Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 45
–94 ekki vegna þess að útgjöld til svokallaðra málaflokka (allt utan fjárfestinga og vaxta) jukust um 30% að raunvirði á sama tíma og tekjur drógust saman vegna afnáms aðstöðugjaldanna? Sjálfstæðismenn sögðu þá, að þeir vildu verja fjár- munum borgarsjóðs til að halda uppi atvinnu í borginni, en á þessum tíma var mikið atvinnuleysi í landinu, en minnst í Reykjavík, að öllum líkind- um vegna stefnu borgarinnar. Er enn í minnum haft, að Ingibjörg Sól- rún hafi sagt eitt sinn á borgar- stjórnarfundi, að þessi stefna hefði verið óþörf, þar sem atvinnu- ástandið hefði verið gott í Reykjavík Hún lét þess auðvitað ógetið hvers vegna atvinnuástandið var gott. Um leið og Ingibjörg Sólrún hefur talið það sér til sérstakrar virðingar, að hafa reist hér grunnskóla og leik- skóla, eins og gert hefur verið í öll- um sveitarfélögum landsins undan- farin átta ár, gefur hún til kynna, að engar áætlanir hafi legið fyrir um heilsdagsskóla og einsetningu grunnskóla, þegar hún varð borg- arstjóri 1994. Þetta eru rangar full- yrðingar, áætlun um einsetningu grunnskólans og kostnað við hana lá fyrir í ársbyrjun 1994 og var hún unnin undir forystu Árna Sigfússon- ar, sem þá var formaður fræðslu- ráðs. Síðustu fjögur árin sem sjálf- stæðismenn fóru með stjórn Reykjavíkur fyrir 1994 var til dæmis sömu fjárhæð á sambærilegu verð- gildi varið til þess að byggja leik- skóla í Reykjavík og R-listinn hefur varið til þessa málaflokks frá 1998 eða um 1.300 milljónum króna. Á veikum grunni Í kosningabaráttunni hafa tals- menn R-listans lagt áherslu á fleipur en ekki skýra stefnu. Dæmin um ámælisverðan málflutning forystu- manns R-listans síðustu daga eru fleiri, en ég læt hér staðar numið að sinni. Þegar stefna í kosningum er byggð á jafnveikum grunni og hér er lýst, er ekki von, að henni sé fylgt fram af mikilli sannfæringu og þrótti. Einmitt þess vegna hefur stefnuskrá R-listans allt í einu hætt að skipta máli rúmum tveimur vik- um fyrir kosningar. Um leið og ég ítreka ákvæði samningsins, sem við á D-listanum höfum lagt fyrir kjósendur, vil ég hvetja þá til að átta sig á þeim hola hljómi, sem er í málflutningi and- stæðinga okkar. Þeir eru í raun ótrúverðugir og ósamstæðir um allt nema að halda í völdin og þar helgar tilgangurinn meðalið eins og óvand- aður málflutningur þeirra sýnir. Höfundur skipar 1. sæti á borg- arstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 45 I3 63 5 · O D D I H F FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI .. . fjá rf es tin g fy rir fr am sý nt fó lk Ferðamálaskólinn í Kópavogi - Menntaskólinn í Kópavogi v. Diganesveg • 200 Kópavogur • Sími 594-4020 • Fax: 594 4001 • netfang: fsk@ismennt.is • Heimasíða: mk.ismennt.is Ferðamálaskólinn í Kópavogi býður upp á hagnýtt nám í ferðaþjónustu. Námið er sniðið að störfum í ferðaþjónustufyrirtækjum á breiðum grunni. Upphaf kennslu: Kennsla hefst í byrjun september 2002 Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað sambærilegt nám og góð tungumálakunnátta. Umsóknir um skólavist: Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans og eru einnig á heimasíðu Menntaskólans í Kópavogi Slóð: mk.ismennt.is undir ferðamálaskóli Umsóknarfrestur er til 17. maí. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og mynd. Ferðafræðinám tvær brautir Ferðafræðisvið: Áhersla er lögð á uppbyggingu og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, skipulagningu ferða og móttöku erlendra ferðamanna. Hótelsvið: Áhersla lögð á þjónustusamskipti, tungumál, hótel og veitingarekstur, ráðstefnu og fundaskipulagningu og fleira. Námið er tvær til þrjár bóklegar annir og starfsþjálfun í þrjá mánuði. Boðið er upp á fjarnám í mörgum áföngum ef næg þátttaka fæst. Kennt er frá 17.30-21.50 mánudaga til fimmtudaga. IATA UFTAA Farseðlaútgáfa og farbókunarkerfi Alþjóðlegt nám sem veitir réttindi til starfa á ferðaskrifstofum og hjá flugfélögum. Tvær bóklegar annir og lokapróf í mars 2003 Flugþjónustubraut - Ný braut Námið er undirbúningur fyrir starf í farþegarými flugvéla (flugfreyja/ flugþjónn). Tilgangur námsins er að auka hæfni nemenda og að auka líkur á ráðningu til starfa í atvinnugreininni. Helstu námsgreinar: Ábyrgð, reglur og skyldur áhafnar í farþegarými, ferðalandafræði, flugeðlis-og veðurfræði, flugsaga, lög og reglugerðir, þjónustusamskipti,öryggismál. ÖFLUGT NÁM Í FERÐAÞJÓNUSTU Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 PRENTARAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Plastkorta Vefsíða: www.oba.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.