Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ við göngugötuna á Akureyri Upplýsingar í síma 860 8832. Til leigu 84 fm verslunarhúsnæði  Þorsteinn Víg- lundsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá BM Vallá ehf., frá 1. maí sl. Þorsteinn út- skrifaðist sem stjórnmálafræð- ingur frá Háskóla Ís- lands 1995. Að námi loknu starfaði hann sem blaða- maður á við- skiptablaði Morgunblaðsins 1995–1998, með hléi veturinn 1996–1997 er hann stundaði framhaldsnám við Boston Uni- versity í Brussel jafnframt því að starfa sem fréttaritari Morgunblaðsins þar. Árið 1998 réðst Þorsteinn til starfa hjá Kaup- þingi hf. og tók þar við starfi yfirmanns greiningardeildar Kaupþings hf. Því starfi gegndi hann fram til ársbyrjunar 2000 er hann flutti til Lúxemborgar og tók þar við stöðu yfirmanns Íslandsdeildar einka- bankaþjónustu Kaupthing Bank Lux- embourg SA. Þorsteinn er kvæntur Lilju Karlsdóttur, grunnskólakennara, og eiga þau tvær dætur. Þorsteinn Víg- lundsson ráðinn framkvæmdastjóri hjá BM Vallá Þorsteinn Víglundsson BRETLAND er eftirsóknarvert fyrir erlenda aðila til fjárfestinga fyrir margra hluta sakir, m.a. er þar að finna afar hagstætt skatta- umhverfi, stöðugt efnahags- umhverfi, tvísköttunarsamninga og launakostnað, sem ku vera með því lægsta sem gerist í Evrópu. Þetta kom fram í erindi John Culv- er, sendiherra Bretlands á Íslandi, á ráðstefnu Bresk-íslenska versl- unarráðsins um fjárfestingar í fyr- irtækjum í Bretlandi. „Það er okkur Bretum mik- ilvægt að laða að erlendar fjárfest- ingar,“ sagði hann og vitnaði í for- sætisráðherra Bretlands, Tony Blair, sem sagðist vilja sjá Bret- land sem nokkurs konar grunn að viðskiptum í Evrópu, fyrir jafnt innlend sem erlend fyrirtæki. Ástæðan sé einföld, erlendar fjár- festingar í Bretlandi hafi haft feikileg áhrif á breskt efnahagslíf og gegnt lykilhlutverki í efnahags- umbótum síðustu tveggja áratuga. „Erlendar fjárfestingar í Bret- landi nema um 340 milljörðum punda (um 45.500 milljörðum króna) og eru þær mestu í heim- inum á eftir Bandaríkjunum,“ sagði Culver. Hann sagði Breta hafa notið góðs af því að opna markaði sína fyrir erlendu fjármagni og sagðist vona að ekki verði of langt að bíða aukins frelsis til fjárfestinga í helstu atvinnugreinum á Íslandi. Culver greindi frá því að fyrir um 20 árum hefði verið hart deilt um það í Bretlandi hvort yfirtökur erlendra fyrirtækja á innlendum, væri af hinu góða. „Ekki er lengur deilt um þetta heldur er almennt viðurkennt að þessi innspýting fjármagns, færni, hugmynda og fólks, hefur afar góð áhrif á sam- keppnishæfni Bretlands. Þá er ekki þar með sagt að hver og ein yfirtaka sé til góðs. Aðalatriðið er hver gerir hvað og hvar hann ger- ir það, en ekki hvers lenskir eig- endur fyrirtækisins eru.“ Á ráðstefnunni var lögð áhersla á mikilvægi þess að þeir sem hyggja á stórar fjárfestingar í fyr- irtækjum í Bretlandi leiti ráð- gjafar þarlendra aðila, hvort sem um er að ræða fjármálaráðgjöf, lagalega og/eða annars konar sér- fræðiráðgjöf. Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavör Group, greindi m.a. frá því að um 137 manns hefðu komið að samningagerð fé- lagsins um kaupin á Katsouris í fyrra, þar á meðal voru tugir lög- fræðinga og tugir bankamanna. Þá nefndi Halldór J. Krist- jánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, að samstarf við banda- ríska Wachocia bankann um rekst- ur Heritable bankans í London fyrstu árin hafi verið afar þýðing- armikið á meðan Landsbankinn öðlaðist nægilega reynslu. Bretum mikilvægt að laða að erlendar fjárfestingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Á ráðstefnunni var lögð áhersla á mikilvægi þess að þeir sem hyggja á stór- ar fjárfestingar í fyrirtækjum í Bretlandi leiti ráðgjafar þarlendra aðila. FYRIRHUGAÐAR breyting- ar á verkaskiptingu Þjóðhags- stofnunar, Hagstofu og efna- hagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins fela í sér grundvallarbreytingar á starf- semi efnahagsskrifstofunnar og kalla í reynd á endurskipu- lagningu frá grunni, að því er fram kemur í nýju vefriti fjár- málaráðuneytisins, fjr.is. Breytingarnar felast m.a. í að stóraukið vægi verður á skoðun efnahagsskrifstofunn- ar á stöðu og horfum í efna- hagsmálum. Í því felst m.a. reglubundið mat og skýrslu- gerð um alla helstu þætti efnahagslífsins, svo sem á stöðu og afkomuhorfum at- vinnuvega, útgjalda- og tekjuþróun heimila, utanríkis- viðskiptum, þróun á alþjóða- vettvangi o.fl. „Breytingarnar miða að því að tekið verði upp svipað fyr- irkomulag og tíðkast hefur um langan aldur í öðrum lönd- um. Hér er því ekki um ein- angrað fyrirbæri að ræða heldur þykir ekki bara eðli- legt heldur beinlínis sjálfsagt að stjórnvöld birti efnahags- spár á sínum eigin forsendum, þ.e. á grundvelli efnahags- stefnu stjórnvalda og með hliðsjón af faglegu mati á stöðu og horfum í efnahags- málum að öðru leyti,“ segir í vefritinu. „Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt og m.a. talin hætta á að slíkar spár verði óraunhæfar og ekki marktæk- ar. Þessi gagnrýni er að mati fjármálaráðuneytisins ekki réttmæt og úr takt við efna- hagslegan raunveruleika í dag,“ segir ennfremur. Fjár- málaráðuneytið mun leitast við að tryggja aðgengi allra aðila, bæði að forsendum spánna og þeim spálíkönum sem notast er við, m.a. með birtingu þeirra á Netinu. Endurskipu- lagning hjá fjármála- ráðuneytinu HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör hf. var rekið með 205 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002, samanborið við 17 milljón króna tap á í sama tímabili 2001. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld jókst um 22% á milli ára, úr 195 milljónum árið 2001 í 239 millj- ónir króna. Veltufé frá rekstri nam 175 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 148 milljónir króna á sama tímabili árið áður, og jókst því um tæp 19%. Rekstrartekjur félags- ins námu 810 milljónum króna sam- anborið við 718 milljónir króna árið áður og jukust því um 13%. Rekstr- argjöld félagsins námu 571 milljónum króna samanborið við 523 milljónir króna árið áður. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 239 milljónir króna, eða 29,5% af rekstr- artekjum samanborið við 195 milljón- ir króna og 27,2% árið áður. Afskriftir námu samtals 93 milljón- um króna, samanborið við 86 milljónir króna árið áður. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 102 milljónir króna en voru neikvæðir um 134 milljónir árið áður. Nær allar skuldir félagsins eru í erlendum myntum og nam gengis- hagnaður félagins 113 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 111 milljóna króna gengistap árið áður. Í fréttatilkynningu kemur fram að heildareignir félagsins 31. mars námu 5.377 milljónum króna en skuldir og skuldbindingar 4.014 milljónum króna. Bókfært eigið fé félagsins var því 1.363 milljónir króna og jókst um 215 milljónir króna á tímabilinu, eða um 19%. Eiginfjárhlutfallið er 25,35% og veltufjárhlutfallið 1,19. Nettó- skuldir félagsins hafa lækkað um 245 milljónir frá áramótum, úr 3.018 millj- ónum í 2.774 milljónir króna. Gunnvör með 205 milljónir í hagnað HAGNAÐUR SH á fyrsta árs- fjórðungi nam 118 milljónum króna. Árið áður nam hagn- aður sama tímabils 167 millj- ónum. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 428 milljónum króna á móti 536 milljónum ár- ið áður. Veltufé frá rekstri nam 210 milljónum nú en 232 milljónum ári áður. Rekstrar- tekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu 14,1 milljarði króna á móti 13,0 milljörðum sama tímabil árið á undan. Meðalgengi viðskipta- mynta samstæðunnar hækkaði um 14% milli sömu tímabila og hefur því raunvelta dregist saman, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Áætlanir um sölu og af- komu náðust ekki á fyrsta árs- fjórðungi. Afkoman var um þriðjungi undir áætlun sem rekja má bæði til minni sölu og hærra hlutfalls hráefniskostn- aðar í söluverði. Yfirleitt er tímabilið frá áramótum fram að páskum góður sölutími með föstuna sem þungamiðju. Svo virðist sem ekki hafi verið tek- ið nægjanlegt tillit til þess í áætlunum hversu páskarnir voru snemma í árinu, því salan dofnar yfirleitt verulega um tveimur vikum fyrir hátíðar. Þá töldu menn sig merkja nokkra óvissu og jafnvel neyslusamdrátt í kjölfar upp- töku evrunnar,“ að því er segir í tilkynningu. Eignir samtals voru 25,8 milljarðar í lok fyrsta ársfjórð- ungs sem er um 6% lækkun frá áramótastöðunni. Á sama tíma lækkaði verð þeirra erlendu gjaldmiðla sem eignir sam- stæðunnar eru bundnar í um 4%. Frávik á einstökum liðum efnahagsreiknings eru ekki veruleg ef undan er skilin 12% lækkun birgða. „Þá er rétt að geta tilfærslu innan áhættu- fjármuna, en eignarhlutir í hlutafélögunum Scandsea AB og Fishery Products Interna- tional Ltd. eru færðir sam- kvæmt hlutdeildaraðferð en ekki á kostnaðarverði eða markaðsverði eins og áður.“ Áhrif þessarar breytingar á reikningsskilaaðferðum á af- komu tímabilsins eru jákvæð um 21 milljón króna. Reikn- ingsskil félagsins eru verðleið- rétt og eru áhrif á hagnað já- kvæð um 5 milljónir króna. Hagnaður SH dregst saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.