Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 61

Morgunblaðið - 07.05.2002, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 61 DAGBÓK VELÚRGALLAR Ný sending, nýir litir Stærðir XS - 2XL Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Bankastræti 14, sími 552 1555 Sportlegur fatnaður Jakkar, vesti, pils og buxur Gott verð Mikið úrval af nýjum sumarfatnaði í báðum verslunum okkar Góðar stærðir, gott verð Verslun fyrir konur Laugavegi 44 og Mjódd FLÍSPEYSUR & HÚFUR fyrir íþróttahópa & fyrirtæki með ísaumuðum merkingum Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 04 88www.myndsaumur.is AÐEINS Í 2 DAGA! Sérvörudeild RJC hættir sölu á undirfatnaði (m.a Fila og Pastunette ), skarti, hönskum, treflum o.m.fl. Afsláttur af heildsöluverði! Opið í dag, þriðjud. 7. maí, 13-19 og á morgun miðvikud. 8. maí, 13-19 L A G E R S A L A ROLF JOHANSEN & COMPANY, SKÚTUVOGI 10A, (á milli IKEA og Húsasmiðjunnar) Símar: 595 6700/595 6767. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert vel undirbúinn fyrir það sem þú tekur þér fyrir hendur og nærð góðum ár- angri. Þú kemur til með að hafa yfirsýn yfir þau mark- mið sem þú vilt setja þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Taktu frá tíma frá önnum dagsins og einbeittu þér að sjálfum þér. Það er ekki á þínu valdi að breyta þó svo þér finnst lítið miða áfram. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér geta verið allir vegir færir, en það er ekki nóg að vita hvað er manni fyrir bestu heldur er nauðsynlegt að tileinka sér það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur verið nauðsynlegt að fá ráð frá þér eldri og reyndari í dag. Það víkkar út sjóndeildarhring þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér finnst líf þitt vera kom- ið í þær skorður sem þér henta og nú megi engu breyta. Mundu samt að ekkert fær staðist til eilífð- ar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Spilaðu rétt úr þeim spilum sem lífið hefur gefið þér. Nýttu þér andlegt og lík- amlegt atgervi þitt til hins ýtrasta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ýmis tækifæri standa þér opin og það er erfitt að velja. Leitaðu ráða þér eldri og reyndari manna og þá áttu auðveldara með að taka af skarið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft ekki að hlaupa til þótt fólkið í kringum þig sé með einhver látalæti. Stattu fastur á þínu uns rykið eftir hina hefur sest aftur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Til þess að taka áhættu er nauðsynlegt að þekkja að- stæður og kunna leikinn vel. Annars getur allt farið á versta veg. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stattu fast á þínu. Það er einhver umræða í gangi sem kann að snerta þig svo þér er fyrir bestu að hafa allt þitt á hreinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er allt í lagi að segja meiningu sína en þó þannig að það særi ekki. Þótt skoð- anir séu skiptar þarf það ekki verða til vinarslita. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að standa á rétti þínum en gæta þess um leið að gera ekki meira úr hlut- unum en nauðsyn krefur. Vertu ákveðinn en einlæg- ur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ljómar af orku og ert fullur af hugmyndum sem þú vilt koma í framkvæmd sem fyrst. Þér tekst það því þú hefur allt sem til þarf. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla VESTUR á góð varnar- spil gegn slemmu mót- herjanna – svo góð, að hann getur varla spilað nokkru út! Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ 752 ♥ DG1053 ♦ D2 ♣875 Vestur Austur ♠ D84 ♠ 103 ♥ Á874 ♥ K962 ♦ G876 ♦ 109 ♣K3 ♣G9642 Suður ♠ ÁKG96 ♥ – ♦ ÁK543 ♣ÁD10 Spilið kom upp í tví- menningskeppni hjá BR föstudagskvöldið 19. apr- íl. Óskar Sigurðsson og Sigurður Steingrímsson voru með spil NS og sögðu þannig eftir „Blue- card“ – sem er heima- smíðað kerfi á eðlilegum nótum: Vestur Norður Austur Suður – – – 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Þetta er sjaldgæf sagnröð á tímum veikra opnana á öðru þrepi, en byrjun suðurs á tveimur spöðum sýndi a.m.k. fimmlit í spaða, fjórlit í tígli og meira en 16 punkta. Norður átti ekki mikið fyrir hækkun sinni í geim, en suður átti þeim mun meira í varasjóði og stökk í slemmu. Víkur þá sögunni til vesturs, sem varð ein- hvers staðar að koma út eftir þessar lokuðu sagn- ir. Hann valdi hjartaás- inn, eins og flestir hefðu líklega gert. Óskar var sagnhafasætinu. Hann trompaði og lagði niður ÁK í spaða. Spilaði næst tígli á drottningu, hjarta- drottningu úr borði og henti lauftíu heima þegar austur lét lítið hjarta. Aftur kom hátt hjarta og kóngur austurs var trompaður. Síðan tók Óskar á tígulás og stakk tígul með spaðasjöu blinds. Þá innkomu not- aði hann til að henda laufdrottningunni niður í fríhjarta og lagði upp um leið – vörnin fékk aðeins einn slag á trompdrottn- inguna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 7. maí, er sjötugur Hallmar Thom- sen, Dalbraut 27, Reykja- vík. Hann tekur á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu nk. laugardag 11. maí á milli kl. 15–18. 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 7. maí, er sextug Helga Harðar- dóttir blómaskreytir, Sæ- bólsbraut 26, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Sig- urður Grétar Guðmundsson pípulagningameistari. Þau hjónin taka á móti ættingj- um, vinum og velunnurum á morgun, 8. maí, í Félags- heimili Kópavogs kl. 17–19. Þar heldur Helga einnig sína fyrstu málverkasýn- ingu. 90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 7. maí, er níræð Olga Gísladóttir, áður til heimilis í Melgerði 6 í Kópavogi, en dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð. Af þessu tilefni vonast hún til að sjá ættingja og vini í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi, fimmtudaginn 9. maí (upp- stigningardag) milli kl. 16 og 19. LJÓÐABROT STÖKUR Stormur reiður stikar dröfn, stækka leiðar undur, þegar skeiðin skriðajöfn, skafla sneiðir sundur. Þótt hún slengist hart á hlið, hyllir enginn friðinn, hraustir drengir harðna við Hrannar strengja kliðinn. Jón S. Bergmann 1.e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. c4 Rb6 5. exd6 cxd6 6. Rc3 g6 7. Be3 Bg7 8. Hc1 O-O 9. b3 Rc6 10. Be2 Bf5 11. d5 Rb4 12. a3 Ra6 13. Rf3 Bg4 14. Bd4 Bh6 15. Hb1 Bf5 16. Bd3 Bxd3 17. Dxd3 Rc5 18. Bxc5 dxc5 19. O-O Bg7 20. Hbd1 Dd7 21. Re4 Dc7 22. h4 Bb2 23. h5 Df4 24. Rxc5 Bxa3 25. Rxb7 Hab8 26. Ra5 Rd7 27. Rc6 Hb7 28. Hfe1 Rf6 29. hxg6 hxg6 30. g3 Dg4 31. Kg2 Kg7 32. Hh1 Bc5 33. Dd2 Rh5 34. Hh4 Dd7 Staðan kom upp á Reykjavík- urskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykja- víkur. Finnski alþjóðlegi meistarinn Alex- ey Holmsten (2420) hafði hvítt gegn Einari K. Einars- syni (2107). 35. Hxh5! og svartur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 33. …gxh5 34. Dg5+ Kh7 35. Dxh5 +. Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Jón Viktor Gunnarsson munu taka þátt í skákmótum sem haldin verða í Kúbu á næstu vikum. Skak.is mun fylgjast með gangi mála. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 7. maí, er fimmtug J. Eygló Bene- diktsdóttir, sjúkraliði, Prestastíg 6, Reykjavík. Hún er að heiman í dag. Ég vildi að ég hefði slegið hana svona fimm sinnum fastar í hausinn í þá daga. Smælki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.