Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 62

Morgunblaðið - 07.05.2002, Síða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIN um Köngulóarmanninn er sögð hafa slegið met í miðasölu í Bandaríkj- unum um helgina, meðal annars slegið met sem kvikmyndin um Harry Potter setti undir lok síðasta árs, að sögn fréttavefjar BBC. Segir að tekjur kvikmyndarinnar, sem jafnframt var tek- in til sýningar hér á landi um helgina, hafi numið rúmum 10 milljörðum ísl. króna fyrstu þrjá sýningar- dagana í Bandaríkjun- um. Columbia Pictures, sem framleiðir kvikmyndina, segir að Köngulóar- maðurinn hafi slegið tvö met sem kvikmyndin Harry Potter og visku- steinninn setti í miðasölu á síðasta ári, annars vegar met sem snýr að einum degi í sölu aðgöngumiða og hins vegar vikumet í sölu að- göngumiða. Kvikmyndin um Harry Potter halaði inn rúmlega átta millj- arða ísl. króna fyrstu þrjá sýning- ardagana í Bandaríkjunum í nóvem- ber. Jeff Blake, framkvæmdastjóri markaðssviðs Columbia, sagði að nokkurn veginn jafnmargar konur og karlar hefðu séð kvikmyndina, sem að öllum líkindum mun mæta mikilli samkeppni frá nýjustu Stjörnustríðsmyndinni, Kafla tvö: Árás klónanna, sem tekin verður til sýningar 16. maí. Köngulóarmaðurinn slær í gegn                                                                                ! " #" "$ %&'(%) * +  $ ,    "$ +- .% /  -" 0  2 '3 4 "                    Köngulóarmaðurinn vafði bandarískum bíó- gestum um fingur sér um helgina. BRESKA tónlistarpressan var gapandi yfir fyrstu plötu Gomez Bring It On sem kom út árið 1998 og var dugleg við að minna okkur á að sveitin hefði sjálf tekið upp megnið af henni, ein og óstudd í bílskúrn- um heima í South- port. Enginn fok- dýr upptökustjóri, ekkert loðfóðrað hljóðver, bara seg- ulband, 30 ára gamlir hljóðnemar og smurning. En platan stóð samt al- veg undir umtalinu. Lögin voru fín, spilagleðin greinileg og áhrifavald- arnir aðrir en allra hinna bresku Brit-popparanna. Blúsinn var málið hjá þeim og kjörorðið: Allt leyfilegt svo lengi sem hrynhitinn er til stað- ar. Svo kom Liquid Skin, ágæt skífa en öllu síðri en frumburðurinn, enda drengjunum vorkunn að þurfa að fylgja eftir slíkum verðlaunagrip. Þannig að með þriðju plötunni hefði átt að vera lag. Með henni hefðu þeir Gomez-gæjar átt að sýna það og sanna að bernskubrekin í bíl- skúrnum hafi ekki verið nein byrj- endaheppni. En því miður, því mið- ur hefur það ekki tekist sem skyldi. Ég er talsmaður nýrra þreifinga og gremst því að heyra hversu erfitt þeir eiga með að fóta sig utan veggja bílskúrsins því um leið og þeir spreyta sig á einhverju öðru, reyna að þróa tónlistina lengra, virð- ist eitthvað klikka og áhrifavaldar fara að skína í gegn; Morphine í saxadrifnu fyrsta laginu „Shot Shot“, Beta Band víða eins og t.a.m. í „Detroit Swing 66“ og meira að segja grasboltinn Ian Brown í „Ruff Stuff“. Áheyrilegust eru lögin sem sverja sig í ætt við ræturnar, þessi afslappaði kassagítarblús, þar sem prýðilegir söngvararnir – alls þrír – láta eftir sér að harmónera svo skemmtilega. Titillagið er síðan al- gjört yfirburðarlag, þökk sé gamla kontrabassaséníinu Dannys Thomp- sons. Ég er ekki frá því að nú sé tími til kominn fyrir þá Gomez-drengi að hverfa aftur inn í bílskúr og hugsa sinn gang, finna aftur lyktina af smurningunni, því byssa þeirra skýtur púðurskotum. Tónlist Púðurskot Gomez In Our Gun Virgin Þriðja platan frá besta bílskúrsbandi So- uthport. En halda þeir áfram að leita út fyrir bílskúrinn sinn, hafa þeir fundið eitt- hvað? Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „In Our Gun“, „1000 Times“ Hitt Húsið Staðarnetmót verður haldið í dag frá kl. 14 til miðnættis. Aldurs- takmark er 16 ár. 100 megabæta valnet ("switch net") sér þátttak- endum fyrir hraða. Verðskrá er eft- irfarandi: aukatölva = 500 kr., aukaspilari = 500 kr. Fjölmargt verður spilað, kjörið að koma með bálkinn sinn ("clan") og spreyta sig gegn öðrum spilurum. Skjávarpi verður á staðnum og spilurum er einnig velkomið að koma með myndband af afrekum sínum til sýningar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Tölvuleikjamót eru orðin vinsæl afþreying. Myndin er tekin á Skjálftamóti, sem haldið var í Smáranum á þarsíðasta ári. KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Í kvöld kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 12. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 18. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Mi 22. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Fö 10. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Su 26. maí kl 20 - LAUS SÆTI Tilboð í maí kr. 1.800 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 11. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI ATH: Síðasta sýning SALKA VALKA á Listahátíð í Reykjavík Nýtt dansverk eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist Úlfars Inga Haraldssonar Frumsýning lau 11. maí - kl 16.00 ÖRFÁ SÆTI 2. sýn fi 16. maí kl 20.00 3. sýn fö 17. maí kl 20.00 Ath: Aðeins þessar þrjár sýningar AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Fö 10. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Su 12. maí kl 20 - LAUS SÆTI FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Lau 25. maí kl 20 - AUKASÝNING ATH: síðasta sinn PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 12. maí kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma Lau 18. maí kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma SUMARGESTIR e. Maxim Gorki Nemendaleikhús Listaháskólans og LR Fi 9. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Lau 11. maí kl 20 Fi 16. maí kl 20 Fö 17. maí kl 20 Ath: Takmarkaður sýningafjöldi JÓN GNARR Fö 10. maí kl. 20 - LAUS SÆTI GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 10 maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Lau 11 maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Ath. Sýningum lýkur í maí Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Litla sviðið 3. hæðin           .   :    ?) #9    !# ) . :  1 # ! !@ $) .! 3 =  !?) #9  ++ !  !?) #9  !22++,,     sýnir Vinur minn HARVEY     1  )A0 ?/      ,,                                      ! "                            !"#!        #  #! $   %               #  # &&%  #   #            # &&%  ##  # &&%  #"  # &&% #'  # &&% ( ! +   '  2 ! +   ' 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.