Morgunblaðið - 10.05.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ráðstefnuskrifstofa Íslands 10 ára
Ágætt en ekki
fullkomið
NÚ UM stundir ertíu ára afmæliRáðstefnuskrif-
stofu Íslands og var fyrir
skemmstu haldinn morg-
unverðarfundur í tilefni
þess og ýmis mál krufin á
þeim vettvangi. Verkefnis-
stjóri RSÍ fyrir hönd
Ferðamálaráðs er Rós-
björg Jónsdóttir og hún
svaraði nokkrum spurn-
ingum Morgunblaðsins.
– Hvað þarf að vera fyr-
ir hendi til að halda megi
væna ráðstefnu?
„Það sem til þarf er
fyrsta flokks aðstaða og
fyrsta flokks gisting,
framúrskarandi tækni-
búnaður, mjög góðar sam-
göngur, fagleg skipulagn-
ing, góðir möguleikar til
afþreyingar, fyrsta flokks þjón-
usta og mikið öryggi. Hér er um
að ræða mjög kröfuharðan mark-
hóp sem sækist einungis eftir því
besta.“
– Hefur Ísland það til brunns
að bera sem þarf? Hvað er helst í
veginum?
„Ísland býr við ágætar en ekki
fullkomnar aðstæður hvað þetta
varðar. Við erum ekki með sér-
útbúna ráðstefnuhöll þrátt fyrir
að nokkrir hafi byggt upp ágæta
aðstöðu. Hótelin okkar eru
þokkalega góð en ekkert þeirra
er fimm stjarna eins og þarf að
vera hægt að bjóða upp á. Tækni-
búnaður er almennt góður en
hægt væri að gera betur. Sam-
göngur eru góðar og ráðstefnu-
gestgjöfum stendur til boða þjón-
usta fagaðila sem eru
sérfræðingar á þessu sviði. Það
sem í raun og vera þarf að gera er
að efla og styrkja innviðina veru-
lega, efla gæðavitund almennt og
byggja upp þessar grundvallarað-
stöðu sem til þarf, sérhæft ráð-
stefnuhús.“
– Hversu mikilvægt er það fyr-
ir íslenska ferðaþjónustu að
styrkja ráðstefnuhald?
„Ef tekið er mið af niðurstöð-
um könnunar Ferðamálaráðs frá
árinu 2000 má draga þá ályktun
að um 37.500 einstaklingar hafi
sótt landið heim í þeim tilgangi að
sækja ráðstefnur eða fundi og út-
gjöld þessara aðila hafa verið um
3,7 milljarðar króna. Ég tel því
afar brýnt að byggja frekar upp
aðstöðu ráðstefnuhalds á Íslandi.
Þetta er mjög tekjuskapandi fyrir
þjóðarbúið í heild sinni, hefur
þverfagleg áhrif á aðrar atvinnu-
greinar í landinu sem og er nauð-
synlegur hluti að eðlilegri
framþróun íslenskrar ferðaþjón-
ustu. Þeir farþegar sem koma í
þessum tilgangi eru afar verð-
mætir, eyða miklu og koma til
landsins utan háannatíma sem er
kjörið fyrir íslenskar aðstæður.
Með því er hægt að stuðla að efl-
ingu starfsemi fyrirtækjanna sem
bjóða upp á þá þjónustu sem ósk-
að er eftir.“
– Eru til tölur um aukningu í
ráðstefnuhaldi á Ís-
landi?
„Ráðstefnuskrif-
stofa Íslands hefur
safnað saman þeim
upplýsingum sem snúa
að þeim ráðstefnum sem aðildar-
félagar skrifstofunnar eru að
skipuleggja og sýna þær tölur að
mikill vöxtur hefur átt sér stað á
síðastliðnum 10 árum að frátöldu
árinu 2001 en þá dróst nokkuð
saman. Árið í ár lofar mjög góðu
og er framtíðin björt.“
– Er Ísland ráðstefnuland?
„Samkvæmt könnun ICCA, al-
þjóðleg samtök fagaðila innan
ráðstefnu- og fundageirans og
RSÍ er aðili að, sem gerð var árið
2000 og birt 2001 var spurt hvaða
áfangastaður yrði fyrir valinu til
ráðstefnuhalds ef halda ætti út
fyrir heimahagana. Ísland lenti í
33. sæti af 50. Það verður að segj-
ast að við eigum aðeins á bratt-
ann að sækja en allt að vinna.
Meðal þjóða sem voru fyrir ofan
okkur voru lönd eins og Tyrk-
land, Tékkland, Rússland, Mal-
asía, Bretland og fleiri. Bandarík-
in voru í efsta sæti. Það kann
margt að breytast þar sem að-
stæður hafa breyst í heiminum
síðan könnun þessi var gerð.
Hins vegar þegar tölulegar nið-
urstöður voru skoðaðar er hlut-
skipti okkar öllu betra fyrir höf-
uðborgina. Fyrir árið 2000 varð
Reykjavík í 19. sæti yfir borgir
með flestar ráðstefnur í heimin-
um og höfum við þar komist fram
fyrir borgir eins og Glasgow,
Brussel og aðrar stærri borgir.
Með auknum markaðsaðgerðum
og ræktun á uppbyggingu innviða
greinarinnar er ég sannfærð um
að Ísland geti orðið einn ákjósan-
legasti áfangastaður til ráð-
stefnuhalds í Norður Evrópu.“
– Þið voruð með morgunverð-
arfund með yfirskriftinni „Fram-
tíð ráðstefnuhalds á Íslandi“.
Hver er sú framtíð?
„Haldinn var morgunverðar-
fundur í tilefni af 10 ára starfs-
afmæli RSÍ þar sem rætt var um
framtíð ráðstefnuhalds
á Íslandi. Framsöguer-
indin voru mjög fróð-
leg og kom skýrt fram
að framtíð ráðstefnu-
halds á Íslandi er björt.
Stefnt er að því að reisa sér-
hæft ráðstefnuhús í Reykjavík
innan fárra ára og mun það verða
mikil lyftistöng fyrir ferðaþjón-
ustuna í heild sinni. Aðilar að RSÍ
lýsa yfir ánægju sinni með að
þetta verkefni skuli vera komið af
stað, við eigum mikilla hagsmuna
að gæta og hlökkum til að takast
á við þetta mikilvæga stóra verk-
efni.“
Rósbjörg Jónsdóttir
Rósbjörg Jónsdóttir fæddist í
Reykjavík 14. febrúar 1968.
Stúdent frá MR 1988, BA í þýsku
frá HÍ 1993, markaðs- og útflutn-
ingsfræði frá EHÍ febrúar 2000.
Er að ljúka MBA frá HÍ nú í júní.
Frá 1988 hefur hún starfað að
mestu við ferðaþjónustu, m.a. hjá
Hótel Holti, Island Tours í
Þýskalandi og Sviss, Samvinnu-
ferðum-Landsýn, síðast forstöðu-
maður einstaklingssviðs innan-
landsdeildar. Frá febrúar 2000
hefur hún verið starfsmaður
Ferðamálaráðs Íslands sem
verkefnisstjóri Ráðstefnuskrif-
stofu Íslands.
Framtíð ráð-
stefnuhalds á
Íslandi björt
Pólitískir sprengjusérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um hvort púðurmagnið í hleðslunni
hafi verið nægjanlegt til að koma séníinu á Austurvöll.