Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 53 Félagsstarf aldraðra Seltjarnarnesi Handavinnusýning Félagsstarf aldraðra er með handavinnusýn- ingu á Skólabraut 3—5 í dag, fimmtudaginn 9. maí, kl. 13.30—18.00. Selt verður vöfflukaffi. SUMAR- OG ORLOFSHÚS Tilkynning um aðalfund Aðalfundur SR-mjöls hf. verður haldinn í sal Kiwanisfélagsins, Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, Reykjavík, föstudaginn 24. maí kl. 14.00. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins, töluliður 1 til 5. 2. Tillaga stjórnar félagsins um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins þess efnis að nú- verandi heimild stjórnar um útgáfu nýrra hluta með áskrift allt að 200 millj. kr. að nafnverði gildi til 1. nóvember 2003. 3. Önnur mál, skv. 6. tölulið 14. gr. samþykkta félagsins. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins, auk annarra gagna munu liggja frammi á skrif- stofum félagsins á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og í Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Stjórn SR-mjöls hf. NAUÐUNGARSALA Ríkislögreglustjórinn Auglýsing um inntöku nýnema í Lögregluskóla ríkisins 2003 Um námið: Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun sem starfar samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins nr. 490/ 1997. Grunnnám miðar að því að veita hald- góða fræðslu í almennu lögreglustarfi. Nám í skólanum stendur í a.m.k. 12 mánuði og skiptist í þrjár annir. Fyrsta önnin, jan.-apríl, grunndeild I, (GD I), er ólaunuð. Þeim nemum, sem standast próf á önninni, skal ríkislögreglu- stjóri sjá fyrir launaðri starfsþjálfun, GD II, í lögreglu ríkisins í a.m.k. fjóra mánuði. Starfsþjálfun fer fram á höfuðborgarsvæðinu. Að lokinni starfsþjálfunarönn tekur við launuð þriðja önn, sept.-des., GD III, í Lögregluskólan- um sem lýkur með prófum. Nemar í GD I teljast ekki til lögreglumanna. Þeir klæðast búningi almennra lögreglumanna en nota ekki lögreglueinkenni. Nemendur fá búninginn endurgjaldslaust. Engin skólagjöld eru greidd og námið er lánshæft. Þeir, sem búa úti á landi, geta sótt um styrk til jöfnunar námskostnaðar til námsstyrkja- nefndar, sbr. rg. 779/1999. Nemar í starfsþjálfun, GD II, og þeir sem stunda nám í GD III, teljast til lögreglumanna. Í starfsþjálfun stunda þeir vaktavinnu og fá greidd laun skv. kjarasamningi og eru mánaðar- laun lögreglumanna greidd skv. launaflokki A4. Laun nema í GD III eru mánaðarlaun skv. fyrr- greindum samningi auk meðaltalsvaktaálags sem hópurinn hefur fengið í starfsþjálfuninni. Næsta skólaár hefst í janúarbyrjun 2003. Ætla má að fjöldni nema að þessu sinni verði um 40, en endanleg ákvörðun umfjölda nem- enda mun liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2002. Almenn skilyrði: Skv. 38. gr. lögreglulaga skulu lögreglumanns- efni fullnægja eftirtöldum skilyrðum: 2. mgr. a) vera íslenskir ríkisborgarar, 20—35 ára en þó má víkja frá aldurshámarkinu við sérstak- ar aðstæður og ekki hafa gerst brotleg við refsilög; þetta gildir þó ekki ef brot er smá- vægilegt eða langt um liðið frá því að það var framið, b) vera andlega og líkamlega heilbrigð og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis, c) hafa lokið a.m.k. tveggja ára almennu fram- haldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms. Þau skulu hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli, auk ensku eða þýsku, þau skulu hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs, lögreglu- mannsefni skulu synd, d) standast inntökupróf með áherslu á íslensku og þrek. 3. mgr. Valnefnd velur nema í Lögregluskólann úr hópi umsækjenda og eru ákvarðanir hennar endanlegar. Skil umsókna og úrvinnsla: Þeir, sem hafa áhuga á námi í Lögregluskólan- um og uppfylla framangreind skilyrði, skulu skila umsóknum til valnefndar Lögregluskóla ríkisins, Krókhálsi 5a, 110 Reykjavík, fyrir 1. júlí 2002. Umsóknareyðublöð fást hjá lög- reglustjórum og í Lögregluskóla ríkisins, en einnig er hægt að nálgast þau á lögreglu- vefnum, www.logreglan.is, undir liðnum „Eyðublöð“. Konur, sem uppfylla skilyrðin, eru sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir, mun valnefnd Lög- regluskólans vinna úr þeim og m.a. sjá um framkvæmd inntökuprófa og taka viðtöl við þá umsækjendur, sem koma til greina. Inntökupróf verða dagana 19. og 20. ágúst 2002 og hugsanlega einnig þann 21. ágúst eftir fjölda umsóknar. Viðtöl Valnefndar fara fram í september 2002. Nánari upplýsingar um námið og inntökuprófin fylgja umsóknareyðublöðum, en jafnframt er hægt að nálgast upplýsingar á heimasíðu lög- reglunnar www.logreglan.is undir Lögreglu- skóli ríkisins. Reykjavík, 29. apríl 2002. Ríkislögreglustjórinn. Uppboð Framhaldsuppboð verður á eftirfarandi eign á henni sjálfri sem hér segir: Pálsbergsgata 1, Ólafsfirði, þinglýstur eigandi Sigvaldi Þorleifsson ehf., (Fiskvinnsla Ólafsfjarðar ehf.), að kröfu Byggðastofnunar, Stál- taks hf. og Ólafsfjarðarkaupstaðar, miðvikudaginn 15. maí 2002 kl. 10.00. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði, 8. maí 2002, Ástríður Grímsdóttir. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1835108  Lf. Gospel í Grensáskirkju á hverju fimmtudagskvöldi í maí kl. 20.00. Öðruvísi kvöld í Grensáskirkju. Í kvöld kl. 20.00: Lofgjörðarsam- koma í umsjón Aslaug Haug- land. Sérstök samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 kl. 14.00 Hvítasunnukirkjan í Kirkju- lækjarkoti kemur í heimsókn. Mikill söngur og vitnisburðir.       www.samhjalp.is 9. maí Uppstigningardagur Strandaheiði — Þráinsskjöld- ur — Slaga Um 5—6 klst. ganga. Fararstjóri Jónas Haraldsson. Verð 1.700/ 1.400. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafn- arfirði. 11. maí Fuglaskoðunarferð með Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi og Fuglaverndar- félagi Íslands. Verð kr 1.700/2.000. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. 12. maí Ketilstígur — Mó- hálsadalur — Höskuldarvellir. Ekið verður að Seltúni í Krýsuvík og þar er gengið upp á Sveiflu- hálsinn. Fararstjóri Jónatan Garðarsson. Verð 1.400/1.700. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með við- komu í Mörkinni 6 og austan við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Breiðamörk 17, Hveragerði. Fastanr. 221-0099, þingl. eig. Páll Þórðar- son, gerðarbeiðandi Hveragerðisbær, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 11.15. Breiðamörk 26, Hveragerði. Fastanr. 223-9066, þingl. eig. Trygginga- umboðið ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 11.30. Breiðamörk 26, Hveragerði. Fastanr. 223-9067, þingl. eig. Trygginga- umboðið ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, fimmtudaginn 16. maí kl. 11.30. Heiðarbrún 64, Hveragerði. Fastanr. 221-0319, þingl. eig. Berglind Bjarnadóttir og Sigurður Blöndal, gerðarbeiðendur Hveragerðisbær, Íbúðalánasjóður og Málningarþjónustan ehf., fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 13.15. Heiðarvegur 4, Selfossi. Fastanr. 225-2169, þingl. eig. Hannes Grétar Ársælsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 10.00. Lindarskógar 6-8, Laugarvatni, Laugardalshreppi, 80,3% ehl., þingl. eig. Sandsalan ehf., gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 14.45. Lóð úr landi Efri-Brúar, Grímsnes- og Grafningshreppi, þingl. eig. Sigrún Lára Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Grímsnes- og Grafnings- hreppur og Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 15.30. Minna Mosfell, Grímsnes- og Grafningshreppi. Fastanr. 220-7852, þingl. eig. Anna M. Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 16. maí 2002 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Selfossi, 8. maí 2002. Ástríkur gallvaski Hollenskur safnari Ástríksbóka óskar eftir íslenskum Ástríks- bókum frá Fjölva. Greiðsla í evrum eða ísl. kr. Vinsamlega skrifið á ensku til: hsellers@asterix-obelix.nl ÓSKAST KEYPT Aðalfundur Skíða- deildar Breiðabliks verður haldinn miðvikudaginn 15. maí nk. kl. 20.00 í Smáranum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.