Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sölumaður Óskum eftir að ráða sölumann til inni- og útisölu. Um er að ræða vörur fyrir byggingariðnað, verkfæri og festingar, ásamt rekstrarvöru fyrir viðhaldsiðnað. Við leitum að húsasmið, tæknifræðingi eða sambærileg menntun. Vinsamlegast sendið umsóknir til auglýs- ingadeildar Mbl., merktar: „S — 12256". Varmalandsskóli í Borgarfirði Halló! Er einhver menntaður kennari ekki enn búinn að ákveða sig? Ef ekki, gríptu þá tækifærið. Lausar stöður við skólann eru s.s. almenn kennsla, sérkennsla, íþróttakennsla, kennsla í verkgreinum. Því ekki að koma í heimsókn, kynna sér skólann, fá kaffi og kleinu og rölta um staðinn og skoða umhverfi hans? Upplýsingar gefur Flemming Jessen, símar 430 1511/430 1531, netf. fjessen@ismennt.is . Viltu slást í hópinn? Langar þig að kenna úti á landi en eiga samt stutt til Reykjavíkur? Okkur í Heiðarskóla vantar kennara næsta vetur til að kenna smíðar auk dönsku og stærðfræði í unglingadeildum. Heiðarskóli er rúmlega 100 barna einsetinn skóli í yndislegu umhverfi í Leirársveit í Borgarfirði. Þar starfar góður og samhentur hópur fólks. Nánari upplýsingar veita: Haraldur Haraldsson (skólastjóri) í síma 433 8920 og Helga Stefanía Magnúsdóttir (aðstoðarskólastjóri) í síma 433 8921. Laus er staða aðstoðarskólastjóra við Nesjaskóla í Hornafirði Í Nesjaskóla verða um 110 nemendur í 1.—3. bekk. Allar nánari upplýsingar gefa Þorvaldur, skóla- stjóri, í símum 478 1445/478 1939 og Hreinn, aðstoðarskólastjóri, í símum 478 1445/ 478 1443. Skólaskrifstofa Hornafjarðar. Framhaldsskólakennarar Fjölbrautaskóli Suðurlands auglýsir öðru sinni lausar til umsóknar heilar stöður kennara í efnafræði, félagsfræði, náttúrufræðum, sér- kennslu, tölvunotkun, stærðfræði og viðskipta- greinum, og hlutastörf í eðlisfræði, fjölmiðlun, lífsleikni, sálfræði og spænsku auk séráfanga grunnnáms í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum. Upphafstími ráðningar er 1. ágúst 2002. Um laun fer skv. kjarasamningi fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs og Kennarasambands Íslands. Nánari upplýsingar veita skólameistari (sigurdur@fsu.is) og aðstoðarskólameistari (orlygur@fsu.is), sími 482 2111. Umsóknir berist skólameistara eigi síðar en 17. maí 2002. Skólameistari. Matreiðslumaður Matreiðslumeistari w w w . i c e h o t e l . i s Óskum eftir matreiðslumanni eða matreiðslumeistara í fullt starf, samkvæmt vaktakerfi. Starfsreynsla, brennandi áhugi, hlýlegt viðmót og reglusemi eru meðal þeirra kosta sem við leitum eftir. Hótel Hérað er góður vinnustaður þar sem ríkir frábær starfsandi. Þeir sem áhuga hafa á starfinu snúi sér til Auðar Önnu Ingólfsdóttur, hótelstjóra í síma 471 1500, netfang: audur@icehotel.is FRÁ KÓPAVOGSSKÓLA Nokkra kennara vantar til starfa á komandi skólaári, 2002/03. Meðal kennslugreina eru: • Íslenska á unglingastigi • Stærðfræði á unglingastigi • Bekkjarkennsla á barnastigi • Sérkennsla Laun skv. kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur Guðmundsson, í símum 5540475 eða 8979770. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstk. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Menntaskólinn á Egilsstöðum Laus störf frá 1. ágúst 2002: I. Heilar stöður: Kennslugreinar: 1) Efnafræði og NÁT 123 2) Líffræði og NÁT 103. 3) Stærðfræði og eðlisfræði. 4) Þýska (til eins árs). II. Hlutastörf (50—75%): Kennslugreinar: 1) Listgreinar (áfangar á listabraut). 2) Sálfræði og lífsleikni. Krafist er háskólamenntunar og kennslu- réttinda í viðkomandi kennslugreinum. Laun samkvæmt kjarasamningi milli KÍ og fjármálaráðherra. Umsóknir um ofangreind störf, ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, sendist skóla- meistara Menntaskólans á Egilsstöðum, sem einnig veitir nánari upplýsingar í s. 471 2501 og 471 3820. Netfang: hob@me.is . Umsóknarfrestur er framlengdur til 17. maí 2002. Skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Lagerútsala Fimmtudaginn 9. og laugardaginn 11. maí 2002 verðum við með síðustu lagerútsölurnar í bili frá kl. 13.00 til kl. 16.00 síðdegis. Seld verða leikföng í úrvali, bílar, dúkkur, gæsaveiðitækið vinsæla, tölvustýrðir jeppar og fjórhjól, boltar, stórar vatnsbyssur, o.fl. o.fl. Einnig nokkuð af ódýrum KAFFIVÉLUM, brauðristum, SAFA- PRESSUM, handþeyturum. Herðatré plast og tré, fægiskóflur, plastborðdúkar, servíettur, plasthnífapör. VEIÐARFÆRI, hjól, stangir, vöðluskór, spúnar, túbu-Vise o.fl. Ódýrar vöðl- ur í stærðunum 41—42 hagstætt verð. VERK- FÆRAKASSAR á tilboðsverði. Eldhúsvogir, hitakönnur, bakkar fyrir örbylgjuofna. Grill- grindur, grillgafflar, uppkveikikubbar fyrir grill. Hleðslubatterí, einfaldir álstigar 2,27 m. Tak- markað magn. Vagn á hjólum með þremur hill- um, tilvalinn á lager, í mötuneyti o.fl. Trillu fyrir lager. Lítið við, því nú er tækifæri til þess að gera góð kaup, allt á að seljast. Kredit- og deb- etkortaþjónusta. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILBOÐ / ÚTBOÐ Auglýsing Uppbygging á grunnskóla- lóð og tjaldsvæði Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í uppbygg- ingu á lóð við Grunnskólann í Borgarnesi auk uppbyggingar á tjaldsvæði við gamla malar- völlinn í Borgarnesi. Um er að ræða hefð- bundna jarðvinnu, lagnavinnu vegna frárennsl- is og snjóbræðslu auk frágangs yfirborðs á grunnskólalóð þ.e malbik og hellulögn. Byrjað verður að afhenda útboðsgögn á bæjar- skrifstofu Borgarbyggðar miðvikudaginn 8. maí nk. Tilboð skulu hafa borist Tæknideild Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgar- nesi, eigi síðar en þriðjudaginn 21. maí 2002 kl. 14.00 og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðanda er viðstaddir verða. Borgarnesi, 7. maí 2002, Sigurður Páll Harðarson, bæjarverkfræðingur. OPIÐ HÚS Í NÝJUM LEIKSKÓLA VIÐ RJÚPNASALI Húsnæði leikskólans Rjúpnahæðar verður opinn almenningi til sýnis á afmæli Kópavogsbæjar þann 11. maí frá kl. 13.00 – 16.00. Rjúpnahæð er 6 deilda leikskóli fyrir börn 2-6 ára, alls 119 rými, samskonar bygging og Fífusalir við Salaveg. Leikvöllur við skólann er sérstaklega fjölbreyttur og áhugaverður. Rjúpnahæð mun taka til starfa mjög fljótlega. Bæjarbúar eru hvattir til að koma og skoða nýjasta leikskólann og umhverfi hans. KÓPAVOGSBÆR TILKYNNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.