Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURLISTINN
Reykjavík er
menningarborg
Vi› munum
• Byggja tónlistar- og rá›stefnuhús í mi›borginni • Gera Listahátí›
a› árlegum stórvi›bur›i • Efla Menningarnótt enn frekar, ásamt
Vetrarhátí› og Hátí› hafsins • Flétta menningu og listum í auknum
mæli saman vi› skólastarf • Halda áfram öflugum stu›ningi vi›
frumkvæ›i almennings, fyrirtækja og frjálsra félagasamtaka á
svi›i menningar og lista.
Vi› höfum
• Opna› flrjú n‡ borgarbókasöfn, n‡tt Ljósmyndasafn, Borgarskjalasafn og n‡tt
Listasafn Reykjavíkur • Komi› á Menningarnótt á hverju ári ásamt Vetrarhátí›
• Stutt vi› baki› á óhá›um menningarhátí›um, kvikmyndahátí›, stuttmyndahátí›,
kirkjulistahátí›, Myrkum músíkdögum, Airwaves, Hinsegin dögum og jasshátí›
• Eflt Borgarleikhúsi› me› n‡jum sal, sta›i› a› strandlengjus‡ningu á útilistaverkum
og gert Reykjavík a› menningarborg Evrópu.
ÞORLÁKUR Karlsson, fram-
kvæmdastjóri Gallup, gagnrýnir
spurningar sem lagðar voru fyrir
þátttakendur í könnun Félagsvís-
indastofnunar fyrir forsætisráðu-
neytið, þar sem ákveðnar forsendur
um áhrif aðildar eru settar fram.
Segir hann þær ekki mæla afstöðu
landsmanna til Evrópusambands-
ins.
Friðrik H. Jónsson, forstöðumað-
ur Félagsvísindastofnunar, vísar
allri gagnrýni á könnunina á bug og
Davíð Oddsson forsætisráðherra
undrast viðbrögð við könnuninni og
segir hana standa fyrir sínu.
Hinir spökustu menn verða
trylltir af æsingi
„Ég hef svolítið gaman af því
hvað menn eru ofboðslega æstir og
trylltir út af þessari könnun,“ segir
Davíð. „Hinir spökustu menn, meira
að segja þáttastjórnendur, verða
trylltir af æsingi og láta allt mögu-
legt út úr sér. Fréttastofa útvarps-
ins fór nú bara um koll og hætti að
vera í fréttaflutningi og fór bara í
málflutning og hefur verið í því,“
segir Davíð.
Spurningu um aðild ber að
leggja fyrir formálalaust
Þorlákur Karlsson segir það fara
eftir markmiði könnunar hverju
sinni hvort ákveðnar forsendur séu
lagðar fyrir svarendur. „Ef mark-
miðið er að athuga hlutföll þeirra
sem eru með og á móti aðild að
ESB er þetta ekki leiðin og mjög
langt frá því,“ segir hann. Þorlákur
segir að ef kanna eigi afstöðu til að-
ildar þurfi að leggja þá spurningu
fyrir með samskonar hætti og gert
væri í þjóðaratkvæðagreiðslu alger-
lega formálalaust.
Þorlákur segir skoðanakönnun
Félagsvísindastofnunar ekki gefa
neinar vísbendingar um afstöðu
manna til þess hvort þeiri vilji að
Ísland gangi í ESB. Hann bendir
m.a. máli sínu til stuðnings á að ef
þátttakendum í könnun eru gefnar
ákveðnar upplýsingar eða forsendur
með spurningunni þurfi öll þjóðin í
raun að hafa sömu upplýsingar ef
menn eigi að geta alhæft um nið-
urstöðurnar fyrir alla þjóðina. Auk
þess megi gera ráð fyrir að þjóðin
hafi fleiri forsendur í huga en spurt
er um þegar lagt er mat á inngöngu
í ESB.
Spurður hvort Gallup hefði fram-
kvæmd könnunina með þessum
hætti ef forsætisráðuneytið hefði
leitað til Gallup um gerð hennar
svaraði Þorlákur því neitandi.
Hann heldur því hins vegar fram
að afstaða landsmanna til aðildar að
ESB hafi verið mæld með eðlilegum
hætti í umdeildri könnun sem Gall-
up gerði fyrir Samtök iðnaðarins í
vetur. Þar hafi verið spurt beint og
formálalaust að því hvort svarendur
væru hlynntir eða andvígir aðild. Sú
könnun hefur sætt harðri gagnrýni,
m.a. af forsætisráðherra, einkum
spurning þar sem þátttakendur
voru spurðir hvort þeir væru
hlynntir eða andvígir því að taka
upp aðildarviðræður við ESB til
þess að ganga úr skugga um hvað
Íslandi stæði til boða við aðild. 92%
lýstu sig hlynnt því. Forsætisráð-
herra sagði hins vegar á aðalfundi
Samtaka atvinnulífsins að þessi
spurning hefði ekkert gildi fyrir
umræðuna því fæstir myndu setja
sig upp á móti áhættulausri fyr-
irspurn af þessu tagi.
Aðspurður segir Þorlákur að
þessari spurningu hafi ekki verið
ætlað að mæla hvort menn vildu
ganga í ESB, heldur eingöngu
kanna vilja manna til þess að Ísland
gengi til aðildarviðræðna. Mæling á
afstöðu til aðildar hafi hins vegar
verið gerð með annarri spurningu
þar sem menn voru spurðir hvort
þeir væru hlynntir eða andvígir að-
ild að ESB. „Það er mælingin og
svoleiðis á hún að vera. Þar kom í
ljós að 52% eruhlynnt, 25% andvíg
og 23% í miðjunni,“ segir hann.
Spurningar taka til þátta
sem yrðu í lokaniðurstöðu
samningsgerðar
Davíð Oddsson forsætisráðherra
segir skoðanakönnun Félagsvís-
indastofnunar taka til þátta sem
myndu verða í lokaniðurstöðu hvaða
samningsgerðar sem er við Evrópu-
sambandið. „Það segir alla söguna,
a.m.k. hófstilltum mönnum, hver
niðurstaða þjóðarinnar yrði þegar
komið væri með slíkan samning til
baka. Hver veit hvort þetta mælir
nákvæmlega afstöðu þjóðarinnar til
ESB núna? Það virðist vera margt á
huldu í þeim efnum og menn sáu
með hvaða hætti Gallup-könnunin
var notuð á sínum tíma, þannig að
mér finnst afar dapurlegt að sjá
þennan forstöðumann Gallup fara
eins og eldur um sinu. Ég hef aldrei
séð þetta áður og man ekki til þess
að það hafi verið leitað til Félagsvís-
indastofnunar út af könnunum Gall-
ups. Þetta er afskaplega sérstök
málsmeðferð af hálfu þess aðila og
virðist [hann] hafa einhvern sér-
stakan málstað að verja. Menn hafa
þá náttúrlega hliðsjón af því þegar
sá aðili gerir kannanir um Evrópu-
sambandið að hann virðist vera
mjög heltekinn af því sjónarmiði.
Það er dapurlegt að sjá,“ segir Dav-
íð.
Aðalatriði að fólk viti hvaða
spurningum það er að svara
Friðrik segir að meginkosturinn
við að leggja ákveðnar forsendur
fyrir svarendur sé sá að spurningin
sé þá mjög skýr og alveg ljóst sé til
hvaða álitaefnis svarendur séu að
taka afstöðu.
„Aðalatriðið er að fólk viti hvaða
spurningum það er að svara og að
niðurstöðurnar séu túlkaðar í sam-
ræmi við þær spurningar sem lagð-
ar eru fyrir. Í þessu tilviki hjá okk-
ur var spurningin skýr. Fólk vissi
hverju það var að svara,“ segir
hann.
„Það hefur hins vegar hingað til
verið spurt almennt og óljóst [um
aðild að ESB] og hefur hver getað
búið til sínar forsendur. Þá vitum
við ekki út frá hverju fólk svarar og
hvað fólk hefur í huga. Hér vitum
við það. Svörin ber því að túlka í
ljósi þessara forsendna,“ segir Frið-
rik.
Að sögn hans snýst gagnrýnin í
raun um hvort forsendurnar sem
lagðar voru fyrir svarendur séu
réttar eða rangar og hvort dregin
hafi verið upp röng mynd af aðild.
Því neitar Friðrik. „Eftir að hafa
skoðað málið teljum við að svo sé
ekki. Þess vegna spyrjum við þess-
ara spurninga,“ segir hann.
Hann var spurður hvort draga
mætti almennar ályktanir um af-
stöðu þjóðarinnar til aðildar að ESB
út frá þessari könnun. „Ef einhvern
tíma kemur upp sú staða að Íslend-
ingar fara í atkvæðagreiðslu um að-
ild munu talsmenn ólíkra sjónar-
miða halda fram sínum málstað og
það munu koma fram ýmis rök.
Meðal þeirra verða þessi rök sem
spurt var um í könnun okkar. Ég
get ekki svarað því hvaða rök verða
ofan á þegar upp er staðið, en verði
þessi rök, sem spurt var um, ofan á
er líklegt að þessi könnun endur-
spegli afstöðuna,“ segir Friðrik.
Friðrik vildi ekki tjá sig um
spurningar í Gallup-könnuninni fyr-
ir Samtök iðnaðarins og sagðist ein-
göngu svara fyrir kannanir sem
gerðar væru á vegum Félagsvís-
indastofnunar.
Sigurður Helgason, yfirmaður
rannsóknadeildar Pricewaterhouse-
Coopers, segir þá aðferð að tiltaka
ákveðnar forsendur í spurningum
sem lagðar eru fyrir þátttakendur í
könnunum hafa bæði kosti og galla.
„Stundum er þetta gert og er eðli-
legt en í öðrum tilfellum er það
ekki,“ segir hann. Könnun sem
PricewaterhouseCoopers gerði fyrir
LÍÚ í síðasta mánuði um afstöðu til
ESB hefur einnig sætt gagnrýni en
í henni voru þátttakendur beðnir að
svara því játandi eða neitandi hvort
þeir vildu að Ísland gengi í Evrópu-
sambandið. Af þeim sem tóku af-
stöðu sögðu 39,2% nei en 38,1% já.
Sigurður segir að vegna gagnrýni
sem fram hafi komið hafi verið
ákveðið að sannprófa niðurstöðuna
með því að endurtaka könnunina en
sama niðurstaða hafi fengist út úr
því.
Skiptar skoðanir á könnunum á afstöðunni til ESB
„Svörin ber að túlka
í ljósi forsendna“
EKKI er útilokað að Haraldur Örn
Ólafsson geri atlögu að tindi Ev-
erest úr grunnbúðum á morgun,
föstudag, ef veður leyfir. Er þá
gengið upp í 2. búðir og gist þar
eina nótt áður en haldið er upp í 3.
búðir. Daginn eftir er farið upp í 4.
búðir og hvílt þar í örfáar klukku-
stundir áður en lagt er til atlögu við
tindinn. Ef allt gengur að óskum
gæti Haraldur staðið á tindinum á
mánudaginn, en hann tekur fram
að sú áætlun sé byggð á björtustu
vonum.
Hópur frá Kóreu gerði mislukk-
aða tilraun snemma í gærmorgun
til að ná tindinum en sneri við
vegna veðurs.
Haraldur Örn með snæviþaktan tind Everest í baksýn. Ef allt gengur að
óskum gæti hann náð þangað á mánudag.
Gæti náð
tindi Ev-
erest á
mánudag
LJÓSMYNDIR eftir leikskólabörn
af leikskólanum Ægisborg prýða
nú húsakynni Vesturgarðs, Fjöl-
skyldu- og skólaþjónustu Vest-
urbæjar, en myndirnar eru af-
rakstur vettvangsvinnu barnanna,
sem hafa ferðast um Vesturbæinn
með myndavélar og myndað tré
sem fangað hafa athygli þeirra.
Um er að ræða samstarfsverkefni
milli allra leikskóla Vesturbæjar
sem hefur það að markmiði að gera
barnamenninguna sýnilega. Börnin
af Ægisborg, sem gerðu trén að
viðfangsefni sínu, afhentu í vikunni
Vesturgarði hluta myndaraðar
sinnar. Opið hús hefur verið á leik-
skólunum undanfarnar vikur og
verða settar upp sýningar á verk-
um barnanna á ýmsum stofnunum.
Morgunblaðið/Kristinn
Barnamenningin sýnileg
FYRIRSVARSMAÐUR Eystra-
saltsviðskipta ehf. var í gær sak-
felldur í Héraðsdómi Reykjaness
fyrir brot á lögum um atvinnurétt-
indi útlendinga og sektaður um 300
þúsund krónur.
Ákærði var dæmdur fyrir að ráða
9 nafngreinda einstaklinga frá
Eystrasaltsríkjum hingað til lands
og ráða þá til starfa hjá öðrum fyr-
irtækjum án þess að útvega tilskilin
leyfi og réttindi.
Dómurinn fann að því hvernig
lögregla stóð að rannsókn málsins.
Þannig segir í dóminum, að ekki
verði fullyrt hversu lengi útlending-
arnir höfðu verið að störfum á veg-
um ákærða og virðist ekki hafa ver-
ið gerð alvarleg tilraun af hálfu
ákæruvaldsins til að sýna fram á
það.
Einnig hafi rannsókn málsins ver-
ið ábótavant varðandi það, hvað
mönnum þessum var greitt í laun og
hvernig tryggingamálum þeirra var
háttað. Ennfremur var ekkert upp-
lýst um hvort og hvernig laun þess-
ara manna voru gefin upp gagnvart
skattyfirvöldum. Einnig hafi ekkert
komið fram um það hvort ákærði
hafi haft fleiri menn í vinnu, sem
hafi haft tilskilin leyfi, eins og hann
hefði raunar sjálfur haldið fram.
Rannsókn málsins yrði einnig að
telja ábótavant varðandi atvik að
baki komu mannanna til landsins.
Kom með óbeinum hætti fram við
meðferð málsins að þessir erlendu
menn hefðu búið í húsnæði sem
hefði verið á vegum Eystrasaltsvið-
skipta. Ekki virðist hafa farið fram
rannsókn á þessum þætti málsins.
Guðmundur L. Jóhannesson hér-
aðsdómari kvað upp dóminn. Skip-
aður verjandi ákærða var Jón Einar
Jakobsson hdl. Sækjandi var Sigríð-
ur Elsa Kjartansdóttir fulltrúi
sýslumannsins í Kópavogi.
Braut lög um atvinnu-
réttindi útlendinga