Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 14 guðsþjónusta, aldraðir sérstaklega boðnir velkomnir, fólk úr Félagi eldri borgara les ritningarlestra. Anna Alexandra Cwalinska syngur einsöng. Kvenfélag Landakirkju býður til kaffiveitinga í safnaðarheimili á eftir guðsþjónustunni. Kl. 19.30 lokaður fundur um 12 sporin, andlegt ferðalag. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf VIÐ guðsþjónustu í Áskirkju kl. 14 á uppstigningardag, sem jafn- framt er dagur aldraðra, syngur Gyða Björgvinsdóttir einsöng. Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kára Þormar organista og sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir guðsþjónustuna býður Safnaðarfélag Ásprestakalls eldri borgurum til samsætis í Safn- aðarheimili Áskirkju. Meðal dag- skráratriða verður söngur félaga úr Kirkjukór Áskirkju og einnig almennur söngur. Íbúum dvalarheimila og ann- arra stærstu bygginga sókn- arinnar gefst kostur á akstri til og frá kirkju í tengslum við guðs- þjónustuna í Áskirkju og samsætið í safnaðarheimilinu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Dagur aldraðra í Kópavogskirkju Í DAG, uppstigningardag, verður guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Þar mun sóknarprestur pré- dika og þjóna fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Julian Hewlett organista. Að lok- inni guðsþjónustu verður kirkju- gestum boðið að þiggja kaffi og góðgerðir í Borgum, safn- aðarheimili sóknarinnar. Á sam- verunni í Borgum mun Sigurbjörg Þórðardóttir leika undir fjölda- söng en henni er einkar lagið að hrífa fólk til að syngja af hjartans list. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Uppstigningardagur í Fríkirkjunni í Reykjavík GUÐSÞJÓNUSTA verður í Frí- kirkjunni í Reykjavík á uppstign- ingardag, 9. maí, klukkan 14. Sr. Bragi Friðriksson, fyrrver- andi sóknarprestur í Garðabæ og prófastur í Kjalarnessprófasts- dæmi, mun predika. Tónlist dags- ins verður í léttum dúr og munu tónlistarstjórar kirkjunnar, Anna Sigga og Carl Möller, sjá um hana. Að lokinni guðsþjónustunni verður boðið upp á messukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Við hvetjum aldraða til að mæta í Frí- kirkjuna á þessum degi aldraðra hér í kirkjunni. Einnig hvetjum við yngra fólk til að aðstoða aldr- aða til að taka þátt í þessum degi. Það er góður siður að yngri sem eldri komi saman til kirkju. Á degi aldraðra hvetjum við til kirkju- göngu og bjóðum alla velkomna til guðsþjónustu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík, sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson, Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson. Fyrrverandi alþing- ismaður prédikar í Bústaðakirkju UPPSTIGNINGARDAGUR er dagur aldraðra í kirkjunni. Þá eru aldraðir sérstaklega boðnir vel- komnir til messu og þátttöku í helgihaldinu. Í Bústaðakirkju verður guðs- þjónusta klukkan 14. Þar prédikar Helgi Seljan, fyrrverandi alþing- ismaður. Aldraðir lesa ritning- arlestra og taka þátt í messunni. Einsöngvari verður Jóhann Frið- geir Valdimarsson stórtenór. Glæðurnar, kór Kvenfélags Bú- staðakirkju, syngja undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgríms- dóttur ásamt félögum úr Kirkju- kór Bústaðakirkju. Organisti er Bjarni Jónatansson. Eftir messu verður opnuð sýn- ing í safnaðarheimili á munum úr starfi aldraðra í vetur. Starfið hef- ur verið í vetur undir dyggri stjórn Sigrúnar Sturludóttur, sem ásamt hópi kærleikskvenna hefur annast starfið. Stór hópur hefur tekið þátt í starfinu í vetur og þar hefur verið komið saman til handavinnu, gripið í spil eða dæg- urmálin skeggrædd. Veisluborð verður framreitt og öldruðum boðið upp á veitingar en þeir, sem yngri eru, greiða fyrir sig. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í mess- unni og að hinir yngri aðstoði aldraða við að komast til kirkju. Pálmi Matthíasson. Dagur aldraðra í Laugarneskirkju NÚ KOMUM við saman í Laug- arneskirkju til hinnar árlegu guðsþjónustu á uppstigningardegi þar sem eldra fólki er sérstaklega boðið, en allt fólk er velkomið. Kór Laugarneskirkju mun syngja við undirleik Gunnars Gunn- arssonar, sr. Bjarni Karlsson þjón- ar fyrir altari og prédikar, en meðhjálpari er Eygló Bjarnadótt- ir. Að guðsþjónustu lokinni býður söfnuðurinn öllum viðstöddum upp á kaffi og tertur í tilefni dagsins. Dagur aldraðra í Áskirkju Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja ÞVÍ miður hefur það lent í al- gerri útideyfu hjá umsjónarmanni frímerkjaþáttar Mbl. að greina frá félagsstarfi frímerkjasafnara á liðnum mánuðum. Sumpart er það honum að kenna, en sumpart af því, að láðst hefur að koma ýmsu á framfæri við hann. Hann lítur sem sé svo á, að það sé bein- línis hlutverk forráðamanna sam- takanna að hafa frumkvæði í því efni, en ekki umsjónarmanns þáttarins að ganga sérstaklega eftir því, sem gerist meðal safn- ara. Vissulega minni ég stundum á þetta, þegar mig fer að lengja eftir fréttum, en slíkt ætti að vera óþarfi. Meðan þátturinn er í minni umsjá, tel ég einmitt feng í að koma því til safnara, sem ætti að geta komið þeim að notum í einhverri mynd. Þá er orðið auð- velt að koma flestu á framfæri með tilkomu tölvupóstsins, sem er bæði þægilegur og fljótvirkur. Ef einhver vildi hafa samband við þáttinn, get ég bent á netfang mitt, en það er: jaj@simnet.is Eins og kom fram hjá mér í síðasta þætti, hefur útkoma Frí- merkjablaðsins frestazt um sinn. Þegar það hóf göngu sína fyrir fáum árum í samvinnu við Ís- landspóst hf., bundu safnarar miklar vonir við hana, enda höfðu þeir orðið að bíða ærið lengi eftir endurnýjun málgagns fyrir sam- tökin. Á liðnu hausti virðist eitt- hvert hik hafa komið á þessa samvinnu, hver svo sem ástæðan hefur verið. Nú á vordögum virð- ist aftur farið að rofa til í sam- bandi við það mál – og er það vel. Í fundargerð stjórnar LÍF frá 8. apríl sl., sem þættinum hefur borizt, kemur fram. að formaður og varaformaður LÍF hafi þann dag átt fund með Einari Þor- steinssyni, forstjóra Íslandspósts hf., um framtíð Frímerkjablaðs- ins. Þar segir, að úrvinnsla 6. tölublaðs þess hafi verið langt komin, „þegar ýmsar snurður komu á þráðinn“, eins og það er orðað. Því miður hafði líka farið svo um svipað leyti, að ritstjóri blaðs- ins sá sér ekki fært að sinna starfi sínu lengur, en ég læt ósagt um það, hvort nokkurt samband hafi verið þarna á milli. Í fundargerðinni kemur fram, að Íslandspóstur hf. muni vera búinn til að fjármagna útgáfu blaðsins, en vilji hins vegar firra sig allri ábyrgð á blaðinu og hún og ritstjórnarmálefni „yrði flutt til LÍF“, eins og þar segir. Ég hlýt að fagna þessari þróun, enda er langeðlilegast eins og ég mun áður hafa minnzt á í frímerkja- þætti, að þetta hvort tveggja sé í höndum samtaka frímerkjasafn- ara sjálfra, en ekki Póstsins. Að forráðmönnum hans alveg ólöst- uðum verður að gera ráð fyrir, að söfnurum sé bezt treystandi fyrir því efni, sem birta á í blaðinu og þeir beri jafnframt ábyrgð á því sjálfir. Ég tel mig hér hafa ein- mitt nokkra reynslu af fyrra fyr- irkomulaginu. Enda þótt 6. tölu- blað hafi verið nær fullbúið til prentunar, virðast allar líkur til þess – því miður – að safnarar eigi ekki von á að fá það í hendur fyrr en með haustdögunum. En nokkrir mánuðir skipta ekki öllu, ef blaðið kemst loks aftur á flot og þá vonandi til frambúðar. NORDIA 03 Eins og söfnurum mun kunn- ugt, er ákveðið, að LÍF standi að samnorrænni frímerkjasýningu á næsta ári, 2003. Skilst mér á fundargerð stjórnarinnar, að nú sé að komast skriður á undirbún- ing hennar, enda veitir ekki af. Nú er fastákveðið, að sýningin verður haldin að Kjarvalsstöðum dagana 16.–19. október 2003. Trúlega er þetta heppilegur sýn- ingartími fyrir marga, en því verður ekki neitað, að sumartími kæmi sér örugglega betur fyrir þá erlendu gesti, sem sækja sýn- inguna og vildu jafnframt sjá eitt- hvað af landi okkar í leiðinni og þá helzt í sumarskrúða. En vita- skuld verður ekki á allt kosið. Hitt er aðalatriðið, að NORDIA 03 heppnist jafnvel og raunin hef- ur orðið hjá okkur með fyrri NORDIU-sýningar. Mistök við útgáfu myntarkar um Nóbelskáld okkar Í Mbl. 12. apríl sl. er sagt frá mistökum, sem gerð voru við prentun á smáörk, sem Íslands- póstur hf. gaf út 7. marz sl. til þess að minnast aldarafmælis kunnasta skálds Íslands á 20. öld, Halldórs Laxness. Segir í fyr- irsögn, að rangt hafi verið farið með texta skáldsins úr Heims- ljósi, sem prentaður er á örkina. Segir þar, að þessi mistök hafi ekki uppgötvazt fyrr en rúmum hálfum mánuði eftir að örkin kom út. Jafnframt er tekið fram, að búið hafi verið að senda örkina út til viðskiptavina, m.a. erlendis. Því er svo bætt við, að ófram- kvæmanlegt hafi verið að mati Ís- landspósts hf. að innkalla örkina. Vissulega er slíkt ekki fram- kvæmanlegt, en vel hefði mátt fara aðra leið, að sjálfsögðu kostnaðarsama fyrir Póstinn, en var í reynd hin eina raunhæfa leið. Bendi ég á hana hér á eftir. Í sambandi við mistök þau, sem hér hafa orðið við úrvinnslu téðr- ar arkar, er ýmislegt athugavert. Ljóst er, að hönnuður þess hefur farið rangt að við gerð þess texta, sem á bréfinu er, og er sú aðferð með öllu óverjandi, jafnvel þótt margir hafi að sögn lesið textann síðan yfir, áður en prentun hófst. Engum ætti að detta annað í hug en leita til rits höfundar sjálfs og taka textann þaðan upp, en ekki af vefsíðu Morgunblaðsins. Hér virðist skjóta upp vinnubrögðum, sem ég hygg, að séu of algeng nú á dögum hraðans, þ.e. að auka sér leti og fara eins auðvelda leið og kostur er á. Í þessu tilfelli að nota Netið og fara inn á vefsíðu dagblaðs, þar sem finna mátti téða tilvitnun í Heimsljós Lax- ness. Því miður kom svo í ljós, að þeirri leið var ekki treystandi. Tekið er fram í fréttinni, að að- standendum skáldsins hafi verið gerð grein fyrir þessum mistök- um og þeir beðnir afsökunar. Það var auðvitað sjálfsögð kurteisi, en hlutur skáldsins er engu að síður óbættur. Hann verður ekki bætt- ur nema með nýrri útgáfu ark- arinnar, þar sem hinn rétti texti Heimsljóssins birtist. Þetta slys eða mistök Póstsins við frímerkjaútgáfu er ekki eins- dæmi í frímerkjasögunni. Kemur mér í hug eitt dæmi, sem gerðist fyrir tæpri hálfri öld. Árið 1956, 20. júlí, voru liðin 100 ár frá andláti Roberts Schu- mann. Af því tilefni heiðraði póst- stjórn Þýzka alþýðulýðveldisins minningu tónskáldsins með út- gáfu tveggja frímerkja með mynd þess og bak við hana má sjá brot úr nótnahandriti tónskáldsins. Hér urðu hins vegar þau mistök, að nóturnar voru ekki úr handriti þess, heldur úr handriti annars þýzks tónskálds, Franz Schu- berts. Þetta uppgötvaðist vissu- lega strax, og voru merkin tekin úr sölu 23. s.m. En hvernig brugðust Þjóðverjar við? Þeir settu þessi frímerki aftur í um- ferð 30. september, en ný „leið- rétt“ útgáfa var á næsta leiti. Kom hún út 8. október og nú með réttum nótum úr handriti Schu- manns. Þannig leystu Þjóðverjar þessi vandræði sín og komu jafn- framt í veg fyrir spákaup- mennsku með fyrri útgáfuna meðal frímerkjasafnara, því að báðar útgáfurnar giltu síðan sam- hliða til burðargjalds til 31. marz 1958, þegar þær voru teknar úr umferð. Ég játa, að hér er ekki að öllu leyti hægt að líkja þessum frí- merkjamistökum saman, þar sem annars vegar eiga í hlut stök frí- merki og svo hins vegar smáörk Póstsins. En hvað er ekki hægt, ef vilji er fyrir hendi? Því verður ekki heldur neitað, þegar frí- merkjasafnarar eiga í hlut, að þeir vildu gjarnan eiga bæði hina „röngu“ og „réttu“ örk. Ef ekki, þá þekki ég safnara ekki rétt. Þannig yrðu til sölu tvær „gerðir“ arkarinnar. Um leið og Pósturinn bjargar þannig andliti sínu eins vel og kostur er á við erfiðar aðstæður, bætir hann úr mistökum hönn- uðarins og réttlætir þau gagnvart aðstandendum Halldórs Laxness. Úr því sem komið er, skipta nokkrir mánuðir litlu máli að mínum dómi. En rétt skal vera rétt að lokum. Það á Pósturinn að hafa í huga og ekki sízt þegar Nóbelskáld okkar á í hlut. Félagsstarf frí- merkjasafnara FRÍMERKI Útgáfa Frímerkjablaðsins mun tryggð áfram. Jón Aðalsteinn Jónsson Rangt nótnahandrit. Þýsk útgáfumistök 1956. Rétt nótnahandrit. KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.