Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 35
an, við að
tókst það
u og Róm-
brenndir
m. Ég hef
meðan var
mínar. “
ði nú for-
óst þú við
alþjóðlega
trinu við
rð hversu
ví að þeir
ginu sem
áskil mér
að menn
fir ástand-
líkneskj-
n miklum
ar vitni.
t að sam-
, hvernig
kta í kirkj-
mitt besta
arsællega.
og vonum
onum. Ég
ar sem ég
t er svikið
ki gleyma
ndir borg-
allt sem í
ma út. Sem
ð yfirgefa
anna
Sagt er að
einu sem
ið á friði á
mmála um
rk Evrópu
nn megið
efur verið
um aldirn-
andfræði-
Eru Evr-
sum stað-
n bóginn
ríkjamenn
hlutverki
Rússum,
a sem hóf-
ust í Madríd og ég vona að því ferli
sem þar var hrundið af stað með
Bush eldri, ljúki nú með Bush yngri.
Það er að ákvæðum samkomulagsins
verði framfylgt; ákvæðum um land
fyrir frið og öðrum ályktunum eins
og til dæmis að Palestínumenn skuli
fá sitt sjálfstæða ríki en Bush hefur
margoft lýst því yfir að svo skuli
verða; á fundum allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna, fréttamanna-
fundum og nú síðast í Washington
þar sem fulltrúar Evrópu, Banda-
ríkjanna, Rússlands og SÞ voru sam-
ankomnir til viðræðna.
Við vonum að þeir muni bregðast
við, hratt og kröftuglega, til að
stöðva þennan harmleik. Annars
mun friðurinn um öll Mið-Austur-
lönd vera úti, það jafnvægi sem hald-
ist hefur mun hrynja.“
Heimir: ,,Hvað hlutverki getur Ís-
land gegnt á þessum vettvangi?“
Arafat: ,,Allar þjóðir Evrópu hafa
hlutverki að gegna við að þrýsta á
um frið og þið getið skipt miklu máli
innan Evrópu. Í því samhengi má
benda á að 70% allra utanríkisvið-
skipta Ísraels eru við Evrópu.“
Heimir: „Herra Arafat. Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra Ís-
lands, stefnir að því að koma í op-
inbera heimsókn til Ísraels hinn 26.
maí en hann hefur sagt að ekkert
verði af þeirri ferð nema honum gef-
ist tækifæri á að hitta þig. Hefur þú
heyrt af þessari heimsókn og telurðu
að þú munir hitta hann?“
Arafat: ,,Þetta er það fyrsta sem
ég heyri af þessu og hann er meira
en velkominn. Ég vona að ég fái
tækifæri til að hitta hann og komdu
hjartanlegum þökkum áleiðis til
hans og allra Íslendinga fyrir þann
stuðning sem þeir hafa sýnt okkur í
þessu máli.“
Arafat þakkaði nú fyrir viðtalið og
reis úr sæti. Hann var greinilega
mjög þreyttur og aðstoðarfólk hans
hafði þegar reynt að ljúka fundinum.
Að lokinni myndatöku var fundar-
mönnum smalað sömu leið út úr hús-
inu og út í palestínsku nóttina. Hálf-
tíma seinna fréttist af sjálfsmorðs-
árás sem gerð hafði verið í Tel Aviv.
Í ljósi þess hversu viðkvæmt ástand-
ið er þá verður að teljast ljóst að
Arafat muni ekki yfirgefa Mqadaá í
bráð.
höfuðstöðvum sínum í Ramallah í gær.
ði á
fresti“
Reuters
HÁSKÓLI Íslands, Félagstjórnmálafræðinga ogfastanefnd fram-kvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins efndu til málþings
í gær með yfirskriftinni „Evrópa á
krossgötum“. Tilefnið var Evrópu-
dagurinn sem haldinn er hátíðlegur
ár hvert hinn 9. maí og er dagurinn
helgaður samrunaferlinu að þessu
sinni og fyrirhugaðri stækkun Evr-
ópusambandsins, sem reiknað er
með að hefjist í ársbyrjun 2004.
Fimm erindi voru flutt á mál-
þinginu í gær og að þeim loknum
tóku þingmennirnir Einar K. Guð-
finnsson, Sjálfstæðisflokki, Bryndís
Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, og
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, þátt í pallborðsumræð-
um.
Evran gefur Íslend-
ingum tækifæri
Í upphafi málþingsins flutti Ger-
hard Sabathil, sendiherra fasta-
nefndar framkvæmdastjórnar ESB
fyrir Ísland og Noreg, stutt ávarp.
Hann sagði að árið 2002 væri sögu-
legt fyrir Evrópu vegna þeirra við-
ræðna sem væru í gangi um stækk-
unina og ekki síst vegna gildistöku
sameiginlegrar myntar, evrunnar.
Hann sagði að evran væri farin að
virka og fólki líkaði hún vel. Gild-
istaka sameiginlegrar myntar hefði
haft gríðarlega þýðingu fyrir efna-
hag þjóðanna, verðbólga hefði
minnkað, vextir sömuleiðis, vel-
megun aukist og samkeppnisum-
hverfi fyrirtækja batnað. Hann
sagði evruna einnig skapa tækifæri
fyrir Íslendinga og tækju þeir hana
upp myndu markaðir í Evrópu opn-
ast enn frekar en áður fyrir fyrir-
tæki og fjárfesta.
Sabathil sagði að framundan
væru þýðingarmikil skref í sam-
runaferlinu, búið væri að setja nið-
ur tímaáætlun sem miðaðist við að
ferlinu myndi ljúka um mitt ár
2004. Hann sagði að Ísland yrði
boðið velkomið í ESB, ákvæðu
stjórnvöld að sækja um aðild, og að
sjálfsögðu yrðu teknar upp sérstak-
ar viðræður varðandi sjávarútvegs-
málin. Hann sagðist finna aukinn
áhuga á Íslandi um Evrópumálin en
hann sagðist ennfremur skilja var-
færna afstöðu stjórnvalda.
Væntingar um aðild stuðlað
að jákvæðri þróun
Eiríkur Bergmann Einarsson,
yfirmaður Íslandsdeildar fasta-
nefndar ESB, fjallaði stuttlega um
helstu áfanga á leið sambandsins til
stækkunar. Hann sagði að nú í upp-
hafi 21. aldar stæði ESB frammi
fyrir því mikilvæga og sögulega
verkefni að víkka sambandið út til
þeirra Evrópuþjóða sem í lok síðari
heimsstyrjaldar hefðu verið skildar
frá Vestur-Evrópu austan megin
við járntjaldið. Eiríkur sagði ávinn-
inginn af útvíkkun ESB til austurs
bæði vera pólitískan, efnahagsleg-
an og menningarlegan. Væntingar
um aðild að sambandinu hefðu nú
þegar stuðlað að jákvæðri þróun í
öllum umsóknarríkjunum. Ríkin
sem um ræddi væru Eistland, Kýp-
ur, Pólland, Slóvenía, Tékkland,
Ungverjaland, Búlgaría, Malta,
Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóv-
akía og Tyrkland. Eiríkur sagði að
vegna erfiðleika innanlands væri
ekki reiknað með að Rúmenía og
Búlgaría fengju aðild fyrr en 2007
og óvíst væri hvenær gæti orðið af
aðild Tyrklands.
Pólitískur máttur
Evrópu þrotinn
Guðmundur Hálfdánarson, pró-
fessor í sagnfræði við Háskóla Ís-
lands, velti því fyrir sér hvort Evr-
ópusambandið boðaði endalok
þjóðríkisins. Hann sagði að þótt
frumkvöðlar Evrópusamvinnunnar
hefðu ekki getað ímyndað sér heim
án þjóðríkja hefði trú manna á hefð-
bundið ríkjaskipulag álfunnar dvín-
að á síðustu áratugum. Að sumu
leyti væri hér um að ræða eðlilega
niðurstöðu samvinnunnar sjálfrar,
eftir því sem hún hefði orðið víð-
tækari yrðu mörk þjóðríkjanna og
sameiginlegs valds Evrópu sífellt
óskýrari. Deilt væri um hvar ætti
að taka ákvarðanir um einstaka
um ríkjum sambandsins, fjölga
þyrfti starfsmönnum sendiráðsins í
Brussel úr 19 í 30 og fundasókn
embættismanna að heiman myndi
aukast. Baldur benti ennfremur á
að Ísland hefði engin sendiráð í
verðandi aðildarríkjum ESB.
Ný áskorun með stækkun ESB
Halldór Grönvold, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri ASÍ, fjallaði í sínu er-
indi um áhrif stækkunar ESB á ís-
lenskt atvinnulíf og vinnumarkað.
Hann sagði að þau áhrif gætu orðið
töluverð og almennt jákvæð. Hall-
dór sagði að EES-samningurinn
hefði haft mikla þýðingu fyrir ís-
lenskt samfélag, aðildin að samn-
ingnum hefði þýtt að Ísland valdi að
verða samferða öðrum ríkjum Vest-
ur-Evrópu inn í framtíðina. Aðild-
inni hefði ennfremur fylgt eitt
lengsta hagvaxtarskeið á seinni
tímum. Hún hefði einnig haft mikla
þýðingu hér fyrir þróun á vinnu-
markaði og bætta réttarstöðu
launafólks.
Halldór sagði að stækkun ESB
og þar með Evrópska efnahags-
svæðisins fæli í sér nýja áskorun
fyrir íslenskt atvinnulíf og vinnu-
markað. Með stækkuninni opnuð-
ust nýir markaðir og viðskiptatæki-
færi fyrir íslensk fyrirtæki. Mælti
hann einnig með því að Íslendingar
tækju upp evruna.
Halldór sagði að líkt og að Evr-
ópa stæði á krossgötum, samanber
yfirskrift málþingsins, væru Ís-
lendingar í svipuðum sporum.
EES-samningurinn hefði staðið
fyllilega undir væntingum en einnig
hefði margt breyst síðastliðinn ára-
tug. Þróunin í Evrópu hefði veikt
stöðu samningsins og EFTA-
ríkjanna, sem aðeins væru þrjú eft-
ir á EES-svæðinu. Halldór benti á
að nú byggju um 5 milljónir manna
á EES-svæðinu en á móti mætti
reikna með að íbúafjöldi ESB-ríkja
yrði ríflega 400 milljónir. Íslending-
ar yrðu að taka þátt í þeirri um-
ræðu sem væri í gangi um Evrópu-
mál, þeir væru hluti af Evrópu.
Einhliða umræðu stjórnað af
fylgismönnum aðildar
Steingrímur J. Sigfússon tók
fyrst til máls að loknum framsögu-
erindum og sagði umræðuna um
Evrópumál hér á landi hafa verið
einhliða og henni stjórnað af fylg-
ismönnum aðildar að ESB. And-
stæðingar þyrftu að koma sínum
sjónarmiðum meira á framfæri,
umræðan væri mikilvæg en hún
þyrfti að vera efnisleg. Steingrímur
sagðist vera hallur undir stækkun
ESB af ýmsum ástæðum og þar
renndu menn einkum hýru auga til
nýrra markaða. Spurningin væri
hvort sagan myndi ekki endurtaka
sig þar sem þjóðir væru annaðhvort
að sameinast eða sundrast, velti
hann því fyrir sér hvað yrði um
Evrópusambandið síðar meir í því
samhengi.
Bryndís Hlöðversdóttir var ekki
sammála Steingrími, sagði það mis-
skilning að umræða um Evrópumál
hefði verið einhliða. Stuðnings-
menn aðildar hefðu hins vegar lagt
meiri vinnu á sig til að kanna kost-
ina og gallana. Hún sagði að færa
þyrfti þjóðina nær því að ræða mál-
ið af skynsemi, nýjasta útspil for-
sætisráðherra með skoðanakönnun
Félagsvísindastofnunar hefði ekki
verið til að auka veg þeirrar um-
ræðu. Hún taldi það merkilegt að
Steingrímur væri hlynntur stækk-
un ESB en ekki að Ísland gengi þar
inn. Í þessu væri ákveðin þversögn.
Eins og gamall
traktor
Einar K. Guðfinnsson sagði að
Íslendingar þyrftu ekki að leita
skjóls hjá ESB til að sanna að þeir
væru evrópsk þjóð. Íslendingar
byggju að sterkri lýðræðislegri
hefð og væru búnir að taka þátt í
margvíslegu samstarfi á evrópsk-
um vettvangi. Einar sagði að
ákvarðanaferli innan ESB væri
stirðbusalegt og embættismaður
hefði sagt sér að líkja mætti sam-
bandinu við gamlan traktor sem
væri erfitt að snúa í gang eftir langa
hvíld. Með stækkun ESB yrði
ákvörðunarferlið mun erfiðara í
framkvæmd.
vissu leyti háfleygar en rök hans
væru sannfærandi. Framtíðin ætti
eftir að skera úr um hvort hug-
myndir hans yrðu að veruleika.
Stjórnsýslan í stakk búin
til að takast á við ESB-aðild
Baldur Þórhallsson, lektor í
stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, kynnti rannsókn sína á áhrif-
um samrunaferlisins í Evrópu og
fyrirhugaðrar stækkunar á ís-
lenska stjórnsýslu og stefnumótun.
Hann sagði að í upphafi gildistíma
EES-samningsins hefði þekking á
málaflokkum ESB verið takmörkuð
og vanmat ríkt á umfangi samn-
ingsins og þýðingu. Erfiðleikar
hefðu verið í upphafi um lögleiðingu
EES-gerða en með tímanum hefði
þetta batnað. Nú væru sérfræðing-
ar í Evrópumálum starfandi í öllum
ráðuneytum og ekki síst sendi-
ráðinu í Brussel, og stjórnsýslan
fylgdist vel með flestum málaflokk-
um Evrópusambandsins.
Baldur sagði stjórnsýsluna hafa
sýnt að hún hefði burði til að standa
að gildistöku EES-gerða en stund-
um hefði seinagangur verið þar á
vegna skorts á þýðendum og inn-
leiðing EES-gerða ekki verið ofar-
lega á forgangslista einstakra ráðu-
neyta.
Baldur taldi íslenska stjórnsýslu
vera í stakk búna til að takast á við
aðild að Evrópusambandinu, það
þýddi að sjálfsögðu aukið álag,
markvissa forgangsröðun, byggja
þyrfti upp sérþekkingu, starfsfólki
stjórnsýslunnar myndi fjölga og
kostnaður aukast. En ESB-aðild
fylgdi aukið hagræði, beinn að-
gangur að ráðherraráðinu, boðun á
alla fundi framkvæmdastjórnarinn-
ar og ESB myndi greiða allan
ferða- og þýðingarkostnað. Baldur
sagði að ef Íslandi gengi í ESB
þyrfti að setja upp sendiráð í flest-
þætti í lífi þegnanna, hverjir ættu
að taka þessar ákvarðanir og
hvernig.
Guðmundur sagði að á meðan
Evrópa hefði lifað í skugga atóm-
sprengjunnar hefði álfan skipt
verulegu máli í refskák risaveld-
anna, en síðan aðeins eitt stórveldi,
Bandaríkin, hefði orðið eftir á skák-
borðinu þá virtist pólitískur máttur
álfunnar algerlega þrotinn. Aðeins
með því að syngja í kór gæti Evr-
ópa látið í sér heyra á alþjóðavett-
vangi. Guðmundur sagðist ekki
vera viss um að þessi þróun ógnaði í
sjálfu sér þjóðríkjaskipulagi Evr-
ópu. Þjóðríkjum Evrópu stafaði að
sínu mati mun meiri hætta af al-
mennri þróun heimsmála síðustu
áratugi, hnattvæðingunni, en þróun
ESB sem slíks.
Myndun samveldis Evrópu
Sigríður Þorgeirsdóttir, dósent í
heimspeki við Háskóla Íslands,
fjallaði um hugmyndir þýska heim-
spekingsins Jörgens Habermas um
framtíð Evrópusambandsins. Hún
sagði meginhugmynd Habermas
snúast um myndun samveldis lýð-
ræðisríkja í Evrópu sem gæti
styrkt stoðir lýðræðis og verið öfl-
ugur málsvari evrópskra gilda á al-
þjóðavettvangi. Hún sagði hann
fjalla í raun um samstöðu meðal
ósamstæðra, hann vildi lifandi lýð-
ræði á tímum hnattvæðingar.
Sigríður sagði gagnrýni Haber-
mas eiga sér djúpar rætur í evr-
ópskum gildum, Evrópa væri meira
en markaður í hans augum, álfan
væri meira eins og samfélagslíkan.
Við værum að glata tækifærum ef
umræða um aðild eða ekki aðild
snerist eingöngu um fjárhagslegan
ávinning, betra væri að viðhalda
evrópskum gildum og styrkja evr-
ópska menningu. Sigríður sagði að
hugmyndir Habermans væru að
Málþing um samrunaferlið í Evrópu og stækkun ESB í tilefni Evrópudagsins
Ísland á
krossgöt-
um líkt og
Evrópa
Á málþingi í Háskóla Íslands í tilefni Evr-
ópudagsins 9. maí fjölluðu íslenskir fræði-
menn og stjórnmálamenn um samruna-
ferlið í Evrópu og áhrif þess á íslensk
stjórn- og efnahagsmál. Var því m.a. velt
upp hvort þjóðríkjum stafaði meiri hætta
af hnattvæðingunni en þróun ESB.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, var meðal fyrirles-
ara á málþinginu í gær og fundarstjóri var Ólafur Þ. Harðarson, pró-
fessor og deildarforseti félagsvísindadeildar.