Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 11 Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK Opið mánudaga til föstudaga kl. 12:00 - 18:00 og laugardaga kl. 12:00 - 16:00 Verðdæmi: allar buxur nú 2.000 kr. • allar skyrtur nú 1.500 kr. allir jakkar nú 4.000 kr. • allar peysur nú 2.000 kr. allar yfirhafnir nú 5.000 kr. Enn meiri verðlækkun sek. að meðaltali, hvað fossana varðaði bættist við hliðarrennsli. Einnig var spurt um rannsóknir á lífríki utan friðlandsins sem gerð- ar voru í fyrrasumar. Guðjón sagði að í ljós hefði komið að enginn grundvallarmunur væri á lífríki innan og utan friðlands. Hann sagði þann hluta Hnífár sem færi undir vatn renna á gróðursvæði og því hefði svæðið meira verndargildi en annars. Einnig að lífríki væri einna fjölbreyttast á þeim hluta sem færi undir vatn. Þá færiu 1,3 km² af rústasvæði undir vatn, þar af um 1,2 km² af þroskuðu rústa- svæði sem hefði meira verndar- gildi. Enginn eðlismunur hefði komi fram á rústasvæðum utan og innan friðlandsins. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrirtækið vilja eiga gott samstarf og samráð við heimamenn. Hann sagði Lands- virkjun vilja hafa frekara samstarf um uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, framkvæmdirnar opnuðu leið inn á hálendið sem skapaði tækifæri sem heimamenn gætu nýtt sér. Sögusagnir kveðnar niður Friðrik sagðist vilja kveða niður sögusagnir sem hefðu verið á kreiki um að Landsvirkjun ætlaði sér að hækka yfirborð lónsins umfram 575 m.y.s. eftir að lónið yrði tekið í notkun. „Það er alls ekki ætlunin, stíflan er hönnuð til að halda lóninu í 575 m.y.s. og það eru engin áform um að hafa það hærra,“ sagði Frið- rik. Einnig sagði hann á misskiln- ingi byggt að yrði virkjað við Núp, sem er annað verkefni sem Lands- virkjun hefði haft til skoðunar, færu sex bújarðir í eyði. „Ég hef líka heyrt því fleygt að við höfum falið einhvern hluta nið- urstaðnanna, það er að sjálfsögðu rangt. Í þessum undirbúningi, eins og áður, kappkostum við að birta allar rannsóknarskýrslur á Netinu þannig að allt sé undir. Við vitum að ef við reyndum að dylja ein- hvern einhvers myndi það koma okkur í koll síðar,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði tilgang fundarins fyrst og fremst vera að kynna framkvæmdina og á hvaða forsend- um Landsvirkjun byggði mats- skýrsluna. Tilgangur kynningar- fundarins væri ekki að halda kappræður til að sannfæra íbúana um ágæti framkvæmdarinnar, ekki heldur að láta sannfærast. Allt annað hljóð var íbúum Ása- og Djúpárhrepps og Holta- og Landsveitar á kynningarfundi fyrr um daginn á Laugalandi í Holtum. Engar gagnrýni- eða efasemdar- raddir komu þar fram og voru allir fundargesta sem Morgunblaðið ræddi við jákvæðir í garð fram- kvæmdarinnar. Virtust þeir al- mennt telja að fórnarkostnaður Norðlingaveitu réttlætti ávinning- inn og var þar einkum nefnd at- vinnuuppbygging í sveitarfélaginu. Íbúar austan Þjórsár jákvæðir Í samtali við Morgunblaðið sagði Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps, íbúa austan Þjórsár frekar fylgj- andi framkvæmdunum en hitt. Hann sagðist sjálfur telja áhrif á umhverfið viðunandi og sagði að það hefði breytt miklu að lækka yf- irborð lónsins úr 581 m.y.s., sem upphaflega stóð til, í 575 m.y.s. Þannig færi flatarmál lónsins úr rúmlega 60 ferkílómetrum niður í rúma 28 ferkílómetra. Nafnarnir Sveinn Sigurjónsson, Galtalæk II í Landsveit, og Sveinn Tyrfingsson, Lækjartúni í Ása- hreppi, voru á sama máli og Jónas. Aðspurðir hvers vegna þeir styddu framkvæmdirnar sögðu þeir að á einhverju yrðu menn að lifa. „Hef- ur þú einhvern tímann hugsað um hvað höfuðborgarsvæðið væri fal- legt án byggðar?“ spurði Sveinn Tyrfingsson. Nafnarnir sögðu alla búsetu breyta landinu og að mann- virki þyrftu ekki að vera lýti í landslaginu. „Það munar verulega um hvert einasta atvinnutækifæri. Við erum orðnir þreyttir á fana- tískri umhverfisstefnu,“ sagði Sveinn Sigurjónsson. Frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar við mats- skýrsluna rennur út 11. júní næst- komandi og er þess vænst að stofn- unin kveði upp úrskurð um miðjan júlí. Upplýsingar um skýrsluna má finna á heimasíðu verkefnisins www.nordlingaalda.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúar gátu kynnt sér áhrif framkvæmdanna á kynningarspjöldum Landsvirkjunar sem héngu uppi á báðum fundarstöðum. Þessi mynd var tekin á kynningarfundinum á Laugalandi í Holtum. nina@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað erindi Norðurljósa frá 11. apríl sl. þar sem þess var farið á leit að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því að sett yrðu lög á Alþingi sem heimiluðu ríkinu að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð 15 ára skuldabréf að fjárhæð átta milljarðar króna fyrir félagið. Í erindinu kom fram að Norður- ljós hygðust nota fjármunina til þess að endurskipuleggja fjárhag félags- ins annars vegar og hins vegar til að standa straum af kostnaði við þróun stafræns útvarps. Sem rök fyrir veit- ingu ríkisábyrgðar var í bréfi félags- ins nefnt að ríkið ábyrgist rekstur Ríkisútvarpsins sem auk þess væri með lögum tryggður sérstakur tekjustofn, útvarpsgjald. Þá var nefnt að Landssími Íslands hf., sem ríkið ætti yfir 90% hlutafjár í, stæði fyrir útvarpsrekstri á svokölluðu breiðbandi og hafið undirbúning að stafrænu útvarpi. „Íslensk stjórnvöld hafa á undan- förnum árum dregið markvisst úr veitingu ríkisábyrgða,“ segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Norður- ljósa. „Um Ríkisútvarpið, hlutverk þess, rekstrarform og tekjur fer samkvæmt lögum. Landssími Ís- lands hf. er fyrirtæki á almennum markaði og nýtur engrar ríkisað- stoðar. Starfsemi beggja þessara að- ila lýtur almennum lögum og eftirliti þar til bærra eftirlitsaðila, þ.m.t. samkeppnisyfirvalda. Umkvartanir Norðurljósa gefa ekki tilefnis til þess að því félagi eða öðrum samskipta- félögum verði veittar ríkisábyrgðir.“ Erindi Norð- urljósa um ríkisábyrgð hafnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.