Morgunblaðið - 10.05.2002, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LOKADAGUR vetrarvertíð-ar er 11. maí eða á morg-un, laugardag, og hefst þávorvertíð, samkvæmt
gömlum venjum. Gamla vertíðar-
mynstrið heyrir nú sögunni til, enda
miða útgerðarmenn sókn fiskiskip-
anna aðallega við fiskveiðiárið.
Margir halda þó í heiðri vertíðar-
hefðum þótt lokadagurinn sé ekki
jafnheilagur og áður fyrr.
Í Íslenskum sjávarháttum eftir
Lúðvík Kristjánsson segir að skap-
ast hafi sú hefð að úr lokadagsróðr-
inum hafi átt að vera lent fyrir
klukkan tólf á hádegi. Ef formenn
hirtu ekki um þessa venju, gátu þeir
átt á hættu að hásetar sneru skipinu
við rétt fyrir utan lendinguna og
reru því með skutinn að landi. Var
það talið til mikillar háðungar fyrir
formanninn að ljúka vertíð með
þeim hætti.
„Netavertíðin er að smám saman
að fjara út og sennilega munu flestir
halda í heiðri gamla góða lokadag-
inn,“ segir Sverrir Vilbergsson,
hafnarvörður í Grindavík. „Það eru
þó enn nokkrir af minni bátunum
með net í sjó en flestir búnir að gef-
ast upp á þorskinum og hafa lagt fyr-
ir ýsu.“
Sverrir segir að vetrarvertíðin
hafi verið afspyrnuslök hjá netabát-
unum. Það skýrist bæði af slæmri tíð
og lítilli fiskgengd. „Margir netabát-
anna eru með stórriðin net til að ná
stærri fiskinum. En það virðist ekki
vera til mikið af honum núna. Hér
áður fyrr var hinn hefðbundni ver-
tíðarfiskur 6 til 8 kíló óslægður og
því þurfti um 130 til 150 fiska í tonnið
en síðan smækkaði gjarnan fiskur-
inn þegar líða fór á vertíðina. Stærri
fiskur en það hefur aldrei verið uppi-
staðan í vertíðaraflanum nema í
örfáa daga þegar loðnan gekk yfir
slóðina. Menn eru hinsvegar að
sækjast eftir þessum stóra fiski og
eru með 9 og 10 tommu riðil í net-
unum.
Það er nú samt ekki ástæðan fyrir
lélegum aflabrögðum, því þeir sem
eru með smærri riðil fá heldur ekki
góðan afla. Almennt tala menn um
að fiskgengd hafi ekki verið mikil á
grunnslóð hér suður af landinu. Það
er þó dálítið merkilegt því í allan vet-
ur hefur verið ágætt kropp á línu.
Það virðist því vera fiskur á slóðinni
en hann þéttir sig að minnsta kosti
ekki nóg til að ganga í netin í neinu
magni. Það hefur verið kropp á lín-
una hjá minni bátunum að undan-
förnu, þeir hafa komist í að fá allt
upp í 200 kíló á bala, en þeir hafa róið
fremur stopult vegna tíðarfarsins,“
segir Sverrir.
Gunnar Júl Egilsson, hafnarvörð-
ur í Bolungarvík, segir að aflabrögð
smábátanna hafi verið sæmilega
góð, en vegna ótíðar í suðvesta-
Lokadagur vetrarvertíðarinnar er á mor
Góð vertíð í Brei
en afleit sunnan
Smábátar frá Húsavík hafa fengið góðan afla í neti
Aflabrögð á vetrar-
vertíð hafa verið ærið
misjöfn eftir lands-
hlutum. Lítið fékkst í
netin sunnanlands en
betur gekk fyrir vest-
an. Ótíð í vetur gerði
mörgum erfitt fyrir en
með hækkandi sól
eykst jafnan sókn og
afli. Helgi Mar
Árnason og Steinþór
Guðbjartsson öfluðu
frétta úr verinu.
Línubátar á Vestfjörðum
förnu. Hér hampar Veig
„sladda“ sem fékkst á
„VERTÍÐIN hefur verið góð, það
er ekkert yfir henni að kvarta,“
sagði Ragnar Konráðsson, skip-
stjóri á netabátnum Örvari SH frá
Rifi, þegar Morgunblaðið ræddi við
hann á miðvikudag. Hann var þá að
draga síðustu trossu dagsins og átti
von á því að landa 12 til 14 tonnum
um kvöldið.
„Við fengum 17 tonn í síðasta túr
og það hefur verið rótarafli alla
vertíðina, hún hefur að minnsta
kosti ekki verið síðri en undanfarin
ár. Það er langt síðan ég hef séð
svona mikið af fiski í Breiðafirði
eins og nú í vetur. Þetta er auk
þess prýðilegur fiskur, að minnsta
kosti höfum við ekki orðið varir við
þennan horfisk sem sumir eru að
tala um þessa dagana. Auðvitað er
fiskurinn mjósleginn eftir hrygn-
inguna en svoleiðis hefur það alltaf
verið.
Annars er erfitt að tala um ver-
tíð nú orðið. Vetrarvertíðin er ekki
svipur hjá sjón miðað við það sem
áður var. Það eru mun færri bátar
á hinni eiginlegu vertíð, menn eru
misjafnlega vel settir með kvóta og
sumir leggja sig aðeins eftir stærri
fiski með því að hafa stærri riðil í
netunum. Við erum meðal þeirra
fáu sem stunda þessar hefðbundnu
vertíðarveiðar, erum með sjö
tommu riðil og förum á línu á
haustin.
Við ætlum að reyna að hanga á
netunum út þennan
að taka okkur góð
an fer báturinn væn
og við sjáum til me
sumar,“ sagði Ragn
Rótarafli alla vertíðina
M
Vel hefur fiskast í netin í Breiðafirði á vetrarvertíðinni. Á m
Þór Marinósson, skipverji á Stakkabergi SH frá Rifi, með
ÍMYND ÖLDRUNARÞJÓNUSTU
FRUMKVÆÐI
ÚTGERÐARMANNA
Íslenzk útgerðarfyrirtæki hafaunnið mikilvægt uppbygging-arstarf við þróun úthafsveiða,
ekki sízt á síðasta rúmum áratug. Í
Viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær birtist athyglisverð úttekt á
þróun þessara veiða.
Þar kemur fram, að á síðasta ári
komu um 10% af útflutningsverð-
mæti sjávarafurða úr úthafinu.
Veiðar á úthafskarfa á Reykja-
neshrygg og í grænlenzkri lögsögu
eru orðnar býsna tryggar. Miklar
sveiflur hafa hins vegar verið í
þorskveiðum í Barentshafi og sá
afli, sem þaðan kemur mun minni en
þegar bezt gekk. Engu að síður
skila þær veiðar um milljarði króna.
Rækjuveiðar á Flæmingjagrunni
hafa dregizt saman og engum kem-
ur á óvart þótt sveiflur séu á veiðum
úr norsk-íslenzka síldarstofninum.
Hins vegar er ljóst að sú mikla
vinna, sem lögð hefur verið í að þróa
upp veiðar á kolmunna, er að skila
miklum árangri. Aflaverðmæti kol-
munnans á síðasta ári nam um 6
milljörðum króna.
Kolmunnaveiðarnar sýna vel
hversu mikið átak þarf til að byggja
upp nýjar veiðar. Sennilega er um
aldarfjórðungur liðinn frá því að
fyrstu alvarlegu tilraunir voru gerð-
ar til veiða á kolmunna en þær
gengu ekki upp, ekki sízt vegna
þess, að við áttum ekki nægilega öfl-
ug skip. Nú er öldin önnur eins og
ofangreindar tölur sýna.
Íslenzk stjórnvöld hafa með
samningum við erlend ríki lagt
nauðsynlegan grundvöll að þessum
veiðum en það eru fyrst og fremst
útgerðarfyrirtækin sjálf, sem hafa
byggt þær upp og hætt töluverðum
fjármunum til þess að byggja upp
ákveðin réttindi fyrir landsmenn á
þessum svæðum. Það mikla braut-
ryðjendastarf útgerðarmanna ber
að meta að verðleikum.
Það er mikilvægt að þessari útrás
sjávarútvegsfyrirtækjanna verði
haldið áfram. Í úttekt Viðskipta-
blaðs Morgunblaðsins er minnt á
tilraunir með túnfiskveiðar suður af
landinu. Ennfremur á veiðitilraunir
á Hatton-Rockall-svæðinu en þar
eigum við víðtækari hagsmuni að
verja en einungis á sviði fiskveiða
og skýrt er frá tilraunum með veið-
ar á laxsíld á djúpslóð suður af land-
inu. Þótt þær tilraunaveiðar, sem
hér hafa verið nefndar, séu ekki fyr-
irferðarmiklar er rétt að minnast
þess að hið sama átti við um veiðar
úr sumum þeirra fiskistofna í úthaf-
inu, sem nú skila okkur miklum
tekjum í byrjun þeirra veiða.
Útgerðarmenn hafa sýnt mikils-
vert frumkvæði í þessum efnum og
stjórnvöldum ber að veita þeim all-
an þann stuðning, sem þeir þurfa á
að halda.
HAFIÐ hefur verið átak í öldrun-arþjónustu um að vekja athygli
á störfum í þágu aldraðra. Átakið er
kynnt þannig að ætlunin sé að stuðla
að viðhorfsbreytingu til starfa í öldr-
unarþjónustu og bæta ímynd aldr-
aðra í þjóðfélaginu.
Á kynningarfundi, sem haldinn var
í Gerðubergi á miðvikudag, sagði
Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar-
forstjóri í Sóltúni og formaður átaks-
hópsins, að þeir sem nú stæðu á tíma-
mótum, ættu að beina sjónum að
öldrunarþjónustunni og nefndi þar
að í nýrri vinnumarkaðskönnun Hag-
stofunnar kæmi fram að fimm þús-
und manns hefðu verið atvinnulausar
á landinu í apríl. Nóg væri af störfum
fyrir hendi í öldrunarþjónustunni.
Eins og Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra benti á í ræðu sinni á
kynningarfundinum mun hlutfall
aldraðra aukast á næstu árum og
væri ljóst að öldrunarþjónusta væri
ört vaxandi grein.
Það er nauðsynlegt að gera vel við
þennan hóp þjóðfélagsins og snar
þáttur í því er að efla jákvætt viðhorf
til hans og kynna rækilega þá fjöl-
mörgu og fjölbreyttu kosti, sem um
er að ræða í öldrunarþjónustu.
Í nútímaþjóðfélagi snúast ófá störf
um að veita þjónustu af einhverju
tagi og það er engin ástæða til að líta
svo á að þjónustustörf í þágu aldr-
aðra séu minna spennandi en önnur.
Lífslíkur manna aukast jafnt og
þétt og framfarir í læknisfræði og
umönnun gera að verkum að auknar
líkur eru á því að fólk búi við góða
heilsu fram eftir aldri. En það má
ekki gleyma því að ekki er nóg að
framfarir hafi orðið ef aldraðir njóta
þeirra ekki. Jón Kristjánsson sagði
að eldri borgarar væru nú um 32 þús-
und talsins og þar af þyrftu þrjú þús-
und á sérstakri umönnun að halda.
Að þeim hópi þarf vitaskuld sérstak-
lega að huga, en almennt markmið
hlýtur að vera að aldraðir geti notið
þeirra lífsgæða, sem heilsa þeirra
leyfir. Um leið er þarft að vekja at-
hygli yngri kynslóða á kostum þess
að starfa með öldruðum og að kynn-
ast því hversu gjöfult það getur ver-
ið.
Þegar rætt er um að bæta ímynd
einhverra þátta í samfélagi okkar
eins og öldrunarþjónustunnar nú er
hins vegar ástæða til að undirstrika
að kynningarátak til þess að bæta
ímynd dugar lítið ef veruleikinn er
allt annar.
Ekki fer á milli mála, að þeir sem
vinna að öldrunarþjónustu eru í
mörgum tilvikum að vinna mjög erf-
itt starf og alltof of oft fyrir lág laun.
Þegar til lengdar lætur getum við
ekki tryggt öldruðum viðunandi
þjónustu nema við séum tilbúin til að
greiða þeim, sem að þeim verkefnum
vinna viðunandi laun.