veðbanki verður starfræktur í tengslum við móta- röðina. Á meistaramóti Andvara verður dagskrá með hefðbundnum hætti, keppt í meistaratölti, A- og B- flokki á beinni braut og svo að sjálfsögðu kappreiðar. Ríkissjón- varpið verður með beina útsend- ingu á sunnudegi frá mótinu. Mótaröð hjá And- vara í sumar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.