Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 09.05.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 27 FLYGILDIÐ sem mun að öllum lík- indum taka við hlutverki bandarísku geimskutlanna fer í loftið á sama hátt og flugvél, er knúið áfram af auka- eldflaugum sem snúa aftur til jarðar, og það nýjasta er að þessi geimflug- vél verður væntanlega án flug- manna. Geimflugvélin verður með útbún- aði sem gerir áhöfninni kleift að yf- irgefa hana í neyðartilvikum, lend- ingarbúnaður verður fjarstýrður, og verður flugvélin öruggari en geim- skutlurnar sem Bandaríska geimvís- indastofnunin (NASA) notar nú. Þá sögðu fulltrúar stofnunarinnar að geimflugvélin yrði mun ódýrari í rekstri en skutlurnar. Markmiðið er að geimflugvélin verði tilbúin til notkunar 2012, um sama leyti og geimskutlunum verður lagt. „Þetta verður nokkru minna farartæki [en geimskutlan] og þess vegna ef til vill ekki eins stórbrotið og hávaðasamt og öflugt og þegar skutlan fer í loftið,“ sagði Dennis Smith, sem stjórnar þróunaráætlun NASA. „En [geimflugvélin] hefur ýmsa skemmtilega kosti.“ Til dæmis myndu aukaeldflaug- arnar losna frá vélinni, snúa við og fljúga aftur til flugtaksstaðarins. Aukaflaugar geimskutlunnar svífa til jarðar í fallhlífum, lenda í sjónum og eru veiddar upp með skipum. Nýja geimflugvélin yrði notuð til að flytja geimfara og tæki til alþjóðlegu geim- stöðvarinnar. Sama kerfi yrði notað til að koma á loft gervihnöttum. Meginmarkmið NASA í þróun nýju vélarinnar eru að lækka kostn- aðinn við flutninga á búnaði út í geiminn úr 22 þúsund dollurum (um tveim milljónum króna) fyrir hvert kíló, sem flutningur með geimskutl- unum kostar, í innan við 2.200 dollara (um 200.000 kr.), og draga úr hætt- unni á banvænu slysi, sem nú reikn- ast vera einn á móti 500, í einn á móti 10 þúsund. Smith sagði að í skutlurnar vant- aði búnað til að áhöfnin gæti forðað sér í neyðartilvikum í flugtaki. Slíkur búnaðir væri nauðsynlegur ef ná ætti því markmiði að draga úr hættunni við geimskot, svo sem NASA væri staðráðin í að gera. Meðal þeirra kosta er koma til greina eru áhafn- arsæti sem skjóta má út úr flauginni og sérstakar björgunarferjur. Líklegast er að nýja flugvélin fari á loft frá Kennedy-geimstöðinni á Flórída, en vélin mun væntanlega geta farið á loft hvort heldur sem er eins og flugvél eða eins og geimflaug. Hún gæti einnig gegnt hlutverki björgunarbáts fyrir alþjóðlegu geim- stöðina, sagði Smith. Þá komi til greina að engir flugmenn verði hafð- ir um borð til þess að meira pláss verði fyrir aðra áhafnarliða. Undanfarin ár hefur NASA valið 15 tillögur úr þúsundum hugmynda sem þrjú fyrirtæki lögðu fram, Boeing, Lockheed og samstarfsfyr- irtæki Orbital Sciences og Northrop Grumman. Áætlar NASA að velja úr tvær tillögur á næsta ári og hefja smíði flugvélar samkvæmt annarri þeirra 2006, og vonir standa til að fyrsta flugið verði 2012. „Það tók okkur níu ár að fara til tunglsins og við þróuðum skutluna á átta árum,“ sagði Smith. „Nú eru tíu ár til stefnu og þetta er á endanum spurning um að láta ekki deigan síga við þetta nýja verkefni.“ Fjarstýrð geimflugvél í stað geimskutlunnar Canaveral-höfða. AP. AP Teikning af nýju geimflugvélinni, samkvæmt einni af þeim hugmyndum sem NASA hefur nú til athugunar. Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is Aukin umsvif ÍAV flytja í rúmbetra húsnæði að Höfðabakka ÍAV flytja skrifstofu sína frá Suðurlandsbraut í rúmbetra húsnæði að Höfðabakka 9, 4. hæð. Af þeim sökum verður skrifstofan lokuð á morgun, föstudag. Við opnum á nýja staðnum mánudaginn 13. maí nk. Verið velkomin. Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Ármúla Kópavogi Vestur í bæ Opið í dag Klukkubúðir í þínu hverfi www.husa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.