Morgunblaðið - 08.05.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 08.05.2002, Síða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FÁTT skiptir fólk meira máli en húsnæð- ismál. Sama hvort ein- staklingar eða fjöl- skyldur kaupa eða byggja sitt eigið hús- næði eða leigja. Staða húseigenda og leigj- enda hefur stórversnað á undanförnum árum. Ástæðan er veruleg hækkun á söluverði íbúða og húsaleigu á al- mennum markaði. Röng stefna Ég hef lengi haldið því fram að röng stefna í skipulags- og lóðamál- um geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ég hef fullyrt að veru- legur skortur á lóðum fyrir íbúð- arbyggð og lítið framboð minni íbúða í Reykjavík leiði til hærra markaðsverð íbúða í borginni. Lóðaskortur og í framhaldinu lóða- uppboð, sem hækkað hefur lóða- verð í Reykjavík um 140%, hefur stuðlað að gífurlegri hækkun sölu- verðs íbúða í Reykjavík á síðustu árum, ennfremur húsaleigu á almenn- um markaði og einnig fasteignagjöldum, sem taka mið af hækkandi söluverði íbúða. Ótrúlegar afleiðingar Nauðsynlegt er að setja þessa óheilla- vænlegu þróun í sam- hengi, því eitt leiðir af öðru. Hækkun byggingarkostnaðar, ekki síst vegna lóða- skorts og lóðaupp- boða, hefur leitt til hærra söluverðs íbúða. Hækkun þess hefur síðan leitt til hækkunar fasteignamats og í beinu framhaldi til hærri fasteignagjalda og eigna- skatts. Stórhækkað íbúðaverð hef- ur einnig þær afleiðingar, að þeir sem kaupa eða byggja íbúð í fyrsta sinn þurfa að axla 40% hærra íbúðalán nú en fyrir þremur árum. Það veldur auknum fjármagns- kostnaði fyrir eigendur íbúða. Síð- ast en ekki síst hefur húsaleiga á almennum markaði hækkað gífur- lega í kjölfarið. Að stórum hluta hefur lóðaskort- ur og lóðauppboð hjá Reykjavík- urborg valdið mikilli hækkun á fasteignaverði í Reykjavík. Í fram- haldi af hækkun söluverðs íbúða hefur húsaleiga á almennum mark- aði hækkað mjög mikið og valdið erfiðleikum hjá fjölda fjölskyldna í Reykjavík. Lækkum húsnæðiskostnað Það verður að ráðast gegn þess- ari óheillavænlegu þróun. Við sjálf- stæðismenn ætlum að breyta stefn- unni í skipulags- og lóðamálum, fullnægja lóðaeftirspurn, hætta lóðauppboðum og þar með lækka byggingarkostnað. Við eigum að sjá sóma okkar í því að gera fólki kleift að eignast íbúð eða leigja íbúð á viðráðanlegu verði og sjá til þess að fasteignagjöld verði ekki jafn þung- ur baggi á eigendum íbúðarhús- næðis eins og raun ber vitni í dag. Stöðu húsnæð- ismála verður að breyta Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Reykjavík Lóðaskortur og lóðaupp- boð hjá Reykjavík- urborg, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hefur valdið mikilli hækkun á fasteignaverði. Höfundur er borgarfulltrúi. Árið 1997 var söluverð íbúða þannig 2ja herb. íbúð 78 þús. kr. hver fermetri 3ja herb. íbúð 75 þús. kr. hver fermetri 4ra herb. íbúð 70 þús. kr. hver fermetri Í dag: 2ja herb. íbúð 145-150 þús. kr. fm eða allt að 92% hækkun 3ja herb. íbúð 135-140 þús. kr. fm eða allt að 87% hækkun 4ra herb. íbúð 125-130 þús. kr. fm eða allt að 86% hækkun Árið 1997 var húsaleigukostnaður þannig: 2ja herb. íbúð 35 þúsund kr. 3ja herb. íbúð 42 þúsund kr. 4ra herb. íbúð 50 þúsund kr. Í dag: 2ja herb. íbúð 55-60 þúsund kr.eða allt að 70% hækkun 3ja herb. íbúð 75-80 þúsund kr.eða allt að 90% hækkun 4ra herb. íbúð 90-95 þúsund kr.eða allt að 90% hækkun ALÞINGI hefur nú samþykkt að útgerð- armenn greiði veiði- gjald. Í lögunum er gjald- ið beinlínis tengt út- hlutun veiðiréttar og er því augljóslega endurgjald fyrir út- hlutaðar veiðiheimild- ir. Þetta eru mikil tíð- indi í þeim átökum sem standa yfir um nýtingu fiskistofna og þau skipta líka miklu varðandi almenn sjón- armið um nýtingu auðlinda í þjóðareign. Mörgum brennur nú sú spurn- ing á vörum hvort útgerðarmenn eru að borga auðlindagjald sem allir er nýta auðlindir í þjóðareign eiga að greiða eða hvort gjaldið sé endurgjald fyrir þau sérréttindi sem þeir hafa að óbreyttum út- hlutunarreglum á veiðirétti. Þessari spurningu verður að svara í ljósi þess að fyrir liggja til- lögur auðlindanefndar um að gerð- ar verði breytingar á stjórnar- skránni sem tryggja eignarhald þjóðarinnar á þeim auðlindum sem skilgreindar verða sem þjóðareign og að forsætisráðherra hefur lýst því yfir að frumvarp að stjórn- arskrárbreytingunni muni verða lagt fyrir Alþingi í haust. Þjóðareign Það stjórnarskrárákvæði sem nefndin lagði til felur í sér almenn- ar reglur um nýtingu auðlinda í þjóðareign. Það mun hafa í för með sér að skilgreindur réttur til nýtingar þjóðareignar um afmarkaðan tíma er fenginn í hendur aðila sem er valinn með tilliti til jafnræðissjón- armiða. Enginn getur þess vegna eignast varanlegan rétt til að nýta þjóðarauðlind. Þær reglur sem settar verða í stjórnarskrá munu augljóslega aldrei geta gengið út á það að ein- hver einstaklingur eða fyrirtæki hafi forgang með vísan til fortíðar til að nýta slíka þjóðarauðlind og þess vegna getur veiðigjaldið sem samþykkt var nú ekki verið endur- gjald fyrir sérréttindi. Gjaldið sem samþykkt var verður þess vegna að teljast almennt gjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Upphæð slíks gjalds getur tekið mið af fjölmörgum þáttum s.s. kostnaði ríkisins af viðkomandi starf- semi eða áhrifum nýt- ingarinnar á auð- lindina, mengun o.s.frv. Það er mikil- vægast í umræðunni nú að menn skilji, að þegar auðlind hefur verið lýst þjóðareign með stjórnarskrár- ákvæði verður for- sendan fyrir því að hægt sé að leggja gjald á með lík- um hætti og þessum sú, að jafn- ræði þegnanna ríki við val í þann hóp sem gæðin hefur hlotið. Leysir ekki úr aðaldeilumálinu Lögin um veiðigjald leysa ekki úr aðalvandamálinu sem er að út- hlutun afnotaréttarins á fiskistofn- unum lýtur ekki jafnræðisreglum og byggist á forréttindum til af- nota. Slíkt fyrirkomulag getur aldrei gilt um sameign þjóðarinn- ar. Það var af þessum ástæðum sem Samfylkingin lagðist gegn þeim lögum sem nú hafa verið sett. Með því að skilgreina veiðirétt- inn til ákveðins tíma og innkalla veiðiheimildir, fara svokallaða fyrningarleið er hægt að leysa þennan vanda. Af þessum ástæðum verður Al- þingi að endurskoða núgildandi fyrirkomulag um úthlutun afla- heimilda um leið og fjallað verður um fyrirhugaða breytingu á stjórnarskránni. Baráttan heldur áfram Í Morgunblaðinu 4. maí s.l. er fjallað um þær deilur sem staðið hafa um stjórn fiskveiða. Þar er þessi lagasetning í forystugrein sögð marka þáttaskil í baráttu fyr- ir því að þjóðin njóti afraksturs auðlinda sinna og upphaf að veiga- mikilli stefnubreytingu í íslenskum stjórnmálum og að eðlilegt væri að næsti áfangi yrði breyting á stjórnarskránni. Ég vona að hvort tveggja reynist rétt. En þeir sem stjórna í þessu landi hafa staðið fyrir því að afhenda útgerðar- mönnum rétt til að kaupa og selja aðganginn að auðlindinni þrátt fyr- ir ákvæði í lögunum um stjórn fiskveiða um sameign þjóðarinnar á fiskistofnunum. Þeir hafa líka sett lög sem banna veðsetningu aflaheimilda en í sömu lögum tryggðu þeir útgerðarmönnum jafngildi veðsetningarinnar. Það verður því að fyrirgefa mér þó að ég sé dálítið tortrygginn og við því búinn að svipaðar leiðir verði reyndar. Fyrrverandi ritstjóri seg- ir að „forréttindi eigi ekki að vera á dagskrá í nútímasamfélagi, held- ur jafn réttur þegnanna þ.e. rétt- læti.“ Þessi afstaða hefur verið grunn- ur baráttunnar gegn séreignakvót- anum frá upphafi. Hlutur Morg- unblaðsins í þeirri baráttu hefur verið ómetanlegur og ritstjórar blaðsins hafa með skrifum sínum og umfjöllun blaðsins um þessi málefni aukið virðingu og traust fólks á því. Jafnframt hafa kröfur lesenda um að blaðið sé og verði sjálfstætt og óháð flokksaga auk- ist. Það er mikilvægt fyrir þjóðina að eiga blað sem rís undir slíkum kröfum og það er mikilvægt fyrir Morgunblaðið að hafa þá stefnu að það ætli að rísa undir þeim. Þrátt fyrir að ég sé afar ósáttur við að fyrningarleiðin var ekki val- in að þessu sinni er ég sammála ritstjórum blaðsins um að sá ár- angur sem hefur náðst á að geta nýst til sigurs að lokum. En þó að þjóðarskútan sé líklega komin á „réttan kóss“ er enn langt að landi og siglingin varasöm. Veiðigjald Jóhann Ársælsson Kvótinn Úthlutun afnotarétt- arins á fiskistofnunum lýtur ekki jafnræð- isreglum, segir Jóhann Ársælsson, og byggist á forréttindum til afnota. Höfundur er alþingismaður. HINN 19. apríl árið 1912 var Verkfræð- ingafélag Íslands stofnað og því fagna verkfræðingar 90 ára afmæli félagsins á þessu ári. Viðfangs- efni verkfræðinga mættu oft takmörkuð- um skilningi samtíma- manna við upphaf tuttugustu aldarinnar og þótti mörgum óráð að ungir menn köst- uðu þar góðum náms- hæfileikum á glæ. Við- horfin hafa þó breytzt, enda eiga verkfræðingar drjúgan hlut í framförum og tækniþróun síðastliðinnar aldar. Verkþekking og vísindi Verkfræðingar beita þekkingu í stærðfræði og náttúruvísindum, s.s. eðlisfræði og efnafræði, við lausn hagnýtra verkefna. Þannig spanna störf þeirra jöfnum höndum viðfangsefni vísindamanna og at- hafnamanna. Við hönnun flókinna mannvirkja verða verkfræðingar að geta gripið til þekkingar sinnar á efniseiginleikum byggingarefna, reiknað krafta og spennur og beitt þannig vísindalegum og tæknileg- um aðferðum til að gera hið ómögu- lega mögulegt. Í fjarskiptakerfum beizla verkfræðingar flókið samspil rafsegulsviða og við hönnun tölvu- búnaðar getur reynt á þekkingu þeirra á skammtafræðinni, heimi öreindanna þar sem eðlisfræðingar leita enn svara um eðli alheimsins. Í menntun verkfræðinga er því lögð rík áherzla á vísindalega þekk- ingu og færni, ekki síður en þekk- ingu á tækni og hönnunaraðferðum hvers tíma. Verkfræðingar í rannsóknum Í auknum mæli hafa framsækin íslenzk fyrirtæki tekið að sinna rannsóknum á eigin vegum. Vöruþróun, þar sem nýjar lausnir og vörur eru þróaðar með þekktum aðferðum og hefð- bundnum efniviði, dugir ekki alltaf ein sér ef fyrirtæki ætla að standa í fremstu röð, heldur er oft óhjá- kvæmilegt að stunda eigin þekkingarsköp- un og rannsóknir til þess að halda forskoti. Það kemur ekki sízt í hlut verkfræðinga að leiða rannsóknarvinnu innan fyrirtækja og þar reynir á menntun þeirra og þá þjálfun sem þeir hljóta í starfi. Flest bendir til þess að verk- fræðingar muni sinna rannsóknum innan fyrirtækja í enn ríkara mæli á komandi árum. Framhaldsnám í verkfræði og raungreinum á há- skólastigi, sem að undanförnu hef- ur fengið byr undir báða vængi hérlendis, gefur kosti á frjóu sam- starfi atvinnulífs og háskóla. Fjöl- mörg sprotafyrirtæki hafa skotið rótum í skjóli hins nýja fjármála- umhverfis. Þá hefur netið víða gjörbreytt vinnulagi fólks og fyr- irtækja og hrifið okkur inn í al- þjóðlegt umhverfi. Allt hvetur þetta fyrirtæki til að leggja aukna rækt við sköpun nýrrar þekkingar og hagnýtingu hennar. Verkfræðingafélag á tímamótum Á 90 árum hefur Verkfræðinga- félag Íslands lagað sig að breyt- ingum samtímans. Þannig hefur fé- lagið á síðari árum sinnt í auknum mæli nýjum starfssviðum þar sem verkfræðingar hafa haslað sér völl, s.s. í upplýsingatækni og fjármála- umsýslu. Öflugur vöxtur og við- gangur félagsins um þessar mundir sýnir að Verkfræðingafélag Íslands á ekki síður erindi til verkfræðinga nú en í aprílmánuði árið 1912. Verkfræði – brú milli vísinda og verkþekkingar Kristinn Andersen Höfundur er verkfræðingur og starfar í stjórn Verkfræðingafélags Íslands. Verkfræðingafélag Störf verkfræðinga, segir Kristinn And- ersen, spanna viðfangs- efni vísindamanna og athafnamanna. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Stretchbuxur kr. 2.90 Konubux r frá kr. 1.790 ragtir, kjólar, blús ur og pils. Ódýr nát fatna Begga fína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.