Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.05.2002, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 31 Verkfræðingafélag Íslandsog TæknifræðingafélagÍslands ræddu hugmynd-ir um mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar á morgunverðarfundi í húsa- kynnum félaganna á miðvikudag. Fram kom að verkefnið væri enn í mótun og að engin endanleg verk- fræðileg lausn lægi fyrir á þessari stundu þótt pólitískur vilji væri fyrir því að fjölga mislægum gatnamót- um, að því gefnu að þau verði byggð niður í jörðina. Stefán Hermannsson, borgar- verkfræðingur og annar framsögu- manna á fundinum, sagði að hug- myndir um mislæg gatnamót væru langt í frá nýjar af nálinni og að skiptar skoðanir væru um byggingu þeirra. Stefán rifjaði upp að fyrstu hug- myndir um mislæg gatnamót á þess- um stað hefðu birst í Aðalskipulagi Reykjavíkur frá árinu 1964. Þá hefði Miklabrautin verið sýnd sem gegn- umgangandi umferðaræð með öllum gatnamótum mislægum og af sömu gerð, þ.e. með svokölluðum tígul- gatnamótum. Síðan þá hefðu nokkr- um sinnum verið gerðar tilraunir með að breyta gatnamótunum og at- huganir og útfærslur unnar af ýms- um aðilum. Stefán benti á að á árunum 1995–6 hefði mikil vinna verið unnin í tengslum við deili- og umferðar- skipulag að Miklubraut. Skýrslan, sem unnin var, hafi sýnt Miklubraut út frá þremur valkostum en niður- staðan varð sú að öllum hugmyndum um mislæg gatnamót var hafnað. Hann sagði að á síðustu misserum hafi verið unnið að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins þar sem betri heildar- og framtíðarsýn um upp- byggingu á höfuðborgarsvæðinu, þéttingu byggðar og stefnmótun í umferðarmálum hafi verið sett fram. „Okkar sýn er í stórum dráttum að gott þjónustustig sé á aðalstofn- brautunum sem að mestu leyti séu með mislægum gatnamótum. Þá tryggjum við tiltölulega stutta ferða- tíma og gott umferðaröryggi á þeim leiðum,“ sagði hann. Stefán bætti við að með þessu móti yrði einnig bætt úr almennings- samgöngum sem ættu greiðari leið innan um almenna bílaumferð. Hug- myndin væri að gefa strætisvögnum forgang þegar ekið væri út af stofn- brautunum, annaðhvort með sér- stökum akreinum eða ljósum. Hann sagði að rætt hafi verið um að Kringlumýrarbrautin yrði með þessum hætti niður að gatnamótum við Sæbraut sem mundi stuðla að góðri samfellu í stofnbrautakerfinu. Stefán benti á að í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2004, sem enn ætti eftir að staðfesta, kæmi fram pólitískur vilji um að fjölga mislæg- um gatnamótum á þessum stöðum, að því gefnu að mislæg gatnamót verði byggð niður í jörðina. Þar kem- ur fram að gegnumgangandi umferð verði um Kringlumýrarbraut sem fari ofan í jörðu. Umferð um Miklu- braut verði þá stýrt að hluta með ljósum. Hann skýrði frá því að Vegagerðin hefði á síðastliðnu hausti sett á lagg- irnar vinnuhóp í samráði við Um- hverfis- og tæknisvið Reykjavíkur- borgar sem er að skoða möguleikana á að auka umferðarafköst og bæta lýti á gatnakerfinu með lítilsháttar endurbótum á gatnamótum, þar með talið ljósastýrðum gatnamótum. Fram kom í máli Stefáns að hug- myndir hefðu verið uppi um að setja fjögurra fasa ljós í stað þriggja við gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar sem hefði í för með sér að óvarðar vinstri beygjur á gatnamótunum yrðu úr sögunni. Sú lausn þýddi hins vegar að afköst myndu minnka um 25% yrði ekkert frekar að gert. Þá hafi einnig verið uppi hugmyndir um að setja fjög- urra fasa ljós á kvöldin og nóttunni þegar flest slys verða á þessum stað. Sagði Stefán að skoða þyrfti nánar hvernig ökumenn myndu bregðast við þeirri nýbreytni að ljós myndu breytast eftir því hvenær dagsins væri. Fólksflutningabifreiðar undir Miklubraut Borgarverkfræðingur kom inn á fleiri verkefni sem tengjast hugsan- legum endurbótum á gatnamótun- um, meðal annars hugmyndir um nýja skiptistöð Strætó bs. undir Miklubraut. Hugmyndin væri unnin samhliða endurskoðun á leiðakerfi Strætó þar sem ráðgert væri að miðja almenningssamgöngukerfis- ins verði sem næst miðju höfuðborg- arsvæðisins. Þar yrði einnig enda- stöð fyrir langferðabíla og tenging við Flugrútuna en þær hugmyndir yrði að skoða nánar í tengslum við Samgöngumiðstöð sem samgöngu- ráðuneyti hefur unnið að og hugsuð hefur í grennd við Reykjavíkurflug- völl. Stefán kom einnig inn á stækkun Kringlunnar, en Kringlan hefur sem kunnugt er látið vinna tillögur að stækkun verslanamiðstöðvarinnar í nokkrum áföngum og er meðal ann- ars gert ráð fyrir byggingu 17 þús- und fermetra háhýsis á 20 hæðum undir skrifstofuhúsnæði í fyrsta áfanga. Stefán rifjaði upp áhyggjur forsvarsmanna Kringlunnar af því að umferð yrði beint framhjá Kringl- unni með mislægum gatnamótum. Sagði Stefán á móti að líkur á töfum í umferðinni mundu aukast, yrði ekk- ert að gert. Gunnar Ingi Ragnarsson, verk- fræðingur hjá verkfræðistofunni Þverá, sagði að langflestar tillögur um mislæg gatnamót við Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut miðuðu að því að Miklabraut lægi undir Kringlumýrarbraut. Sagði hann að hugmyndir um að færa Kringlumýr- arbraut undir Miklubraut væru ekki fullnægjandi lausn þar sem ljós á gatnamótum Listabrautar og á gatnamótum Hálaeitisbrautar mundu eftir sem áður stýra umferð- inni að miklu leyti. Gunnar Ingi ræddi einnig um mið- stöð almenningssamgangna undir Miklubraut sem sem ráðgert er að verði 2 hektarar að flatarmáli eða 12 sinnum stærri en skiptistöðin á Hlemmtorgi. Sagði hann hugsanlegt að innangengt yrði í Kringlu úr stöð- inni. Kanna umferð á framkvæmdatíma Að lokinn framsögu var orðið laust og bárust nokkrar fyrirspurnir. Ragnar Atli Guðmundsson, stjórnarformaður Kringlunnar, sagðist áhugasamur um fjögurra fasa lausnina við gatnamótin og spurði hvernig stæði á að umferð minnkaði þá um 25% á sama tíma og úttekt sem Kringlan lét gera benti til 10% aukningar á afköstum umferð- ar. Borgarverkfræðingur sagði í svari sínu að borgaryfirvöld myndu vinna náið með forsvarsmönnum Kringl- unnar þar sem farið yrði yfir þessi mál, m.a. með aðstoð hermilíkans. Hann ítrekaði jafnframt að 25% lækkun á afköstum miðaðist við að ekkert annað yrði gert til að greiða fyrir umferð. Spurt var hvert beina ætti um- ferðinni á meðan á framkvæmdum stæði við ný gatnamót og hugsan- lega nýja miðstöð almenningssam- gangna. Gunnar Ingi sagði í svari sínu að þetta væri eitt af stærstu vandamál- unum sem menn stæðu frammi fyrir og eftir væri að kanna nákvæmlega hvaða lausnir myndu henta. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætós bs., sagði í svari við fyrispurn um hvort mönnum væri al- vara með að setja skiptistöð undir Miklubraut að verið væri að auka þjónustu og staðsetningin væri best til þess fallin að þjóna sveitarfélög- unum sjö sem hún nær til. Nefndi hann sem dæmi að algengustu um- kvartanir farþega væru að þurfa að bíða undir beru lofti í hvaða veðri sem væri og stöðin myndi leysa þann vanda að einhverju leyti. Morgunblaðið/Golli Góð aðsókn var að morgunverðarfundi verkfræðinga og tæknifræð- inga í Verkfræðingahúsi þar sem ræddar voru hugmyndir um mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Mislæg gatnamót rædd í tæp 40 ár Hugmyndir um gatnamót við Kringlumýrar- og Miklubraut til umræðu í Verkfræðingahúsi náttinni að undanförnu hafi karlarn- ir lítið getað róið. „Þetta hefur verið þokkalegt í vetur, en samt minna en á sama tíma í fyrra,“ segir hann. Góð steinbítsveiði er um þessar mundir en framan af var það fyrst og fremst þorskur og ýsa. 13 færabátar og 10 litlir línubátar gera út frá Bol- ungarvík auk þess sem nokkrir grá- sleppukarlar eru á ferðinni. Gunnar segir að búið sé að landa um 2.600 tonnum af bolfiski frá áramótum og um 13.300 tonnum af loðnu en á sama tíma í fyrra hafi verið landað tæplega 3.000 tonnum af bolfiski og um 20.000 tonnum af loðnu. „Þetta hefur dregist svolítið saman,“ segir hann og bætir við að stærri bátar landi líka annað slagið í Bolungarvík. „Allt fullt af þara og skít“ Mjög góð þorskveiði hefur verið hjá Húsavíkurbátum frá áramótum, að sögn Stefáns Stefánssonar, hafn- arvarðar. „Það hefur verið mjög góð veiði, hvort sem er í net eða á línu,“ segir hann, en að jafnaði hafi verið 10 til 12 minni bátar á netum, tveir á dragnót og tveir stærri bátar á net- um. Grásleppuvertíðin hófst 20. mars og segir Stefán að flestir séu nú í henni. Veiði hafi gengið mjög vel en um mánaðamótin hafi menn fengið verkun á netin og hafi hann heyrt að allt upp í 40 til 50 metrar hafi eyði- lagst hjá mönnum. „Þetta var allt fullt af þara og skít,“ segir hann og bætir við að aflahæstu bátarnir séu komnir með um 10 tunnur. Það sé skárra en í fyrra en ekkert í sam- anburði við það sem áður hafi þekkst. Þrír bátar frá Húsavík eru á út- hafsrækjuveiðum en Stefán segir að veiði hafi verið treg í heilan mánuð. Tveir bátar hefðu t.d. landað á mið- vikudag, annar með um 17 tonn og hinn um 23 tonn. „Björg Jónsdóttir var með um 23 tonn en þyrfti að vera með um 30 tonn til að hafa upp í kostnað,“ segir hann. Alltaf líf á höfninni „Það eru flestir bátarnir búnir að draga upp netin og komnir á drag- nót. Vertíðin sem slík hefur verið ágæt en annars er ekkert að marka þessar vertíðar miðað við það sem áður var, flestir eru með stórriðin net og eltast við stóra fiskinn,“ segir Ragnar Lúðvíksson, hafnarvörður í Ólafsvík. Hann segir dragnótarbát- ana hafa fengið góðan afla, þannig hafi Ólafur Bjarnason SH landað um 20 tonnum á miðvikudag, aðallega ýsu. „Eins hafa trillurnar fengið ágætan afla á færin, svona þegar þær hafa komist á sjó en tíðin hefur verið þeim óhagstæð í vor. En það er að minnsta kosti alltaf líf á höfninni og á meðan svo er höfum við ekki áhyggjur,“ segir Ragnar. rgun samkvæmt gömlum hefðum iðafirði nlands Morgunblaðið/Hafþór in að undanförnu, fallegan þorsk. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns m hafa fengið góðan steinbítsafla að undan- gar Gíslason, skipverji á Guðbjörgu ÍS, vænum á línuna „utan hefðbundinna steinbítsmiða“. n mánuð, með því helgarfrí en síð- ntanlega í slipp eð hvað verður í nar skipstjóri. Morgunblaðið/Sverrir myndinni er Vífill vænan þorsk. „TÍÐARFARIÐ hefur verið leiðinlegt undanfarna 10 daga og á meðan hefur ver- ið dálítil værð yfir fisk- iríinu,“ sagði Þórður Magn- ússon, skipstjóri á frystitogaranum Þerney RE, en skipið er nú á úthaf- skarfaveiðum á Reykjanes- hrygg. „Ég skal ekki segja til um hvort veðrið hefur beinlínis áhrif á fiskinn en það er alltaf erfiðara að eiga við veiðarnar í vondu veðri. Skipin eru að fá í kringum eitt tonn á togtím- ann þessa stundina en okkur finnst það ekki nóg.“ Íslensku togararnir á Reykjaneshrygg eru að veiðum um 30 sjómílur inn- an landhelginnar en mikill floti erlendra skipa stundar veiðarnar við 200 mílna landhelgislínuna. Þórður segir að aflabrögð erlendu skipanna séu síst betri en þeirra íslensku. „Karfinn er aðallega innan lögsögunar. Hann virðist hinsvegar vera nokkuð dreifðari en hann hefur verið undanfarin ár. Hann þjappar sér ekki eins mikið saman og þá verður hann mun erfiðari við að eiga. Sennilega valda skil- yrðin í hafinu þessu og við vonum vitanlega að fisk- urinn eigi eftir að þétta sig.“ Þórður sagðist vera búinn að draga um 700 tonn af karfa upp úr sjó frá því að veiðarnar hófust fyrr í vor en stefnan væri að koma í land með fullt skip, um 1.000 tonn. Hann segir að afkoman af veiðunum sé töluvert lakari en á und- anförnum árum. „Við erum að fá mun lægra verð fyrir karfann í japönskum jenum en undanfarin fimm ár og þar að auki hefur gengi krónunnar verið að styrkj- ast. Afkoman er því ekki til að hrópa húrra fyrir þessa dagana,“ sagði Þórður. Værð yfir úthafskarfanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.