Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 55 UMSÓKN Elínar Arnardóttur hef- ur hlotið 400.000 króna styrk úr Ballantine’s-sjóðnum fyrir árið 2002. Rúmlega 70 umsóknir bárust um styrk úr sjóðnum. Dómnefnd Ballantine’s-sjóðsins skipuðu að þessu sinni þeir Þórður H. Hilm- arsson, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar nýsköpunar, Ingi G. Inga- son, viðskiptafræðingur, Jón Erling Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Allied Domecq Ís- land hf., og Christine Blin, mark- aðsstjóri Allied Domecq Ísland hf. Elín hefur sett fram útfærða hugmynd að fræðandi teiknimynd- um fyrir börn á aldrinum 4–8 ára. Teiknimyndafígúran Afhverju Hvernigson er aðalpersóna teikni- myndanna og svarar hann spurn- ingum barna um lífið og tilveruna með áhugaverðum hætti. Grunnhugmynd Elínar er vel út- færð að mati dómnefndar og per- sónusköpun teiknimyndapersóna skýr. Ballantine’s-sjóðurinn er alþjóð- legur sjóður með það að markmiði að styðja ungt fólk um heim allan í að þróa viðskiptahugmyndir sínar og gera þær að veruleika. Hug- mynd Elínar fellur vel að mark- miðum sjóðsins um stuðning við áhugaverða nýsköpun, segir í fréttatilkynningu. Elín Arnardóttir til hægri á myndinni, veittr styrknu móttöku úr hendi Christine Blin, markaðsstjóra Allied Domecq. Hlaut styrk úr Ballantine’s-sjóðnum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá sam- gönguráðuneytinu: „Vegna fréttar Morgunblaðsins varðandi málshöfðun samgönguráðuneytisins á hendur fjórum hluthöfum SL til viðurkenn- ingar á ábyrgðaryfirlýsingu er nauð- synlegt að árétta eftirfarandi: Heildargreiðslur ráðuneytisins vegna ákvæða laga nr. 117/1994 um tryggingavernd liggja ekki enn fyrir, þar sem enn á eftir að taka afstöðu til nokkurra krafna sem áhrif geta haft á heildargreiðslur ráðuneytisins. Þó liggur ljóst fyrir að trygginga- greiðslur munu ekki ná 30 milljónum. Það er því rangt að krafan nemi 50 milljónum, en rétt sem fram kemur í fréttinni að höfðað hefur verið viður- kenningarmál á ábyrgð hluthafanna. Þá liggur fyrir að ráðuneytið hefur undir höndum bankaábyrgð að því er varðar hluta þeirrar fjárhæðar. Kjarni málsins er sá, að vegna end- urskoðunar á tryggingaþörf ferða- skrifstofunnar og vegna þess að fyrir- liggjandi ábyrgðir voru að renna út, skoraði samgönguráðuneytið ítrekað á félagið að leggja fram tryggingar í samræmi við ákvæði laga nr. 117/1994 um skipulag ferðamála, að viðlagðri sviptingu ferðaskrifstofuleyfis. Forsvarsmenn SL gátu ekki lagt fram tryggingar í formi banka- ábyrðgar, en buðu ábyrgð fjögurra stærstu hluthafa og gáfu út sérstaka ábyrgðaryfirlýsingu þar að lútandi. Í 19. gr. laga nr. 117/1994 eru talin upp í dæma skyni nokkur tryggingarform, en ekki er um tæmandi talningu að ræða og ráðuneytinu því frjálst að taka tryggingar sem það metur öruggar. Kjarni málsins er sá, að hluthafarn- ir gáfu út ábyrgðaryfirlýsingu til að geta haldið áfram rekstri SL og snýst viðurkenningarmálið um gildi þeirrar yfirlýsingar. Ekki eru efni til að fjalla um málið frekar efnislega í fjölmiðlum, enda hefur málið verið lagt fyrir dómstóla til úrlausnar.“ Athugasemdir sam- gönguráðuneytisins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Hafnarfirði kynnir stefnuskrá sína í Bæjarbíói við Strandgötu á morg- un, uppstigningardag 9. maí, kl. 16.00. Magnús Gunnarsson mun þar kynna stefnuskrá flokksins auk þess sem sex efstu frambjóðendur framboðslista flokksins flytja ávarp. Að auki er gestum fundarins boðið upp á ýmis skemmtiatriði, kvik- myndasýningu o.fl. Kynning á stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði FÉLAG íslenskra fæðinga- og kven- sjúkdómalækna (FÍK) stendur fyrir almennum fræðslufundi föstudaginn 10. maí klukkan 15. Á fundinum heldur dr. Frank Chervenak frá New York Weill Cornell Medical Center fyrirlestur um upplýst sam- þykki fyrir fósturrannsóknum, svo sem ómskoðunum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundurinn er haldinn í Hlíðarsmára 8, 4. hæð, í fundarsal Læknafélags Íslands. Allir sem hafa áhuga á efn- inu eru velkomnir á fundinn, segir í fréttatilkynningu. Kaffi á staðnum. Fyrirlestur um upplýst sam- þykki fyrir fóst- urrannsóknum HELGINA 11.-12. maí verður haldið grunnnámskeið í námskeiðaröðinni „Lesið í skóginn og tálgað í tré“. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, og stendur frá kl. 10 til 18 báða dagana. Leiðbeinendur verða Guðmundur Magnússon, handverksmaður á Flúðum, og Ólafur Oddsson, starfs- maður Skógræktar ríkisins. Skrán- ing og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða á heimasíðu hans, www.reykir.is. Síminn gerir reikisamning um GPRS- þjónustu SÍMINN-GSM hefur gengið frá fyrsta GPRS-reikisamningi sínum við erlent farsímafélag. Samningur þessi gerir þeim viðskiptavinum Símans- GSM sem nýta sér GPRS-tæknina mögulegt að gera það bæði í gegnum dreifikerfi Símans og í gegnum dreifi- kerfi Telenor í Noregi. Í framtíðinni er stefnt að því að öll GPRS-kerfi heimsins verði samtengd og að GPRS-þjónusta verði jafn aðgengileg hvar sem er í heiminum. Um þessar mundir er verið að vinna að reikipróf- unum við fyrirtæki víða um heim og stefnan hjá Símanum er að koma GPRS-reikiþjónustu á í sem flestum af helstu viðskiptalöndum Íslands á næstu mánuðum. Með GPRS-þjónustu Símans býðst viðskiptavinum að flytja gögn til og frá símanum á mun meiri hraða en áð- ur hefur þekkst. Auk þess getur sím- inn verið sítengdur Netinu og þeirri upplýsingaveitu sem nýtt er á hverj- um tíma, segir í fréttatilkynningu. ENDURMENNTUN HÍ býður upp á vornámskeið fyrir þá sem hyggja á ferðalög til spænskumælandi landa í sumar. Þetta er hnitmiðað byrjend- anámskeið þar sem þátttakendur læra hagnýtan orðaforða og grunn- reglur í málfræði, sem gerir þeim kleift að bjarga sér við algengustu aðstæður á ferðalögum, segir í fréttatilkynningu. Aðaláhersla er lögð á talmál og framburð, en einnig verður lesið í spænska þjóðarsál og menningu. Við kennsluna er stuðst við myndbönd, hljóðupptökur og tölvur. Kennari er dr. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ, sem jafnframt er reyndur fararstjóri. Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga frá 22. maí til 7. júní kl. 17:15– 19:15 – alls átta sinnum. Frekari upplýsingar eru á vefsíð- unni www.endurmenntun.is, segir í fréttatilkynningu frá Endurmennt- un HÍ. Vornámskeið í spænsku NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, minna á áður aug- lýstan aðalfund sinn sem haldinn verður fimmtudaginn 16. maí kl. 20 í safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð, (gengið inn norðanmegin). Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf. Auk þess verður kynntur nýr bæklingur um sorg og sorgarvið- brögð, sem samtökin eru að gefa út um þessar mundir. Bæklingnum verður m.a. dreift til heilsugæslu- stöðva, fræðslumiðstöðva, kirkna og útfararstjóra. Fyrirspurnir um bæklinginn má senda á netfang samtakanna, nydogun@sorg.is. Aðalfundur Nýrrar dögunar Lesið í skóginn og tálgað í tré LAUGARDAGINN 11. maí nk. flyt- ur bandaríska fræðikonan Margaret Cormack fyrirlestur á vegum Nafn- fræðifélagsins og Örnefnastofnunar Íslands, sem hún nefnir Kirkjan og hennar menn í íslenskum örnefnum í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla Ís- lands, og hefst fyrirlesturinn kl. 14. „Margaret hefur um árabil fengist við íslenska kirkjusögu og gaf út bókina The Saints in Iceland. Their Veneration from the Conversion to 1400, árið 1994. Þessum rannsóknum hefur hún haldið áfram og ætlar að færa þær alla leið til nútímans. Í fyr- irlestrinum mun hún fjalla um heim- ildagildi örnefna fyrir kirkjusögu fyrir og eftir siðaskipti. Einnig verða rakin dæmi um hvernig túlkun fólks á landslagi birtist í munnmælum um örnefni. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á íslensku og er öllum opinn,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Ræðir um kirkju í íslensk- um örnefnum KYNNINGARFUNDIR undir yf- irskriftinni „Er framtíð í þorskeldi“ verða haldnir dagana 10. til 16. maí næstkomandi. Sá fyrsti verður hjá Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði á morgun, föstudag, þá verður fundur á Fiðlaranum á Akureyri á mánu- dag, 13. maí, á Hótel Framnesi í Grundarfirði miðvikudaginn 15. maí og loks í Safnaðarheimilinu á Reyð- arfirði 16. maí næstkomandi. Allir fundirnir standa frá kl. 13 til 17 og boða atvinnuþróunarfélög- in á hverjum stað til þeirra. Kynnt verður verkefnið: Þorsk- eldi á Íslandi: Stefnumörkun og upplýsingabanki, en það er sam- starfsverkefni sjávaúrvegsdeildar Háskólans á Akureyri, Hafrann- sóknastofnunar og sjávarútvegsfyr- irtækja. Markmið þess er að meta samkeppnishæfni þorskeldis á Ís- landi og benda á leiðir sem væn- legar eru til árangurs, en vonast er til að þessi vinna geti stuðlað að arðbæru þorskeldi á Íslandi. Einnig að móta stefnu í rannsókna- og þró- unarvinnu og afla og miðla upplýs- ingum um þorskeldi. Allt efni sem gefið verður út á vegum verkefnisins birtist á heima- síðu þess www.thorskeldi.is. Fundir um framtíð þorskeldis SAMFYLKINGIN í Árborg held- ur opinn fund í Tryggvaskála laug- ardaginn 11. maí kl. 13.00. Frummælendur verða: Ágúst Einarsson prófessor: Menning sem atvinnugrein. Össur Skarphéðinsson: Gullni þríhyrningurinn. Margrét Frímannsdóttir: Íbúa- lýðræði. Már Ingólfur Másson: Ungt fólk og Árborg. Lúðvík Bergvinsson: Atvinna og sveitarfélög. Ragnheiður Hergeirsdóttir: Fjölskyldustefna Samfylkingarinn- ar. Torfi Áskelsson: Átak í atvinnu- málum Árborgar. Ásmundur Sv. Pálsson: Annað tækifæri í menntun. Fundarstjóri: Gylfi Þorkelsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Árborg. Allir eru velkomnir. Fundur um átak í atvinnumálum EÐLI varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna er umfjöllunarefni málfundar á vegum aðstandenda sósíalíska fréttablaðsins Militant. Fundurinn verður haldinn föstudag- inn 10. maí kl. 17:30 á Skólavörðustíg 6b, bakatil, í Pathfinder-bóksölunni. Framsaga og umræður. Óskað er eftir frjálsu framlagi við inngang, segir í fréttatilkynningu. Ræða um varnarsamning ÞEKKING stúdenta í þágu þjóðar er 5 milljóna króna sjóður til styrkt- ar rannsóknarverkefnum nemenda Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Að sjóðnum standa Byggðastofnun og ellefu sveitarfélög en hann hefur það markmið að vekja athygli há- skólanema á aðstöðu og tækifærum til rannsókna innan ólíkra sveitarfé- laga. Þau sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu eru; Akranes, Akureyri, Bolungarvík, Fjarðarbyggð, Grinda- vík, Hornafjörður, Ísafjörður, Sand- gerði, Stykkishólmur, Tálknafjörður og Vestmannaeyjar. Óskað er eftir umsóknum úr sem flestum vísindagreinum en mark- miðið er að styrkja verkefni er tengj- ast bæði atvinnulífi og opinberri þjónustu innan sveitarfélaganna. Meðal viðfangsefna má nefna heilsu- tengda ferðaþjónustu, fjarlækning- ar, undirbúning Þórbergsseturs og rannsóknir á sögu og hefðum íbúa í sjávarplássum. Styrkir eru veittir til rannsóknar- verkefna, hvort sem um lokaverkefni eða önnur verkefni er að ræða. Full- ur styrkur krónur 500.000 miðast við 15 eininga verkefni en smærri verk- efni fá úthlutun í hlutfalli við eininga- fjölda. Umsóknareyðublöð og hug- myndir að viðfangsefnum má finna á heimasíðum Stúdentaráðs og Rann- sóknaþjónustu Háskóla Íslands (www.student.is og www.rthj.hi.is), umsóknarfrestur er til 15. maí. Auglýsa styrki til rannsókna á landsbyggðinni AÐALFUNDUR Landssambands sumarhúsaeigenda var haldinn ný- lega. Kom fram m.a. að félögum hefur fjölgað og eru nú u.þ.b. 4.200. Reikna má með því að um 50% allra sum- arhúsaeigenda séu nú í samtökunum. „Gerð var grein fyrir stöðu á ör- yggisnetinu fyrir sumarhúsin. Starf- semin hjá LS hefur varið miklum tíma í það sl. 2–3 ár. LS hefur verið í samstarfi við Neyðarlínuna, Vega- gerðina, Fasteignamat ríkisins og Landmælingar Íslands. Þátttaka á landsvísu er u.þ.b. 50%. Tafir hafa orðið á framgöngu verk- efnisins m.v. fyrstu áætlanir. Gerðar hafa verið strangar kröfur af sam- starfsaðilum um m.a. prófun kerfisins og að fyrir liggi nákvæmar verklýs- ingar o.s.frv. Þá tafðist að fá að utan efni í öryggismerkin. Tíðarfar og fl. hefur svo í framhaldi hamlað hnitun sumarhúsanna. Hnitun sumarhúsa er í dag í fullum gangi og reiknað með því að verkinu ljúki síðla sumars og verður þá sér- staklega tilkynnt þegar kerfið verður virkt á landsvísu. Samvæmt heimildum LS er þetta verkefni það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Ekki er vitað til þess að að öll sumarhús á landsvísu hafi verið með skipulögðum hætti hnituð inn í öryggiskerfi. Mörg sumarhúsasam- tök erlendis hafa verið að fylgjast með þessu verkefni og bíða spennt eftir niðurstöðunni og vilja gjarna nýta sér reynslu okkar hér á landi. Þá kom fram að fasteignagjöld hafa hækkað um tugi prósenta milli ára og LS er að taka upp viðræður við Sam- band íslenskra sveitarfélaga til að kanna þá þjónustu og þær skyldur sem sveitarfélögin hafa gagnvart sumarhúsaeigendum,“ segir í frétta- tilkynningu. Fjölgar í félagi sumar- húsaeigenda BLAÐINU hefur borist eftirfarandi orðsending til fyrrverandi nemenda Húsmæðraskólans á Löngumýri: „Fyrirhugað er að koma upp skóla- safni á Löngumýri, með sýnishornum af vinnu nemenda í gegnum árin. Því sendum við þessa orðsendingu. Ef þið, nemendur góðir, eigið ein- hver stykki prjónuð, saumuð, hekluð eða ofin, t.d. einhver gömlu skyldu- stykkin, sem þið vilduð láta af hendi á fyrirhugað safn, þá vinsamlegast haf- ið samband við undirritaðar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Rósa Björnsdóttir, Hvíteyrum, Varmahlíð, Helga Bjarnadóttir, Furulundi 4, Varmahlíð.“ Á nokkur gamla skóla- kjólinn sinn enn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.