Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 60

Morgunblaðið - 07.05.2002, Side 60
Dýrahald Köttur í óskilum SVARTUR og hvítur kött- ur, ólarlaus, er í óskilum á Suðurnesjum. Kötturinn hefur hugsanlega komist þangað í bíl því hann var út- ataður í olíu. Upplýsingar hjá Jóni í síma 847 8267. Læða í óskilum SVÖRT læða, með hvíta bringu og hvítar loppur og gulgræn augu, hefur haldið til við hús á Seltjarnarnesi síðastliðna viku. Kötturinn er ómerktur en greinilega heimilisvanur. Þeir sem sakna kattar sem passar við þessa lýsingu, vinsam- legast hafið samband í síma 860 0410. Kisur vantar gott heimili ÓVENJU falleg og gáfuð „siams“ blendings læða, u.þ.b. árs gömul (sem við höfum kallað Mistý), fannst á Arnarnesinu í janúar sl. Auglýst var eftir eigendun- um og lýsing gefin á henni í Kattholti, en því miður fundust eigendurnir ekki. Við eigum 3ja ára gamla læðu fyrir og þeim Mistý hefur ekki samið. Það hefur því verið nokkuð strembið að hafa þær saman á heim- ilinu. Við gátum hins vegar ekki hugsað okkur að senda Mistý út í óvissuna þar sem fljótlega kom í ljós að hún var þegar orðin kettlinga- full þegar hún kom til okk- ar. Hún eignaðist þrjá ynd- islega kettlinga sem nú eru orðnir átta vikna og höfum við þegar fundið heimili fyrir tvo þeirra, en einn er eftir, sem er fress, og Mistý. Kettlingurinn er grár, með hvítum flekkjum og er loðnari og mýkri en gengur og gerist með kett- linga. Mistý er hvít á bringu og loppum, en grá- bröndótt á baki. Við leitum að góðum heimilum sem geta tekið Mistý og/eða kettlinginn að sér. Vinsam- legast hringið í síma 695 2967 eða 554 1290 ef þið getið tekið þau að ykkur (annað eða bæði). VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is DAGBÓK 60 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... ÁVERKALÝÐSDAGINN 1. maífór Víkverji í gönguferð um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og lét sér nægja að horfa þaðan yfir Tjörnina á kröfugöngu verkalýðs- félaganna. Víkverji hefur oft gengið um kirkjugarðinn og notið þess að skoða legsteinana sem margir hverj- ir eru mikil listaverk, auk þess sem ferð í kirkjugarðinn er kærkomið tækifæri til að gefa sig persónufræð- inni á vald. x x x AÐ LOKINNI gönguferð umkirkjugarðinn gluggar Víkverji svo gjarnan í hina vönduðu bók Björns Th. Björnssonar listfræð- ings, Minningarmörk í Hólavalla- garði, en þar er að finna mikinn fróð- leik um það gamla handverk sem finna má í garðinum og fólkið sem undir minningarmörkunum hvílir. Bókin var gefin út af Máli og menn- ingu í tilefni af 150 ára afmæli kirkjugarðsins árið 1988, og í henni er rakin er saga garðsins allt frá því Lorentz Angel von Krieger stiftamt- maður hóf baráttu sína um 1830 fyrir því að Reykvíkingar yrðu framvegis jarðaðir í helgum reit í Hólavalla- túni. Í eftirmála að bókinni greinir Björn frá því að hann hafi áður fyrr farið með listsögunemendur sína í það sem hann kallaði stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur. x x x ÞAR vestur við Mela, oft milli sól-skins og hryðju, reyndum við að lesa á þessa óskrifuðu bók lista- og menningarsögunnar, og tuggðum með dálítið krydd mannfræðinnar, ætti einhver skrýtna sögu, sá er und- ir lá. Við reyndum að lesa í stein- formin, af hvaða evrópskum stíl þau væru sprottin, við reyndum að ráða í táknin, uppruna þeirra og merkingu, lesa í handbragð steinhöggvaranna, strukum mosann af til þess að spá í leturgerðirnar, steinskrift, antíkvu, fraktúru, og væri einhver svo fróður, þá í það, hvernig steinn eða skreytt- ur kross rímaði við líf og lund þess sem gröfina átti. Í þessum gamla garði kynntumst við bæði yfirlæti og lítillæti, og við fengum góða lexíu í því, að dauður væri ekki dauður, þegar hugur hans og verk – og jafn- vel samtíð hans – lifðu enn á meðal okkar. Þannig varð þessi dauðareit- ur okkur lifandi safn og saga,“ segir Björn Th. Björnsson. Fróðleikurinn úr þessum ferðum lærimeistarans með nemendur sína í kirkjugarðinn varð svo síðar kveikj- an að bókinni góðu. x x x AÐ ÞESSU sinni varpaði þaðnokkrum skugga á heimsókn Víkverja í kirkjugarðinn að sjá mátti brotna legsteina og krossa sem greinilega hafa orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Er óskiljanlegt með öllu að þeir séu til sem fá útrás í því að vinna slík helgispjöll. Minnist Víkverji þess að fyrir nokkrum árum voru unnin mikil spjöll í kirkjugarð- inum og var legsteinn Jóns Sigurðs- sonar forseta einn þeirra sem urðu illa fyrir barðinu á skemmdarvörg- unum. Þá kom einnig fram að nokk- uð hafi borið á fíkniefnasölu og ann- arri glæpastarfsemi í garðinum að næturlagi. Er nauðsynlegt að tryggja með öllum tiltækum ráðum að þessi menningarreitur í miðbæ Reykjavíkur fái frið fyrir glæpalýð af þessu tagi. ÉG GET ekki orða bund- ist yfir þeim ruddaskap sem ríkissjónvarpið beitir okkur áhorfendur í skjóli þess að við getum ekki sagt því upp. Þar á ég við þáttinn Leiðarljós. Þessi þáttur er búinn að vera hér í 16 ár og er búinn að vera mörgum kær heim- ilisvinur, sérstaklega fólki sem býr eitt og hefur litla tilbreytingu. Þegar þeir auglýstu að Leiðarljós færi í frí en nefndu ekki hvað lengi þá grunaði mig að þeir væru að hætta með þáttinn. Á öðrum degi eftir að auglýsingin var birt hringdi ég í sjón- varpsstöðina og bað um dagskrárdeild og hitti á mjög almennilega stúlku og spurði hvort þeir væru hættir með þáttinn. Hún sagðist ekki vita það en síminn stoppaði ekki, t.d. hefðu 70 manns hringt daginn eftir að auglýs- ingin var birt. Hún skrif- aði niður allar hring- ingar. Það gæti verið að þeir tækju tillit til þess. Tvær konur hringdu rétt á eftir mér. Önnur fékk samband við innkaupa- stjórann sem bar því við að þættirnir væru svo dýrir. (Sem getur ekki staðist því þættirnir sem nú er verið að sýna eru 10 ára gamlir, sem sagt þættir 1991 og þeir eru enn í fullum gangi 2002. Byrjuðu fyrst 1952.) En svo bætti hann við að það yrði kannski byrjað að sýna þá eftir mánuð. Hin konan hringdi rétt á eftir og þá kom hið sanna í ljós. Hún fékk hvorki samband við dagskrárstjóra né inn- kaupastjóra. Konan sem svaraði sagði að ef þetta væri í sambandi við Leið- arljós þá gæti hún sagt henni að þeir þættir væru alveg hættir. Þá loksins fékk maður sannleikann. Ég ætla að vona að fleiri sem hafa horft á þessa þætti hafi kjark í sér að láta til sín heyra og mótmæli að fjölmiðill sem við verðum að borga af geti haft það frjálsræði að klippa á þætti þegar þeim sýnist. Þá er illa komið fyrir lýðræðinu. Guðrún A. Thorlacius. Leiðarljós LÁRÉTT: 1 sníkja, 4 sér eftir, 7 hitt, 8 snákum, 9 hagnað, 11 grugg, 13 óska, 14 rán- dýr, 15 smábátur, 17 lík- amshluta, 20 lík, 22 gufa, 23 viðfelldin, 24 kylfu, 25 örlæti. LÓÐRÉTT: 1 kjaftæði, 2 fugls, 3 ójafna, 4 stuðningur, 5 fær af sér, 6 pílára, 10 skott, 12 gúlp, 13 fjandi, 15 ís, 16 mannsnafn, 18 forar, 19 skynfærin, 20 lof, 21 guð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 handfærið, 8 suddi, 9 telja, 10 lúi, 11 renna, 13 rimma, 15 gamma, 18 snáfa, 21 fim, 22 lítil, 23 ámóta, 24 fiðringur. Lóðrétt: 2 aldin, 3 deila, 4 æptir, 5 illum, 6 ósar, 7 haka, 12 næm, 14 iðn, 15 gull, 16 metri, 17 aflar, 18 smáan, 19 Áróru, 20 afar. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skipin Reykjavíkurhöfn: Sava Lake kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Huginn, Taurus og Luda koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl 10 boccia, kl. 10 enska, kl. 11 enska og Lance dans, kl. 13 vinnustofa, postulíns- málning og bað. Jóga- námskeið hefst mið- vikud. 7. maí kennt á þriðju- og fimmtudögum kl. 9. Lágmarks þátt- taka 10 manns. Farið verður í Hagkaup Skeif- unni miðvikud. 8. maí kl. 10 með viðkomu á Grandavegi 47. Kaffi og meðlæti í boði Hag- kaupa. Skráning í af- greiðslu eða s.562 2571. Hjúkrunarfræðingur, verður í Aflagranda 40 miðvikud. 8 maí. kl. 11– 12. vegna frídagsins 9. maí. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Handverksýning verður föstud. 10. og laugard. 11. maí kl. 13–16.30. Bingó fellur niður föstud. 10. maí vegna sýningarinnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Mánud. 13. maí, óvissuferð! lagt af stað frá DAMOS kl. 13 og komið til baka um kl. 17. Uppl. hjá Svanhildi í s. 692 0814. Félagsstarfið Seljahlíð. Sýning á handverki heimilismanna verður dagana 11., 12. og 13. maí kl. 13.30–17. Kaffi- veitingar á staðnum. Allir vekomnir. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Þriðjud: Skák kl. 13. Kynningu kl. 16.30 í húsnæði Marg- miðlunar á Suðurlands- braut 4 um notkun Int- ernets og hvaða möguleika það býður upp á, skráning á skrif- stofu FEB. Göngu- Hrólfar fara í leik- húsferð á Sólheima laugard 18. maí að sjá „Hárið“ brottför frá Ás- garði kl. 14 skráning á skrifstofu FEB. s. 588 2111. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids, saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30. Spænskukennsla kl 16.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið sunnu- daga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Handverkssýn- ing verður föstudaginn 10. maí frá kl. 10–16, laugardaginn 11. maí frá kl. 13–16 og mánudag- inn 13. maí kl. 10–16. Félagsvist fellur niður mánudag. Sunnudags- kaffið fellur niður sunnud. 12. maí. Gerðuberg, félagsstarf, opin handavinnusýning frá kl. 9–18 þriðjudag og miðvikudag. Kl. 13 fé- lagsvist í samstarfi við Fellaskóla, Seljaskóla og Hólabrekkuskóla, kl. 16. 30 dregið í happ- drætti félagsvist- arspjöld vetrarins gilda sem miðar. Á morgun kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, kl. 15 „glatt á hjalla“ dansað í anddyri og úti ef veður leyfir. Á föstudag kl. 16.30 dans- leikur, Hjördís Geirs. og Ragnar Páll. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handavinna, kl. 14 þriðjudagsganga og boccia, kl. 19 brids. Vor- sýning á handunnum nytja- og skrautmunum verður dagana11. og 12. maí. Vinsamlega skilið inn munum dagana 6.–8. maí. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, kl. 19 gömlu dansarnir. Vor- sýning á handunnum nytja- og skrautmunum verður dagana 11. og 12. maí. Vinsamlega skilið inn munum dagana 6.–8. maí. Nemendur Digra- nesskóla bjóða eldri borgurum í Kópavogi til fræðslu og skemmti- dagskrár föstudaginn 10. maí kl. 10. Háteigskirkja eldri borgar á morgun mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund. Kl. 14:30 Heimsókn frá R- listanum í Reykjavík með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra í broddi fylk- ingar. Fundurinn verð- ur í matsalnum. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13 myndlist. Hand- verkssýning verður sunnud. 12. maí og mánud. 13. maí kl. 13– 17. Spilað á harmonikku í kaffitímanum. Sýn- ingin er öllum opin. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl.9.15– 16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilað. Handverksýning verður dagana10., 11. og 13. maí frá kl.13–17, söng- ur, tónlist, dans. Vitatorg. Kl. 9 smíði kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfugerð, kl. 14 fé- lagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju Fimm- tud. 9. maí, uppstigning- ardag, verður kirkju- dagur aldraðra haldinn hátíðlegur sameiginlega í Hjallakirkju kl. 14. Kvenfélagið Fjallkon- urnar. Fundur kl. 20 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Konur úr kvenfélagi Óháða safn- aðarins og úr Kven- félagi Háteigssóknar koma í heimsókn. Kvenfélag Seljasóknar, fundur í kirkjumiðstöð- inni kl 20. Húnvetningafélagið í Reykjavík, aðalfund- urinn er í kvöld í Húna- búð Skeifunni l1 kl. 20. 30, venjuleg aðalfund- arstörf. Féla hvattri til að mæta. Kvenfélag Kópavogs. Farið verður út að borða 23. maí. Þátttaka tilkynnist fyrir 13. maí hjá Ólöfu s. 554 0388 eða Guðmundu s. 554 5164. Mæting kl.19.15 í Hamraborg 10. Hana-nú Kópavogi Mið- ar á sýninguna „Smellur 2 ... aldrei of seint“ til sölu í Gjábakka í dag kl. 10–12 og á sama tíma í Gullsmára 8. og 10. maí. Miðapantanir í s.554 3400 og hjá Dóru í s. 899 5508. Sýningar frá 11. til 18. maí kl. 14 í Hjáleigunni Félags- heimili Kópavogs. ITC Irpa fundur í kvöld kr. 20 að Hverafold 5. Uppl. í síma 699 5023. Í dag er þriðjudagur 7. maí, 127. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Ávítur fá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja. (Orðskv. 16, 18.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.