Morgunblaðið - 09.05.2002, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 13
REYKJAVÍKURLISTINN nýtur
54% fylgis, Sjálfstæðisflokkurinn
43% fylgis og Frjálslyndir og óháðir
2,8% fylgis ef marka má skoðana-
könnun sem Talnakönnun hefur
gert fyrir vefsvæðið heimur.is á
fylgi flokkanna í borgarstjórnar-
kosningunum í Reykjavík. Aðrir
flokkar sem bjóða fram í Reykjavík
fengu minna eða ekkert fylgi í könn-
uninni.
Samkvæmt könnuninni fengi R-
listinn átta borgarfulltrúa og D-listi
sjálfstæðismanna sjö borgarfulltrúa.
Könnunin fór fram dagana 6. til 7.
maí og er byggð á svörum 516 ein-
staklinga sem valdir voru með
handahófsúrtaki úr símanúmera-
skrá. Um 23% voru óákveðin og um
7% neituðu að svara. Vikmörk könn-
unarinnar eru um 5% til eða frá.
Talnakönnun
R-listinn
fengi átta
fulltrúa
GORCH Fock, skólaskip þýska sjó-
hersins, kom til hafnar í Reykjavík
í gær. Skipið sem er þriggja
mastra freigáta, lagði upp frá
heimahöfn sinni, Kiel, hinn 25. apr-
íl og kom við í Bergen í Noregi á
leiðinni hingað. Héðan fer það svo
til Þórshafnar í Færeyjum og það-
an til Aberdeen í Skotlandi áður en
það heldur aftur til heimahafnar.
139 fastir áhafnarmeðlimir eru
um borð í skipinu auk 59 undirfor-
ingjaefna úr þýska sjóhernum og
tveggja liðsforingjaefna úr þýska
landhernum. Siglingin hingað til
lands er að sögn Torstens Wening,
fjölmiðlafulltrúa skipsins, þáttur í
átta vikna námskeiði foringjaefn-
anna en námskeiðið hófst með
tveggja vikna þjálfun í skipinu þar
sem það lá við bryggju í Kiel.
Námskeiðið miðast að því að
gefa foringjaefnunum tækifæri til
að komast í návígi við náttúruöflin
og til að kynnast því hvernig það
er að búa með öðrum áhafnarmeð-
limum í þrengslum og einangrun.
Ekki er hins vegar gert ráð fyrir
að þeir leggi stund á flókin sigling-
arfræði á þessum tíma enda er
nærri fullmönnuð áhöfn um borð í
skipinu.
Wenig segir að skipið haldi að
jafnaði á norðurslóðir í vor- og
sumarferðum sínum en á veturna
haldi það suður á bóginn. Vetr-
arferðir þess eru oft lengri en sum-
arferðirnar og þá tekur einn hópur
foringjaefna við af öðrum á miðri
leið.
Almenningi stendur til boða að
skoða skipið á milli klukkan 15.30
og 17.30 í dag og á milli klukkan 15
og 17 á morgun.
Morgunblaðið/Sverrir
Þýska skólaskipið
Gorch Fock sýnt í dag
ÁRVEKNI fjórtán ára stúlku hef-
ur að öllum líkindum orðið þess
valdandi að fjögurra ára gamalt
barn bjargaðist heilt á húfi út úr
brennandi íbúð í fjölbýlishúsi við
Fannarfell í Breiðholti í Reykja-
vík í gær. Eldurinn kom upp í
barnaherbergi skömmu fyrir há-
degið og var herbergið alelda þeg-
ar Slökkvilið höfuðborgarsvæðis-
ins kom á staðinn. Óttast var að
barnið væri inni í íbúðinni en í ljós
kom að svo var ekki, enda búið að
bjarga því út.
Barnið var að leik í herberginu
þegar eldurinn varð laus og hljóp í
skjól annarsstaðar í íbúðinni og
týndist um stund. Fjórtán ára
stúlkan uppgötvaði fyrst allra að
kviknað væri í þegar hún heyrði
snarkið í eldinum úr íbúðinni og
gerði þegar í stað ráðstafanir,
með því að fá nágrannakonu í lið
með sér við að leita að barninu
sem fannst skömmu síðar. Ekki
þurfti að flytja þau með sjúkra-
bifreið á slysadeild eftir atburðinn
en þau fóru þangað á eigin vegum
auk tveggja til viðbótar í húsinu.
Íbúðin skemmdist mikið í elds-
voðanum. Rúður brotnuðu í her-
berginu og eldtungur stóðu út um
glugga þegar slökkviliðið kom á
staðinn. Einn köttur og tveir
hamstrar brunnu inni.
Eldsupptök eru ókunn en sæta
rannsókn lögreglunnar í Reykja-
vík.
Fjögurra ára
barni bjargað
úr eldsvoða
Morgunblaðið/RAX
Skemmdir urðu töluverðar á
íbúðinni í eldsvoðanum.
TIL STENDUR á næstu vikum að
bjóða upp á fræðsludaga á vegum
Geðhjálpar fyrir aðstandendur
geðsjúkra. Að sögn Auðar Axels-
dóttur, iðjuþjálfa hjá Geðhjálp,
skiptist námskeiðið í sex hluta og
er tilgangurinn að upplýsa fólk
um geðsjúkdóma, almenna geð-
heilsu, möguleg meðferðarúrræði
og stöðu geðsjúkra.
Á námskeiðinu munu tveir geð-
læknar, Ólafur Þór Ævarsson og
Engilbert Sigurðsson, fræða fólk
um geðsjúkdóma og meðferð.
Fjölskyldu- og skólaþjónustan
Vesturgarði verður með kynn-
ingu á starfsemi sinni og þeirri
þjónustu sem geðsjúkum stendur
til boða hjá Félagsþjónustunni.
Elín Ebba Ásmundsdóttir iðju-
þjálfi heldur erindi um áhrifa-
valda í daglegu lífi á geðheilsu.
Þá mun Tryggingastofnun verða
með erindi um réttindamál geð-
sjúkra og Geðhjálp kynnir starf-
semi sína.
Að sögn Auðar eru um 30
manns virkir í aðstandendahóp-
unum og hafa þeir meðal annars
unnið að útgáfu kynningar-
bæklings þar sem sjálfshjálpar-
hópar aðstandenda eru kynntir.
„Þetta eru hópar þar sem fólk
deilir reynslu sinni og styður
hvað annað, í því liggur sjálfs-
hjálpin.“
Hún nefnir í þessu sambandi að
þegar einstaklingur innan fjöl-
skyldu veikist hafi það áhrif á
alla.
Aðstandendum finnist að þeir
fái ekki nægar upplýsingar þegar
ástvinur þeirra þurfi hjálp. Það
þurfi að sinna aðstandendum því
þeir tilheyri hópi sem einangrist
oft.
„Þeir þurfa leiðsögn og stuðn-
ing ekki síður en sá sem er veik-
ur,“ segir Auður.
Hún segist þeirra skoðunar að
ekki hafi verið nægilega hugað
að þessum hópi.
„Það er hvorki aðstandendum
né geðsjúkum ljóst hvaða þjón-
usta er í boði og hvaða valmögu-
leikar eru fyrir hendi. Ég vil því
hvetja fólk til að mæta á fræðslu-
dagana því þetta eru áhugaverð
efni sem skipta máli.“
Þess má geta að fræðslu-
dagarnir verða á eftirtöldum
dögum: 15. maí, kl. 17–19 en aðra
daga, þ.e. 22. og 29. maí, 5., 12.
og 19. júní kl. 20–22. Áhugasöm-
um er bent á að skrá sig hjá Geð-
hjálp.
Geðhjálp efnir til fræðsludaga
Hugað sé að
aðstandendum
Morgunblaðið/RAX
Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi hjá
Geðhjálp.
ENGIN sprengja fannst í gær um
borð í Boeing 767-flugvél frá SAS
sem lenti á flugvellinum í Syðri-
Straumfirði á Grænlandi í fyrra-
kvöld vegna sprengjuhótunar. Flug-
vélin fór síðdegis í gær til Seattle í
Bandaríkjunum með 192 farþega og
11 manna áhöfn.
Sprengjusérfræðingar komu frá
Danmörku í gærmorgun og leituðu í
vélinni án árangurs. Sprengjuhótun-
in var skrifuð á vegg á karlasalerni í
flugstöðinni í Seattle. Þar var skrifað
„SAS 937 bomb“. Þessi hótun var
tekin alvarlega og flugstjóri SAS-
þotunnar látinn vita.
Engin sprengja
í SAS-vélinni
♦ ♦ ♦