Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉR fer á eftir í heild ákæra sem ríkissaksóknari gaf út 6. maí síð- astliðinn á hendur fimm einstak- lingum: Ríkissaksóknari gjörir kunnugt: Að höfða ber opinbert mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur Árna Johnsen, kennitala 010344-4259, Höfðabóli, Vestmannaeyjum, Birni Kristmari Leifssyni, kennitala 010759-4049, Árlandi 8, Reykjavík, Gísla Hafliða Guðmundssyni, kennitala 051157-2309, Melahvarfi 5, Kópavogi, Stefáni Axel Stefánssyni, kennitala 291170-2939, Hlíðarhjalla 16, Kópavogi, og Tómasi Tómassyni, kennitala 191044-2079, Vaglaseli 2, Reykjavík, fyrir hegningarlagabrot eins og nánar greinir hér á eftir. I. Ákærða Árna Johnsen einum er gefið að sök fjárdráttur, umboðs- svik, rangar skýrslur til yfirvalda og mútuþægni í opinberu starfi sem alþingismaður, formaður bygging- arnefndar Þjóðleikhússins og for- maður byggingarnefndar Vestnor- ræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar. A. Ákærði Árni er sakaður um fjárdrátt í opinberu starfi sem for- maður byggingarnefndar Þjóðleik- hússins með því að hafa dregið sér; 1. eldhús- og baðinnréttingu sem hann tók út hjá Samnorræna, Reykjavík, í viðskiptareikning Ís- taks hf. samkvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyrirtækisins. Ákærði fékk fyrirsvarsmann sölufyrirtæk- isins til að tilgreina úttektina sem hillueiningar og þilplötur á reikn- ingi dagsettum 28. janúar 1997 að fjárhæð kr. 326.000. Ístak hf. krafði reikningsfjárhæðina hjá byggingar- nefnd Þjóðleikhússins með reikn- ingi dagsettum 19. febrúar 1997 að viðbættu 15% álagi. Ákærði endur- greiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álagsins. 2. ýmis hreinlætistæki og pípu- lagningaefni sem hann tók út hjá Tengi ehf., Kópavogi, samkvæmt reikningi dagsettum 8. júlí 1997 að fjárhæð kr. 231.810 og lét greiða af fjárveitingum byggingarnefndar- innar. Ákærði endurgreiddi fjár- hæðina 13. ágúst 2001. 3. fánastöng, límtrésbita, sem hann tók út hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikning Ís- taks hf. samkvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyrirtækisins. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Stálsmiðj- unnar hf., dagsetts 19. mars 1999, kr. 39.999, hjá byggingarnefnd Þjóðleikhússins með reikningi dag- settum 30. september 1999 að við- bættu 15% álagi. Ákærði endur- greiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álagsins. 4. álstiga sem hann tók út hjá Húsasmiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikning Ístaks hf. sam- kvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyr- irtækisins. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Húsasmiðjunnar hf., dag- setts 7. apríl 1999, kr. 12.047, hjá byggingarnefnd Þjóðleikhússins með reikningi dagsettum 30. sept- ember 1999 að viðbættu 15% álagi. Ákærði endurgreiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álagsins. 5. þjóðfána og veifu sem hann tók út hjá Íslensku fánasaumastof- unni, Hofsósi, samkvæmt reikningi dagsettum 16. ágúst 1999 að fjár- hæð kr. 247.133 og lét greiða af fjárveitingum byggingarnefndar- innar. 6. verkpalla sem hann tók út hjá Verkpöllum ehf.-Brimrás, Reykja- vík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyrirtækisins. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Verkpalla ehf.- Brimrásar dagsetts 6. september 1999, kr. 249.245, hjá byggingar- nefnd Þjóðleikhússins með reikn- ingi dagsettum 30. september 1999 að viðbættu 15% álagi. Ákærði end- urgreiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álagsins. 7. tvær jólaljósaseríur sem hann tók út hjá Dengsa ehf., Reykjavík, samkvæmt reikningi dagsettum 22. desember 2000 samtals að fjárhæð kr. 217.257 og lét greiða af fjár- veitingum byggingarnefndarinnar. 8. timbur sem hann tók út hjá Húsasmiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikningi Ístaks hf. sam- kvæmt beiðni sem meðákærði Tómas Tómasson gaf út til sölufyr- irtækisins. Fjárhæð tveggja reikn- inga Húsasmiðjunnar hf. vegna út- tektarinnar dagsettra 2. janúar 2001, samtals kr. 251.857, krafði Ís- tak hf. hjá byggingarnefnd Þjóð- leikhússins með reikningi dagsett- um 28. febrúar 2001 að viðbættu 15% álagi. Ákærði endurgreiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álags- ins. 9. 300 stk. óðalskantsteina og 30 stk. ótalssteina sem hann tók út hjá BM Vallá, Reykjavík, sam- kvæmt reikningi dagsettum 11. maí 2001 að fjárhæð kr. 160.978 og lét greiða af fjárveitingum byggingar- nefndarinnar. Reikningurinn var áritaður af Framkvæmdasýslu rík- isins 17. júlí 2001 um endur- greiðslu. 10. timbur, saum o.fl. sem hann tók út hjá BYKO, Kópavogi, sam- kvæmt reikningi dagsettum 23. maí 2001 að fjárhæð kr. 400.930 sem hann lét stíla á Þjóðleikhúsið vegna leikmunageymslu og færa til skuld- ar á viðskiptareikningi Þjóðleik- hússins hjá BYKO. Reikningurinn var síðar bakfærður af reikningi Þjóðleikhússins og hefur ákærði greitt reikningsfjárhæðina. 11. þéttidúk og lím sem hann tók út hjá Gróðurvörum ehf., Reykja- vík, samkvæmt reikningi dagsett- um 2. júlí 2001 að fjárhæð kr. 173.658 sem hann lét stíla á bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins vegna bílaplans og smíðaverkstæðis Þjóð- leikhússins. Reikningnum var framvísað hjá Framkvæmdasýslu ríkisins en reikningsfjárhæðin var ekki greidd af fjárveitingum bygg- ingarnefndarinnar. 12. timbur, þéttiull og aðrar byggingavörur sem hann tók út hjá BYKO, Kópavogi, samkvæmt reikningi dagsettum 3. júlí 2001 að fjárhæð kr. 1.016.069 í nafni bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins vegna leikmunageymslu. Reikn- ingsfjárhæðina greiddi ákærði 20. júlí eftir að mál þetta kom upp. 13. þéttidúk sem hann tók út hjá Fagtúni ehf., Reykjavík, sam- kvæmt reikningi 9. júlí 2001 að fjárhæð kr. 157.320 sem hann lét stíla á byggingarnefnd Þjóðleik- hússins. Reikningnum var framvís- að hjá Framkvæmdasýslu ríkisins en reikningsfjárhæðin var ekki greidd af fjárveitingum bygging- arnefndarinnar. B. Ákærði Árni er sakaður um fjárdrátt í opinberu starfi sem for- maður byggingarnefndar Vestnor- ræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar, með því að hafa dregið sér; 14. kr. 782.790 af bankareikningi Vestnorræna ráðsins við Lands- banka Íslands, Reykjavík, þann 22. júní 2001 er ákærði fénýtti í eigin þágu andvirði tékka sem hann fékk útgefinn af Landsbanka Íslands til X og lét skuldfæra á bankareikning Vestnorræna ráðsins vegna til- hæfulauss reiknings, dagsetts 20. júní 2001, á hendur Brattahlíðar- nefnd yfir smíði á þrjátíuogtveimur kistilhnöllum sem hann blekkti X til að undirrita. Þann 22. júlí 2001 fékk ákærði X til að undirrita yf- irlýsingu um að hann gæti ekki sinnt smíði kistilhnallanna og af- henti honum reiðufé til þess að skila fjárhæðinni sem X gerði næsta dag með því að fara í Lands- banka Íslands, Kópavogi, og leggja peningana inn á bankareikning Vestnorræna ráðsins við Lands- banka Íslands, Reykjavík. Brot ákærða samkvæmt 1.–14. tölulið þykja varða við 247. gr. sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 20. gr. sömu laga að því er 7. lið varðar. C. Ákærði Árni er sakaður um rangar skýrslur til yfirvalda með því að; 15. framvísa á skrifstofu Alþingis með umsókn, dagsettri 28. desem- ber 2000, um lækkun á tekjuskatt- stofni starfskostnaðargreiðslna, til- hæfulausum greiðslukvittunum a) fyrir leigu á fundaraðstöðu 15. janúar til 15. desember 2000 að fjárhæð kr. 112.000, dagsettri 15. febrúar 2000, sem hann fékk fyr- irsvarsmann Drífandi ehf. til að gefa út og b) fyrir veitingar handa 70 manns að fjárhæð kr. 118.000, dag- settri 3. júní 2000, sem hann fékk X til að gefa út. Brot ákærða samkvæmt 15. tölu- lið þykir varða við 147. gr., sbr. 138. gr., almennra hegningarlaga. D. Ákærði Árni er sakaður um brot í opinberu starfi, mútuþægni, með því að hafa; 16. í marsmánuði 2000, fengið Ís- tak hf., sem hann átti umfangsmikil samskipti við sem formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins og formaður byggingarnefndar Vest- norræna ráðsins, Brattahlíðar- nefndar, til þess að greiða n.kr. 67.308,40 samkvæmt reikningi dag- settum 13. apríl 2000 fyrir tilsniðið timbur í stafkirkju sem ákærði festi kaup á fyrir sjálfan sig hjá Materialbanken AS í Noregi á sama tíma og hann vann að viðtöku stafkirkju, þjóðargjafar Norð- manna til Íslendinga, sem formað- ur byggingarnefndar stafkirkju í Vestmannaeyjum. Ístak hf. færði fjárhæð reikningsins til gjalda í bókhaldi sínu í maímánuði 2000 á bókhaldsreikning vegna bygginga- framkvæmda í Brattahlíð en með færslu dagsettri 30. júní 2001 voru timburkaup ákærða færð honum til skuldar með kr. 875.694 á við- skiptareikningi ákærða sem þá var stofnað til í bókhaldi Ístaks hf. 17. sem formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, í mars- mánuði 2001, heimtað og þegið kr. 650.000 úr hendi fyrirsvarsmanna Þjóðleikhúskjallarans hf., með- ákærðu Björns Kristmars Leifs- sonar og Gísla Hafliða Guðmunds- sonar, fyrir að samþykkja reikning Þjóðleikhúskjallarans hf., dagsett- an 8. febrúar 2001 að fjárhæð kr. 3.154.419, vegna ýmissa lagfæringa í Þjóðleikhúskjallaranum á fimm ára tímabili frá dagsetningu reikn- ings að telja, til greiðslu af fjárveit- ingum byggingarnefndar Þjóðleik- hússins. Brot ákærða samkvæmt 16. og 17. tölulið þykir varða við 128. gr. almennra hegningarlaga. E. Ákærði Árni er sakaður um umboðssvik í opinberu starfi með því að hafa sem formaður bygging- arnefndar Vestnorræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar, misnotað að- stöðu sína, sér eða öðrum til ávinn- ings; 18. þann 22. júní 2001 er hann greiddi af bankareikningi Vestnor- ræna ráðsins við Landsbanka Ís- lands, Reykjavík, Torf- og grjót- hleðslunni ehf. Hellu, reikning á eyðublaði Torf- og grjóthleðslna, dagsettan 10. ágúst 2000, að fjár- hæð kr. 645.000, vegna hleðslu í Brattahlíð og tækjaleigu, þótt Torf- og grjóthleðslan ehf., sem verið hafði undirverktaki Ístaks hf. við framkvæmd verks í Grænlandi á árinu 2000 og fengið fullnaðar- greiðslu frá Ístaki hf., hafi ekki átt lögvarða kröfu á hendur Bratta- hlíðarnefnd. Brot ákærða samkvæmt 18. tölu- lið þykir varða við 249. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga. II. Ákærða Árna er í eftirgreindum tilvikum gefið að sök umboðssvik í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins og ákærða, Gísla Hafliða Guð- mundssyni, hlutdeild í þeim með því að; 19. ákærði Árni misnotaði af- stöðu sína og samþykkti til greiðslu af fjárveitingum byggingarnefnd- arinnar ár 1998, sér eða öðrum til ávinnings, tilhæfulausan reikning sem meðákærði Gísli Hafliði Guðmundsson útbjó og gaf út í nafni Þjóðleikhúskjallarans hf. dag- settan 18. mars 1998 að fjárhæð kr. 82.500 fyrir kaffi og kökur á tutt- uguogníu fundum byggingarnefnd- arinnar á tímabilinu júlí 1997 til mars 1998. 20. ákærði Árni misnotaði að- stöðu sína og samþykkti til greiðslu af fjárveitingum byggingarnefndar- innar ár 1999, sér eða öðrum til ávinnings, tilhæfulausan reikning Þjóðleikhúskjallarans hf. sem með- ákærði Gísli Hafliði Guðmundsson útbjó og gaf út í nafni Þjóðleik- húskjallarans hf. dagsettan 20. jan- úar 1999 að fjárhæð kr. 88.000 fyrir kaffiveitingar á fundum vegna end- urbóta í Þjóðleikhúsi. Þykir brot ákærða Árna sam- kvæmt 19. og 20. tölulið varða við 249. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, en brot ákærða Gísla Hafliða samkvæmt sömu töluliðum við 249. gr., sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga. III. Ákærða Árna er í eftirgreindu tilviki gefið að sök umboðssvik í op- inberu starfi sem formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins og Stefáni Axel Stefánssyni hlutdeild í þeim umboðssvikum með því að; 21. ákærði Árni misnotaði að- stöðu sína og samþykkti til greiðslu af fjárveitingum byggingarnefndar- innar, sér eða öðrum til ávinnings, tilhæfulausan reikning Forum ehf. dagsettan 14. desember 2000 að fjárhæð kr. 169.000 sem með- ákærði Stefán Axel Stefánsson útbjó og gaf út í nafni Forum ehf. fyrir kaffiveitingar í Leikhúskjall- aranum á þrjátíuogþremur fundum byggingarnefndarinnar á tíma- bilinu nóvember 1999 til október 2000. Brot ákærða Árna samkvæmt 21. tölulið þykir varða við 249. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningar- laga, en brot ákærða Stefáns Axels samkvæmt sama tölulið við 249. gr., sbr. 22. gr. almennra hegning- arlaga. IV. Ákærða Árna er í eftirgreindum tilvikum gefið að sök umboðssvik og fjárdráttur í opinberu starfi sem formaður byggingarnefndar Þjóð- leikhússins með því að hafa misnot- að aðstöðu sína og dregið sér verð- mæti sér til ávinnings og ákærða Tómasi Tómassyni verkfræðingi hjá Ísaki hf., umsjónarmanni með verkum við Þjóðleikhúsið, er gefið að sök þátttaka í umboðssvika- og fjárdráttarbrotunum. A. Umboðssvik. 22. Ákærði Árni fékk meðákærða Tómas til þess á árinu 1999 að láta Ístak hf. annast innréttingu á bíl- skúr að Haukalind 17, Kópavogi, sem var byggingarnefnd Þjóðleik- hússins algjörlega óviðkomandi, og gera byggingarnefndinni reikning vegna kostnaðar við framkvæmd- ina sem nam kr. 305.825 sam- kvæmt reikningi Ístaks hf. á hend- ur byggingarnefndinni dagsettum 30. mars 2000 að viðbættu 15% álagi. 23. Ákærði Árni fékk meðákærða Tómas til þess að gefa út beiðni í nafni Ístaks hf. til Funa ehf. blikk- smiðju, dagsetta 30. mars 2001, um sandblástur, efni og viðgerðir á ofni, sem var byggingarnefndinni algjörlega óviðkomandi, en Ístak hf. krafði kostnað vegna verksins, kr. 32.800, samkvæmt reikningi Funa ehf., blikksmiðju, dagsettum 23. apríl 2001, með reikningi á hendur byggingarnefndinni dag- settum 28. maí 2001 að viðbættu 15% álagi. Ákærði endurgreiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álags- ins. B. Fjárdráttur. Ákærði Árni er sakaður um að hafa með aðstoð meðákærða Tóm- asar dregið sér; 24. flísar og fylgiefni sem hann tók út hjá Vídd hf., Kópavogi, í við- skiptareikning Ístaks hf. sam- kvæmt beiðni sem meðákærði Tómas gaf út til sölufyrirtækisins. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Víddar hf., dagsetts 14. febrúar 2001, kr. 290.693, hjá byggingar- nefnd Þjóðleikhússins með reikn- ingi dagsettum 28. febrúar 2001 að viðbættu 15% álagi. Ákærði Árni endurgreiddi fjárhæðina 13. ágúst 2001 án álagsins. 25. hurðir, karma, glugga og inn- réttingar sem hann tók út hjá Tré- smiðju Sigurjóns Jónssonar, Stokkseyri, í viðskiptareikning Ís- taks hf. samkvæmt beiðni sem meðákærði Tómas gaf út til tré- smiðjunnar dagsettri 3. maí 2001. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Trésmiðju Sigurjóns Jónssonar, dagsetts 8. maí 2001, kr. 418.000, hjá byggingarnefnd Þjóðleikhúss- ins með reikningi dagsettum 14. júní 2001 að viðbættu 15% álagi. Ákærði Árni endurgreiddi fjárhæð- ina 13. ágúst 2001 án álagsins. 26. hurðir, karma, gerefti, þrösk- ulda og hurðarhúna sem hann tók út hjá Húsasmiðjunni hf., Reykja- vík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni sem meðákærði Tómas gaf út til Húsasmiðjunnar hf. 3. maí 2001. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Húsasmiðjunnar hf., dagsetts 16. maí 2001, kr. 104.981, hjá byggingarnefnd Þjóð- leikhússins með reikningi dagsett- um 14. júní 2001 að viðbættu 15% álagi. 27. baðherbergistæki sem hann tók út hjá Tengi ehf., Kópavogi, í viðskiptareikning Ístaks hf. sam- kvæmt beiðni sem meðákærði Tómas gaf út til Tengis ehf. dag- settri 3. maí 2001. Ístak hf. krafði fjárhæð reiknings Tengis ehf., dag- setts 16. maí 2001, kr. 184.624, hjá byggingarnefnd Þjóðleikhússins með reikningi dagsettum 14. júní 2001 að viðbættu 15% álagi. Brot ákærða Árna samkvæmt 22. og 23. tölulið þykja varða við 249. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, en brot ákærða Tómasar samkvæmt sömu liðum við 249. gr. almennra hegningar- laga. Brot ákærða Árna samkvæmt 24. til 27. tölulið þykja varða við 247. gr. en brot ákærða Tómasar samkvæmt sömu töluliðum við 247. gr., sbr. 22. gr. almennra hegning- arlaga, en til vara við 249. gr. al- mennra hegningarlaga. V. Ákærðu Birni Kristmari og Gísla Hafliða er gefið að sök mútur með því að hafa; 28. sem fyrirsvarsmenn Þjóðleik- húskjallarans hf. lofað á árinu 2001 að greiða meðákærða Árna sem formanni byggingarnefndar Þjóð- leikhússins kr. 650.000 þóknun fyr- ir að samþykkja greiðslu á reikn- ingi Þjóðleikhúskjallarans hf. á hendur byggingarnefnd Þjóðleik- hússins, vegna ýmissa lagfæringa í Þjóðleikhúskjallaranum á fimm ára tímabili, dagsettum 8. febrúar 2001, að fjárhæð kr. 3.154.419. Þóknunina inntu þeir af hendi í marsmánuði 2001 þegar reiknings- fjárhæðin hafði verið greidd Þjóð- leikhúskjallaranum hf. af fjárveit- ingum byggingarnefndar Þjóðleik- hússins. Brot ákærðu samkvæmt 28. tölu- lið þykir varða við 109. gr. al- mennra hengingarlaga. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar. Reykjavík 6. maí 2002. Bogi Nilsson ríkissaksóknari. Ákæra ríkis- saksóknara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.