Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 11

Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 11 Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK Opið mánudaga til föstudaga kl. 12:00 - 18:00 og laugardaga kl. 12:00 - 16:00 Verðdæmi: allar buxur nú 2.000 kr. • allar skyrtur nú 1.500 kr. allir jakkar nú 4.000 kr. • allar peysur nú 2.000 kr. allar yfirhafnir nú 5.000 kr. Enn meiri verðlækkun sek. að meðaltali, hvað fossana varðaði bættist við hliðarrennsli. Einnig var spurt um rannsóknir á lífríki utan friðlandsins sem gerð- ar voru í fyrrasumar. Guðjón sagði að í ljós hefði komið að enginn grundvallarmunur væri á lífríki innan og utan friðlands. Hann sagði þann hluta Hnífár sem færi undir vatn renna á gróðursvæði og því hefði svæðið meira verndargildi en annars. Einnig að lífríki væri einna fjölbreyttast á þeim hluta sem færi undir vatn. Þá færiu 1,3 km² af rústasvæði undir vatn, þar af um 1,2 km² af þroskuðu rústa- svæði sem hefði meira verndar- gildi. Enginn eðlismunur hefði komi fram á rústasvæðum utan og innan friðlandsins. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrirtækið vilja eiga gott samstarf og samráð við heimamenn. Hann sagði Lands- virkjun vilja hafa frekara samstarf um uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, framkvæmdirnar opnuðu leið inn á hálendið sem skapaði tækifæri sem heimamenn gætu nýtt sér. Sögusagnir kveðnar niður Friðrik sagðist vilja kveða niður sögusagnir sem hefðu verið á kreiki um að Landsvirkjun ætlaði sér að hækka yfirborð lónsins umfram 575 m.y.s. eftir að lónið yrði tekið í notkun. „Það er alls ekki ætlunin, stíflan er hönnuð til að halda lóninu í 575 m.y.s. og það eru engin áform um að hafa það hærra,“ sagði Frið- rik. Einnig sagði hann á misskiln- ingi byggt að yrði virkjað við Núp, sem er annað verkefni sem Lands- virkjun hefði haft til skoðunar, færu sex bújarðir í eyði. „Ég hef líka heyrt því fleygt að við höfum falið einhvern hluta nið- urstaðnanna, það er að sjálfsögðu rangt. Í þessum undirbúningi, eins og áður, kappkostum við að birta allar rannsóknarskýrslur á Netinu þannig að allt sé undir. Við vitum að ef við reyndum að dylja ein- hvern einhvers myndi það koma okkur í koll síðar,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði tilgang fundarins fyrst og fremst vera að kynna framkvæmdina og á hvaða forsend- um Landsvirkjun byggði mats- skýrsluna. Tilgangur kynningar- fundarins væri ekki að halda kappræður til að sannfæra íbúana um ágæti framkvæmdarinnar, ekki heldur að láta sannfærast. Allt annað hljóð var íbúum Ása- og Djúpárhrepps og Holta- og Landsveitar á kynningarfundi fyrr um daginn á Laugalandi í Holtum. Engar gagnrýni- eða efasemdar- raddir komu þar fram og voru allir fundargesta sem Morgunblaðið ræddi við jákvæðir í garð fram- kvæmdarinnar. Virtust þeir al- mennt telja að fórnarkostnaður Norðlingaveitu réttlætti ávinning- inn og var þar einkum nefnd at- vinnuuppbygging í sveitarfélaginu. Íbúar austan Þjórsár jákvæðir Í samtali við Morgunblaðið sagði Jónas Jónsson, oddviti Ásahrepps, íbúa austan Þjórsár frekar fylgj- andi framkvæmdunum en hitt. Hann sagðist sjálfur telja áhrif á umhverfið viðunandi og sagði að það hefði breytt miklu að lækka yf- irborð lónsins úr 581 m.y.s., sem upphaflega stóð til, í 575 m.y.s. Þannig færi flatarmál lónsins úr rúmlega 60 ferkílómetrum niður í rúma 28 ferkílómetra. Nafnarnir Sveinn Sigurjónsson, Galtalæk II í Landsveit, og Sveinn Tyrfingsson, Lækjartúni í Ása- hreppi, voru á sama máli og Jónas. Aðspurðir hvers vegna þeir styddu framkvæmdirnar sögðu þeir að á einhverju yrðu menn að lifa. „Hef- ur þú einhvern tímann hugsað um hvað höfuðborgarsvæðið væri fal- legt án byggðar?“ spurði Sveinn Tyrfingsson. Nafnarnir sögðu alla búsetu breyta landinu og að mann- virki þyrftu ekki að vera lýti í landslaginu. „Það munar verulega um hvert einasta atvinnutækifæri. Við erum orðnir þreyttir á fana- tískri umhverfisstefnu,“ sagði Sveinn Sigurjónsson. Frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar við mats- skýrsluna rennur út 11. júní næst- komandi og er þess vænst að stofn- unin kveði upp úrskurð um miðjan júlí. Upplýsingar um skýrsluna má finna á heimasíðu verkefnisins www.nordlingaalda.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúar gátu kynnt sér áhrif framkvæmdanna á kynningarspjöldum Landsvirkjunar sem héngu uppi á báðum fundarstöðum. Þessi mynd var tekin á kynningarfundinum á Laugalandi í Holtum. nina@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafnað erindi Norðurljósa frá 11. apríl sl. þar sem þess var farið á leit að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því að sett yrðu lög á Alþingi sem heimiluðu ríkinu að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð 15 ára skuldabréf að fjárhæð átta milljarðar króna fyrir félagið. Í erindinu kom fram að Norður- ljós hygðust nota fjármunina til þess að endurskipuleggja fjárhag félags- ins annars vegar og hins vegar til að standa straum af kostnaði við þróun stafræns útvarps. Sem rök fyrir veit- ingu ríkisábyrgðar var í bréfi félags- ins nefnt að ríkið ábyrgist rekstur Ríkisútvarpsins sem auk þess væri með lögum tryggður sérstakur tekjustofn, útvarpsgjald. Þá var nefnt að Landssími Íslands hf., sem ríkið ætti yfir 90% hlutafjár í, stæði fyrir útvarpsrekstri á svokölluðu breiðbandi og hafið undirbúning að stafrænu útvarpi. „Íslensk stjórnvöld hafa á undan- förnum árum dregið markvisst úr veitingu ríkisábyrgða,“ segir í bréfi fjármálaráðuneytisins til Norður- ljósa. „Um Ríkisútvarpið, hlutverk þess, rekstrarform og tekjur fer samkvæmt lögum. Landssími Ís- lands hf. er fyrirtæki á almennum markaði og nýtur engrar ríkisað- stoðar. Starfsemi beggja þessara að- ila lýtur almennum lögum og eftirliti þar til bærra eftirlitsaðila, þ.m.t. samkeppnisyfirvalda. Umkvartanir Norðurljósa gefa ekki tilefnis til þess að því félagi eða öðrum samskipta- félögum verði veittar ríkisábyrgðir.“ Erindi Norð- urljósa um ríkisábyrgð hafnað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.