Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 13 REYKJAVÍKURLISTINN nýtur 54% fylgis, Sjálfstæðisflokkurinn 43% fylgis og Frjálslyndir og óháðir 2,8% fylgis ef marka má skoðana- könnun sem Talnakönnun hefur gert fyrir vefsvæðið heimur.is á fylgi flokkanna í borgarstjórnar- kosningunum í Reykjavík. Aðrir flokkar sem bjóða fram í Reykjavík fengu minna eða ekkert fylgi í könn- uninni. Samkvæmt könnuninni fengi R- listinn átta borgarfulltrúa og D-listi sjálfstæðismanna sjö borgarfulltrúa. Könnunin fór fram dagana 6. til 7. maí og er byggð á svörum 516 ein- staklinga sem valdir voru með handahófsúrtaki úr símanúmera- skrá. Um 23% voru óákveðin og um 7% neituðu að svara. Vikmörk könn- unarinnar eru um 5% til eða frá. Talnakönnun R-listinn fengi átta fulltrúa GORCH Fock, skólaskip þýska sjó- hersins, kom til hafnar í Reykjavík í gær. Skipið sem er þriggja mastra freigáta, lagði upp frá heimahöfn sinni, Kiel, hinn 25. apr- íl og kom við í Bergen í Noregi á leiðinni hingað. Héðan fer það svo til Þórshafnar í Færeyjum og það- an til Aberdeen í Skotlandi áður en það heldur aftur til heimahafnar. 139 fastir áhafnarmeðlimir eru um borð í skipinu auk 59 undirfor- ingjaefna úr þýska sjóhernum og tveggja liðsforingjaefna úr þýska landhernum. Siglingin hingað til lands er að sögn Torstens Wening, fjölmiðlafulltrúa skipsins, þáttur í átta vikna námskeiði foringjaefn- anna en námskeiðið hófst með tveggja vikna þjálfun í skipinu þar sem það lá við bryggju í Kiel. Námskeiðið miðast að því að gefa foringjaefnunum tækifæri til að komast í návígi við náttúruöflin og til að kynnast því hvernig það er að búa með öðrum áhafnarmeð- limum í þrengslum og einangrun. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að þeir leggi stund á flókin sigling- arfræði á þessum tíma enda er nærri fullmönnuð áhöfn um borð í skipinu. Wenig segir að skipið haldi að jafnaði á norðurslóðir í vor- og sumarferðum sínum en á veturna haldi það suður á bóginn. Vetr- arferðir þess eru oft lengri en sum- arferðirnar og þá tekur einn hópur foringjaefna við af öðrum á miðri leið. Almenningi stendur til boða að skoða skipið á milli klukkan 15.30 og 17.30 í dag og á milli klukkan 15 og 17 á morgun. Morgunblaðið/Sverrir Þýska skólaskipið Gorch Fock sýnt í dag ÁRVEKNI fjórtán ára stúlku hef- ur að öllum líkindum orðið þess valdandi að fjögurra ára gamalt barn bjargaðist heilt á húfi út úr brennandi íbúð í fjölbýlishúsi við Fannarfell í Breiðholti í Reykja- vík í gær. Eldurinn kom upp í barnaherbergi skömmu fyrir há- degið og var herbergið alelda þeg- ar Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins kom á staðinn. Óttast var að barnið væri inni í íbúðinni en í ljós kom að svo var ekki, enda búið að bjarga því út. Barnið var að leik í herberginu þegar eldurinn varð laus og hljóp í skjól annarsstaðar í íbúðinni og týndist um stund. Fjórtán ára stúlkan uppgötvaði fyrst allra að kviknað væri í þegar hún heyrði snarkið í eldinum úr íbúðinni og gerði þegar í stað ráðstafanir, með því að fá nágrannakonu í lið með sér við að leita að barninu sem fannst skömmu síðar. Ekki þurfti að flytja þau með sjúkra- bifreið á slysadeild eftir atburðinn en þau fóru þangað á eigin vegum auk tveggja til viðbótar í húsinu. Íbúðin skemmdist mikið í elds- voðanum. Rúður brotnuðu í her- berginu og eldtungur stóðu út um glugga þegar slökkviliðið kom á staðinn. Einn köttur og tveir hamstrar brunnu inni. Eldsupptök eru ókunn en sæta rannsókn lögreglunnar í Reykja- vík. Fjögurra ára barni bjargað úr eldsvoða Morgunblaðið/RAX Skemmdir urðu töluverðar á íbúðinni í eldsvoðanum. TIL STENDUR á næstu vikum að bjóða upp á fræðsludaga á vegum Geðhjálpar fyrir aðstandendur geðsjúkra. Að sögn Auðar Axels- dóttur, iðjuþjálfa hjá Geðhjálp, skiptist námskeiðið í sex hluta og er tilgangurinn að upplýsa fólk um geðsjúkdóma, almenna geð- heilsu, möguleg meðferðarúrræði og stöðu geðsjúkra. Á námskeiðinu munu tveir geð- læknar, Ólafur Þór Ævarsson og Engilbert Sigurðsson, fræða fólk um geðsjúkdóma og meðferð. Fjölskyldu- og skólaþjónustan Vesturgarði verður með kynn- ingu á starfsemi sinni og þeirri þjónustu sem geðsjúkum stendur til boða hjá Félagsþjónustunni. Elín Ebba Ásmundsdóttir iðju- þjálfi heldur erindi um áhrifa- valda í daglegu lífi á geðheilsu. Þá mun Tryggingastofnun verða með erindi um réttindamál geð- sjúkra og Geðhjálp kynnir starf- semi sína. Að sögn Auðar eru um 30 manns virkir í aðstandendahóp- unum og hafa þeir meðal annars unnið að útgáfu kynningar- bæklings þar sem sjálfshjálpar- hópar aðstandenda eru kynntir. „Þetta eru hópar þar sem fólk deilir reynslu sinni og styður hvað annað, í því liggur sjálfs- hjálpin.“ Hún nefnir í þessu sambandi að þegar einstaklingur innan fjöl- skyldu veikist hafi það áhrif á alla. Aðstandendum finnist að þeir fái ekki nægar upplýsingar þegar ástvinur þeirra þurfi hjálp. Það þurfi að sinna aðstandendum því þeir tilheyri hópi sem einangrist oft. „Þeir þurfa leiðsögn og stuðn- ing ekki síður en sá sem er veik- ur,“ segir Auður. Hún segist þeirra skoðunar að ekki hafi verið nægilega hugað að þessum hópi. „Það er hvorki aðstandendum né geðsjúkum ljóst hvaða þjón- usta er í boði og hvaða valmögu- leikar eru fyrir hendi. Ég vil því hvetja fólk til að mæta á fræðslu- dagana því þetta eru áhugaverð efni sem skipta máli.“ Þess má geta að fræðslu- dagarnir verða á eftirtöldum dögum: 15. maí, kl. 17–19 en aðra daga, þ.e. 22. og 29. maí, 5., 12. og 19. júní kl. 20–22. Áhugasöm- um er bent á að skrá sig hjá Geð- hjálp. Geðhjálp efnir til fræðsludaga Hugað sé að aðstandendum Morgunblaðið/RAX Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi hjá Geðhjálp. ENGIN sprengja fannst í gær um borð í Boeing 767-flugvél frá SAS sem lenti á flugvellinum í Syðri- Straumfirði á Grænlandi í fyrra- kvöld vegna sprengjuhótunar. Flug- vélin fór síðdegis í gær til Seattle í Bandaríkjunum með 192 farþega og 11 manna áhöfn. Sprengjusérfræðingar komu frá Danmörku í gærmorgun og leituðu í vélinni án árangurs. Sprengjuhótun- in var skrifuð á vegg á karlasalerni í flugstöðinni í Seattle. Þar var skrifað „SAS 937 bomb“. Þessi hótun var tekin alvarlega og flugstjóri SAS- þotunnar látinn vita. Engin sprengja í SAS-vélinni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.