Morgunblaðið - 08.05.2002, Síða 45

Morgunblaðið - 08.05.2002, Síða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 45 NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 6, Siglufirði, mánudaginn 13. maí 2002 kl. 13.30 á eftirfarandi eignum: Hafnartún 18, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðar- beiðandi Icetech á Íslandi hf. Hávegur 3, suðurendi n.h. 0102, þingl. eig. Jóhannes Helgi Einarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Siglufirði. Hólavegur 17b, þingl. eig Sigurgeir Hrólfur Jónsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Norðurlands og sýslumaðurinn á Siglufirði. Hólavegur 4, þingl eig. Ómar Geirsson, gerðarbeiðandi Íbúðalána- sjóður. Lækjargata 14, hl. 2, þingl. eig. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, gerðarbeiðandi Icetech á Íslandi hf. Norðurgata 11, 1. hæð t.v., þingl. eig. Steindóra Á. Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Ingvar Helgason hf. Suðurgata 75, þingl. eig. Erling Jónsson , gerðarbeiðandi Íbúðalána- sjóður. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 7. maí 2002, Guðgeir Eyjólfsson. Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp á Lögreglustöðinni, Faxastíg 42, Vestm.eyjum, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 16.00. IO-380 LK-823 MA-006 OJ-667 TU-911 UU-161 XM-496 XN-959 og einn kassi 1 kg varahlutir. Greiðsla við hamarshögg Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 7. maí 2002. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 20 á Ásvöllum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Félagið Heyrnarhjálp heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 20.00 í Hátúni 10, kaffistofu á 1. hæð. — Gengið inn um aðalinngang. — ● Venjuleg aðalfundarstörf. ● Önnur mál. Fræðsluþema fundarins verður um textunar- mál í sjónvarpi. Gott aðgengi. Tónmöskvi, rittúlkur, kaffiveitingar.       Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra boðar til opins stjórnmálafundar um landbúnaðarmál í Miðgarði í Skagafirði föstudaginn 10. maí kl 16.00. Landbúnaðarráðuneytið. Aðalfundur Fiskmarkaðs Íslands hf. verður haldinn 14. maí 2002 kl. 20.00 á Hótel Hellissandi Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um sameiningu Fiskmarkaðs Suðurlands ehf. við Fiskmarkað Íslands hf. 2. Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins 3. Tillaga stjórnar um að félaginu verði heim- ilað að kaupa eigin hluti sbr. 2. og 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 4. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Fiskmarkaðs Íslands hf. 400 kV Sultartangalína 3, Sultartangi — Brennimelur Mat á umhverfisáhrifum Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Landsvirkjun hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um 400 kV Sultartanga- línu 3 frá Sultartanga að Brennimel. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 8. maí til 19. júní 2002 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Biskups- tungnahrepps, Borgarfjarðarsveitar, Gnúpverja- hrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hruna- mannahrepps, Hvalfjarðarstrandarhrepps, Laug- ardalshrepps, Skeiðahrepps, Skorradalshrepps og Þingvallahrepps. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulags- stofnun í Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Landsvirkjunar: www.lv.is . Fyrirhugað er að kynna framkvæmdina og mats- skýrslu með opnu húsi á eftirtöldum stöðum: Á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd laugardaginn 11. maí 2002, kl 10.00—18.00. Í Aratungu í Biskupstungum miðvikudaginn 15. maí 2002, kl 14.00—22.00. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 19. júní 2002 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  183587  Lf. I.O.O.F. 7  183587½  Lf. I.O.O.F. 9  183858½  V Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Fjáröflunarsamkoma Kristni- boðsflokks KFUK verður í Kristni- boðssalnum í kvöld kl. 20.30. Upphafsorð: Ásta Jónsdóttir. „Margs er að minnast“, hjónin Hrönn Sigurðardóttir og Ragnar Gunnarsson rifja upp minningar frá árunum í Afríku. Kangakvart- ettinn syngur. Happdrætti. Köku- sala. Hrönn Sigurðardóttir flytur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir. 9. maí Uppstigningardagur Strandaheiði — Þráinsskjöld- ur — Slaga Um 5—6 klst. ganga. Fararstjóri Jónas Haraldsson. Verð 1.700/ 1.400. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafn- arfirði. 11. maí Fuglaskoðunarferð með Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi og Fuglaverndar- félagi Íslands. Verð kr 1.700/2.000. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. 12. maí Ketilstígur — Mó- hálsadalur — Höskuldarvellir. Ekið verður að Seltúni í Krýsuvík og þar er gengið upp á Sveiflu- hálsinn. Fararstjóri Jónatan Garðarsson. Verð 1.400/1.700. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með við- komu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. 10.—12. maí Skerjaleiðin yfir Eyjafjallajökul. Gönguskíðaferð yfir Eyjafjalla- jökul. Fararstjóri: Hákon Gunn- arsson. Verð kr. 7.800/8.900. 12. maí Esja (E-1) Kerhólakambur um Lág-Esju. Fyrsta Esjugangan af níu. Brott- för kl. 10:30. Verð kr. 1.500/1.700. Fararstjóri: Tómas Þ. Rögnvalds- son. 14. maí Klæðnaður og búnaður á fjöllum. Kl. 20:00 á skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178. Öllum er heim- ilaður ókeypis aðgangur. Um- sjón: Hallgrímur Kristinsson. HVÍTASUNNUFERÐIR 17.—20. maí Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Hér koma allir saman, í rútu, á jeppa eða eigin bílum. Farar- stjóri: Sylvía Kristjánsdóttir. Hóp- stjóri jeppa: Sigurður Már Hilm- arsson. Verð í rútu 11.900/13.600. Verð á eigin bíl 6.900/7.900. Verð á jeppa 5.100/5.900. 18.—20. maí Básar á Goðalandi. Verð kr. 8.200/9.400 17.—20. maí Látrabjarg—Rauðisandur. Ekið á Stykkishólm og siglt á Brjánslæk. Látrabjarg o.fl. skoð- að. Fararstjóri: Anna Soffía Ósk- arsdóttir. Verð kr. 19.900/22.900 (ferjan Baldur innifalin í verði). R A Ð A U G L Ý S I N G A R Ungir sjálfstæðismenn gera sér glaðan dag Í Kosningamiðstöðinni í Glæsibæ Ungt fólk í Félagi sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Langholtshverfis ætla að hittast og gera sér glaðan dag í kvöld, miðvikudagskvöldið 8. maí, kl. 20-22. Ætlunin er að gefa áhugasömum tækifæri til að hitta nokkra unga frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar, þá Guðlaug Þór Þórðarson, borgarfulltrúa, Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúa og Gísla Martein Baldursson, fréttamann. Þá munu heitustu poppstjörnur bæjarins mæta í heimsókn og taka lagið. Ekki missa af góðri stemningu, góðum pizzum og skemmtilegum félagsskap. Láttu þig ekki vanta FÉLAGSSTARF ALMENNINGI er boðið að koma og kynnast starfsemi Fjölsmiðjunnar í Kópavogi í opnu húsi kl. 14–18 á al- þjóðadegi Rauða krossins, 8. maí. Starfsfólk og nemar taka á móti fólki, segja frá starfseminni og bjóða upp á veitingar. Fjölsmiðjan er til húsa í svonefndu Iðjuhúsi við Kópa- vogsbraut 5–7. Rauði kross Íslands átti frum- kvæði að stofnun Fjölsmiðjunnar og var stofnandi hennar ásamt félags- málaráðuneytinu, sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og Vinnu- málastofnun, segir í fréttatilkynn- ingu. Deildir Rauða kross Íslands á höf- uðborgarsvæðinu greiða laun nema á aldrinum 16–18 ára en Atvinnu- leysistryggingasjóður og sveitar- félögin greiða laun þeirra sem eldri eru. Þorbjörn Jensson, fyrrverandi þjálfari landsliðs karla í handknatt- leik, veitir Fjölsmiðjunni forstöðu. Nemarnir eru nú um 30 talsins og starfa í fjórum deildum; trésmíða- deild, hússtjórnardeild, bílaþvotta- deild og garðyrkjudeild. Áformað er að stofna skrifstofu- deild og fleiri deildir. Opið hús í Fjölsmiðjunni UNGT fólk í Félagi sjálfstæðis- manna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi ásamt Félagi sjálf- stæðismanna í Langholtshverfi ætl- ar að hittast og gera sér glaðan dag í kvöld milli kl. 20 og 22 í kosninga- miðstöðinni í Glæsibæ. „Ætlunin er að gefa áhugasömum tækifæri til að hitta nokkra unga frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar, þá Guðlaug Þór Þórðarson borgarfulltrúa, Kjartan Magnússon borgarfulltrúa og Gísla Martein Baldursson fréttamann,“ segir í fréttatilkynningu. Þá munu poppstjörnur mæta í heimsókn og taka lagið. Ungt sjálfstæðis- fólk hittist MIÐVIKUDAGINN 8. maí mun dr. Søren Achim Nielsen halda fyrirlest- ur á vegum Líffræðistofnunar Há- skólans, í stofu G-6 á Grensásvegi 12, og stendur hann yfir kl. 12:20-13:00. Fyrirlesturinn fjallar um úlfakön- guló og skordýrabráð. Dr. Søren Ac- him Nielsen er prófessor við líffræði- deild Hróarskelduháskóla. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku. Fyrirlestur Líffræðistofnunar BREIÐHOLTSHLAUP Leiknis verður haldið á uppstigningardag. Ræst verður frá Miðbergi klukkan 13.00 og hlaupið um Elliðaárdalinn. Hlaupnar verða þrjár vegalengdir; 2 km skemmtiskokk og tímamældir 5 km og 10 km. Í boði eru vegleg verðlaun. Allir sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapen- ing. Skráning fer fram frá klukkan 11 til 12:45 í Félagsmiðstöðinni Mið- bergi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræsir hlaupið. Verð fyrir fullorðna er 700 krónur og 400 krónur fyrir börn. Fjölskylduafsláttur í boði.Breiðholtshlaup og skemmtiskokk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.