Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.2002, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á góðum bíl í Evrópu Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga) Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Bretland kr. 3.000,- á dag Ítalía kr. 3.700,- á dag Frakkland kr. 3.000,- á dag Spánn kr. 2.200,- á dag Portúgal kr. 2.600,- á dag Danmörk kr. 3.500,- á dag www.avis.is Við reynum betur TILLAGA hollensku arkitektastof- unnar KuiperCompagnons varð hlutskörpust í samkeppni um nýtt bryggjuhverfi á Norðurbakkanum í Hafnarfirði, en úrslit samkeppninn- ar voru kynnt í gær. Segir í áliti dómnefndar að tillagan reyni „að brjóta upp hefðbundna nálgun í skipulagi íbúðabyggðar á Íslandi“. Það er Norðurbakki ehf. sem stóð fyrir samkeppninni, en að því félagi standa Hafnarfjarðarbær, J&K eignarhaldsfélag ehf. og Þyrping hf. og er markmið þess uppbygging norðurbakkans. Efnt var til sam- keppninnar í byrjun ársins og var þremur aðilum boðið að taka þátt. Fyrir utan KuiperCompagnions var dönsku arkitektastofunni Schmidt, Hammer og Lassen boðið til keppn- innar og íslensku stofunum Teikni- stofu Halldórs Guðmundssonar og Archús sem saman skiluðu inn einni tillögu. Í verðlaunatillögunni segir að hugmyndin að baki nýja hverfinu sé að viðhalda einkennum núverandi byggðar í Hafnarfirði og sögulegum tengslum bæjarins við höfnina og sjóinn. Kemur fram að þrátt fyrir að í tillögunni felist umtalsverð fjölgun íbúa í bænum sé lagt kapp á að við- halda þeirri tilfinningu fyrir smæð og nálægð sem sé eitt helsta ein- kenni byggðar í Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir um 17 þúsund fermetra landfyllingu og við það verður byggingasvæðið í heild rúmlega 53 þúsund fermetrar. Gert er ráð fyrir 571 íbúð í húsum sem eru 1–7 hæða en mest liggur byggð- in þó í 3–5 hæðum að því er fram kemur í greinargerð Norðurbakka ehf. um samkeppnina. Meðalstærð íbúða er 115 fermetrar. Bílastæði verða í landhæð „þannig að byggðin er að mestu tekin eina hæð upp og byggð umhverfis innigarð, sem um leið eru yfirbyggð bílastæði.“ Kom fram á kynningarfundi um úrslit samkeppninnar að gert væri ráð fyrir einu og hálfu bílastæði á íbúð sem er samkvæmt samþykktu skipulagi miðbæjarins. Með tilkomu nýju byggðarinnar mun íbúum í miðbæ Hafnarfjarðar fjölga um sex- tán til átján hundruð, en í dag eru íbúar bæjarins í heild um 20 þúsund talsins. Smágerðar húsaþyrpingar og sambyggt fjölbýlishús Í tillögunni er nýja hverfinu skipt í þrjá meginhluta eftir legu þess og umhverfi og er það gert vegna stærðar hafnarsvæðisins og mis- munandi landfræðilegra eiginleika þess, að því er segir í greinargerð- inni. Þessir þrír hlutar eru Hafn- arbærinn (Harbour Village), Byggð- armörk (Land’s End) og Eyjarnar (Islands). „Tvær sjálfstæðar bygg- ingar, Útsýnið (Belvedere) og Skel- in (the Shell), koma sérstaklega við sögu auk þess sem Hvalurinn hefur burði til að verða nýtt tákn Hafn- arfjarðar,“ segir í greinargerðinni. Í umfjöllun um hina þrjá hluta segir að Hafnarbærinn, sem er syðsti hluti hafnarinnar, sæki hug- myndir til hefðbundinnar byggðar í Hafnarfirði með smágerðum húsa- þyrpingum og bröttum þökum og fjölbreyttu ytra útliti sem einkenn- ist af timbri og bárujárni í marg- víslegum litum. Í miðjuhluta hverfisins, Byggðar- mörkunum, verði sambyggt fjöl- býlishús byggt umhverfis innri garð og verði það ytra kennileiti byggð- arinnar. „Húsið rís eins og virki við hafið og gera höfundar ráð fyrir ljósgráu málmkenndu ytra útliti í bland við málma í björtum litum.“ Vestast á skipulagssvæðinu er síðan gert ráð fyrir byggð á eyjum í stað samfelldrar uppfyllingar, en í greinargerðinni segir að með því sé hægt að halda núverandi strand- lengju, skerjum og fjöru. „Þarna er gert ráð fyrir að allar íbúðir eigi bein tengsl við sjóinn og aðkoma sé á bryggjum sem liggja út í eyjarn- ar.“ Í umsögn dómnefndar segir að hugmyndin um eyjarnar sé „skemmtileg, en kannski ekki raun- hæf kostnaðarlega“. Menningarmiðstöð með kvik- mynda-, tón- og leiklistarsölum Byggingin sem nefnd er Útsýnið er staðsett á vesturenda bakkans milli Hafnarbæjarins og Byggðar- markanna, en gert er ráð fyrir að það verði fjögurra hæða hús með 21 íbúð með stórum svölum til suðurs. Önnur afgerandi bygging er Skelin, sem er ein hlið Byggðarmarkahlut- ans. Byggingin mun hýsa 20 íbúðir sem eiga að snúa inn í garðinn og sem slíkt markar húsið kennileiti víða að. Loks er nefndur til sög- unnar Hvalurinn, en það er bygging sem skilur sig sérstaklega út úr til- lögunni. „Samkvæmt henni verður byggð menningarmiðstöð með kvik- myndasölum, tón- og leiklistarsölum á milli hafnarbakkans og miðbæjar Hafnarfjarðar. Hvalurinn hefur alla burði til að verða eitt helsta kenni- leiti Hafnarfjarðar í framtíðinni,“ segir í greinargerðinni. Loks kemur fram að gert sé ráð fyrir gönguleið á hafnarbakka sjáv- armegin við Hafnarbæinn og Byggðarmörkin og er þar gert ráð fyrir smáhýsum með ýmiss konar þjónustu. Kom fram í máli Ragnars Atla Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Þyrpingar hf., á kynningar- fundinum að í framhaldinu yrði unn- ið að skipulagi og hönnun hverfisins á grundvelli verðlaunatillögunnar. Framkvæmdir munu hefjast um mitt ár 2003 og standa yfir til ársins 2006 samkvæmt áætlunum. Mun Norðurbakki ehf. sjá um þróun, skipulag og hönnun hverfisins en margir verktakar munu geta komið að byggingu þess. Aðspurður sagði Ragnar hugmyndina þá að ekki yrði um mjög dýrar íbúðir að ræða eins og stefnt er að á nýjum bygginga- svæðum í Reykjavík á borð við Suð- urhlíðar og Skuggahverfið. „Þetta verður í betri kantinum, en alls ekk- ert í líkingu við Skuggahverfið – þar erum við að tala um verð sem er mun hærra. Miðað við hagkvæm- ustu íbúðir mun þetta kannski verða um milljón krónum dýrara.“ Hollenskir arkitektar hlutskarpastir í hönnunarsamkeppni um Norðurbakkann Þrír ólíkir megin- hlutar og hvalur sem nýtt kennileiti Norðurbakki séður úr norðri í verðlaunatillögu KuiperCompagnons. Frá vinstri: Þjónustusmáhýsi, Hvalurinn, Hafnarbærinn, hringlaga bygging sem kallast Útsýnið, Byggð- armörkin með Skelinni og loks Eyjarnar. Hafnarfjörður Morgunblaðið/RAX Líkan af verðlaunatillögunni tekið út á kynningarfundinum í gær. F.v.: Magnús Gunnarsson bæjarstjóri, Þorsteinn Njálsson, formaður bæjarráðs, Jónas Þór Jónasson, verkefnisstjóri sam- keppninnar, Þóra Arnórsdóttir fréttamaður og Páll Gunnlaugs- son arkitekt en hann átti sæti í dómnefndinni. TILVERAN er nafn á nýju heimili fyrir ungmenni sem eru að koma úr langtímameðferð og þurfa að aðlag- ast fyrra lífi á ný. Þetta er fyrsta úr- ræðið sinnar tegundar hjá Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar en vistunartíminn á heimilinu verður þrír til fjórir mánuðir. Formleg opnun heimilisins, sem er í Breiðholti, var í gær en þar verður pláss fyrir fjóra 16 til 19 ára unglinga. Á heimilinu á að veita sér- hæfða þjónustu fyrir ungmennin og fjölskyldur þeirra að lokinni með- ferð á meðferðarheimilum Barna- verndarstofu og götusmiðjunni Ár- völlum en að sögn Ragnheiðar Sigurjónsdóttur, forstöðumanns Tilverunnar, hefur reynslan sýnt að oft er erfitt fyrir unga fólkið að fóta sig á ný í samfélaginu eftir að með- ferð lýkur. „Það er ákaflega mis- jafnt hvort fjölskyldurnar hafa haft tækifæri til að vinna í sínum málum á meðan börnin eru í meðferð því meðferðarheimilin eru öll úti á landi og mjög misjafnlega í stakk búin til að vera með fjölskyldu- meðferð. Þess vegna var farið af stað með þetta úrræði.“ Verða að vera tilbúnir að vinna í sínum málum Ragnheiður segir að hingað til hafi þessir unglingar farið í flestum tilfellum beint af meðferðarheim- ilunum inn á sitt gamla heimili. „Þessi ungmenni eru búin að vera í langtímameðferð og dýrum úrræð- um. Þess vegna er mjög átakanlegt þegar þau koma til Reykjavíkur og aftur í sitt gamla umhverfi að þá getur verið verulega erfitt fyrir þau að fóta sig og finna nýja vini. Því þurfa þau virkilegan stuðning til að standa sig þó að yfirleitt vilji þau öll gera það. Það er svo sannarlega erfiðara en að segja það. Þannig að þetta virkar sem brú til þess að komast heim.“ Hún segir það því skilyrði fyrir vistun á nýja heimilinu að ungling- arnir séu tilbúnir til að vinna í sín- um málum. „Þeir þurfa að stunda skóla eða vinnu og lifa vímulausu lífi og vera reiðubúnir til að nýta sér aðstoðina sem er í boði. Á þess- um tíma fara þau heim aðra hverja helgi þar sem þau hafa tækifæri til að aðlagast lífinu þar og þá reynir á samskiptin heima fyrir. Ungmennin borga sína leigu og fæði og þeim er kennt að standa skil á sínu.“ Brýn þörf fyrir úrræðið Umsjónarmaður heimilisins mun búa á staðnum og halda utan um starfsemina og að sögn Ragnheiðar kemur hann til með að vinna í nánu sambandi við félagsráðgjafa og for- sjáraðila viðkomandi ungmennis. „Það virkar þannig að á meðan ung- mennið er á þessu heimili fer í gang mjög öflugt stuðningskerfi sem ungmennið og fjölskyldan verða að taka þátt í.“ Heimilið er fjármagnað af félagsþjónustunni og hefur Hall- dór Lárusson verið ráðinn umsjón- armaður þess en Ragnheiður er sem fyrr segir forstöðumaður. Hún segir að um einskonar til- raunaverkefni sé að ræða og ef það gangi vel sé óskandi að fleiri slíkum heimilum verði komið á laggirnar. Hún er ekki í vafa um að þörfin fyr- ir slík heimili sé brýn. Þegar séu fluttir inn tveir einstaklingar á Til- veruna og fleiri séu á leiðinni. „Þannig að allir eru samdóma um að það sé fyllileg þörf fyrir þetta úr- ræði,“ segir hún að lokum. Nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga opnað í gær „Brú til þess að komast heim“ Morgunblaðið/Ásdís Halldór Lárusson sem hefur verið ráðinn umsjónarmaður Tilver- unnar utan við húsið þar sem ungmennin koma til með að búa. Breiðholt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.