Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 6

Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ...símjúkur á brauðið N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 6 2 9 0 / S IA VERJANDI Árna Johnsen, fyrrver- andi alþingismanns, segir að sér hafi komið á óvart hversu mörg brot rík- issaksóknari hafi ákært Árna fyrir. Í Morgunblaðinu í gær var ákær- an gegn Árna og fjórum öðrum birt í heild. Ákæran er í 28 liðum og eru sakir bornar á Árna í 27 liðum. Jakob R. Möller, verjandi Árna, segir að vegna 11 ákæruliðanna hafi Árni viðurkennt að til hans hafi runnið fé eða verðmæti sem hann hafði ekki rétt á. Þetta eigi við þau ákæruatriði þar sem Árni hafi end- urgreitt fé eða skilað verðmætum og í þeim tilfellum sem ekkert fé rann til hans. Árni telji sig ekki eiga eftir að endurgreiða vegna þessara ákæruatriða. Af þeim 16 ákæruliðum sem eftir eru, séu 5 að hluta til réttir og að hluta til rangir, níu séu beinlínis rangir eða byggðir á misskilningi. Þá byggist ákæruliðir 14 og 18 á rang- túlkun en báðir varða framkvæmdir í Grænlandi. Í öðru tilvikinu er Árna gefið að sök að hafa nýtt í eigin þágu tékka sem gefinn var út fyrir smíði á 32 kistilhnöllum og hinn ákæruliður- inn varðar reikning sem hann greiddi af bankareikningi Vestnor- ræna ráðsins til Torf- og grjóthleðsl- unnar ehf. en í ákærunni segir að fyrirtækið hafi þegar verið búið að fá greiðslu fyrir verkið. Jakob segir að samkvæmt lögum eigi ákæruvaldið ekki að ákæra nema það telji sig hafa gögn sem nægja til sakfellingar. Í fjölda af fyrrnefndum 16 liðum sjái hann ekki hvernig ríkissaksóknari ætli að sanna sekt. Málsgögn verða að nægja til sakfellingar Jakob vill ekki tilgreina nákvæm- lega hvaða ákæruliði hann á við, nema að ákæruliðir 19–21 séu bein- línis rangir en þar er Árni sakaður um að hafa samþykkt greiðslu á til- hæfulausum reikningum til Þjóðleik- húskjallarans. Jakob segir að Árni hafi talið að reikningarnir væru greiðslur fyrir veitta þjónustu á margra ára tímabili. „Telji ríkissak- sóknari að hann geti sýnt fram á að þetta hafi verið rangt mat hjá Árna, þá er það bara hreinlega ekki refsi- vert athæfi að skrifa upp á reikninga í góðri trú,“ segir Jakob. Í tveimur tilvikum er Árni ákærð- ur fyrir mútuþægni, annars vegar frá Ístaki og hins vegar fyrir að hafa heimtað og þegið 650.000 krónur úr hendi forsvarsmanna Þjóðleikhús- kjallarans hf. gegn því að samþykkja reikning þeirra fyrir endurbætur í Þjóðleikhúskjallaranum. Jakob segir að Árni neiti því ekki að hann hafi tekið við þessari fjárhæð en segir al- rangt að hann hafi krafist þess að fá þessa greiðslu eða hann hafi sett ein- hver skilyrði fyrir því að skrifa upp á reikninginn. Aðspurður hvers vegna forsvarsmenn Þjóðleikhúskjallarans hafi greitt Árna 650.000 krónur, seg- ir Jakob að þær upplýsingar verði að koma fram fyrir dómi. Hins vegar haldi enginn því fram að reikning- urinn sem Árni skrifaði upp á hafi verið rangur. Varðandi ákæru um mútuþægni frá Ístaki segir Jakob að þessi ákæra varði viðskiptaskuld Árna við Ístak. Engar áhyggjur Björn K. Leifsson, fyrrv. eigandi Þjóðleikhúskjallarans hf., er ásamt Gísla Hafliða Guðmundssyni ákærð- ur fyrir að múta Árna. Björn sagðist í samtali við Morgunblaðið engar áhyggur hafa af ákærunni, niður- staðan kæmi í ljós þegar dæmt yrði í málinu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Gísla Hafliða né Stefán Axel Stefánsson sem eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotum Árna. Tómasi Tómassyni, verkfræðingi hjá Ístaki, er gefið að sök að hafa tekið þátt í meintum umboðssvika- og fjársvikabrotum Árna. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Tómas ekki vita til þess að hann hefði brotið lög. Hann taldi ákæruna furðulega og margir sem hann hefði rætt við væru á sömu skoðun.Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Samkvæmt fyrirkalli verður málið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur föstudaginn 17. maí og verður þá væntanlega ákveðið hvenær aðal- meðferð muni fara fram. Verjandi Árna Johnsen um ákæru ríkissaksóknara Fjöldi ákæruatriða kemur á óvart HALLDÓR Ásgríms- son, utanríkisráð- herra, segist ekki hafa séð nýrri útreikninga um kostnað af hugsan- legri aðild Íslands að Evrópusambandinu en þá sem áður hafi verið greint frá. Þær tölur um kostnað sem hann þekki komi fram í Evrópuskýrslu utan- ríkisráðuneytisins, sem hann lagði fyrir Alþingi fyrir tveimur árum. Í þeirri skýrslu sé gert ráð fyrir því að framlög Íslendinga til ESB gætu verið um 7–8 milljarðar króna á ári og að um 5 milljarðar gætu komið til baka sem greiðslur frá ESB. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á þriðjudag, að fórn- arkostnaðurinn af aðild Íslands að ESB lægi í öllum aðalatriðum skýrt fyrir. Hann sagði að ætla mætti að lágmarksfjárhæð til Evrópusam- bandsins væri á milli 10 og 12 millj- arðar króna á ári eftir stækkun sambandsins. Fullir burðir til að standast samkeppni um stuðning Halldór segir að fram hafi komið í Evrópuskýrslunni að fjárlög ESB væru 1,1% af heildarlandsfram- leiðslu sambandsins. Sett hefði verið þak á þetta hlutfall þannig að til staðar væri póli- tískt svigrúm til að hækka hlutfallið í 1,27%. Varðandi hugs- anlegar greiðslur frá ESB, væri Ísland aðili að sambandinu, segir Halldór að þeir sem unnið hafi að gerð skýrslunnar hafi greint frá því að áætl- aðir 5 milljarðar væru varlega áætlaðir. Þar væru t.d. ekki tekin inn möguleg sérstök framlög til ferða- eða samgöngumála. „Það er ljóst að stuðningur ESB ræðst ekki eingöngu af fjárhag að- ildarríkjanna heldur einnig af strjálbýli,“ segir Halldór. „Því er ekki auðvelt að gera sér fulla grein fyrir stuðningnum. Reynsla okkar í sambandi við rannsóknar- og þró- unarsamstarf er þannig að við höf- um verið að fá út úr þessu sam- starfi allt að helmingi meira en við höfum lagt til þess. Það sýnir að okkar fólk hefur fulla burði til að standast þá samkeppni sem er á nokkrum sviðum um stuðning. Þetta eru þau atriði sem ég kann- ast við og hef ekki séð aðra útreikn- inga,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra um kostnað við ESB-aðild Hefur ekki séð nýja útreikninga Halldór Ásgrímsson GÓÐ humarveiði hefur verið hjá bát- unum frá Höfn í Hornafirði á síðustu dögum og eru um 120 tonn af heilum humri komin í land frá áramótum eða sem samsvarar um 40 tonnum af höl- um, en mest hefur verið landað að undanförnu. Fimm bátar gera nú út á humar frá Höfn, þar af fjórir frá Skinney-Þinga- nesi, einn bætist væntanlega við í dag, föstudag, og annar fljótlega. Tveir bátar voru á humarveiðum í vetur og tveir til viðbótar um tíma. Versti veturinn Björn Lúðvík Jónsson, skipstjóri á Hvanney SF, hefur verið á humar- veiðum nánast allt árið síðan 1998. Hann segir að nýliðinn vetur hafi ver- ið sá versti í fjögur ár, miklu minni veiði en áður. Veðráttan hafi verið einstaklega leiðinleg og auk þess hafi humarinn verið mun smærri í vetur en áður. Nýliðunin hafi komið sterk inn og lítið verið um stóran humar. Fyrstu þrjá veturna var hann fyrst og fremst að veiðum í Breiðamerk- urdýpi en hann segir að ekki hafi þýtt að veiða þar í vetur vegna smáhum- arsins. Því hafi hann verið í Horn- arfjarðardýpi og Lónsdýpi í vetur en þar sé erfiðara að vera á þessum árs- tíma. Þau séu svo langt úti að ekki skipti máli hvaðan hann blási, það sé aldrei skjól, en í Breiðamerkurdýpi sé þó skjól í norðanáttinni. Hins veg- ar hafi veiðin glæðst að undanförnu. „Það hefur verið þokkalega góð veiði og góður humar og þetta virðist allt vera í góðu lagi,“ segir hann, en bætir við að léleg skel hafi verið á humrinum í Lónsdýpinu og því hafi stór hluti hans farið í 3. flokk. 25 gr. hali og stærri fer í 1. flokk, 10 til 25 gr. í 2. flokk og minni í 3. flokk. Björn segir að algengt sé að um þriðjungur fari í 3. flokk, fyrst og fremst vegna þess hvað mikið sé brotið, en fisk- urinn í skelbrotnum humri sé samt ekkert verri, aðeins töluvert ódýrari. Björn segir að ekki sé á vísan að róa í humrinum, þótt góð veiði sé í dag geti hún verið búin á morgun. „Við höfum fengið upp í 500 kíló í hali og allt niður í 10 kíló daginn eftir,“ segir hann en fyrir tveimur árum fékk hann upp í 600 til 700 kg í hali. „Þá var miklu betri veiði um veturinn og rétt fyrir jólin fyrir tveimur árum komumst við upp í tvö tonn á sólar- hring, en sá toppur er genginn hjá í bili.“ Vinnslan ræður veiðinni og úthald- inu en Björn segir að hann sé yfirleitt úti í einn til tvo sólarhringa. „Þegar verið er að vinna þennan heila humar þarf hann að vera ferskur,“ segir hann. Aðgátin að skila sér Björn hefur verið á humarveiðum í 35 ár. Hann segir að veiðin nú hjá Hornarfjarðarbátunum sé lítil sem engin samanborið við það sem áður hafi verið. Kvótinn sé ekki nema um 110 tonn af hölum eða helmingur af því sem hann hafi verið áður. Þegar hann hafi verið að byrja hafi heildar- veiðin farið upp í 4.000 til 5.000 tonn á ári en nú sé hún komin niður í 1.500 tonn. Ástandið hafi verið mjög dapurt 1995 til 1997 en síðan hafi verið upp- gangur. Hafa beri í huga að sóknin nú sé mun minni en áður, skipin séu færri og kvótinn minni. Ljóst sé að stofninn hafi ekki þolað þessa mikla veiði fyrir áratugum, en sem betur fer hafi tekist að minnka veiðina, sem hafi leitt til þess að stofninn væri í jafnvægi. Jafnvel væri spurning hvort veiða mætti eitthvað örlítið meira. Á Höfn væru menn samt á því að betra væri að veiða stærri og dýrari humar en að vera í þessu smælki. Hins vegar vildu margir alltaf meira. „Hornfirðingar hafa alltaf lagt til að veiða frekar minna en meira, fara gætilega, og hugsanlega erum við að njóta þess núna. Verðmunurinn er svo gífurlega mikill að það er miklu betra að veiða helmingi minna af góð- um humri heldur en að moka upp ein- hverju drasli sem lítið fæst fyrir og enginn markaður er fyrir,“ segir Björn. Gæði humars skipta öllu en ekki magnið Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Skinney-Þinganes á Höfn hefur verið að vinna góðan humar að und- anförnu, en hér er Vigfús Dan Vigfússon á milli Krystyna Januszewska til vinstri og Sigurbjargar Snæbjörnsdóttur í vinnslusalnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.