Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÓPUR Íslendinga sem erí Palestínu fékk tækifæritil að ræða við YasserArafat, leiðtoga Palest- ínu, í stöðvum hans í Ramallah-borg á Vesturbakkanum. Þorkell Þorkels- son, ljósmyndari Morgunblaðsins, Ernesto Ortiz kvikmyndagerðar- maður, Stefán Þorgrímsson hjálpar- starfsmaður og Heimir Snorrason, starfsmaður Morgunblaðsins, fóru nýlega til Palestínu til að reyna að fá tilfinningu fyrir mannlegu hliðinni á harmleiknum. Borgirnar Nablus og Betlehem voru heimsóttar og verks- ummerki um átökin skoðuð auk þess sem rætt var við Palestínumenn um ástandið. Hinn 7. maí var röðin komin að Ramallah-borg þar sem Arafat hefur hafst við í stjórnstöð sinni og verið umsetinn af ísraelska hernum síð- ustu mánuði. Umsátrinu var aflétt á mánudag. Eins og staðan var þegar Íslendingarnir voru á staðnum leit allt út fyrir að deilan um Fæðing- arkirkjuna í Betlehem myndi leysast á næstu dögum. Palestínsk kona, Bahayia að nafni, sem starfar við hjálpar- og mannúðarmál á Vestur- bakkanum, var í stöðugu sambandi við samstarfsmenn forsetans til að koma fundinum með Arafat til leið- ar. Gráir fyrir járnum Klukkan átta um kvöldið voru Ís- lendingarnir komnir til Mqadaá ásamt breskum og bandarískum hjálparstarfsmönnum sem höfðu slegist með í för. Þar tók á móti þeim frú Cloude Leustic, frönsk kona sem hafði verið innilokuð ásamt leiðtog- anum og mönnum hans meðan á um- sátrinu stóð. Þar var tilkynnt, að því miður væri alls óvíst, að Arafat gæti tekið á móti gestum. Á bílastæðinu þar sem beðið var á meðan úr því yrði skorið voru tugir hermanna, gráir fyrir járnum en andrúmsloftið samt sem áður nokkuð létt þar sem menn töldu að lausn á deilunni í Betlehem væri í sjónmáli. Uppbygg- ing á skemmdum byggingunum var þá þegar hafin þótt aðeins væru fáir dagar síðan umsátrinu lauk. Sand- pokar voru í öllum gluggum og dyra- gættum, bæði í byggingunum sem ísraelski herinn hafði hafst við í og Mqadaá-byggingunni sjálfri. Kúlna- göt og sprengjuskemmdir voru hvarvetna. Eftir klukkutíma bið var grænt ljós gefið og hersingin, ásamt hinum útlendingunum, alls níu manns, hélt inn í bygginguna. Fyrst þurfti að skáskjóta sér fram hjá sandpoka- hrúgu sem nánast fyllti aðaldyra- gætt hússins. Þar biðu enn fleiri pal- estínskir hermenn sem voru öllu alvörugefnari en félagar þeirra utan- dyra enda síðasti hringur varnarlín- unnar sem umlykur Arafat. Gengið var í fylgd yfirmanns lífvarðasveitar forsetans og frú Leustic eftir rang- hölum þar sem búið var að fylla upp í öll óþarfa göt til að gera innrásarher erfiðara um vik. Tugir hermanna voru á þröngum göngunum. Allur búnaður Íslendinganna var skoðaður gaumgæfilega og varúðar- ráðstöfunum fylgt eftir til hins ýtr- asta. Að því búnu voru þeim sýndar vistarverur forsetans og annarra sem þar höfðu búið meðan á umsátr- inu stóð. Örþreyttur hermaður lá á dívan og bærði ekki á sér þegar hersingin fór um herbergið sem hann svaf í. Palestínumennirnir sýnd einnig stað þar sem ísraelski herinn hafði reynt að ráðast til inngöngu en þurft að hörfa. Alls féllu 36 af þeim 300 palestínsku hermönnum sem sáu um varnir forsetans í umsátrinu, að sögn frú Bahayiu. Fyrir utan fundarsal- inn mátti hópurinn bíða svolitla stund á meðan verið var að ljúka öðr- um fundi, ábúðarfullir fundarmenn yfirgáfu loks herbergið. Frú Leustic sagði, að forsetinn hefði verið á nán- ast viðstöðulausum fundum síðan umsátrinu lauk og hann hefði lítið getað sofið. Fölur og tekinn leiðtogi Fundarherbergið var nánast yfir- fullt þegar hópurinn ásamt lífvörð- um, ráðgjöfum og kvikmyndatöku- mönnum forsetans hafði tekið sér sæti við langborð. Arafat forseti, sem virtist mjög tekinn og fölur, bauð fólkið velkomið og frú Bahayia kynnti hópinn nánar. Frú Leustic hóf fundinn. ,,Eins og þú sérð, herra forseti, þá heldur hin fjölþjóðlega samstaða með forsetanum áfram með fleiri og fleiri alþjóðlegum sjálfboðaliðum sem koma hingað til aðstoðar palest- ínsku þjóðinni á þessum erfiðu tím- um. Þessir vinir okkar koma frá Ís- landi, Englandi og Bandaríkjunum. Alþjóðlegu sjálfboðaliðarnir sem voru með okkur á meðan umsátrinu stóð hafa nú flestir yfirgefið landið.“ Arafat svaraði: ,,Þið eruð öll hjart- anlega velkomin og við erum mjög þakklát fyrir komu ykkar hingað við þessar viðsjárverðu aðstæður. Fólk- ið okkar, börnin, konurnar hafa þurft að þola mikið harðræði. Stofn- anirnar, allir innviðir samfélags okk- ar hafa verið eyðilagðir. Það sem nú er að gerast við Fæð- ingarkirkju Frelsarans í Bethlehem, er þungbært. Þrátt fyrir samkomu- lag um lausn á málinu, samkomulag sem gert var hér í þessu herbergi, við þetta borð, er staðan enn sú sama. Ísraelar setja nýja skilmála fyrir lausn til að tefja framvinduna. Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig þjóðir heims geta litið fram hjá því sem er að gerast á þessum helgasta stað kristinnar og íslamskr- ar trúar.“ (Hann biður aðstoðar- mann sinn að sækja fyrir sig Kór- aninn og flettir upp á stað í bókinni þar sem fjallað er um Maríu mey. Hann bendir á að hún sé eina konan sem nefnd sé í Kóraninum og að Jes- ús Kristur hafi fæðst á staðnum). ,,Hvernig er hægt að samþykkja það sem þarna er að gerast? Það versta sem Ariel Sharon og menn hans hafa gert er að þrátt fyrir alla þá samn- inga sem hafa verið gerðir þá reyna þeir að brenna kirkjuna.“ Leustic spurði hver staða mála væri í kirkjunni. Arafat: ,,Málið átti að vera leyst í fyrrinótt en Ísraelar bæta við nýjum skilyrðum á klukkutíma fresti.“ Leustic: ,,Hvað segja Bandaríkja- menn við því?“ Arafat: ,,Ég hef nú bara ekki feng- ið tækifæri til að spyrja þá,“ sagði hann, brosti og hélt síðan áfram: ,,Þrátt fyrir heilagleika kirkjunnar hafa þeir reynt að brenna hana, ég vil senda bræðrum okkar, prestun- um sem voru á staðnum, hjartnæm- ar kveðjur. Þeir unnu hörðum hönd- um, klukkustundum sama ráða niðurlögum eldsins og að lokum. Hlutar Fransísku önsku kapellnanna voru ásamt klaustri á staðnum sjálfur gist þennan stað á m verið að reisa höfuðstöðvar Heimir Snorrason spurð setann: ,,Herra Arafat. Bjó kröftugri andstöðu hins a trúsamfélags gegn umsát kirkjuna?“ Arafat: ,,Klárlega. Þú sér taugaóstyrkur ég er yfir þv skyldu hafna samkomulag þegar hafði verið gert. Ég rétt til að furða mig á því skuli þegja þunnu hljóði yfi inu hér þegar eyðilegging anna í Afganistan olli jafn mótmælum og raun b Hvernig er eiginlega hægt þykkja slíka framkomu?“ Heimir: ,,Herra Arafat telur þú að málum muni lyk unni? Arafat: ,,Ég mun gera m til að ljúka þessu máli fa Við leggjum dag við nótt o að það náist. Bíðum og vo svaf ekkert síðustu nótt þa beið eftir niðurstöðu en allt og dregið til baka.“ Leustic: „Við megum ekk því að í kirkjunni eru erlen arar sem Ísraelar reyna a þeirra valdi stendur að kom betur fer hafa þeir neitað a staðinn.“ Hlutverk Bandaríkja og Evrópu Heimir: „Herra Arafat. S Bandaríkjamenn séu þeir geti þvingað fram eða komi þessu svæði. Ert þú sam það eða telur þú að hlutver geti verið stærra?“ Arafat: ,,Þið Evrópumen ekki gleyma að Evrópa he tengd Mið-Austurlöndum u ar, hvort sem er sögulega, la lega eða stjórnmálalega. E ópumenn að gleyma þess reyndum? Það er á hinn enginn vafi á því að Bandar hafa gríðarlega veigamiklu að gegna. Þeir eru, ásamt verndarar þeirra umleitana Nokkrir Íslendingar hittu Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu, í stöðvum hans í Ramallah á þriðjudagskvöld. Hann segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra velkominn í heimsókn til sín og hvetur Íslendinga til að stuðla að friði ásamt öðrum Evrópuþjóðum. Yasser Arafat í h „Ný skilyrð klukkutíma fr BETRI HORFUR Í EFNAHAGSMÁLUM Spá Seðlabankans, um að verðbólgaverði um 2,8% á árinu og að rauðustrikin svokölluðu haldi, hlýtur að verða til þess að margir andi léttar. Efnahagslíf þjóðarinnar má engan veg- inn við nýrri verðbólguholskeflu, hvað þá að samningar á vinnumarkaðnum verði teknir upp. Þá lendum við bara enn og aftur í vítahring víxlhækkana launa og verðlags. Aðilar vinnumarkaðarins eiga enn eft- ir að leggja endanlegt mat á það síðar í mánuðinum hvort verðbólguviðmiðun þeirra haldi, en nú virðist allt benda til að þeir komist að jákvæðri niðurstöðu. Seðlabankinn byggir spá sína á hækk- andi gengi, sem m.a. orsakast af meira jafnvægi í viðskiptum við útlönd, og minnkandi þenslu á vinnumarkaðnum. Auðvitað er ekki allt rósrautt í þeirri spá; samdráttur á vinnumarkaði þýðir að tekjur fólks geta lækkað og atvinnu- leysi getur aukizt. Hvort tveggja getur það leitt til meira álags á velferðarkerf- ið, a.m.k. tímabundið. Þá varar Seðla- bankinn fjármálastofnanir við að í sam- drættinum geti þær orðið fyrir útlánatöpum, en telur fjármálakerfið þó betur í stakk búið en áður til að ráða við þá erfiðleika, sem kunni að vera fram- undan. Spá Seðlabankans er fagnaðarefni, en ætti þó ekki að verða neinum tilefni til að gerast kærulaus um viðhald stöðug- leikans. Það á áfram við, sem gilt hefur undanfarið, að fyrirtæki verða að halda að sér höndum í verðhækkunum, laun- þegar og samtök þeirra þurfa að stilla kröfum í hóf, ríki og sveitarfélög þurfa að gæta ýtrasta aðhalds og mæta aukn- um útgjöldum, t.d. til velferðarmála, með sparnaði annars staðar. Varðveizla stöðugleikans er langtímaverkefni þar sem allir verða að leggjast á eitt. VIÐKVÆM STAÐA FYRIR BOTNI MIÐJARÐARHAFS Enn virðist sem ofbeldið leiði at-burðarásina fyrir botni Miðjarðar- hafs. Sjálfsmorðsárásin í Ísrael í fyrra- dag þar sem 15 Ísraelar létu lífið sýnir hversu viðkvæm sú veika von um að hægt sé að leiða Ísraela og Palestínu- menn að samningaborðinu á ný er. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, batt enda á Bandaríkjaför sína og hraðaði sér til Ísraels þar sem hann kallaði saman stjórn sína og sat hún enn á fundi seint í gærkvöldi. Af heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna bár- ust þær fréttir að þar hefðu menn þungar áhyggjur af því að Ísraelar létu til skarar skríða á Gaza af sama þunga og gert var í aðgerðunum, sem hófust á Vesturbakkanum í mars. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lýsti yfir því í gær að hann hefði gefið út afdráttar- laus fyrirmæli um að koma skyldi í veg fyrir frekari sjálfsmorðsárásir Palest- ínumanna með öllum tiltækum ráðum og bað um leið um aðstoð Bandaríkja- manna við að tryggja að það gengi eftir. Í samtali, sem birtist við Arafat í Morgunblaðinu í dag, fer hann hörðum orðum um ástandið eftir aðgerðir Ísr- aela undanfarnar vikur og mánuði. „Fólkið okkar, börnin, konurnar hafa þurft að þola mikið harðræði,“ sagði hann. „Stofnanirnar, allir innviðir sam- félags okkar hafa verið eyðilagðir.“ Hann gagnrýndi einnig hversu lengi umsátrið um Fæðingarkirkjuna hefði verið látið viðgangast og sakaði þjóðir heims um hræsni: „Ég áskil mér rétt til að furða mig á því að menn skuli þegja þunnu hljóði yfir ástandinu hér þegar eyðilegging líkneskjanna í Afganistan olli jafn miklum mótmælum og raun bar vitni,“ sagði Arafat og spurði. „Hvernig er eig- inlega hægt að samþykkja slíka fram- komu?“ Ísraelar hafa undanfarið gengið allt of langt í aðgerðum sínum og í raun ekki gert annað en að spila upp í hend- urnar á þeim, sem standa að baki sjálfs- morðssprengingunum. Þeir eiga ekki að ráða ferðinni og það er aðeins ein leið til að færa þeim heim sanninn um það. Sú leið liggur um samningaborðið, en hún er ekki fær nema þjóðir heims með afl Bandaríkjamanna sem undirstöðu séu reiðubúnar til að skuldbinda sig til að leggja sitt af mörkum bæði í mann- afla og þrýstingi. NÁTTÚRUSPJÖLL Þau stórfelldu náttúruspjöll sem unn-in voru við Krókamýrar, skammt norðan Vigdísarvalla á Reykjanesi, sl. sunnudag hafa orðið til þess að vekja enn einu sinni umræðu um nauðsyn þess að til séu úrræði er draga þá sem slíkri eyðileggingu valda til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar. Með reglugerð um akstur í óbyggðum sem sett var af umhverfisráðherra síðla árs 1998 var gert ljóst að „allur akstur utan merktra vega og merktra slóða þar sem náttúruspjöll geta af hlotist [er] bannaður“ og að „brot gegn reglum þessum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum“. Í reglugerðinni er jafnframt tekið fram að ekki skiptir máli hvort líkur eru á varanlegum skaða eða tímabundnum. Það er því ljóst að úrræði til þess að refsa þeim sem ganga af svo mikilli lítilsvirðingu um landið eru fyrir hendi og því ástæða til að ítreka mikilvægi þess að þeim sé beitt þannig að enginn vafi leiki á því hvaða augum athæfið er litið af yfirvöldum. Í þessu ákveðna tilviki hefði öllum viðkomandi bílstjórum átt að vera ljóst að Vegagerðin hafði lokað veginum sem þeir fóru um, sem út af fyrir sig er al- varlegt. Enn alvarlegra er þó að öku- mennirnir sóttu bíla sína í trássi við fyrirmæli lögreglu og unnu þannig enn frekari landspjöll. Það sýnir í raun full- komið skilningsleysi á eðli og alvöru brotsins og því mikilvægt að tekið sé á málinu af fullum þunga. Íslensk náttúra er afar viðkvæm og má sín lítils gagnvart eyðandi öflum og tillitslausri umgengni. Þetta viðkvæma jafnvægi sem hér ríkir í sambandi manna og náttúru er þó jafnframt eitt meginaðdráttarafl þeirra ósnortnu landsvæða sem landið býr enn yfir, auk þess að marka sérstöðu landsins í huga þeirra sem um það ferðast. Ábyrgð okk- ar hvað varðveislu þess varðar er því mikil, bæði gagnvart gestum okkar og komandi kynslóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.